Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir F.
3
2
Þór
Guðmundur Arnar Hjálmarsson '27 1-0
Almar Daði Jónsson '34 2-0
2-1 Ármann Pétur Ævarsson '68
Ignacio Poveda Gaona '87 3-1
3-2 Ingi Freyr Hilmarsson '90
03.09.2016  -  14:00
Fjarðabyggðarhöllin
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Guðmundur Arnar Hjálmarsson
Byrjunarlið:
1. Adrian Murcia Rodriguez (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
5. Almar Daði Jónsson
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('89)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
10. Jose Omar Ruiz Rocamora
14. Kifah Moussa Mourad ('76)
15. Kristófer Páll Viðarsson
18. Valdimar Ingi Jónsson
18. Jesus Guerrero Suarez ('90)
23. Sólmundur Aron Björgólfsson

Varamenn:
4. Antonio Calzado Arevalo ('90)
9. Ignacio Poveda Gaona ('76)
10. Marteinn Már Sverrisson
21. Anto Pejic
23. Dagur Ingi Valsson ('89)

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Amir Mehica
Magnús Björn Ásgrímsson
Þóra Elín Einarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('48)
Jesus Guerrero Suarez ('55)
Hilmar Freyr Bjartþórsson ('60)
Jose Omar Ruiz Rocamora ('88)
Antonio Calzado Arevalo ('90)
Viðar Jónsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 3-2 sigri Leiknis F á Þór.
90. mín MARK!
Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Stoðsending: Óskar Jónsson
3-2. Þórsarar minnka muninn úr aukaspyrnu. Ekki viss hver skoraði
90. mín Gult spjald: Ólafur Hrafn Kjartansson (Þór )
90. mín Gult spjald: Viðar Jónsson (Leiknir F.)
Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis, fær gult spjald fyrir munnsöfnuð
90. mín Gult spjald: Antonio Calzado Arevalo (Leiknir F.)
90. mín
Inn:Antonio Calzado Arevalo (Leiknir F.) Út:Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
89. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
88. mín Gult spjald: Jose Omar Ruiz Rocamora (Leiknir F.)
88. mín
Hilmar Freyr klúðrar hér dauðafæri. Jesus Suarez hafði geyst upp vinstri kantinn og gefið boltann fyrir. Í staðinn fyrir að skjóta í fyrsta í nánast opið net ákveður Hilmar að taka extra touch og skýtur síðan framhjá.
87. mín MARK!
Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.)
Stoðsending: Jesus Guerrero Suarez
3-1 fyrir Leikni. Jesus Suarez lyftir boltanum út á kant á Ignacio Gaona. Gaona labbar framhjá bakverði Þórs og nokkrum öðrum varnarmönnum þeirra áður en hann skýtur og skorar framhjá Aroni Birki.
83. mín
Glæsileg sókn hjá Leikni. Jose Omar Rocamora vinnur boltann og kemur honum á Jesus Suarez. Jesus stingur boltanum inn á Almar Daða sem gefur boltann svo fyrir á Kristófer Pál. Kristófer er í glæsilegu færi, einn á móti markverði. Skotið hans er hins vegar beint á Aron Birki í markinu. Frákastið dettur aftur fyrir Kristófer sem hefur nægan tíma en skýtur framhjá.
80. mín
Þórsarar fá hornspyrnu sem Kristinn Þór tekur. Boltinn virðist hanga gríðarlega lengi í loftinu áður en að hann dettur fyrir Óskar Jónsson sem nær góðum skalla á markið. Adrian Murcia ver hins vegar glæsilega fá honum og heldur Leikni í forystu.
77. mín
Jesus Suarez vinnur boltann hátt á vellinum. Hann hleypur í gegnum vörn Þórs áður en hann skýtur af stuttu færi en skotið fer yfir.
76. mín
Inn:Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.) Út:Kifah Moussa Mourad (Leiknir F.)
74. mín
Þórsarar hafa pressað mikið á Leikni á síðustu mínútum í leit að jöfnunarmarkinu. Leiknismenn hafa dottið dýpra niður og nokkuð hefur verið um einstaklingsmistök. Eitthvað þarf að breytast að þeir ætla að halda forystu sinnu út leikinn.
68. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Stoðsending: Óskar Jónsson
Þórsarar eru búnir að minnka muninn. Markið kom úr aukaspyrnu sem Óskar Jónsson tók. Boltinn hittir beint á ennið á Ármanni Pétri sem skallar boltann í netið. 2-1
64. mín Gult spjald: Kristinn Þór Björnsson (Þór )
63. mín
Þórsarar geysast upp í skyndisókn. Þeir eru tveir á tvo. Jónas Björgvin reynir að gefa boltann fyrir á Gunnar Örvar sem þyrfti þá einungis að pota boltanum yfir línuna. Fyrirgjöfin er hins vegar fyrir aftan Gunnar.
63. mín
Frábært tækifæri fyrir Leikni að auka forystu sína. Hilmar Freyr á frábæra stungu inn á Almar Daða. Almar Daði er slopinn einn í gegn og skýtur en Aron Birkir ver frá honum.
60. mín Gult spjald: Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Hilmar Freyr fær gult spjald fyrir að hlaupa á Ármann Pétur
57. mín
Þór fær hornspyrnu sem Ólafur Hrafn Kjartansson tekur. Spyrnan fer beint á Jónas Björgvin en hann nær ekki stjórn á boltanum og missir hann út af.
55. mín Gult spjald: Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Jesus Suarez fær gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir það var búið að dæma hendi á hann
48. mín
Úr aukaspyrnunni sem Þór fékk eftir gula spjald Guðmunds reynir Jónas Björgvin hjólhestrspyrnu. Hann hittir hins vegar ekki boltann og sparkar í andlitið á Arkadiusz Jan Grzelak sem liggur eftir
48. mín Gult spjald: Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
47. mín
Innkast hjá Þór. Boltinn berst til Gunnars Örvars sem tekur boltann á lofti en skotið er kraftlítið og auðvelt fyrir Adrian.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Leiknir eru verðskuldað 2-0 yfir í hálfleik
41. mín
Skyndisókn hjá Leikni. Guðmundur Arnar kemur boltanum á Kristófer Pál sem sendir hann á Almar Daða. Almar Daði á síðan flotta skiptingu yfir á Kifah. Kifah geysist upp hægri kantinn áður en hann er feldur rétt hjá vítateigshorninu. Leiknir fær aukaspyrnu sem ekkert verður úr.
38. mín
Þór fær aukaspyrnu út á hægri kanti nálægt vítateig Leiknis. Kristinn Þór tekur en spyrnan er auðveld fyrir Adrian í marki Leiknis.
34. mín MARK!
Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Stoðsending: Hilmar Freyr Bjartþórsson
2-0 fyrir Leikni. Boltinn barst út á kant á Hilmar Frey. Hann á geðveika fyrirgjöf á Almar Daða sem stýrir boltanum í netið.
33. mín
Flottur samleikur á milli Hilmars og Guðmunds leiðir til fyrirgjafar frá Guðmundi. Hún finnur hins vegar engann samherja og varnarmenn Þórs koma boltanum í burtu
27. mín MARK!
Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
Leiknismenn eru komnir yfir. Markið kom upp úr hornspyrnu sem Kristófer Páll tók. Eftir skallaeinvígi barst boltinn til Guðmunds Arnars sem skoraði úr bakfallsspyrnu eftir að hafa fengið langan tíma til að athafna sig í teignum. Varnarleikur Þórs fær ekki háa einkunn.
22. mín
Inn:Hákon Ingi Einarsson (Þór ) Út:Gauti Gautason (Þór )
Gauti Gautason fer út af vegna meiðsla. Inn á kemur Hákon Ingi Einarsson.
20. mín
Leiknir sleppur vel eftir mistök hjá Arkadiusz. Hann sendir boltann beint á sóknarmann Þórs sem reynir að stinga boltanum inn á Jónas Björg. Arkadiusz bætir hins vegar upp fyrir mistök sín og vinnur boltan með hjálp Valdimars Inga.
16. mín
Þórsarar vilja fá aukaspyrnu fyrir tæklingu Valdimars á sóknarmann Þórs. Virtist vera augljóst brot en Erlendur dæmdi ekkert.
12. mín
Gott spil hjá Leikni. Kristófer Páll á flotta skiptingu yfir á Kifah sem leggur boltann fyrir Jose Omar Rocamora. Rocamora skýtur en boltinn fer rétt framhjá.
8. mín
Fyrstu skot Leiknis á markið. Hilmar Freyr tæklar boltann fyrir á Kristófer Pál sem skýtur. Skotið fer í varnarmann Þórs en boltinn berst út á Jose Omar Rocamora sem skýtur en boltinn fer í Ármann Pétur og út af. Leiknir fær hornpsprynu sem verður ekkert úr.
7. mín
Bæði lið virka lífleg hér í byrjun þótt ekki hafi verið mikið um færi.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Þór byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin eru að labba út á völlinn. Þetta fer að bresta á.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Erlendur Eiríksson. Aðstoðardómarar hans eru Bryngeir Valdimarsson og Gylfi Tryggvason.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Það eru fjórar breytingar á byrjunarliði Leiknis frá 4-2 tapinu gegn Huginn í síðustu viku. Antonio Calzado Arevalo, Ignacio Poveda Gaona, Anto Pejic og Andres Salas Trenas fara út en Andres Salas Trenas er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald á móti Huginn. Í þeirra stað koma Sólmundur Aron Björgólfsson, Valdimar Ingi Jónsson, Almar Daði Jónsson og Arkadiusz Jan Grzelak.

Það er ein breyting á bryjunarliði Þórs frá 3-1 sigrinum gegn Fjarðabyggð í síðustu umferð en hún er sú að Jóhann Helgi Hannesson kemur inn fyrir Sigurð Marinó Kristjánsson
Fyrir leik
Síðasti leikur þessara liða endaði með 1-0 sigri Þórsara
Fyrir leik
Þórsarar sitja í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir 18 leiki. Þeir eru 9 stigum á eftir Grindavík í öðru sæti deildarinnar þegar 4 leikir eru eftir. Það er því ennþá veik von um að þeir geti komist upp í Pepsi-deildina en til þess þurfa þeir helst að vinna hér í dag. Þórsarar hafa fengið 10 stig af 15 mögulegum úr síðustu fimm leikjum og þar af eru þeir taplausir í síðustu þremur.
Fyrir leik
Leiknir situr á botni deildarinnar með 12 stig eftir 18 leiki, 6 stigum frá öruggu sæti þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Liðið þarf því nauðsynlega á sigri að halda í dag. Þeir hafa fengið þrjú stig úr síðustu 5 leikjum en þau komu öll í 3-2 sigrinum á Fram í Fjarðabyggðarhöllinni.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis Fáskrúðsfirði og Þórs
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
4. Gauti Gautason ('22)
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
11. Kristinn Þór Björnsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Guðni Sigþórsson
21. Óskar Jónsson
23. Ólafur Hrafn Kjartansson
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
7. Marinó Snær Birgisson
12. Hákon Ingi Einarsson ('22)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Sandor Matus
Hlynur Birgisson
Haraldur Ingólfsson
Einar Logi Benediktsson

Gul spjöld:
Kristinn Þór Björnsson ('64)
Ólafur Hrafn Kjartansson ('90)

Rauð spjöld: