Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úkraína
1
1
Ísland
0-1 Alfreð Finnbogason '5
Andriy Yarmolenko '41 1-1
Yevhen Konoplyanka '82 , misnotað víti 1-1
05.09.2016  -  18:45
Kænugarður
Undankeppni HM
Dómari: Clement Turpin (Fra)
Áhorfendur: 0
Byrjunarlið:
12. Andriy Pyatov (C) (m)
2. Bohdan Butko
4. Eduard Sobol
5. Olexandr Kucher
6. Taras Stepanenko
7. Andriy Yarmolenko
10. Yevhen Konoplyanka
16. Serhiy Sydorchuk ('63)
20. Yaroslav Rakytskyi
22. Viktor Kovalenko
22. Olexandr Zinchenko

Varamenn:
22. Denys Boyko (m)
23. Mykyta Shevchenko (m)
3. Ivan Ordets
8. Roman Zozulya ('63)
9. Yevhen Sakhov
11. Yevhen Seleznov
13. Vitaliy Buialsky
14. Rusian Rotan
15. Serhiy Krytsov
17. Artem Fedetskyi
19. Maksym Malyshev
21. Ivan Petryak

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Olexandr Kucher ('13)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Við virðum þetta stig!
92. mín
Arnór Ingvi skallar á markið. Varið.

89. mín
Emil Hallfreðsson með skæri og vinnur aukaspyrnu. Stórhætta eftir fyrirgjöf Gylfa úr aukaspyrnunni en dómarinn flautar sóknarbrot.
85. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)

82. mín Misnotað víti!
Yevhen Konoplyanka (Úkraína)
JÁÁÁÁÁÁÁ!!! Boltinn í utanverða stöngina og í markspyrnu. Hannes var farinn í rangt horn en sem betur fer brást Konoplyanka bogalistin.
82. mín
NEIIII!!! Úkraína fær víti. Arnór Ingvi brotlegur í teignum. Hannes verðu þetta...
81. mín
STÓRHÆTTA VIÐ ÍSLENSKA MARKIÐ! Sobol kominn í kjörstöðu í teignum en Hannes nær að komast í sendinguna hans. Stuttu seinna kom skot fyrir utan teig sem Hannes varði af öryggi.

78. mín
Arnór Ingvi með skot en varnarmaður komst fyrir.
78. mín
Hörður Björgvin búinn að vera í talsverðum vandræðum með sendingar sínar.
77. mín
Fyrri hálfleikur var fjörugur en ekki mjög tíðindamikill seinni hálfleikur til þessa.
75. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Jæja eitt sigurmark frá Arnóri væri alveg eðall... jafnvel í uppbótartíma bara.
74. mín
Arnór Ingvi að gera sig kláran á hliðarlínunni.
72. mín
Vó! Kovalenko fékk mikinn tíma og pláss og lét vaða. Hannes sló boltann frá.

70. mín
Leikurinn orðinn ansi varfærnislegur.
65. mín
Staðan í öðrum leikjum okkar riðils:
FINNLAND 1 - 1 KOSOVO
KRÓATÍA 1 - 1 TYRKLAND
63. mín
Inn:Roman Zozulya (Úkraína) Út:Serhiy Sydorchuk (Úkraína)
61. mín
Fyrsta horn Íslands í leiknum. Stórhætta eftir fyrirgjöf Gylfa, mátti litlu muna að einhver næði að reka fót í knöttinn og ná skoti.
60. mín
Birkir Már hefur verið frábær í þessum leik og náð að loka vel á Konoplyanka. Kemur lítið út úr vinstri væng Úkraínu.
59. mín Gult spjald: Alfreð Finnbogason (Ísland)
Fyrir brot á Stepanenko sem orgar það hátt að það bergmálar um leikvanginn.

56. mín
Það er hátalarakerfi á fullu blasti við völlinn. Einhver mjög þreytandi gaur að blaðra stanslaust á meðan hann öskrar "Úkraína". Ákaflega pirrandi dæmi.
55. mín
Fremur róleg byrjun á þessum seinni hálfleik og lítið í gangi.
52. mín
Stepanenko er síbrotamaður en sleppur við spjald trekk í trekk! Ég er ekki að fíla þetta.

47. mín
Vó, Hörður Björgvin með hreinsun í teignum sem skýst til baka af samherja og í fangið á Hannesi.

46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

45. mín
Hálfleikstölfræði:
Skot: 8-9
Á mark: 3-4
Horn. 2-0
45. mín
Hálfleikur
Vonandi klárum við þetta. Vorum talsvert betri í upphafi hálfleiksins en Úkraína kláraði seinni hluta hans ansi vel

42. mín
Inn:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Ari snéri sig rosalega á ökkla.

41. mín MARK!
Andriy Yarmolenko (Úkraína)
Andskotinn... Yarmolenko jafnar meðan við erum tíu gegn ellefu. Ísland fékk ekki að gera skiptinguna strax og Hörður var ekki kominn inn. Helgi Kolviðsson trylltur út í dómarana.

Galið að það mátti ekki framkvæma skiptinguna.

Allavega þá var markið þannig að Hannes varði fyrst skot og boltinn barst svo á Yarmolenko sem skoraði.
40. mín
Ari fer um borð í hnjaskvagn. Hörður Björgvin Magnússon að gera sig kláran í að koma inn!
38. mín
Álitleg sókn Íslands, Jón Daði sendir boltann fyrir en sendingin ekki nægilega góð. Of löng. Leikurinn stöðvaður. Ari Freyr Skúlason liggur á vellinum og þarf aðhlynningu.

36. mín
Úkraína að tapa boltanum á hættulegum stöðum. Alfreð með skot en hittir ekki á rammann.
34. mín
Úkraína fékk hornspyrnu. Aron skallaði knöttinn frá.
34. mín
Eftir ágætis sóknarlotu Íslands hleður Gylfi í skot fyrir utan teig en talsvert framhjá.
33. mín
Ari Freyr er með Konoplyanka á sér. Alvöru verkefni sem Ari fær. Okkar maður búinn að vera nokkuð tæpur það sem af er en fer vonandi að finna sig betur.
32. mín
Úkraína talsvert að reyna af langskotum. Konoplyanka með skot framhjá.

31. mín
Yarmolenko að sýna lipur tilþrif. Á endanum kemur skot frá Stepanenko en engin hætta, vel yfir.
Það heyrist allt í sjónvarpsútsendingunni!



24. mín
HANN SKAUT BARA! Rakutskyi með hörkuskot úr aukaspyrnu af mjög löngu færi. Kraftur í þessu. Hannes slær boltann frá og hirðir svo frákastið sjálfur.
22. mín Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Fyrirliði vor kominn í svörtu bókina fyrir brot eftir að hann tapaði boltanum.
22. mín
Það er góð harka í þessum leik. Úkraínumaður átti tæklingu og tók nánast upp heila torfu í leiðinni.
19. mín
Fiðrildi hefur smyglað sér inn á völlinn. - Úkraína að tapa boltanum á slæmum stað, Alfreð náði boltanum og lét vaða af löngu færi en hitti ekki rammann. Sýndist brotið á Alfreð þegar hann var í skotinu en Frakkinn dæmdi ekkert.
17. mín
Mikið líf og fjör í þessum leik. Fullt af álitlegum sóknum báðum megin.
16. mín
Darraðadans í teig Úkraínu. Gylfi fellur. Einhverjir kalla eftir víti en það hefði verið ansi strangur dómur.

14. mín
ÚFFFFF.... Stórhættuleg sókn Úkraínu. Sóttu upp hægra megin, sending fyrir en Birkir Már Sævarsson bjargaði á síðustu stundu í horn. Eftir hornið átti Kucher skalla framhjá.
13. mín Gult spjald: Olexandr Kucher (Úkraína)
13. mín
DAUÐAFÆRI!!! Jón Daði skýtur yfir úr dauðafæri! Alfreð Finnbogason sendi boltann á hann, erfið sending, Jón Daði átti skot sem var varið og svo skaut hann yfir úr frákastinu. Það var algjört dauðafæri seinna tækifærið.
11. mín
Gylfi Sigurðsson með skot á markið. Af löngu færi og hann hitti boltann ekki vel. Laust og auðvelt fyrir Pyatov.


7. mín
Úkraína með hörkuskot framhjá. Kraftur í þessu skoti.
5. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Birkir Bjarnason
MAAAAARK!!! ÓSKABYRJUN!!!
Alfreð er búinn að koma Íslandi yfir! Birkir Bjarnason með hárnákvæma stungusendingu. Alfreð ekki rangstæður! Fyrst varði markvörður Ukraínu en Alfreð hirti frákastið sjálfur og skoraði! Færið var þröngt en Alfreð kláraði snilldarlega. GEGGJAÐ! Níunda landsliðsmark Alfreðs.
5. mín
Birkir Már Sævarsson með fyrirgjöf inn í teiginn. Úkraína nær að hreinsa frá.
4. mín
Ákaflega furðulegt andrúmsloft. Maður heyrir lýsinguna á leiknum sem er sýndur á risatjaldi við leikvanginn.

2. mín
Úkraína með sókn upp hægri kantinn og sendingu inn í teiginn. Ragnar Sigurðsson réttur maður á réttum stað og kemur boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Úkraína í algulum búningum hóf leik.
Fyrir leik
Þjóðsöngvar að baki. Nú fer þetta að hefjast!

Fyrir leik
Óreyndur vinstri bakvörður hjá Úkraínu. Eduard Sobol sem er 21 árs og á bara einn landsleik að baki. Aðeins einn varnarmaður í byrjunarliðinu sem var með þeim á EM, það veikir liðið í föstu leikatriðum. Engin hreinræktuð "nía" í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Toppmaðurinn Guðmundur Hilmarsson á Morgunblaðinu situr við hlið mér á vellinum. Hann spáir 0-1. Alfreð Finnbogason með markið. Ég spái 0-0. Vona samt að Gummi hafi rétt fyrir sér.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða eru komin inn í kerfið hjá okkur. Andry Shevchenko búinn að gera Olexandr Kucher, varnarmann Shakhtar Donetsk, að fyrirliða. Konplyanka og Yarmolenko á sínum stað. Þurfum að hafa góðar gætur.
Fyrir leik
Það kemur ekkert á óvart í byrjunarliði Íslands. Alfreð Finnbogason kemur inn fyrir Kolbein Sigþórsson sem er meiddur. Að öðru leyti er sama lið og byrjaði alla leiki okkar á Evrópumótinu í sumar.
Fyrir leik
Dómarinn ágæti hefur dæmt í Reykjavík. Hann dæmdi U21-landsleik Íslands og Englands 2011 sem endaði með 3-0 sigri Englendinga. Alex Oxlade- Chamberlain skoraði öll mörkin þrjú í þeim leik.
Fyrir leik
Þessar þjóðir hafa tvívegis mæst í keppnisleikjum en þær voru saman í riðli í undankeppni fyrir Evrópumótið árið 2000. Rebrov skoraði eina markið á Laugardalsvelli en 1-1 varð niðurstaðan í leiknum í Úkraínu. Lárus Orri Sigurðsson skoraði jöfnunarmark á 66. mínútu.
Fyrir leik
Er mættur á leikvanginn. Fólk er þegar farið að safnast saman fyrir utan þar sem boðið er upp á lifandi tónlistaratriði til að hita mannskapinn upp.

Fyrir leik
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Íslands:
Við höfum farið vel í gegnum þetta og erum eins vel undirbúnir og við getum orðið. Þetta er lið sem má alls ekki vanmeta. Stjörnuleikmenn Úkraínu eru á köntunum svo við mætum heimsklassa leikmönnum en erum vanir því. Við þurfum bara að vera með 100% einbeitingu allar 95 mínúturnar eða hvað það verður.
Fyrir leik
Stór hluti undirbúnings íslenska landsliðsins fyrir þennan leik fór fram í Frankfurt í Þýskalandi. Fyrst liðið fékk svona góðan tíma saman var ákveðið að eyða fyrstu dögunum í Þýskalandi. Strákarnir hafa talað um að allur undirbúningur hafi gengið að óskum.
Fyrir leik
Breytingar á þjálfarateymi hjá báðum liðum frá lokakeppni EM í sumar. Þetta verður fyrsti leikur Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið án Lars Lagerback og þá tók Shevchenko við Úkraínu eftir EM. Úkraína náði engan veginn að standa undir væntingum í Frakklandi, skoraði ekki fótboltamark og tapaði öllum þremur leikjunum sem liðið spilaði.

Ísland fór á kostum eins og frægt er.
Fyrir leik
Andriy Shevchenko, þjálfari Úkraínu
Við erum búnir að leikgreina íslenska liðið í ræmur. Þeir eru með mjög gott lið og eru sérstaklega góðir í föstum leikatriðum. Ísland spilaði vel í undankeppni EM og kom svo öllum á óvart í Frakklandi og átti mjög gott mót. Íslendingar munu mæta til leiks með sjálfstraustið í botni. Það er gott fyrir okkur að Kolbeinn Sigþórsson spili ekki enda er hann góður sóknarmaður, en Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess, enda mikill leiðtogi.
Við minnum á umræðuna á Twitter. Valdar færslur með kassamerkinu #fotboltinet verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands tilkynnt á eftir. Það er fastlega búist við því að Ísland tefli fram 10 af þeim 11 sem byrjuðu leikina á EM í Frakklandi. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur á hné og ferðaðist ekki til Úkraínu. Alfreð Finnbogason mun líklega koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum lesanda að leikið verður fyrir luktum dyrum á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Hópur stuðningsmanna Úkraínu var með kynþáttaníð í lok síðustu undankeppni og UEFA lítur það skiljanlega alvarlegum augum.

Tómur völlur en stuðningsmenn Úkraínu munu safnast saman á torgi hérna fyrir utan leikvanginn og horfa á leikinn á breiðtjaldi. Mjög áhugavert.
Fyrir leik
Velkomin með okkur til Kænugarðs!

Framundan er stórleikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM en franski flautuleikarinn Clement Turpin flautar til leiks 18:45 að íslenskum tíma, 21:45 að staðartíma.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('85)
8. Birkir Bjarnason ('75)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson
23. Ari Freyr Skúlason ('42)

Varamenn:
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('75)
21. Viðar Örn Kjartansson
25. Theodór Elmar Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Einar Gunnarsson ('22)
Alfreð Finnbogason ('59)

Rauð spjöld: