Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
3
1
Fylkir
Anna Birna Þorvarðardóttir '36 , víti 1-0
Jordan O'Brien '62 2-0
Jordan O'Brien '82 3-0
3-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir '83
06.09.2016  -  17:30
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Lúxus veður og flottur völlur. Nákvæmnlega eins og það á að vera.
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('89)
Elísabet Guðmundsdóttir ('56)
Anna Birna Þorvarðardóttir
6. Fernanda Vieira Baptista
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
14. Jordan O'Brien ('83)
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
4. Oktavía Jóhannsdóttir
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir ('56)
10. Stefanía Pálsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('83)
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir
22. Íris Sævarsdóttir
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir

Gul spjöld:
Sigríður María S Sigurðardóttir ('19)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gríðarlega mikilvægur KR sigur er staðreynd.

Viðtöl og skýsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Hulda Hrund aftur að ógna, ræðst á vörnina og á svo skot sem endar í fanginu á Hrafnhildi.
90. mín
Hulda Hrund fer niður inn í teig eftir viðskipti við varnarmann. Þetta virtist vera 100% vítaspyrna en dómarinn dæmir ekkert.

Ekki góður dagur hjá Arnari.
89. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR) Út:Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Skipting til að éta niður tímann.
86. mín
Í þeim skrifuðu orðum kemst Sigríður María ein í gegn en skotið hennar er hársbreidd framhjá markinu. Galopinn leikur núna.
86. mín
Þetta er ekkert búið!

Fylkisliðið liggur á KR-ingum þessa stundina.
83. mín MARK!
Kristín Erna Sigurlásdóttir (Fylkir)
MAAARK!!

Sárabót fyrir Fylki. Þær tóku miðju og voru ekki lengi að svara þriðja marki KR. Kristín kláraði mjög vel af stuttu færi.
83. mín
Inn:Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR) Út:Jordan O'Brien (KR)
82. mín MARK!
Jordan O'Brien (KR)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Aftur er það O'Brien. Varla búinn að sleppa orðinu um að hún hafi verið besti leikmaður seinni hálfleiks. Ásdís Karen á fallega stungusendingu á hana og er hún ein gegn Audrey. Markmaðurinn ver frá henni en hún klárar mjög vel úr frákastinu en það var smá spurningamerki með rangstæðu í þessu marki en það stendur.

Hvað er í gangi í Árbænum!?
80. mín
FÆRI!

Jordan O'Brien á fallega fyrirgjöf, beint á kollinn á Ásdísi sem er í fræbæru færi en skallinn hennar fór framhjá. Alein á markteig og á hún að gera betur þarna. O'Brien hefur verið besti leikmaður vallarins í síðari hálfleik.
78. mín
Inn:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
Fylkir hefur 12 mínútur til að fá eitthvað úr þessum leik.

Síðustu mínútur hafa einkennst af pirring innan Fylkisliðsins og er hiti í leikmönnum.
73. mín
Eiður Ben, þjálfari Fylkis var gjörsamlega brjálaður eftir tap gegn Íslandsmeisturunum Breiðabliks í síðasta leik. Það verður áhugavert hvað hann segir við þessari frammistöðu á eftir.
70. mín
Inn:Íris Dögg Frostadóttir (Fylkir) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting Fylkis. Það verður eitthvað að gerast í þeirra leik.
68. mín
Fylkisliðið er heilt yfir búið að vera betra liðið í seinni hálfleik en það gengur illa að skapa sér alvöru færi.

KR-ingar hafa nýtt sín færi ansi vel á sama tíma.
62. mín MARK!
Jordan O'Brien (KR)
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Frábært mark. O'Brien fær boltann á vinstri kantinum, fer á varnarmanninn sinn og hamrar boltanum af löngu færi. Boltinn fór í boga yfir Audrey og í bláhornið. Stórglæsilegt skot.
60. mín
Sandra Sif er helst búin að vera ógnandi fyrir Fylkisliðið. Hún fer reglulega upp hægri kantinn og kemur með fyrirgjafir sem hafa verið að skapa hættu.
58. mín
KR sókn. Fernanda á flotta sendingu á Ásdísi sem er komin ein í gegn en Audrey kemur út úr markinu og lokar vel. Ásdís nær hins vegar skotinu en það er laust og rennur framhjá markinu.
57. mín
Fylkisliðið heldur áfram að sækja meira en það verður að segjast eins og er að Hrafnhildur hefur ekki ennþá þurft að taka á honum stóra sínum í markinu.
56. mín
Inn:Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR) Út:Elísabet Guðmundsdóttir (KR)
Elísabet er meidd og þarf því að fara útaf.
55. mín
Hulda Hrund á skalla að marki sem Íris kemst í og Fylkir fær hornspyrnu.
53. mín
Elísabet Guðmundsdóttir liggur eftir og fær hún aðhlynningu. Hún hoppar á einni löpp útaf og finnst mér meiri líkur en minni að hún þurfi að fara af velli.
52. mín
Sigríður María er komin í úrvalsfæri en afgreiðslan hennar er alls ekki góð og fer laust skot hennar framhjá.
50. mín
Fylkisliðið fer vel af stað í seinni hálfleik. Hulda Hrund á stórhættulega fyrirgjöf sem Íris ósk gerir frábærlega í að koma í burtu. Glæsilegur varnarleikur þarna.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta þróast. Mikið undir í þessum leik en KR er sem stendur ekki í fallsæti og Fylkir aðeins tveim stigum frá fallsæti.
45. mín
Hálfleikur
Og þar með er fyrri hálfleik lokið.

KR-ingar eru 1-0 yfir í annars frekar jöfnum fyrri hálfleik. RISASTÓRT atvik þegar vítið var gefið.
44. mín
Kristín Erna á skot utan teigs en þetta endar í fanginu hjá Hrafnhildi. Hrafnhildur hefur lítið þurft að gera annað en að verja meðalgóð skot.
38. mín
Nú get ég loksins skrifað um þetta víti.

Ásdís var komin ein í gegn en það er STÓRT spurningamerki hvort hún var komin inn í teig. Ég sá ekki betur en að brotið hefði verið fyrir utan teig. Þar fyrir utan var María Rós aftasti varnarmaður og Ásdís komin í frábært færi.

Aukaspyrna og rautt spjald hefði líklegast verið réttur dómur. Þar sem Arnar gaf víti varð hann hins vegar að gefa gult, samkvæmt nýju reglunum. En ég endurtek, ég er 85% viss um að þetta hefði átt að vera aukaspyrna og rautt.

Verður gaman að spjalla við Eið, þjálfara Fylkis, eftir leik um þetta.
37. mín Gult spjald: Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Fyrir mótmæli er vítaspyrnan var gefin.
36. mín Mark úr víti!
Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Audrey fer í rétt horn en boltinn fer undir hana. Ekki besta víti í heimi en KR-ingum er alveg sama. Þær eru á leiðinni úr fallsæti eins og staðan er núna!
35. mín Gult spjald: María Rós Arngrímsdóttir (Fylkir)
VÍTI!!

Ásdís Karen er komin ein í gegn og María togar vel í hana og Arnar verður að dæma víti.
30. mín
Sigríður María í góðu færi!

Hún fer upp hægri vænginn og reynir skot úr fínu færi sem Audrey ver frábærlega í horn. Besta færi leiksins hingað til.
30. mín
Sara Chontosh reynir nú skot um 40 metrum frá markinu. Audrey ekki í basli með það.
28. mín
Sandra Sif reynir skot rétt utan teigs en það hafnar beint í fanginu á Hrafnhildi.
23. mín
Ruth reynir skot af mjög löngu færi sem fer naumlega yfir markið.
23. mín
Ég lýsi eftir færum í Frostaskjóli. Þessi leikur byrjaði vel en svo hefur fjarað undan.
20. mín Gult spjald: Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir)
Nú er Ruth alltof sein í tæklingu. Alveg eins brot og Sigríður fékk gult fyrir áðan. Leikurinn róast svolítið síðustu mínútur.
19. mín Gult spjald: Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Alltof sein í tæklingu og fær réttilega gult spjald.
12. mín
KR vörnin sofnaði á verðinum er Fylkir tók stutta hornspyrnu. María Rós var komin í fínasta færi en skotið hennar fer framhjá.
9. mín
Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins var að gera svolítið í brók þarna. Kristín Erna er í miklu kapphlaupi við varnarmenn KR-inga og virðist hún vera að komast í fínt færi þegar Arnar dæmir aukaspyrnu á miðjum vallarhelmini Fylkisliðsins.

Svo í staðin fyrir að vera að vera nálægt því að sleppa í gegn, fær Fylkir aukaspyrnu á sínum eigin vallarhelmini. Furðuleg beiting á hagnaðarreglu.
7. mín
Fyrsta tilraun KR-inga kemur frá Fernanda, hún reynir skot af löngu færi sem fer yfir markið.
6. mín
Aftur sækja Fylkisstúlkur. Hulda Sigurðar reynir bakfallspyrnu eftir hornspyrnu en hún endar inni í teig þar sem Ruth á skot vel yfir markið af stuttu færi.

Eiður Benedikt, þjálfari Fylkis var brjálaður eftir síðasta leik en hann getur verið nokkuð sáttur við þessa byrjun.
4. mín
Gestirnir í Fylki fara aðeins betur af stað og fengu rétt í þessu hornspyrnu sem Ruth sótti. KR vörninni tókst að koma henni í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
KR-ingar byrja með boltann og sækja í áttina að KR heimilinu. Keyrum þetta í gang!
Fyrir leik
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri umferðinni. Þá skoraði Sigríður María mark KR áður en Berglind Björg jafnaði en síðan þá hefur Berglind auðvitað gengið til liðs við Breiðabliks.
Fyrir leik
Fylkir mætti á sama tíma upp í Kópavog til að spila við Íslandsmeistara Breiðabliks og varð öruggur 4-0 sigur Blika staðreynd.

Fylkir er ekki alveg komið úr allri fallbaráttu því það munar aðeins einu stigi á þessum liðum ef KR vinnur.
Fyrir leik
KR vann Selfoss í síðasta leik og er liðið nú aðeins einu stigi frá því að koma sér úr fallsæti. Einhverjir voru búnir að dæma KR liðið niður fyrir einhverju síðan en með sigri í dag er liðið líklegast búið að koma sér úr fallsæti.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður fylgst með leik KR og Fylkis í 15. umferðinni í Pepsi-deild kvenna.

Fyrir leikinn er Fylkir með 13 stig í 6. sæti deildarinnar en KR er með 9 stig í 9. sætinu. Leikurinn er því mikilvægur í fallbaráttunni.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
25. Audrey Rose Baldwin (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('70)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
15. María Rós Arngrímsdóttir
19. Kristín Erna Sigurlásdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('78)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
7. Rut Kristjánsdóttir
11. Tinna Björk Helgadóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('78)
23. Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir
24. Helga Þórey Björnsdóttir
27. Íris Dögg Frostadóttir ('70)

Liðsstjórn:
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Hafsteinn Steinsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Óðinn Svansson
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir

Gul spjöld:
Ruth Þórðar Þórðardóttir ('20)
María Rós Arngrímsdóttir ('35)
Sandra Sif Magnúsdóttir ('37)

Rauð spjöld: