Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór/KA
4
0
Valur
Anna Rakel Pétursdóttir '10 1-0
Sandra Mayor '23 2-0
Anna Rakel Pétursdóttir '56 3-0
Sandra María Jessen '87 4-0
06.09.2016  -  17:15
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez ('83)
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor ('88)
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
4. Karen Nóadóttir
14. Margrét Árnadóttir ('69)
18. Æsa Skúladóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Siguróli Kristjánsson
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Tinna Stefánsdóttir
Ragnheiður Runólfsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með stórsigri Þór/KA. Viðtöl og skýrsla á leiðinni
92. mín
Afar lítið eftir af leiknum
88. mín
Inn:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA) Út:Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra verið virkilega góð í dag
87. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra Mayor
Það hlaut að koma því að Sandra María skoraði í dag. Sandra Mayor komst upp að endamörkum og átti fyrirgjöf sem Sandra í markinu sló upp í loftið. Á fjærstönginni var Sandra María mætt til að setja boltann í netið
86. mín
Margrét Lára nálægt því að klóra í bakkann fyrir Val. Snýr af sér tvo varnarmenn og á skot sem þriðji varnarmaðurinn kemst fyrir
83. mín
Inn:Silvía Rán Sigurðardóttir (Þór/KA) Út:Natalia Gomez (Þór/KA)
Silvía að spila sínar fyrstu mínútur í sumar
74. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Valur)
Seinasta skipting Valskvenna
74. mín Gult spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
70. mín Gult spjald: Mist Edvardsdóttir (Valur)
69. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Andrea virtist hafa meitt sig eitthvað áðan
66. mín
Nú er það Sandra María sem klúðrar dauðafæri. Gerði vel í að ná boltanum af miðverði Vals. Komst í gegn en var alltof lengi og Sandra í markinu nær að trufla hana. Þarna hefði Sandra María mátt senda á Huldu sem var ein fyrir opnu marki
63. mín
Sandra Mayor í dauðafæri eftir flottan undirbúning hjá Andreu Mist. Sandra gerir vel í markinu og nær að þrengja færið.
61. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Önnur skipting Valskvenna í leiknum
60. mín
Nú eru það Valskonur sem komast upp völlinn og vinna hornspyrnu
59. mín
Heimakonur að leika sér hérna þessa stundina. Gjörsamlega að yfirspila Valskonur í dag
56. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Þarna kom þriðja markið sem lá í loftinu. Anna Rakel fékk boltann utan teigs, fékk pláss, lét vaða á markið og boltinn lá í netinu
52. mín
Enn og aftur Dauðafæri hjá Þór/KA Zaneta Wyne fær fyrirgjöf inn í markteig og stýrir boltanum í slánna nánast af línunni. Í raun ótrúlegt að staðan sé ennþá 2-0
50. mín
Heimakonur að byrja seinni hálfleikinn af krafti
49. mín
Þung sókn Þór/KA endar með því að Natalia á skot framhjá markinu
47. mín
Heimakonur fá hornspyrnu
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný
45. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Valur) Út:Laufey Björnsdóttir (Valur)
Valskonur gera eina breytingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Pétur Guðmundsson hefur flautað fyrri hálfleikinn af þar sem Þór/KA hefur verið með öll völd á vellinum. Staðan gæti auðveldlega verið 3-0 fyrir Þór/KA. Spennandi að sjá hvernig Valskonur bregðast við í seinni hálfleik
45. mín
Heimakonur fá DAUÐAfæri alveg í lokinn. Andrea fær boltann óvænt í teignum og nær ekki valdi á boltanum. Betri snerting og staðan hefði verið 3-0
45. mín
Valskonur aðeins að komast betur inn í leikinn. Heimakonur þó enn með full völd
39. mín
Heimakonur mjög nálægt því að bæta við þriðja markinu. Nú er það Sandra María sem sleppur í gegn. Hún missir boltann frá sér og nær lausu skoti sem fer í stöngina. Varnarleikur Vals er í molum hérna á Þórsvelli
33. mín
Sandra Mayor er að spila virkilega vel hér. Gerði vel í að koma boltanum á Söndru Maríu sem var í góðri fyrirgjafarstöðu. Sending hennar hinsvegar beint á Söndru í Markinu.
30. mín
Sandra Mayor við að sleppa í gegn en Lilja Dögg nær henni á sprettinum. Valskonur í vandræðum með langar sendingar frá heimnakonum
27. mín
Ólafur búinn að senda varamenn sína að hita upp. Augljóslega ekki sáttur með stöðu mála
23. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Lára Einarsdóttir
og nú skorar hún! Langur bolti yfir vörn Valsara, Arna Sif sat eftir og spilaði Söndru Mayor réttstæða. Sandra setur markmanninn í grasið og leggur boltann í netið
22. mín
Um leið og ég skrifaði þetta komust heimakonur í flott færi en Sandra Mayor var of lengi að athafna sig
21. mín
Afar lítið í gangi þessa stundina
11. mín
Að mínu mati á Sandra að gera betur í markinu.
10. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
MAAARK!! Ótrúlegt mark frá Önnu Rakel. Anna Rakel var með boltann á kantinum og átti fyrirgjöf sem var það léleg að hún breyttist í hörkuskot sem Sandra réði ekki við
9. mín
Heimakonur komast í fína stöðu og eiga að fá hornspyrnu en markspyrna er dæmd
2. mín
Heimakonur fá gott færi eftir klafs í teignum en Valskonur koma boltanum frá
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn. Dómarinn Pétur Guðmundsson er fremstur í flokki
Fyrir leik
Arna Sif Ásgrímsdóttir mætir á sinn gamla heimavöll í dag. Hún er uppalinn hjá Þór/KA og var fyrirliði liðins þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012
Fyrir leik
Byrjunnarliðin eru kominn inn hér til hliðar
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust fyrr í sumar sigruðu Valskonur leikinn 6-1. Heimakonur vilja án efa hefna fyrir það
Fyrir leik
Valskonur eru ennþá í séns að vinna titilinn og því er sigur það eina sem kemur til greina hjá þeim í þessum leik. Heimakonur eiga enn tölfræðilegan séns en hann er afar lítill
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru Valskonur í 3.sæti deildarinnar með 30 stig en heimakonur í Þór/KA eru í sæti neðar með 25 stig
Fyrir leik
Leikurinn er í 15.umferð Pepsi deildar kvenna en heil umferð fer fram í dag
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Vals
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir ('45)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
16. Rúna Sif Stefánsdóttir ('74)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('61)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
14. Rebekka Sverrisdóttir ('61)
14. Hlín Eiríksdóttir ('45)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Mist Edvardsdóttir ('70)
Elísa Viðarsdóttir ('74)

Rauð spjöld: