Breiðablik
3
0
ÍBV
Rakel Hönnudóttir
'22
1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
'25
2-0
Svava Rós Guðmundsdóttir
'85
3-0
07.09.2016 - 17:30
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Skýjað. 10 gráður.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 374
Maður leiksins: Rakel Hönnudóttir
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Skýjað. 10 gráður.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 374
Maður leiksins: Rakel Hönnudóttir
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
('88)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
('88)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
21. Hildur Antonsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
('70)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
('88)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
('70)
20. Olivia Chance
('88)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
27. Selma Sól Magnúsdóttir
Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Elvar Leonardsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Blikar gefa Stjörnunni ekkert andrými á toppi deildarinnar. Það er aðeins tveggja stiga munur á liðunum sem mætast í næstu umferð. Þrúgandi spenna framundan.
Ég þakka annars fyrir mig. Skýrsla og viðtöl birtast hér síðar í kvöld. Yfir og út.
Ég þakka annars fyrir mig. Skýrsla og viðtöl birtast hér síðar í kvöld. Yfir og út.
93. mín
Lacasse er nálægt því að klóra í bakkann fyrir gestina en ágætt skot hennar hafnar í stönginni.
88. mín
Inn:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Út:Veronica Napoli (ÍBV)
ÍBV klárar sína síðustu skiptingu.
88. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Tvöföld heiðursskipting hjá Breiðablik. Bestu leikmenn vallarins fara útaf fyrir Oliviu og Kristínu Dís.
85. mín
MARK!
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
Svava Rós klárar þetta. Rakel komst upp vinstra megin og lagði boltann út á Svövu sem lagði boltann hárnákvæmt í hornið. Virkilega vel gert. Þær létu þetta líta út fyrir að vera ótrúlega einfalt. 3-0 og úrslitin endanlega ráðin.
78. mín
Taktískar breytingar hjá ÍBV. Anasi er komin upp á topp og Sigríður Lára í miðvörðinn. Mér sýnist Eyjakonur ætla að spila með þriggja manna varnarlínu síðustu mínúturnar því Romero hefur fært sig töluvert ofar á völlinn og Sóley þétt inn. Jeffs að taka sénsa. Auðvitað.
76. mín
Inn:Sara Rós Einarsdóttir (ÍBV)
Út:Rebekah Bass (ÍBV)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
74. mín
Cottam á hér fína rispu og kemst í mjög gott færi í vítateig Breiðabliks. Er hinsvegar full lengi að taka skot og setur boltann á endanum vel yfir enda komin úr jafnvægi. Þarna hefði hún getað hleypt spennu í leikinn.
73. mín
Berglind fær boltann í fætur frá Svövu. Nær að snúa sér laglega og á ágæta marktilraun en boltinn fer rétt yfir.
70. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik)
Út:Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Fanndís er eitthvað að kveinka sér og Blikar taka enga sénsa og skipta henni útaf. Esther leysir hana af á vinstri kantinum.
69. mín
Bass á tvö skot með stuttu millibili. Hún hleypur á Blikavörnina og lætur vaða utan teigs. Boltinn fer af varnarmanni og aftur á Bass sem setur boltann yfir í seinni tilraun.
68. mín
Svava Rós kemst í fínt færi í teignum en er alltof lengi að munda skotfótinn og Anasi nær að renna sér fyrir skotið á síðustu stundu.
65. mín
Sóley með bjartsýnistilraun utan af velli. Ekki svo galið en boltinn þónokkuð framhjá.
63. mín
Hallbera setur boltann í nærstöngina, beint úr hornspyrnu. Hættulegt en ÍBV nær að koma boltanum frá.
61. mín
Hinum megin rétt missir Lacasse af fyrirgjöf frá Sóley fyrirliða og boltinn endar í fanginu á Sonný.
60. mín
Hallbera með flotta fyrirgjöf sem lendir beint fyrir framan Rakel en hún hittir ekki boltann.
56. mín
Þetta er frekar dauft. Spurning hvort að ÍBV geti sett eins og eitt mark til að hleypa smá fjöri í þetta? Annars er hætt við að þetta fjari bara út í rólegheitunum.
53. mín
Gult spjald: Natasha Anasi (ÍBV)
Hressileg tækling hjá Anasi á vallarhelmingi Breiðabliks. Fer með báða fætur á undan sér en hittir sem betur fer ekki Svövu Rós.
50. mín
Lacasse reynir skot af vítateigslínunni en Sonný Lára gerir vel í að verja og halda boltanum.
45. mín
Yngri flokka starfið í Breiðablik er öflugt og efnilegar fótboltastelpur úr 5.flokki eru hylltar hér í hálfleik. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmótið í A, B og C-liðum. Geri aðrar betur! Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og staðan vænleg fyrir Breiðablik. Það var jafnræði með liðunum framan af en tvö mörk með stuttu millibili slógu gestina alveg útaf laginu og þær eru eflaust dauðfegnar að fá hálfleikinn til að stilla saman strengi á nýjan leik.
38. mín
Blikar leita að þriðja markinu. Nú á Fanndís þrumuskot sem smellur í slánni og fer yfir markið.
27. mín
Mörkin hafa bara gert Blikana grimmari og lið ÍBV virðist slegið útaf laginu. Svava Rós reynir hér viðstöðulaust skot. Hún hittir boltann vel en hann fer rétt yfir.
25. mín
MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
2-0! Þetta er fljótt að gerast. Blikar ná að nýta sér aukaspyrnuna sem þær fengu dæmda þegar brotið var á Rakel. Fanndís setti háan bolta inn á teig. Rakel reyndi að sneiða boltann aftur fyrir sig en varnarmenn ÍBV náðu að komast fyrir. Berglind Björg nýtti sér hinsvegar frákastið og var fljót að koma boltanum í netið. Landsliðsþjálfarinn lofaði henni trausti í dag og hún ætlar að standa undir því. Hitar upp fyrir landsliðsverkefnin með marki úr teignum.
24. mín
Gult spjald: Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Júlíana straujar markaskorarann á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Verðskuldað.
22. mín
MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Rakel er búin að brjóta ísinn. Skorar með flottum skalla eftir góða fyrirgjöf Svövu Rósar. Vel gert.
19. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Blikum. Fanndís setur boltann í hlaupaleiðina hjá Rakel sem er við það að sleppa í gegn en Rakel missir af boltanum. Klaufalegt.
16. mín
Liðsuppstilling Breiðabliks er með hefðbundnu sniði:
Sonný Lára
Arna Dís - Ingibjörg - Málfríður - Hallbera
Fjolla - Hildur - Rakel
Svava - Berglind - Fanndís
ÍBV stillir svona upp:
Bryndís Lára
Romero - Júlíana - Anasi - Sóley
Sigríður Lára - Lisa-Marie
Cottam - Bass - Napoli
Lacasse
Sonný Lára
Arna Dís - Ingibjörg - Málfríður - Hallbera
Fjolla - Hildur - Rakel
Svava - Berglind - Fanndís
ÍBV stillir svona upp:
Bryndís Lára
Romero - Júlíana - Anasi - Sóley
Sigríður Lára - Lisa-Marie
Cottam - Bass - Napoli
Lacasse
14. mín
Það er þokkalegt fjör í þessu og liðin eru bæði óhrædd við að sækja. Trúi ekki öðru en að við fáum mark í þetta áður en langt um líður.
10. mín
Steini Halldórs lætur vel í sér heyra hér í upphafi leiks. Fyrst gargar hann á varnarmennina sína sem hafa verið full værukærar gegn sprækum sóknarmönnum ÍBV og nú hraunar hann yfir Daníel varadómara því hann er ósáttur við dómgæsluna. Ég vorkenni nú bara Daníel sem stendur fyrir utan völlinn og hefur ekkert með það að gera hvað dómaratríóið dæmir.
9. mín
Stórhætta við mark ÍBV. Fanndís kemst með boltann upp að endamörkum innan teigs og leggur boltann út. Júlíana nær að hreinsa á síðustu stundu en Berglind og Svava Rós voru báðar mættar eins og hrægammar.
6. mín
Hallbera á hættulega fyrirgjöf frá vinstri en boltinn fer í gegnum allan pakkann og af hættusvæðinu. Eyjakonur koma þá boltanum á Cloe Lacasse sem tekur af stað og á flottan sprett fram völlinn áður en hún á heldur máttlaust skot sem Sonný þarf ekkert að hafa fyrir. Lacasse er stórhættuleg þegar hún kemst á ferðina. Hefur sett nokkur mörk eftir svona spretti í gegnum tíðina. Nú síðast á móti Stjörnunni í þarsíðustu umferð.
3. mín
Fín sókn hjá ÍBV. Bass með flott hlaup inn fyrir en hún rétt missir af stungunni frá Cloe. Þarna munaði litlu. Vel útfærð sókn.
Fyrir leik
Af byrjunarliðunum er það að frétta að bæði lið gera eina breytingu frá síðasta leik. Hjá heimakonum kemur Berglind Björg aftur inn í liðið en það var samkomulag um að hún myndi ekki spila gegn sínum gömlu félögum í Fylki. Esther Rós stóð sig vel í fjarveru Berglindar í síðasta leik en þarf að sætta sig við tréverkið í dag. Hjá ÍBV kemur Veronica Napoli inn fyrir Söru Rós Einarsdóttur en ÍBV sigraði ÍA 1-0 í síðustu umferð.
Fyrir leik
Rétt rúmar tíu mínútur í leik og leikmenn tínast inn í klefa á meðan Grýlurnar óma í hátalarakerfinu. Það er aðeins að létta til og farið að glitta í bláan himininn. Þetta verður fjör.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvívegis í sumar. Blikar völtuðu yfir ÍBV í Vestmannaeyjum í fyrri umferðinni, 4-0 en öllu eftirminnilegri er viðureign liðanna í úrslitum bikarkeppninnar. Þar höfðu Blikar einnig betur og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn með 3-1 sigri. Ná Eyjakonur fram hefndum hér á eftir?
Fyrir leik
Það virðist ekkert ætla að rætast úr veðrinu. Skýjað og heldur kuldalegt svona eftir dekursumarið. Stuðningsmenn liðanna ættu þó ekki að láta það stoppa sig í að mæta á völlinn enda ekkert sem að húfa og vettlingar geta ekki bjargað.
Fyrir leik
Það er Bríet Bragadóttir sem kemur til með að dæma leikinn í kvöld og mun njóta við það aðstoðar þeirra Ottó Sverrissonar og Sigurbjörns Hafþórssonar. Arnar S. Guðlaugsson verður í hlutverki eftirlitsmanns og Daníel Ingi Þórisson klár á kantinum sem varadómari.
Fyrir leik
Það er allt útlit fyrir að við fáum hörkuleik í Kópavoginum í kvöld. Stjarnan missteig sig í síðustu umferð og Blikar verða að vinna í kvöld til að halda áfram að þjarma að þeim á toppi deildarinnar. Það er kannski minna í húfi hjá Eyjaskonum en þær vilja auðvitað reyna að klifra upp töfluna og enda aðeins ofar en í 5. sæti þar sem þær sitja núna.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan!
Á slaginu 17:30 hefst leikur Breiðabliks og ÍBV í Pepsi-deild kvenna og fylgst verður með honum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Þetta er leikur sem átti að fara fram í gær en var frestað um sólarhring vegna "samgöngutruflana" eins og segir á heimasíðu KSÍ.
Á slaginu 17:30 hefst leikur Breiðabliks og ÍBV í Pepsi-deild kvenna og fylgst verður með honum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Þetta er leikur sem átti að fara fram í gær en var frestað um sólarhring vegna "samgöngutruflana" eins og segir á heimasíðu KSÍ.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
('76)
5. Natasha Anasi
9. Rebekah Bass
('76)
10. Veronica Napoli
('88)
11. Lisa-Marie Woods
20. Cloe Lacasse
22. Arianna Jeanette Romero
23. Abigail Cottam
Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
6. Sara Rós Einarsdóttir
('76)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
('88)
13. Elísa Björk Björnsdóttir
15. Ásta María Harðardóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir
('76)
Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Inga Jóhanna Bergsdóttir
Óskar Rúnarsson
María Guðjónsdóttir
Hjördís Jóhannesdóttir
Helgi Þór Arason
Gul spjöld:
Júlíana Sveinsdóttir ('24)
Natasha Anasi ('53)
Rauð spjöld: