Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
2
0
ÍBV
Morten Beck Guldsmed '73 1-0
Óskar Örn Hauksson '87 2-0
10.09.2016  -  16:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Flott fótboltaveður, léttur andvari og blautur völlur.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 448
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Jeppe Hansen ('62)
20. Denis Fazlagic
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
11. Morten Beck Guldsmed ('62)
20. Axel Sigurðarson
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Henryk Forsberg Boedker
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Þorsteinn Rúnar Sæmundsson

Gul spjöld:
Indriði Sigurðsson ('63)
Kennie Chopart ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eyjamenn halda áfram í mikilli fallhættu... KR-ingar fagna og halda í Evrópuvonir. Sanngjarn sigur.
90. mín
Uppbótartíminn 2 mínútur að minnsta kosti.
87. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
SILFURFAT FRÁ ÍBV!!! Boltinn hrökk af Siers og á Óskar Örn sem kláraði upp á 10 við vítateigsendann!

Smurði boltanum upp við samskeytin. Frábærlega gert. KR-ingar halda í Evrópuvonirnar þó þær séu ekki mjög sterkar.
85. mín
Eyjamenn í erfiðleikum með að koma boltanum upp völlinn. Þá er erfitt að skapa sér færi til að skora mark...
83. mín
SLÁARSKOT!!! Pálmi Rafn með skot í slá úr aukaspyrnu. Eyjamenn stálheppnir að heimamenn hafi ekki gert út um leikinn þarna. Pálmi átt góðan leik á miðju KR-inga. Unnið marga bolta.
79. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Togaði andstæðing niður á miðjum vallarhelmingi KR.
78. mín
Gunnar Heiðar ekki lengi að láta að sér kveða. Í harðri baráttu í teignum en Indriði Sigurðsson sterkur og nær að skýla boltanum í fangið á Stefáni Loga.
77. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Simon Smidt (ÍBV)
77. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
77. mín
Hörmungarskot! Þetta fór svona 50 metra yfir markið. Simon Smidt tók boltann í fyrsta en hátt yfir.
76. mín
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta verðskulduð forysta KR. Liðið verið talsvert betra liðið. En það er nóg eftir...
73. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (KR)
MAAAAAARK!!! Eftir stórhættulega sókn KR náði varamaðurinn Morten Beck Andersen að skora!

Andersen fékk mikið pláss í hraðri sókn KR, renndi boltanum til vinstri á Fazlagic sem sendi fyrir. Siers bjargaði á línu en boltinn fór beint í Andersen og inn!
70. mín
Áhorfendur í dag á KR-vellinum eru 448.
68. mín
Tölfræði:
Skot: 13-6
Á mark: 6-3
Horn: 6-7
66. mín
Kennie Chopart með hörkuskot en Halldór ver vel í markinu!
65. mín
GUNNAR ÞÓR MEÐ SVAKALEGT SKOT! Boltinn í þverslána og niður á línuna. Ekki inni. Þarna munaði litlu að KR-ingar næðu forystunni.
63. mín Gult spjald: Indriði Sigurðsson (KR)
62. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (KR) Út:Jeppe Hansen (KR)
62. mín
Inn:Sören Andreasen (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
61. mín
DAUÐAFÆRI!!! ARON BJARNASON eftir frábæra sendingu frá Pablo Punyed. Einn á móti Stefáni Loga en hitti boltann herfilega og skotið hátt yfir. Úff. Þarna átti Aron að gera betur!
58. mín
Kennie Chopart í úrvalsskotfæri fyrir utan teiginn en rann í skotinu og boltinn langt framhjá. KR-völlurinn laus í sér og blautur.
57. mín
Rosalegur darraðadans í vítateignum hjá ÍBV! Endaði með því að Jeppe Hansen skallaði framhjá.
55. mín
STÓRHÆTTA! Chopart með lipur tilþrif og sendingu á Óskar í teignum. Hann reyndi að renna boltanum út en Eyjamenn komust inn í sendinguna. Hornspyrna.
53. mín
Kennie Chopart með skalla en Halldór ver örugglega. Halldór staðið sig vel í ramma ÍBV í leiknum hingað til.
52. mín
Smá tölfræði:
Horn: 4-6
Skot: 9-5
51. mín
Aron Bjarnason með lúmskt skot með tánni! Stefán Logi ver í horn.
49. mín
Fazlagic með fínan sprett og komst inn í vitateiginn, átti sendingu fyrir en af Eyjamanni fór boltinn í hornspyrnu.
48. mín
Meðal vallargesta í dag: Davíð Snorri Stjörnuþjálfari, Óli Jó, Siggi Helga brosir út að eyrum eftir sigur City, Prins Leó úr Mosfellsbænum og Björgólfur Guðmundsson fyrrum eigandi West Ham.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleiknum. Bæði lið fengið fín færi, KR-ingar fengið þau betri.
44. mín
VEL VARIÐ!!! HALLDÓR PÁLL VER! Óskar Örn með hörkuskot úr teignum eftir glæsilegan undirbúning Morten Beck.
43. mín
Liðin að skiptast á að tapa boltanum á miðjum vellinum þessa stundina...
40. mín
Aðstæður til fótboltaiðkunar eru mjög góðar. Andvari og blautur völlur. Nú þurfa leikmenn bara að fara að færa okkur mörk!
38. mín
DAUÐAFÆRI!!! Denis Fazlagic fór illa að ráði sínu! Hann og Jeppe voru nánast sloppnir einir í gegn en sending Fazlagic á Jeppe hörmuleg. Hann átti bara að skjóta sjálfur.
33. mín
FRÁBÆR skottilraun hjá Aroni Bjarnasyni! Náði að skrúfa boltann skemmtilega. Þetta var ekki fjarri lagi en knötturinn rétt fyrir ofan þverslána.
31. mín
Aron Bjarnason með stórhættulega fyrirgjöf eftir þunga sókn. KR-ingar heppnir að enginn Eyjamaður náði að komast í boltann.
29. mín
Þá er það hættuleg sókn ÍBV. KR bjargar í horn..
28. mín
Hættuleg sókn KR en Jeppe náði ekki að leggja boltann fyrir sig og boltinn í markspyrnu.
26. mín
Það hefur fjölgað vel í stúkunni. Alls engin úrvalsmæting en alls ekki eins slæmt og útlit var fyrir rétt fyrir leik.
23. mín
Kennie Chopart með skot af löngu færi, boltinn naumlega framhjá.
23. mín
Finnur Orri með stungusendingu eftir gott spil KR, Jeppe Hansen í dauðafæri en flaggið hafði farið á loft! Rangstaða.
21. mín
ÍBV fékk aukaspyrnu. Simon Smidt tók bara skotið af löngu færi en beint í fangið á Stefáni Loga. Auðvelt fyrir hann.
21. mín
Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, mættur í fréttamannastúkuna. Er með KFC með sér. Það eru jú vængjadagar á KFC.
17. mín
Löng sending hjá ÍBV og boltinn spýttist framhjá mönnum. Aron Bjarna að ógna en Gunnar Þór náði á síðustu stundu að bjarga!
16. mín
Eyjamenn eru farnir að sækja í sig veðrið eftir erfiða byrjun. Fínn kraftur í mönnum eftir landsleikjahlé.
13. mín
Hafsteinn Briem skallar naumlega framhjá... en var flaggaður rangstæður. Þetta hefði ekki talið.
12. mín
Fyrsta almennilega sókn ÍBV. Fyrirgjöf frá hægri sem Indriði skallar í horn.
9. mín Gult spjald: Andri Ólafsson (ÍBV)
Klárlega gult. Brot.
6. mín
KR-ingar ansi ákveðnir í byrjun leiks. Freista þess að ná marki snemma.
4. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!! ARON BJARNASON BJARGAR Á LÍNU! Eftir hornspyrnu átti Finnur Orri skot sem Halldór Páll varði. Boltinn barst á Pálma Rafn sem skallaði á rammann en Aron Bjarnason var réttur maður á réttum stað og bjargaði á línu!
1. mín
Leikur hafinn
KR-ingar byrjuðu með boltann. ÍBV sækir í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Uppstilling KR:
Stefán Logi
Morten Beck - Aron Bjarki - Indriði - Gunnar Þór
Finnur - Pálmi - Kennie
Óskar - Jeppe - Fazlagic
Fyrir leik
Uppstilling ÍBV:
Halldór
Mees - Briem - Pepa - Jón
Andri - Pablo - Mikkel Maigaard
Bjarni - Uxinn - Aron
Fyrir leik
Sárafáir áhorfendur en Siggi Helga og Bóasinn eru allavega mættir. Þeir tveir vega ansi þungt. Fimm mínútur í leik.
Fyrir leik
Ég fékk óskalag frá Röddinni. Valdi Smashing Pumpkins - Bullet with Butterfly Wings. Leikmenn virðast vera ánægðir með þetta i upphituninni.
Fyrir leik
Átta áhorfendur eru mættir 20 mínútum í leik. Allt eru þetta túristar. Ekki lítið hressir.
Fyrir leik
Jæja þá eru það spámennirnir í fréttamannastúkunni:

Jóhann Ólafsson, mbl: KR vinnur 3-1 sigur.
Anton Ingi Leifsson, 365: 2-0 sigur KR.
Röddin: 4-1 sigur KR-inga.
Fyrir leik
Það er goðsögn á bekknum hjá ÍBV. Sjálfur Albert Sævarsson á bekknum. 43 ára. Þessi gamalkunni markvörður átti heldur betur farsælan feril. Kemur hér inn fyrst Derby er meiddur.
Fyrir leik
Röddin sjálf mætt. Páll Sævar, vallarþulur KR og landsliðsins. Hann verður þó ekki vallarþulur í kvöld þar sem hann verður við lýsingu í KR-útvarpinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Michael Præst er ekki á skýrslu hjá KR-ingum og þá kemur Jeppe Hansen inn í byrjunarliðið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er meðal varamanna hjá ÍBV. Liðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Það verður einmanalegt á Kjærnested svölunum í dag. Kristinn Kjærnested formaður KR-inga staddur í Englandi. Var á Man Utd - Man City og er á leið á Liverpool - Leicester núna. Alveg hörmulegt prógramm. Treystum því að hann fylgist með KR-ingunum sínum gegnum .Net!
Fyrir leik
Ég er lentur á KR-vellinum og það er nokkuð napurt, 9 gráðu hiti og 3 metrar á sekúndu. Gengur á með smá skúrum. Eyjamenn eru mættir og búnir að taka sér göngutúr um völlinn. Einnig dómararnir.
Fyrir leik
Þegar liðin áttust við á Hásteinsvelli í sumar vann ÍBV 1-0 sigur. Bjarni Gunnarsson skoraði eina mark leiksins en hann er leikmaður HK í dag.
Fyrir leik
Þetta er staðan...
KR er í áttunda sæti með 23 stig en stigasöfnun liðsins hefur gengið betur eftir að Willum Þór Þórsson tók við stjórnartaumunum.

ÍBV er í fallhættu, fjórum stigum fyrir ofan Fylki sem er í fallsæti og leikur á morgun. Sigur í dag og Eyjamenn geta farið að anda rólega.

Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs stýra ÍBV út tímabilið eftir að Bjarni Jóhannsson sagði óvænt upp störfum. ÍBV tapaði fyrir Víkingi Reykjavík í fyrsta leik Eyjamanna með Alfreð og Jeffs við stjórnvölinn.

Dómari í dag er einn okkar allra besti, Gunnar Jarl Jónsson. Aðstoðardómarar eru Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.
Fyrir leik
Derby og Skúli fjarverandi
Halldór Páll Geirsson, varamarkvörður ÍBV, mun standa í rammanum í dag þar sem Derby Carillo meiddist í landsliðsverkefni og fór í aðgerð á hné.

Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er í leikbanni hjá KR. Indriði Sigurðsson og Aron Bjarki Jósepsson verða væntanlega í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Höddi Magg spáir 2-0 sigri KR:
Vestmannaeyingar hafa verið í erfiðleikum með að skora í sumar og KR vörnin hefur verið mjög þétt mestmegnis. Ég held að þetta verði nokkuð þægilegt fyrir þá.
Endilega verið með okkur í Twitter-umræðunni með kassamerkinu #fotboltinet. Mikið að ræða á þessum mikla fótboltadegi!
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan laugardagsleik í Pepsi! Framundan er leikur KR og ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Andri Ólafsson ('62)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
9. Mikkel Maigaard ('77)
19. Simon Smidt ('77)
20. Mees Junior Siers
27. Elvar Ingi Vignisson

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson ('77)
11. Sindri Snær Magnússon
15. Devon Már Griffin
18. Sören Andreasen ('62)
23. Benedikt Októ Bjarnason

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Ólafur Björgvin Jóhannesson

Gul spjöld:
Andri Ólafsson ('9)

Rauð spjöld: