Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
1
1
Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53
Arna Dís Arnþórsdóttir '74
Ana Victoria Cate '79 1-1
10.09.2016  -  14:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Skýjað en þurrt og létt gola.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 430
Maður leiksins: Ana Victoria Cate
Byrjunarlið:
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('91)
22. Amanda Frisbie
24. Bryndís Björnsdóttir ('67)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('81)

Varamenn:
12. Sabrina Tasselli (m)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('81)
9. Anna María Björnsdóttir ('91)
10. Guðný Jónsdóttir
14. Donna Key Henry
19. Birna Jóhannsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Jón Þór Brandsson
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið og tvö bestu lið deildarinnar skipta með sér stigunum. Stjarnan hefur því enn 2 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir! Það var þvílík spenna hérna í lokin og leikurinn var stórskemmtilegur á að horfa. Vonbrigði fyrir gestina en ekki er öll von úti fyrir þær. Stjarnan hefur þetta enn í sínum höndum en þær mega ekki við því að slaka. Það getur nefnilega allt gerst í fótbolta!

Ég þakka fyrir mig í bili og minni ykkur á að kíkja á viðtöl og skýrslu hér síðar í dag.
91. mín
Inn:Anna María Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Þrjár mínútur í uppbót og ung og efnileg fær að spila síðustu tvær.
90. mín
STÓRHÆTTA! Kristrún mögulega að bjarga sínu liði hérna með flottri tæklingu þegar Rakel var að komast í fullkomið skotfæri. Blikar fá í kjölfarið stórhættulega hornspyrnu en Stjarnan nær að hreinsa eftir heilmikla baráttu í teignum.
89. mín
Stjörnuliðið er að detta full aftarlega á völlinn.. Blikar færa sig upp á skaftið.
88. mín
Þvílík spenna. Mikið af mistökum. Mikið stress.
85. mín
5 mínútur eftir. Fáum við sigurmark?
85. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Önnur skipting hjá Blikum. Miðjumaður fyrir miðjumann.
84. mín
Inn:Olivia Chance (Breiðablik) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Fanndís útaf hjá Blikum. Hún hlýtur að vera eitthvað meidd.
83. mín
Berglind Björg reynir skot af teignum en það er beint á nöfnu hennar.
81. mín
Inn:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Ólafur gerir aðra breytingu. Sigrún Ella kemur inn fyrir Katrínu sem er meidd á hendi.
79. mín MARK!
Ana Victoria Cate (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
STJARNAN JAFNAR! Ana Victoria Cate skorar örugglega eftir sendingu frá Hörpu sem lagði boltann út í teiginn þar sem Ana fékk nóg pláss.
77. mín
Fjolla færir sig í hægri bakvörðinn og Rakel kemur aftar á miðjuna. Ná Stjörnukonur að nýta sér það að leika manni færri síðasta korterið?
75. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt utan D-bogans. Harpa tekur spyrnuna en þrumar hátt yfir.
74. mín Rautt spjald: Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik)
Rautt á Örnu! Þetta er hárrétt. Hún tekur Öglu niður þegar hún er við það að sleppa í gegn.
71. mín
Innkoma Hörpu er strax farin að hafa áhrif á leikinn. Sjálfstraustið hefur aukist hjá bláum og Blikar eru farnar að spila aftar.
67. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) Út:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
Þá kemur skiptingin sem við höfum verið að bíða eftir. Harpa kemur inn á fyrir Bryndísi sem hefur átt erfitt uppdráttar gegn öflugum vinstri væng gestanna.

61. mín
Enn fær Fanndís að leika lausum hala. Hún sækir inn á völlinn og lætur vaða af löngu færi. Ágætt skot en Berglind ver í horn. Fanndís tekur hornspyrnuna sjálf en snýr boltann yfir fjærstöngina og afturfyrir.
57. mín
Báðir þjálfarar hafa sent alla varamennina sína að hita upp. Flest augu eru á ófríska markahróknum. Harpa hlýtur að koma inn á til að reyna að fríska upp á sóknarleik Stjörnunnar.
56. mín
Næstum því 2-0. Málfríður Erna kemur boltanum í netið eftir aukaspyrnu Blika. Klaufalegur varnarleikur en Málfríður er dæmd rangstæð og Stjarnan sleppur með skrekkinn.
53. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Blikar eru komnar yfir! Fanndís tekur hornspyrnuna sem hún sótti rétt áðan og kemur boltanum á kollinn á Berglindi Björg sem er sterkust í loftinu og nær að skalla boltann í netið. 1-0 og Blikar lyfta sér á toppinn eins og staðan er núna.
52. mín
Vó! Fanndís kemst á ferðina og hleypur framhjá hverri Stjörnukonunni á fætur annarri. Lætur vaða við vítateigslínuna. Berglind ver glæsilega og Jenna hreinsar í horn.
49. mín
Katrín Ásbjörns á fyrsta skot seinni hálfleiksins. Það er þó heldur máttlaust og beint á Sonný.
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Þjálfarar liðanna halda sig við sömu uppstillingar og í fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og ennþá markalaust. Blikar hafa verið mun meira með boltann og verið betri. Stjörnukonur eru eflaust fegnar að fá hálfleikinn til að stilla saman strengi sína.

37. mín
Ásgerður Stefanía er sárkvalin á vellinum. Þetta lítur ekki vel út. Stjarnan má alls ekki við því að missa hana útaf. Nóg hafa afföllin verið að undanförnu.
36. mín
Aftur vilja Blikar víti! Fyrirgjöf frá vinstri og boltinn fer í eða ansi nálægt höndinni á Frisbie.
34. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu úti á vinstri kanti. Ásgerður reynir fyrirgjöf en Breiðablik hreinsar.
27. mín
Hætta við mark Stjörnunnar. Hallbera sendir boltann á fjærstöng þar sem að Svava Rós kemur á fleygiferð en hún nær ekki að stýra boltanum á rammann.
24. mín
Ásgerður liggur eftir samstuð við Rakel í eigin vítateig og þarf aðhlynningu. Hún harkar þó af sér eins og hennar er von og vísa.
15. mín
Fyrsta færi Stjörnunnar og það er stórhættulegt. Agla með fyrirgjöf á kollinn á Katrínu sem er alein á markteignum en skallar framhjá. Rangstöðulykt af þessu en Katrín átti að stýra þessu á rammann!
14. mín
Blikar eru betri aðilinn þessa stundina. Fanndís er að fá pláss til að sækja inn á völlinn og nú rétt í þessu var hún að skjóta yfir.
12. mín
Aftur vilja Blikar víti. Ana Cate missir boltann klaufalega og Fanndís nýtir sér það. Fer af stað og neglir að marki. Boltinn fer í höndina á Jennu en ekkert er dæmt. Ívar hlýtur að hafa metið það þannig að höndin hafi verið upp við líkamann. Blikar fá í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert verður úr.
9. mín
Það er heldur betur að lifna yfir þessu og Blikar eiga góða sókn hinum megin. Svava á hættulega fyrirgjöf en sóknarmenn Blika ná ekki til hennar.
9. mín
Frábær tilþrif hjá Öglu þegar hún hleypur sig lausa framhjá gömlu félögunum og laumar boltanum upp í horn á Katrínu. Stjarnan nær ekki að gera sér mat úr þessu en þetta var vel gert hjá Öglu.
7. mín
Blikar vilja víti. Fanndís kemst á ferðina og fellur við í teignum. Mér sýndist Ana Cate taka boltann og held að það hafi verið rétt hjá Ívari að sleppa þessu.
6. mín
Hornspyrnan er stórhættuleg. Boltinn dettur fyrir Rakel sem nær skoti að marki en Katrín Ásbjörns nær að komast fyrir.
5. mín
Baráttan er í aðalhlutverki þessar fyrstu mínútur. Liðin eru að þreifa fyrir sér og Blikar vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
4. mín
Lið Breiðabliks lítur svona út:
Sonný Lára
Arna Dís - Ingibjörg - Málfríður - Hallbera
Fjolla - Hildur
Rakel
Svava - Berglind - Fanndís
2. mín
Stjarnan stillir svona upp:

Berglind
Ana Cate - Jenna - Frisbie - Kristrún
Lára Kristín - Ásgerður
María
Bryndís - Katrín - Agla
Fyrir leik
Leikur hafinn
Stjarnan byrjar og sækir í átt að læknum fræga.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og leikmenn heilsast. Maður sér langar leiðir einbeitingarglampann í augum leikmanna og þjálfara.
Fyrir leik
Áhorfendur streyma að. Það er þó enn heldur tómlegt svona miðað við hvað er í húfi. Trúi ekki öðru en að stuðningsmenn liðanna fylli stúkuna.
Fyrir leik
Það er ansi hátt spennustigið hér í Garðabænum. Einbeittir leikmenn eru að ljúka sinni upphitun og ganga til klefa í lokaundirbúninginn. Þetta verður eitthvað. Rúmar 10 mínútur í leik!
Fyrir leik
Blikar stilla upp sama byrjunarliði og í 3-0 sigurleiknum gegn ÍBV. Ekkert óvænt þar.
Fyrir leik
Leikurinn hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í vikunni og aðalumræðuefnið ólétta Hörpu Þorsteinsdóttur. Harpa er EKKI í byrjunarliði Stjörnunnar í dag. Hún tekur sæti á bekknum og Lára Kristín kemur inn í liðið í hennar stað. Athygli vekur að Donna Key er einnig á bekknum. Það er því í höndum Katrínar Ásbjörnsdóttur að leiða sóknarleik heimakvenna.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson fær það verðuga verkefni að dæma toppslaginn. Honum til aðstoðar verða þeir Helgi Sigurðsson og Helgi Ólafsson. Bergur Þór Steingrímsson er í hlutverki eftirlitsmanns og Óli Njáll Ingólfsson er varadómari.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur Fótbolta.net. Verið velkomin í beina textalýsingu frá einum allra stærsta leik íslenska fótboltasumarsins.

Framundan er toppslagur eins og þeir gerast bestir. Stjarnan tekur á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna en aðeins tvö stig skilja liðin að á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu
Byrjunarlið:
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('85)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('84)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Olivia Chance ('84)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('85)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Þóra Hugosdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Arna Dís Arnþórsdóttir ('74)