Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Leiknir R.
1
1
Huginn
Atli Arnarson '17 1-0
1-1 Marko Nikolic '23
Daði Bærings Halldórsson '90
10.09.2016  -  13:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Toppaðstæður - flotaður völlur sem er rakur og léttur andvari hér í Breiðholtinu
Dómari: Sigurður Óli Þorleifsson
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('63)
3. Eiríkur Ingi Magnússon ('45)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Atli Arnarson
10. Fannar Þór Arnarsson
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('63)
11. Brynjar Hlöðversson
21. Kári Pétursson

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('63)
9. Kolbeinn Kárason ('63)
15. Kristján Páll Jónsson ('45)
25. Davi Wanderley Silva

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('30)
Sævar Atli Magnússon ('60)

Rauð spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('90)
Leik lokið!
Þakka fyrir mig héðan úr Breiðholti. Viðtöl og skýrsla dettur í hús von bráðar. Lifið heil!
90. mín
+3
HÆTTUlegt en ekki fór hann inn og í því flautar Sigurður Óli til leiksloka. Jafntefli niðurstaðan og Huginn nær sér í stig sem getur reynst þeim dýrmætt. Leiknisliðið hinsvegar með stig sem þeir væntanlega eru ekki að meta á sama grundvelli
90. mín
+3
Huginn vinnur hornspyrnu. Ná þeir að setja sigurmarkið?
90. mín Rautt spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
+2
Daði tosar Mirnes niður við hliðarlínu á miðjunni og uppsker rautt spjald! Á dauða mínum átti ég von á en ekki rauðu þarna
90. mín
+1
Leiknismenn reyna að sækja og uppskera hornspyrnu
90. mín
Skot frá Lama en það er hættulítið og siglir vel framhjá og yfir í þokkabót. 3 mínútur í viðbótartíma
88. mín
Þetta er ping-pong hérna í Breiðholtinu núna. Liðin keppast um að spyrna boltanum hátt og langt í veikri um að detta inn á lausa bolta
88. mín
Samskiptaleysi milli Óttars og Eyjólfs í markinu. En Óttar nær að bjarga málunum áður en alvarleg hætta skapaðist í teig Leiknis
88. mín
Efnilegt. Ingvar er hér með nóg af plássi vinstra megin en fyrirgjöf hans er slök og drepur sóknina
87. mín
Barningur og fátt að gerast eftir meiðsli Atla Gunnars
85. mín
Inn:Johnatan P. Alessandro Lama (Huginn) Út:Pétur Óskarsson (Huginn)
85. mín
Inn:Jón Kolbeinn Guðjónsson (Huginn) Út:Atli Gunnar Guðmundsson (Huginn)
Atli Gunnar fór úr lið á litla fingri og virðist þurfa á læknisaðstoð að halda - er læknir í stúkunni?
84. mín
Blautur völlur menn farnir að dýfa sér í tæklingar. Kári með eina hressilega og svo Kolbeinn beint í kjölfarið. Það er smá ástríða að gera vart við sig hérna
82. mín
VEL VARIÐ!! Eyjólfur ver hér stórvel eftir að Mirnes snýr ansi laglega á teignum og teiknar hann með smá snúning í hornið. Hornspyrna sem Marko tekur en hún er of föst og endar fyrir aftan endamörk fjær
76. mín
Atli Gunnar kýlir boltann frá eftir hornið - boltinn berst aftur inn í teig á fjær þar sem Kolbeinn gerir vel í að skalla boltann þvert fyrir markið en Huginn kemur boltann af hættusvæðinu. Það er líf í þessu!
75. mín
Leiknisliðið eitthvað að vakna til lífsins.
75. mín
Ingvar Ásbjörn hefur komið beittur inn - stríðir hér varnarmönnum Hugins og vinnur hornspyrnu
73. mín
OBBOBOBB!! Skot í tréverkið. Ingvar gerir vel í að renna boltanum út í teiginn frá vinstri þar sem Fannar Þór tekur óratíma í að hlaða í skot - boltinn berst á Kolbein sem færir hann á vinstri fótinn sinn og snýr hann upp í markvinkilinn en tréverkið bjargar gestunum.
69. mín
Stórhætta við mark Leiknis! Darraðardans sem endar á því að Kári Péturs nær að blokka skot frá Mirnes í teignum - boltinn fellur fyrir Elmar Braga sem setur hann framhjá undir mikilli pressu
67. mín
Huginn vinnur horn. Sóknarlota þeirra endar á skoti sem fer af varnarmanni Leiknis og í horn. Bæði lið eru að reyna en það verður að segjast að aðgerðir gestanna eru líklegri. Óttar Bjarni skallar spyrnuna frá marki.
65. mín
Inn:Elmar Bragi Einarsson (Huginn) Út:Gunnar Wigelund (Huginn)
65. mín
Mirnes nálægt því að sleppa í gegn en boltinn spýtist af blautum vellinum og í öruggar hendur Eyjólfs í marki Leiknismanna. Þarna voru Huginsmenn líklegir
63. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
63. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
63. mín
DAUÐAFÆRI! Leiknismenn komast í skyndisókn. Kristján Páll gerir vel í að senda boltann fram á við í hlaup Elvars Páls sem gerir allt vel nema skot hans fer framhjá úr mjöööööög svo góðu færi.
61. mín
Leiknisliðið er komið í 4-3-3 með þá Kristján Pál og Sævar Atla á vængjunum og Elvar Pál upp á topp. Spilamennska liðsins er hinsvegar ekki að batna mikið og einskoraðast sóknarleikur liðsins við dútl í öftustu línu og langa bolta upp í efstu línu. Sem hefur ekki verið að bera ávöxt
60. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Brýtur á Huginsmanni - ódýrt
59. mín
Færi hjá gestunum! Óttar Bjarni á slæma sendingu sem verður til þess að boltinn berst á Gunnar Wigelund fyrir miðjum vellinum. Hann leggur afstað í leiðangur sem endar með skoti sem fyrir yfir markið.
51. mín
Huginsmenn ógna! Skalli að marki heimanna og góður var hann því Eyjólfur þurfti svo sannarlega að taka á honum stóra sínum og blakaði boltanum í horn. Huginsmenn fleygja inn hornspyrnu sem þeir skalla svo yfir markið. Líf og fjör
50. mín
Leiknismenn í færi. Brynjar finnur ungliðann Sævar Atla sem gerir vel í móttöku, tekur létta snertingu framhjá varnarmanni Hugins en skot hans er blokkerað af varnarmanni af vítateigslínunni.
50. mín
Leiknismenn byrja þetta betur - en eins og svo oft áður vantar örlítið meiri gæði í síðustu aðgerðina
47. mín
Einkennilegt í besta falli. Kári Péturs ákveður að losa pressu Huginsmanna með því að dömpa boltanum á Eyjólf markvörð en sending hans er óvönduð og siglir í hornspyrnu - sem Leiknismenn koma svo í burtu frá marki sínu.
45. mín
Jæja leikar eru hafnir á nýjan leik. Fróðlegur síðari hálfleikur í vændum
45. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir R.)
Leiknisliðið gerir breytingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Bæði lið ganga til klefa. Leiknisliðið byrjaði leikinn betur og uppskar gott mark en gestirnir söfnuðu liði og bitu frá sér með frábæru marki og hafa verið beittari aðilinn allar götur síðan á meðan Leiknisliðið virðist vera í mestu vandræðum með að finn taktinn
45. mín
Mirnes Selamovic liggur hér eftir á vellinum eftir skallaeinvígi við Óttar Bjarna sem vann boltann. Mirnes er hinsvegar staðinn upp og í því flautar Sigurður Óli til hálfleiks hér á Leiknisvelli
42. mín
Gestirnir í stúkunni að láta í sér heyra og styðja við bakið á sínum mönnum. "Huginn!"
41. mín
Leiknisliðið byggir upp sókn og gestirnir komnir niður. Eiríkur Ingi bakvörður tekur svo furðulega ákvörðun sem verður til þess að boltinn tapast á miðsvæðinu. Skyndisókn gestanna endar svo á skoti frá Marko Nikolic af 25m en skotið fer hátt yfir
40. mín
Það er farið að dropa hér á Leiknisvelli og Huginn er að gera atlögu að marki Leiknis.
39. mín
Leiknismenn ná loks ró á boltann en það varir ekki lengi þar sem þeir glopra honum frá sér og beinskeyttir Huginsmenn geysast upp í skyndisókn sem nær þó ekki almennilegu flugi
35. mín
Gestirnir eru með tökin þessa stundina á meðan Leiknisliðið er í basli með að koma ró á spilamennsku sína
33. mín
Sigurður Óli "rað-svanaði" nokkra Leiknismenn eftir færið hjá Mirnes þarna áðan, heimamenn reyndu hvað þeir gátu að stöðva þessa sókn en án árangurs - gaman að þessu
32. mín
Virkilega gott færi þarna sem fór forgörðum. Huginn gerði vel í að vinna boltann og þræddu hann svo laglega í gegnum þar sem Mirnes Selamovic var undir pressu gegn Eyjólfi en skot hans rann framhjá marki heimamanna
31. mín
Pétur Óskarsson á hér lipran sprett upp gæri kantinn og fer illa með Kára Pétursson vinstri bakvörð en nær ekki að koma boltanum fyrir markið. Huginsmenn eru með vindinn í seglinn þessa stundina
30. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Fyrirliðinn fyrstu í bókina hjá Sigurði dómara.
27. mín
Huginn sækja og uppskera aukaspyrnu fyrir miðjum velli. Markaskorarinn Marko tekur hana og sveigir hann inn á markið með þessum fallega vinstri fæti. Gestirnir skalla að marki en Eyjólfur kastar sér og ver ágætlega. Þetta er að verða að hörku fótboltaleik...já fótboltaleik
23. mín MARK!
Marko Nikolic (Huginn)
Gestirnir hafa jafnað. Þvílíkt skot og mark hjá Marko. Eyjólfur í marki heimamanna sá þennan aldrei. BÆNG!!
22. mín
Gestirnir reyna hvað þeir geta. Uppskera ágætis spilakafla þar sem þeir leysa vel pressu og færa boltann frá hægri yfir til vinstri þar sem fyrirgjöf er send inn á teiginn en fyrirgjöfin er slök
17. mín MARK!
Atli Arnarson (Leiknir R.)
Stoðsending: Brynjar Hlöðversson
Það er komið mark hér á Leiknisvelli. Heimamenn eru og hafa verið sterkari aðilinn og uppskera gott mark. Brynjar skallaði boltann laglega þvert á teiginn þar sem Atli Arnarsson fann sig með pláss og skaut föstu skoti sem fór í gegnum þéttan pakka og í marknetið
13. mín
Hornspyrna frá heimamönnum - sem eru sterkari aðilinn sem stendur. Fannar Þór skallar að marki en hugaður Huginsmaður nær að komast fyrir skallann sem var á leiðinni á markið
11. mín
Góð sókn hjá heimamönnum - Fannar Þór skiptir boltanum frá vinstri yfir á hægri á Brynjar sem setur boltann í fyrsta þvert á vítateigslínuna. Boltinn berst á Elvar Pál sem sleppir skoti sem fer yfir mark gestanna. Fínt samspil
9. mín
Leiknismenn spila 4-4-2 með tígulmiðju þar sem Sævar Atli og Elvar Páll leiða sóknarlínuna. Á miðjunni eru Daði Bærings Halldórsson, Atli Arnarsson, Fannar Þór Arnarsson og Brynjar Hlöðversson. Í miðverði eru þeir Óttar Bjarni Guðmundsson og Halldór Kristinn Halldórsson meðan Eiríkur Ingi er í hægri bakverðinum og Kári Pétursson í þeim vinstri.
6. mín
Leiknismenn með tilraun að marki. Fannar Þór Arnarsson hleður í öskrara sem hafnar efst í girðingunni fyrir aftan markið. Hættulítið
5. mín
Gestirnir blása til skyndisóknar. Vinna boltann á miðjum vellinum og grípa heimamenn fáliðaða til baka. Sóknin endar á skot sem fer af varnarmanni sem tók mestan vind úr spyrnunni og greip Eyjólfur í boltann nokkuð auðveldlega.
4. mín
Leiknismenn vinna hornspyrnu - hana tekur Atli Arnarsson á nærstöngina en gestirnir hreinsa frá marki og upphefst barningur um seinni boltann sem Leiknismenn vinna og hefja uppbyggingu á nýjan leik
2. mín
Huginn fær aukaspyrnu vinstra megin á vallarhelmingi Leiknismanna - og spyrna í átt að Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Spyrnan er slök og Leiknismenn leysa úr þessu
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður Óli hefur blásið til leiks.
Fyrir leik
Smá saga: Gunnar Wigelund er í byrjunarliðinu hjá Huginn en hann einmitt hóf meistaraflokksferil sinn hjá Leikni - nánar tiltekið í KB þar sem hann var gripinn upp úr hinni margrómuðu Gulldeild Leiknis. Þaðan steig hann svo skrefið upp í meistaraflokk Leiknis og hefur spilað síðan með Reyni Sandgerði, Aftureldingu og nú er hann mættur á Leiknisvöllinn í búningi Huginsmanna
Fyrir leik
Verið er að lesa upp liðin og áhorfendur farnir að taka sér sæti í stúkunni - það er fámennt hér í Breiðholtinu í dag eins og sakir standa
Minni gesti og gangandi á twitter þar sem valdar færslur undir myllumerkinu #fotboltinet gætu dottið hingað inn.
Fyrir leik
Fyrri viðeign þessara liða á Seyðisfjarðarvelli var stál í stál og endaði með 0-1 sigri Leiknismanna þar sem bakvörðurinn Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði sigurmarkið.

Huginn tók svo á móti Keflavík í síðustu umferð Inkassodeildarinnar þar sem 0-0 jafntelfli var niðurstaðan. Stigið telur fyrir Huginsmenn sem eru í harðri fallbaráttu.

Botnbaráttan lítur svona út:
9. Huginn (-7) 20 stig
10. HK (-12) 18 stig
11. Fjarðarbyggð (-5) 17 stig
12. Leiknir F. (-15) 15 stig
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og byrjuð á sínum upphitunarrútínum. Rétt tæpar 30 mínútur til stefnu.
Fyrir leik
Hjá Leiknisliðinu vantar sóknarmanninn Ólaf Hrannar Kristjánsson og miðju/bakvörðinn Sindra Björnsson en báðir taka þeir út leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda

Athygli vekur að 2000 módelið Sævar Atli Magnússon, sem enn er í 3.flokki byrjar inn á hjá heimamönnum í Leikni. Verður fróðlegt sjá hvernig hann fótar sig í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.
Fyrir leik
Leiknisliðið er sem stendur í 5.sæti með 27 stig. Huginn er hinsvegar í fallbaráttu í 9.sæti deildarinnar með 20 stig.
Fyrir leik
Góða dag góðir gestir og verið hjartanlega velkomin í þessa lifandi lýsingu héðan úr Breiðholtinu. Eftir 45 mínútur verður blásið til leiks þar sem Leiknir og Huginn koma til með að etja kappi.
Byrjunarlið:
Atli Gunnar Guðmundsson (m) ('85)
3. Blazo Lalevic
6. Ingólfur Árnason
7. Rúnar Freyr Þórhallsson (f)
8. Mirnes Selamovic
11. Pétur Óskarsson ('85)
16. Birkir Pálsson
18. Marko Nikolic
19. Gunnar Wigelund ('65)
20. Stefan Spasic
21. Orri Sveinn Stefánsson

Varamenn:
1. Jón Kolbeinn Guðjónsson (m) ('85)
5. Gauti Skúlason
9. Johnatan P. Alessandro Lama ('85)
10. Friðjón Gunnlaugsson
23. Elmar Bragi Einarsson ('65)
25. Magnús Heiðdal Karlsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: