Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
1
2
Fjölnir
0-1 Martin Lund Pedersen '34
Bjarni Páll Linnet Runólfsson '35 1-1
1-2 Martin Lund Pedersen '81
10.09.2016  -  17:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 740
Maður leiksins: Martin Lund Pedersen
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('68)
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('77)
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('46)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic
27. Marko Perkovic

Varamenn:
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('46)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Viktor Jónsson ('77)
12. Halldór Smári Sigurðsson
12. Kristófer Karl Jensson
17. Josip Fucek ('68)
19. Stefán Bjarni Hjaltested

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Georg Bjarnason
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('43)
Marko Perkovic ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjölnismenn hoppa upp í 2. sætið, í bili að minnsta kosti, með góðum sigri í Víkinni. Tvö mörk frá Martin Lund Pedersen dugðu til sigurs. Sterk stig í Evrópubaráttunni. Við komum með skýrslu og viðtöl á eftir.
92. mín
Ægir Jarl með skot úr vítateigsboganum en boltinn beint á Róbert í markinu.
90. mín
Komið í viðbótartíma. Ná Víkingar að jafna?
89. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Markaskorarinn fer af velli.
85. mín Gult spjald: Marko Perkovic (Víkingur R.)
Alltof alltof seinn í Marcus Solberg. Atvikið er upp við varamannabekk Fjölnis og menn þar láta í sér heyra.
81. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Martin Lund kemur Fjölni yfir með frábæru einstaklingsframtaki. Fær boltann fyrir utan vítateig vinstra megin, smeygir sér á milli tveggja Víkinga og setur boltann innanfótar með hægri fæti í fjærhornið. Glæsilega gert! Níu mörk á tímabilinu hjá Martin Lund og hann er nú þriðji markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
78. mín
Víkingar fá aukaspyrn á vítateigshorninu. Ívar Örn fær boltann og vippar honum inn í. Þórður Inga slær í horn. Ekkert kemur upp úr hornspyrnunni.
77. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Miðjumaður út, sóknarmaður inn. Milos ætlar að ná í stigin þrjú.
76. mín
Fjölnismenn eru líklegri. Gunnar Már á skalla sem Róbert ver með tilþrifum. Skiptir ekki öllu, flautað brot á Gunnar.
75. mín
Vitlaust innkast dæmt á Davíð Örn Atlason. Atli Hilmarsson, handboltaþjálfari og faðir Davíðs, er örugglega ekki sáttur í stúkunni núna.
72. mín
,,Þetta er bakhrinding í hvert einasta skipti!" öskrar ósáttur stuðningsmaður í stúkunni. Dómararnir gagnrýndir. Þeir hafa hins vegar átt fínasta dag hingað til.
71. mín
740 áhorfendur eru í Víkinni í dag.

68. mín
Inn:Josip Fucek (Víkingur R.) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
67. mín
DAUÐAFÆRI! Dofri Snorrason sleppur einn í gegn en skýtur í hliðarnetið. Var aðeins hægra megin í teignum en skotið slakt. Óttar Magnús var ekki langt undan, Dofri hefði jafnvel líka átt möguleika á að renna boltanum á hann.
66. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Tvöföld skipting hjá Fjölni. Herra Fjölnir og Fyssi Kalli koma inn á.
66. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
64. mín
Fjölnir hásbreidd frá því að skora! Eftir aukaspyrnu kemur boltinn aftur inn á teiginn. Rangstöðulína Víkings klikkar og Marcus Solberg fær boltann. Marcus tekur boltann á kassann, snýr og skýtur að marki. Boltinn fer framhjá Róberti og er á leið í netið þegar Ívar Örn kemur og bjargar á síðustu stundu.
57. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Brýtur á Alex Frey sem er á leið í skyndisókn. Ólafur Páll er allt annað en ánægður með dóminn.
55. mín
Lítið um færi í byrjun síðari hálfleiks en þarna kom eitt. Ingimundur Níels fær boltann við vítateigslínuna en skot hans framhjá.
46. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
Mario braut á Túfa sem var búinn að leika á hann.
46. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Fyrirliðinn inn á. Viktor setur fyrirliðabandið beint á sig.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur að baki. Tvö mörk og þau hefðu getað verið fleiri. Meiri sóknarbolta í seinni, takk!
44. mín
Svavar Elliði mættur í stuðningsmannahóp Fjölnis. Mætir seint. Athafna og tónlistarmaður. Nóg að gera.
43. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Togar Martin Lund niður og stöðvar skyndisókn. Klárt gult og Bjarni veit það sjálfur.
38. mín
Martin Lund var að skora sitt áttunda mark í sumar. Daninn hefur þó lítið skorað að undanförnu en síðasta mark hans kom 11. júlí.
37. mín
Túfa er að sleppa í gegn en Tobias Salquist sýnir frábæra varnartilburði og kemur í veg fyrir að Serbinn nái skoti á markið. Víkingar vilja víti en ég held að þetta hafi bara verið frábær varnarleikur.
35. mín MARK!
Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
Víkingar svara strax! Bjarni Páll Runólfsson skorar sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni. Vladimir Tufegdzic á fyrirgjöf frá hægri og Bjarni skorar á nærstönginni. Bjarni fagnar markinu ógurlega með því að hlaupa að stúkunni. Ósvikin gleði!
34. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Stoðsending: Ingimundur Níels Óskarsson
Fjölnismenn eru komnir yfir! Ingimundur Níels fær flugbraut upp hægri kantinn. Hann leikur inn á vítateiginn og fer framhjá Dofra Snorrasyni. Ingimundur á síðan skot úr þröngu færi sem Róbert ver. Martin Lund nær frákastinu og skorar af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni!
32. mín
Stuðningsmenn Fjölnis henda í víkingaklappið! Fá reyndar ekki marga með sér. Stemningin minni hér en í Frakklandi í sumar.
31. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Kröftug tækling á Davíð Örn Atlason.
28. mín
Marko Perkovic stálheppinn að sleppa án þess að kosta mark! Hann fær sendingu frá Róberti í markinu og ætlar að snúa í rólegheitunum á vítateigslínunni. Marko hefur hins vegar engan tíma í slíkt og Þórir er hársbreidd frá því að stela boltanum. Á endanum ratar boltinn á Ólaf Pál Snorrason. Hann kemst inn í teiginn en Róbert ver skotið.
25. mín
Arnþór Ingi með skot fyrir utan vítateig en boltinn framhjá. Þorvaldur dæmir horn. Segir að boltinn hafi farið í varnarmann.
22. mín
Hans Viktor fær frían skalla eftir hornspyrnu en fer illa með færið. Boltinn langt framhjá.
20. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Víkingum, Fjölnismenn hreinsa og boltinn dettur á vítapunktinn. Fjölnir nær síðan að bjarga. Þarna vantaði herslumuninn hjá heimamönnum.
14. mín
Marcus Solberg á skot úr markteignum eftir sókn Fjölnismanna en beint á Róbert. Marcus var að teygja sig í boltann og náði ekki að stýra skotinu nógu vel.

Færið kom eftir að Viðar Ari átti fyrirgjöf frá hægri. Hann var þó heppinn að ná henni því móttökunni ,,dripplaði" hann boltanum með hendinni. Dómararnir dæmdu hins vegar ekkert.
10. mín
Fjör í þessu! Víkingar fá dauðafæri. Alex Freyr Hilmarsson kemst einn gegn Þórði hægra megin í teignum. Alex reynir að renna boltanum í markið en Þórður kemur út á móti ver í horn.
9. mín
Alan Löwing tapar boltanum illa og Þórir kemst einn á móti einum. Hann á síðan skot rétt fyrir utan teig en yfir markið.
6. mín
Svona eru liðin í dag

Róbert
Davíð - Alan Löwing - Marko - Ívar
Bjarni - Arnþór
Túfa - Alex - Dofri
Óttar

Þórður
Viðar - Hans - Tobias - Mario
Ólafur Páll - Igor
Ingimundur - Þórir - Martin Lund
Marcus
5. mín
Þórir með fyrirgjöf á fjær sem endar hjá Martin Lund. Róbert kemur út á móti og ver!
2. mín
Stuðningsmenn Fjölnis í stuði. Með trommur og láta í sér heyra.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn og áhorendur eru að koma sér fyrir í stúkunni. Nóg pláss þar ennþá. Vonum að fleiri áhorfendur láti sjá sig.
Fyrir leik
Haustveður í Víkinni. Blautur völlur og smá vindur.
Fyrir leik
Daniel Ivanovski er ennþá á meiðslistanum hjá Fjölni. Makedóninn er mættur í stúkuna til að fylgjast með sínum mönnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar. Ívar Örn Jónsson, Alex Freyr Hilmarsson og Bjarni Páll Runólfsson koma inn í liðið hjá Víkingi síðan í 1-0 tapinu gegn ÍA.

Igor Taskovic er í leikbanni hjá Víkingi en þeir Viktor Bjarki Arnarsson og Josip Fucek fara á bekkinn.

Gunnar Már Guðmundsson og Guðmundur Karl Guðmundsson fara á bekkinn hjá Fjölni en þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Ólafur Páll Snorrason koma inn.
Fyrir leik
Nokkrir leikmenn liðanna skelltu sér á tónleika með Justin Bieber í gærkvöldi. Spurning hvort að poppstjarnan hafi góð áhrif á þá í dag.
Fyrir leik
Hörður Magnússon, þáttastjórnandi í Pepsi-mörkunum, spáir í leikina í Pepsi-deildinni í þessari umferð.

Víkingur R. 2 - 2 Fjölnir
Víkingarnir hafa verið frábærir á heimavelli í sumar á meðan Fjölnismenn hafa verið skemmtilegir og skorað mikið af mörkum.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!
Hér fylgjumst við með leik Víkings R. og Fjölnis í 18. umferð Pepsi-deildar karla.

Fjölnir er fyrir leikinn í 4. sæti með 28 stig og í hörkubaráttu um Evrópusæti. Víkingur R. er hins vegar í 7. sætinu með 24 stig.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('66)
10. Martin Lund Pedersen ('89)
18. Marcus Solberg
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('66)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
10. Ægir Jarl Jónasson ('89)
17. Georg Guðjónsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('66)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson
Gunnar Hauksson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Katerina Baumruk

Gul spjöld:
Þórir Guðjónsson ('31)
Mario Tadejevic ('46)
Ólafur Páll Snorrason ('57)

Rauð spjöld: