Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
3
0
KR
Abigail Cottam '61 1-0
Cloe Lacasse '77 2-0
Sigríður Lára Garðarsdóttir '90 3-0
11.09.2016  -  15:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m) ('83)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Natasha Anasi
9. Rebekah Bass ('69)
10. Veronica Napoli
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
11. Lisa-Marie Woods
20. Cloe Lacasse ('87)
22. Arianna Jeanette Romero
23. Abigail Cottam

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m) ('83)
6. Sara Rós Einarsdóttir ('69)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
15. Ásta María Harðardóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon
23. Inga Birna Sigursteinsdóttir

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Inga Jóhanna Bergsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Jörgen Freyr Ólafsson
Sonja Ruiz Martinez

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn flautar til leiksloka. Fengum frábært lokamark og 3-0 sigur ÍBV staðreynd. Falldraugurinn loðir enn við KR og þurfa þær að treysta á hagstæð úrslit í hinum leik dagsins.
90. mín MARK!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Sísi hendir í eina sleggju af 30 metrum minnst! Alveg upp við samskeytin, ekki möguleiki fyrir Hrafnhildi í markinu! Vá, þvílíkt mark!
90. mín
Inn:Oktavía Jóhannsdóttir (KR) Út:Gabrielle Stephanie Lira (KR)
87. mín
Inn:Inga Jóhanna Bergsdóttir (ÍBV) Út:Cloe Lacasse (ÍBV)
86. mín
Skot rétt yfir frá Lisu-Marie Woods. Lét vaða utan teigs.
83. mín
Inn:Guðný Geirsdóttir (ÍBV) Út:Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (ÍBV)
Markmannsskipting hjá ÍBV. Guðný Geirsdóttir kemur inn á í sínum síðasta leik áður en hún fer erlendis í nám.
81. mín
Inn:Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR) Út:Jordan O'Brien (KR)
77. mín MARK!
Cloe Lacasse (ÍBV)
Aftur eftir fyrirgjöf, Cloe nær skalla sem hafnar í þverslánni og fylgir síðan sjálf eftir! Þetta mark kemur í kjölfarið á því að KR er búið að færa sig framar til að reyna ða jafna leikinn. Það er ekki að fara að gerast núna.
75. mín
Veronica Napoli fær boltann alein inni í vítateig eftir að KR missti boltann en hún missir hann í gegnum kloifð og færið renur út í sandinn. Var henni þó til happs að hún var rangstæð annars hefði þetta verið vandræðalegt.
73. mín
Cloe Lacasse heypur inn á teiginn og er felld innan hans en ekkert dæmt! Klárt víti að mínu mati.
69. mín
Inn:Sara Rós Einarsdóttir (ÍBV) Út:Rebekah Bass (ÍBV)
67. mín
Inn:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
61. mín MARK!
Abigail Cottam (ÍBV)
Stoðsending: Rebekah Bass
Fyrirgjöf frá Rebekuh Bass og Abigail á auðum sjó en á heilmikið eftir enda endaði þetta á því að hún skoraði með skalla aftur fyrir sig! Loksins, loksins kom mark í þennan leik. Vonandi mun leikurinn verða opnari héðan í frá.
60. mín
Boltinn dettur fyrir Veronicu Napoli inni í vítateig sem snýr en rennur til og hittir boltann illa. Hrafnhildur handsamar þennan.
51. mín
Þetta var færi! Abigail fer framhjá KR-ingum eins og þeir séu ekki til staðar stingur boltanum inn fyrir á Bass en Hrafnhildur er fljót út og þrengir skotvinkilinn umtalsvert sem verður til þess að skotið er framhjá.
50. mín
Fáum hér fyrsta skot á markið í þessum leik. Það á Rebekah Bass en Hrafnhildur átti ekki á vandræðum með það frekar en hinar tilraunir ÍBV hingað til.
46. mín
Seinni hálfleikur kominn í gang.
45. mín
Hálfleikur
Þeir áhorfendur sem eru mættir hér í dag eiga allan rétt á að fá endurgreiðslu, þetta hefur án vafa verið leiðinlegasti leikur sumarsins. Ég fullyrði að það er ekki en komið skot á rammann.
40. mín
Það er ekki neitt að frétta af þessum leik. Nokkrar fyrirgjafir sem hafa verið gripnar og eitt langskot hátt yfir. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta myndi enda markalaust.
28. mín
Þetta er alveg hræðilega lélegur leikur hvað varðar gæði. Önnur hver sending hittir ekki á réttan mann og það á við um bæði lið. Þegar loks kemur að alvöru færi hefur þeim ekki tekist að hitta á rammann.
24. mín
Lisa Marie-Woods hlýtur þann vafasama heiður að eiga versta skot dagsins hingað til. Bjúgubolti frá 25 metrum sem fer eins hátt upp og mögulega áður en hann dettur niður á þaknetið.
19. mín
Júlíana Sveinsdóttir vinnur boltann af Ásdísi Karen og vinnur markspyrnu... eða svo hélt ég, dómarinn segir hornspyrna.
18. mín
Þjarmað að Cloe inni í vítateig og hún fellur við. Ekkert dæmt enda hefði þetta verið mjög "soft" víti.
16. mín
Abigail Cottam kemst í ágætis skotstöðu og ætlar að reyna að snúa hann í fjærhornið. Því miður fyrir hana var ekki nógu mikill snúningur á boltanum og þetta fer framhjá.
15. mín
Lúmskt skot frá Jordan O'Brien. Rétt yfir slána af 25 metrum.
12. mín
Annað færi hjá Eyjastúlkum. Einföld sending inn fyrir á Cloe, hún er svo fljót að það er enginn að fara að ná henni en hún skýtur beint í hliðarnetið. Svona færi verðurðu að klára.
9. mín
Cloe Lacasse í duaðafæri! Markmaðurinn kemur á móti henni og Cloe vippar yfir hann. Abigail Cottam og Mist eru í kapphlaupi að pota honum yfir línuna. Abigail er á undan en skýtur yfir nánast af línunni! Veit ekki hvernig þetta er hægt, það var erfiðara að klúðra þarna!
8. mín
Mist Þormóðsdóttir reynir skot af löngu færi en það er vel framhjá.
7. mín
KR á tilraun að marki. Fernanda Baptista fær skot í sig og reynir að lyfta honum yfir Bryndísi en hann fer hátt, hátt yfir.
6. mín
Romero setur boltann fyrir og Cloe Lacassa reynir skalla aftur fyrir sig en hann er laus o framjá markinu. Illa farið með gott færi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. KR byrjar með boltann og sækir í átt að Dalnum. Þær spila í gulu og appelsínugulum varabúningum.
Fyrir leik
Síðasti leikur þessara liða endaði með stórsigri ÍBV. 5-0 voru lokatölur.
Fyrir leik
ÍBV situr í 5. sæti í deildinni og hefur að engu að keppa. Í síðasta leik ÍBV fengu þær skell, 3-0 gegn Breiðablik. KR á hinn bóginn vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fylki og kom sér þannnig upp úr fallsæti en er enn í harðri fallbaráttu.
Fyrir leik
Góðan daginn. Hér fer fram leikur ÍBV og KR í beinni textalýsingu. 16. umferðin klárast í dag með tveimur leikjum.
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
6. Fernanda Vieira Baptista
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('67)
12. Gabrielle Stephanie Lira ('90)
14. Jordan O'Brien ('81)
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
4. Oktavía Jóhannsdóttir ('90)
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir ('81)
10. Stefanía Pálsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('67)
22. Íris Sævarsdóttir

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: