Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
2
0
Þróttur R.
Ingimundur Níels Óskarsson '25 1-0
Aron Þórður Albertsson '44
Þórir Guðjónsson '73 , víti 2-0
15.09.2016  -  17:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Rennblautur völlur, 10 gráður og 3 m/s
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 677
Maður leiksins: Arnar Darri Pétursson
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason ('78)
Steinar Örn Gunnarsson
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
10. Martin Lund Pedersen
18. Marcus Solberg ('82)
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('64)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
12. Þórður Ingason (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('64)
10. Ægir Jarl Jónasson ('82)
17. Georg Guðjónsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Hauksson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Eva Linda Annette Persson
Kári Arnórsson

Gul spjöld:
Ólafur Páll Snorrason ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hvernig endaði þessi leikur ekki með fleiri mörkum!

Fjölnismenn voru víst að bæta sinn besta árangur í efstu deild með þessum sigri! Þróttarar geta þakkað fyrir það að hafa ekki tapað stærra. Einstefna Fjölnis allan leikinn! Staða Þróttar er vonlaus og það verður Inkasso-ástríða á næsta ári.
91. mín
Skiltadómarinn gefur merki um að 50 mínútum sé bætt við!!! Þetta átti víst að vera 5 held ég... vona ég.
90. mín
Tölfræðin:
Skot: 26-2
Á markið: 12-0
Horn: 11-0
89. mín
SKOT Í SAMSKEYTIN! TADEJEVIC! ÞVÍLÍKT SKOT!
Lét vaða og náði stórkostlegu skoti í utanverð samskeytin. Þetta hefði getað orðið ruglað mark!
87. mín
Martin Lund stakk Karl Brynjar af og komst í dauðafæri. Missti greinilega jafnvægið í skotinu og hitti boltann afleitlega!
86. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Þróttur R.)
84. mín
ÞRÓTTUR BJARGAR Á LÍNU! Þvílík sóknarlota Fjölnis og hvert skotið á fætur öðru dynur. Finnur Ólafsson bjargaði á línu frá Birni Snæ Ingasyni.
82. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Marcus Solberg (Fjölnir)
Lokaskipting leiksins dömur mínar og herrar.
79. mín
Fjölnismenn halda áfram að sækja. Eru að hóta þriðja markinu. Færi eftir færi.
78. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Hæhó Herra Fjölnir.
76. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Getur Björgvin gefið Þrótti líflínu?
73. mín Mark úr víti!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
MAAAARK!!!! FJÖLNIR GERIR ÚT UM ÞETTA... það er ekki fræðilegur að Þróttur jafni úr þessu.

Þórir Guðjónsson með fínt víti. Arnar Darri fór í rétt horn en var sigraður.


72. mín
FJÖLNIR FÆR VÍTI! Baldvin Sturluson braut á Martin Lund Pedersen og vítaspyrna dæmd.
72. mín
Jugovic með skot af löngu færi en framhjá.
71. mín
Þróttur hefur ekki enn átt skot á markið, enda varla verið með boltann í þessum leik.
69. mín
Jugovic með skot en Arnar Darri ver enn og aftur. Magnað að heimamenn séu ekki búnir að skora annað mark.
68. mín
STÓRHÆTTA UPP VIÐ MARK ÞRÓTTAR! Eftir hornspyrnu fór Arnar Darri í skógarhlaup og Solberg skallaði boltann yfir markið! Ef hann hefði látið boltann fara hefði þetta líklega orðið mark.
67. mín
LÚXUS TILÞRIF!!! Birnir Snær með skemmtileg tilþrif, allt fyrir áhorfendur, og á svo fínt skot sem Arnar Darri varði í horn.
66. mín
Úps... Ólafur Páll Snorrason með verstu hornspyrnu sumarsins. Rann í tilhlaupinu og boltinn vippaðist beint afturfyrir.
64. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Markaskorarinn kveður eftir fínan leik. Binni bolti mætir í hans stað.
62. mín
HÁRFÍNT FRAMHJÁ! Ég hélt að þessi væri á leið inn. Marcus Solberg með skalla rosalega naumlega framhjá.
61. mín
Martin Lund í fínu færi en hittir ekki boltann.
58. mín
Brynjar Jónasson fór einn í sókn fyrir Þrótt. Fékk enga hjálp og skaut langt framhjá markinu.
56. mín
Inn:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.) Út:Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
Guðmundur getur ekki haldið leik áfram eftir samstuðið. Thiago mætir inn. Þá verða einhverjar færslur á uppstillingu Þróttar...
54. mín
Samstuð og leikurinn stopp. Marcus Solberg og Guðmundur Friðriksson lentu saman. Guðmundur liggur enn eftir á vellinum. Marcus er staðinn upp.
51. mín
Þórir Guðjónsson með skot hátt yfir markið.
49. mín
Farið að rigna og áhorfendur búnir að taka regnhlífarnar upp. Fjölnismenn halda áfram að einoka boltann. Þeir leyfa Þrótturum ekkert að vera með hann!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Út:Christian Nikolaj Sorensen (Þróttur R.)
Breyting í kjölfarið á rauða spjaldinu. Varnarmaður inn fyrir sóknarleikmann.
45. mín
Tölfræðin eftir fyrri hálfleik:
Marktilraunir: 14-1
Skot á mark: 6-0
Horn: 4-0
Leikmenn: 11-10

Svakalegir yfirburðir.
45. mín
Hálfleikur
LAAAANGUR seinni hálfleikur framundan fyrir Þróttara.
44. mín Rautt spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
ÞAÐ HELD ÉG NÚ! ÞÓRODDUR LYFTIR UPP RAUÐA SPJALDINU!

Aron Þórður með svakalega tæklingu á Martin Lund og allt sauð upp úr. Þóroddur rak hann af velli. Held að þetta hafi bara verið verðskuldað rautt.

Martin Lund hefur reynst Þrótti erfiður og þeir hafa engan veginn ráðið við hann.
44. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Kemur beint að Þóroddi eftir að Aron Þórður tók rosalega tæklingu á Martin Lund...
42. mín
Barátta í teignum og Ingimundur Níels liggur. Horfir svo reiðum augum á aðstoðardómarann. Ingimundur vildi meina að hann hafi verið rifinn niður og ætti skilið að fá vítaspyrnu. Ekkert dæmt.
41. mín
Þórir Guðjónsson með skot sem fór í varnarmann og í horn. Fjórða horn Fjölnismanna.
40. mín
Það er eiginlega magnað að Fjölnir sé bara 1-0 yfir. Í þessum skrifuðu orðum átti liðið skot í hliðarnetið. Einstefna í Grafarvogi sem stendur.
39. mín
FRÁBÆR SPRETTUR OG FRÁBÆR VARSLA! Martin Lund er baneitraður og stórhættulegur hérna. Lék varnarmenn Þróttar grátt og lét vaða en Arnar Darri með glæsilega markvörslu.
36. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
Finnur fyrstur í bókina svörtu. Braut á Martin Lund á miðjum vellinum. Hárrétt að lyfta gulu.
33. mín
Þórir Guðjónsson laumaði boltanum á Ingimund Níels sem náði ekki nægilega miklum krafti í skotið. Framhjá.
32. mín
Þróttarar lítið sem ekkert að ná að halda boltanum innan liðsins. Meðan staðan er þannig er liðið ekki að fara að skora mark.
27. mín
Igor Jugovic með skot af löngu færi. Beint í fangið á Arnari Darra. Fjölnismenn miklu meira með boltann og sækja mikið. Þeim hungrar í Evrópusæti.
25. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
FJÖLNIR NÆR VERÐSKULDAÐ FORYSTUNNI!

Ólafur Páll Snorrason með fyrirgjöf frá vinstri sem Ingimundur Níels Óskarsson skallar svona líka snyrtilega í netið. Vel gert! Ingimundur heitur þessa dagana.
25. mín
FH ekki lengi að jafna gegn Fylki. Kassim Doumbia. En við einbeitum okkur að þessum leik...

Aftur skot hjá Fjölni sem fer af varnarmanni og í horn. "Fjölnir á leikinn" heyrist sungið úr stúkunni. Það er bara hárrétt!
23. mín
MUNAÐI SUDDALEGA LITLU!!! MARTIN LUND MEÐ SKOT SEM FÓR NAUMLEGA FRAMHJÁ! Þetta var rosalegt. Tók boltann í fyrsta eftir fyrirgjöf frá hægri. Skotið hafði stefnubreytingu af varnarmanni. Horn.

19. mín
Fyrsta marktilraun Þróttar. Christian Sörensen með mikið bjartsýnisskot sem fór rosalega langt frá markinu.
15. mín
Fín sókn Fjölnis. Gott spil sem endar með því að Viðar Ari lætur vaða við vítateigsendann. Hitti boltann ekki vel. Lítil hætta.
11. mín
FRÁBÆR SENDING! Þvílík tímasetning hjá Martin Lund sem átti baneitraða sendingu á Viðar Ara sem sprengdi allt upp. Viðar í nokkuð þröngu færi en lét vaða. Arnar Darri varði.
9. mín
Umræða í fréttamannastúkunni um hvar Dion mun spila næsta sumar. Það er klárt mál að stóru strákarnir munu reyna að krækja í kauða eftir sumarið.
7. mín
Við töpuðum baráttunni um fyrsta mark dagsins. Víkingur Ólafsvík hefur tekið forystuna gegn nöfnum sínum úr Reykjavík. Farðu í beina textalýsingu frá Ólafsvík.
6. mín
Marcus Solberg með skot eftir fyrirgjöf frá hægri, boltinn fór líklega af varnarmanni og skaust ofan á þverslána! Ég skal segja ykkur það. Heimamenn ráða lögum og lofum í upphafi leiks.
4. mín
Miðvörðurinn Tobias Salquist mættur til að taka þátt í sóknarleiknum. Hann vinnur horn. Fjölnismenn setja pressu strax í byrjun.
3. mín
MARTIN LUUUND.... Flott skottilraun hjá þeim danska. Fékk pláss og tíma fyrir utan teig og skaut rétt yfir. Fullur sjálfstrausts eftir mörkin tvö í síðasta leik.
2. mín
Fjölnismenn byrja á hættulegri sendingu Ólafs Páls Snorrasonar inn í teiginn úr aukaspyrnu. Endar í fanginu á Arnari Darra.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn. Gestirnir úr Laugardal hófu leik.
Fyrir leik
Jæja leikmenn loks mættir út á völlinn. Ekki margir mættir í stúkuna en það mun fjölga fljótt tel ég. Margir í umferðarteppu í Ártúnsbrekkunni. Ég ætla að spá 4-1 sigri Fjölnis í kvöld.
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari okkar er mættur. Mér sýnist Þorsteinn Magnússon, markvarðaþjálfari Þróttar, vera að taka taktíska ræðu yfir Hafliða. Allavega nóg af handabendingum. Kannski verið að leggja upp með að Íþróttaljósmynd ársins í Grafarvoginum í kvöld?
Fyrir leik
Það verður að hrósa Fjölnismönnum fyrir playlista dagsins (fyrir utan hringitónana). Verið úrvals-blanda og nóg af rokki. Það er Árni Jóhannsson á Vísi hæstánægður með enda úr Keflavík og er vikulegur gestur á Rokksafninu.

Fyrir leik
Eftirlitsmaðurinn búinn að taka sér stellingar við hlið mér. Sigurður Hannesson heitir maðurinn. Hann horfir gaumgæfilega á dómarana hita upp. Sýnist Þóroddur Hjaltalín bjóða upp á úrvals upphitunaræfingar fyrir teymið í dag.

Fyrir leik
Tónlistin sem er spiluð á Extra vellinum og ómar um allan Grafarvog er spiluð í gegnum síma. Þrívegis hefur það gerst að síminn hefur hringt. Ekkert að því að hita upp með ærandi hringitón í gangi. Það kemur mönnum bara í gírinn.
Fyrir leik
Fjölnisvöllurinn rennblautur eftir átök dagsins. Veðrið miklu mun skárra en í gær. Það er bara fínasta fótboltaveður. Eins gott og það gerist um miðjan september.
Fyrir leik
Túfa, þjálfari KA, spáir 2-1 sigri Fjölnis
Fjölnir heldur áfram að spila vel eins og í allt sumar. Þeir komast í 2-0 með mörkum frá Viðari Ara og Þóri en Björgvin minkar muninn fyrir Þrótt.
Fyrir leik
Ég hitt Þórð Ingason, markvörðinn öfluga, sem er ekki með Fjölni í dag vegna meiðsla. Ökklinn að stríða honum. Meiðsli sem hann hlaut á æfingu í fyrradag. Á í erfiðleikum með að sparka og það er víst ókostur í þessari íþrótt!
Fyrir leik
Það er verið að mála línur vallarins. Það var gert í morgun en það skolaðist allt saman til svo annarrar umferðar var þörf. Ekki ólíklegt að það þurfi að fara aðra umferð í hálfleik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, er tæpur í ökklanum og Steinar Örn Gunnarsson stendur í rammanum. Að öðru leyti er lið Fjölnis óbreytt.

Athygli vekur að Daniel Ivanovski er enn á meiðslalistanum en hann meiddst á nára í lok júlí og hefur aðeins spilað tíu leiki í deildinni í sumar. Tobias Salquist og Hans Viktor hafa staðið sig vel í fjarveru hans.

Þróttur stillir upp óbreyttu byrjunarliði frá síðasta leik en það er í fyrsta sinn í sumar sem það gerist.
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í 8. umferð...
Þróttarar vilja gleyma þeim leik! Fjölnir vann 5-0 útisigur í Laugardalnum. Birnir Snær Ingason og Þórir Guðjónsson skoruðu tvö mörk hvor. Daninn Martin Lund Pedersen skoraði eitt. Martin Lund skoraði einmitt bæði mörk Fjölnis í 2-1 útisigri gegn Víkingi R. í síðustu umferð.
Fyrir leik
Sturluð staðreynd:
Þróttur hefur notað 30 leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar! Það er rosalegur fjöldi!
Fyrir leik
Staðan er þessi:
Fjölnir er með 31 stig líkt og Valur og Breiðablik en þessi lið verma sæti 2-4 í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn ætla sér að ná Evrópusæti fyrir næsta tímabil en það yrði ansi góður árangur hjá Ágústi Gylfasyni og hans mönnum.

Þróttur vann flottan 3-1 sigur gegn ÍA í síðustu umferð og á enn veika von um að bjarga sér frá falli. Staðan er samt ansi erfið. Liðið er í neðsta sæti með 12 stig (og vonda markatölu) en sex stig eru upp úr fallsæti. Tölfræðilegir möguleikar eru þó enn til staðar og meðan svo er mega menn vona...
Fyrir leik
Dómari dagsins kemur frá Akureyri og heitir Þóroddur Hjaltalín. Nóg af reynslu þar. Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson eru aðstoðardómarar. Einar Ingi Jóhannsson er skiltadómari.
Þið getið hjálpað til að krydda þessa textalýsingu á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet - Valdar færslur birtast hér.
Fyrir leik
Frítt á völlinn!
Góðan og gleðilegan! Fjölnir tekur á móti Þrótti klukkan 17 í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. Ekki hentugasti leiktíminn en birtuskilyrði bjóða ekki upp á annað.

Fjölnismenn opna öll hlið og bjóða frítt á völlinn í tilefni þess að með sigri bætir liðið sinn besta árangur í efstu deild! Klukkan er svo sannarlega Gleði í Grafarvoginum.
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson ('76)
Arnar Darri Pétursson
2. Baldvin Sturluson
3. Finnur Ólafsson
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Aron Þórður Albertsson
8. Christian Nikolaj Sorensen ('46)
10. Brynjar Jónasson
11. Dion Acoff
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
23. Guðmundur Friðriksson ('56)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('46)
13. Björgvin Stefánsson ('76)
20. Viktor Unnar Illugason
21. Tonny Mawejje
23. Aron Lloyd Green
27. Thiago Pinto Borges ('56)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Brynjar Þór Gestsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla

Gul spjöld:
Finnur Ólafsson ('36)
Björgvin Stefánsson ('86)

Rauð spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('44)