Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
1
Fjarðabyggð
0-1 Dimitrov Zelkjo '61
Ivan Parlov '76 1-1
Ivan Parlov '90 2-1
17.09.2016  -  14:00
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f) ('83)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
9. Helgi Guðjónsson ('57)
9. Bojan Stefán Ljubicic ('57)
10. Orri Gunnarsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric

Varamenn:
5. Sigurður Þráinn Geirsson
8. Ivan Parlov ('57)
11. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
12. Sigurður Hrannar Björnsson
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Alex Freyr Elísson ('57)
19. Axel Freyr Harðarson
21. Indriði Áki Þorláksson ('83)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Zeljko Sankovic
Þuríður Guðnadóttir
Gísli Sigurðsson
Ragnar Leó Bjarkason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjarðabyggð er fallið! (Staðfest)

Framarar koma til baka og vinna í hádramatík í Laugardalnum.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni, takk fyrir mig!
90. mín MARK!
Ivan Parlov (Fram)
Stoðsending: Ivan Bubalo
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!

Ondo er í dauðafæri fyrir Fjarðabyggð sem Layeni rétt svo heldur, Framarar snúa vörn í sókn; Langur bolti fram sem Ivan Bubalo flikkar á nafna sinn Parlov sem klárar snyrtilega í netið!

Dramatík í Laugardalnum og Fjarðabyggð er að falla ef þetta fer svona!
88. mín
Pinball í teig Framara eftir hornspyrnu. Boltinn fór á milli manna í miklu klafsi áður en Orri hreinsaði að lokum!

Fjarðabyggð þurfa mark.
84. mín
FÆRI!!!

Bubalo spilar Indriða Áka í gegn sem hefur kannski of mikinn tíma áður en henn setur slapt skot beint á Uros í markinu.
83. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Fram) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram)
Bæði lið gera breytingu í von um að reyna stela þessu.
83. mín
Inn:Haraldur Þór Guðmundsson (Fjarðabyggð) Út:Emil Stefánsson (Fjarðabyggð)
80. mín
FÆRI!

Dimitrov Zelkjo með viðstöðulaust, fast skot en yfir.
76. mín MARK!
Ivan Parlov (Fram)
Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!

Arnar Sveinn Geirsson með pláss og tíma á hægri vængnum, stillir sér upp og sveiflar góðum bolta á fjærstöngina þar sem varamaðurinn Ivan Parlov er mættur til að stanga hann inn!

Við erum með leik í höndunum!
75. mín
Zelkjo með mikið pláss á hægri vængnum sem endar með góðri fyrirgjöf á Víking Pálmason sem nær ekki að taka nægilega vel á móti boltanum og Layeni grípur inn í.

Framarar farnir að ýta meira upp og gestirnir geta því átt von á að mikið pláss myndist fyrir þá í skyndisóknum.


67. mín
Ivan Bubablo í færi!

Framarar geysast upp hinum megin og eftir darraðadans í teignum fellur boltinn fyrir Bubalo sem skýtur beint á Uros í markinu.

Það er lífsmark með mönnum í dag og gott betur en það hér í síðari hálfleik.
66. mín
Gestirnir hafa tvíeflst við þetta mark.

Hákon Þór Sófusson á sprett upp hægri kantinn, rennir boltanum fyrir markið þar sem Víkingur Pálmason á skot yfir markið.
64. mín
Inn:Ingiberg Ólafur Jónsson (Fjarðabyggð) Út:Elvar Þór Ægisson (Fjarðabyggð)
Fjarðabyggð gera breytingu á liði sínu.

Inná kemur Ingiberg Ólafur Jónsson sem einmitt spilaði með Fram fyrri hluta sumars.
61. mín MARK!
Dimitrov Zelkjo (Fjarðabyggð)
Stoðsending: Emil Stefánsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!

Emil Stefánsson á skot fyrir utan teig sem er á leið framhjá en Dimitrov Zelkjo er staddur í markteignum og stýrir boltanum í hornið.

Framarar gífurlega ósáttir með þetta enda virtist Zelkjo vera kolrangstæður þegar boltinn barst til hans.
57. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
Tvöföld skipting hjá Frömurum.

Útaf fara þeir Bojan og Helgi sem áttu rólegan dag.

Inná kemur Ivan Parlov sem var sterkur framan af sumri og Alex Freyr Elísson, ungur og efnilegur sem gæti sprengt þetta upp.
57. mín
Inn:Ivan Parlov (Fram) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Fram)
54. mín Gult spjald: Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð)
Hákon Þór Sófusson fer full geyst í tæklingu á Bojan Ljubicic og uppsker gult spjald fyrir það.

Það er að færast smá harka í þetta.
53. mín
Sigurpáll Melberg með tilraun af löngu færi sem var aldrei líklegt til að sigra Uros í markinu.
52. mín
Hápunktur dagsins hingað til var nýbökuð vaffla með rjóma og jarðaberjasultu í boði Framherja, stuðningsmanna Fram. Færi þeim bestu þakkir fyrir það!
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað!

Fjarðabyggð hefja leik hér í síðari hálfleik. Vonandi hafa menn fengið hárblásarann í gott korter og því tilbúnir til að bjóða upp á skemmtun næstu 45.
45. mín
Eftir því sem liðið hefur á sumarið og möguleikar Framara um að komast upp hafa orðið að engu hefur Ásmundur Arnarsson þjálfari verið duglegur að leyfa strákum úr 2. flokki að spreyta sig.

5 af 10 útileikmönnum Fram í dag eru tvítugir eða yngri. Framtíðin?
45. mín
Hálfleikur
Bragðdauft í Laugardalnum í dag, gestirnir örlítið sprækari.

Við auglýsum eftir öllu öðru en þessu í seinni hálfleik.
45. mín
Víkingur Pálmason með góða hornspyrnu inní markteig þar sem Ondo rís hæst en Layeni vakandi í markinu og blakar boltanum aftur fyrir.
45. mín
Enn og aftur eru Framarar rangstæðir. Að þessu sinni er Helgi Guðjónsson kominn vel inn fyrir þegar sendingin kemur.

Gengur illa hjá heimamönnum að skapa sér færi.
42. mín
Hákon Þór með ágætis tilraun við vítateigslínuna en skotið framhjá. Besta tilraun leiksins hingað til.

Fjarðabyggð með smá tök á leiknum þessa stundina.
36. mín
Ivan Bubalo í annað sinn í dag með hlaup sem sker varnarlínu gestanna en aftur er hann rangstæður þegar sendingin kemur.

Það vantar töluvert upp á síðasta boltann hjá báðum liðum.
34. mín
Ondo skeiðar upp völlinn og dansar framhjá tveimur Frömurum áður en hann er tekinn niður og aukaspyrna dæmd.

Ekkert kom úr þessu fasta leikatriði.

28. mín
Fréttir að berast

Í hinum fallbaráttuslagnum eru HK-ingar komnir yfir fyrir austan gegn Huginn sem þýðir að Fjarðabyggð eru nú 3 stigum frá öruggu sæti.
25. mín
Hákon Þór framlengir boltann inní teig þar sem Andri Þór á skalla á markið í fangið á Layeni.

Lítið um fína drætti hér í Laugardalnum.
19. mín
Layeni kærulaus í teignum þegar hann þrumar hreinsun í Svein Fannar, framherja Fjarðabyggðar.

Sem betur fer fyrir Layeni og Framara hafnaði boltinn í innkasti. Einbeitingarleysi.
16. mín
Helgi Guðjónsson og Ondo rákust saman og þurftu aðhlynningu.

Hafa báðir hrist þetta af sér.
14. mín
Ivan Bubalo með rispu inní teig og virðist í góðum séns áður en hann fleygir sér niður þegar Andri Þór rennir sér fyrir hann.

Bubalo að reyna fiska þarna, Sigurður Óli dómari ekki að kaupa þetta.
12. mín
Sigurpáll Melberg með fyrstu tilraun Framara.

Skot af 25 metra færi sem Uros í markinu á ekki í vandræðum með að grípa.
11. mín
Bojan Ljubicic reynir að stinga honum inná Bubalo sem var í fínni stöðu en rangstæður.

Lítið um fína drætti enn sem komið er.
8. mín
Gestirnir með fyrsta hálf séns dagsins.

Brynjar átti fyrirgjöf sem Elvar Þór náði ekki alveg nógu góðu skoti úr. Layeni vel vakandi í markinu.
5. mín
Víkingur Pálmason átti sprett upp vinstri vængin og vann fyrstu hornspyrnu leiksins.

Tók hana sjálfur en Ivan Bubalo með góða hreinsun frá marki Framara.
4. mín
Byrjar rólega, liðin að þreifa fyrir sér á miðjunni. Fjarðabyggð séð aðeins meira af boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Framarar byrja með boltan og sækja í áttina að Laugardalshöllinni.
Fyrir leik
Leikmenn ganga hér inná völlinn. Framarar leika í sínum bláu heimatreyjum, gestirnir spila í rauðu í dag.

Nú fer þetta að bresta á!

Fyrir leik
10 mínútur í leik, nú fer að styttast í þetta.

Fámennt en góðmennt í stúkunni þessa stundina.
Fyrir leik
Framarar gera þrjár breytingar frá bragðdaufu jafntefli á Selfossi um síðustu helgi.

Sigurpáll Melberg, Arnar Sveinn Geirsson og Helgi Guðjónsson koma inn í dag.
Fyrir leik
Fjarðabyggð gerir tvær breytingar í dag frá síðasta leik.

Sveinn Fannar Sæmundsson og Brynjar Már Björnsson koma inn í dag.
Fyrir leik
Fjarðabyggð ná ekki að fylla varamannabekkinn hér í dag, aðeins með 5 skráða varamenn.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna lauk með 2-1 sigri Fjarðabyggðar sem er jafnframt eini sigur þeirra á heimavelli í allt sumar en samtals hafa þeir unnið 3 leiki sem útskýrir þá vondu stöðu sem þeir eru í.

Framarar hafa aftur á móti sótt meginþorran af sínum stigum í Laugardalnum; 6 af 7 sigrum í sumar hafa komið á heimavelli.
Fyrir leik
Framarar gulltryggðu áframhaldandi þáttöku sína í Inkasso deildinni á næsta sumri um síðustu helgi.

Fjarðabyggð er aftur á móti að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þurfa sigur í dag til að eiga möguleika á að rísa úr fallsæti. Aftur á móti eru þeir endanlega fallnir með tapi ef HK tekst að vinna Huginn fyrir austan í dag.
Fyrir leik
Góðan dag,

Hér verður bein textalýsing frá viðureign Fram og Fjarðabyggðar í næstsíðustu umferð Inkasso deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Uros Poljanec (m)
2. Emil Stefánsson ('83)
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Loic Mbang Ondo
10. Elvar Þór Ægisson ('64)
11. Andri Þór Magnússon
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson
19. Dimitrov Zelkjo
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
20. Brynjar Már Björnsson

Varamenn:
12. Þorvaldur Marteinn Jónsson (m)
5. Ingiberg Ólafur Jónsson ('64)
8. Aron Gauti Magnússon
9. Hlynur Bjarnason
23. Haraldur Þór Guðmundsson ('83)

Liðsstjórn:
Sigurjón Egilsson (Þ)
Valþór Hilmar Halldórsson (Þ)
Víglundur Páll Einarsson (Þ)
Matthías J Spencer Heimisson
Bjarni Ólafur Birkisson
Sigrún Agnarsdóttir Johnson

Gul spjöld:
Hákon Þór Sófusson ('54)

Rauð spjöld: