Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur Ó.
1
1
Víkingur R.
Kenan Turudija '3 1-0
1-1 Alex Freyr Hilmarsson '29
15.09.2016  -  17:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Vallaraðstæður eru ekki þær bestu. Pollar á ýmsum stöðum en sem betur fer er hætt að rigna (í bili)
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Tomasz Luba
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
6. Pape Mamadou Faye ('78)
7. Tomasz Luba
11. Martin Svensson
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic ('81)
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
4. Kristófer James Eggertsson
8. William Dominguez da Silva ('78)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna ('81)
12. Kramar Denis
21. Fannar Hilmarsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Alexis Egea ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stig er Stig..

Annað stigið sem Ólsarar krækja í í síðari hluta móts.

Sterkt stig hins vegar þar sem Fylkir er að tapa heima gegn FH
90. mín
+2

ÞVÍLÍK NEGLA!!

Farid fékk boltann skoppandi fyrir utan teiginn og ákvað að negla að markinu. Skotið rétt yfir markið. Svekkjandi fyrir heimamenn sem hentu nánast öllum fram í lokin
90. mín Gult spjald: Alexis Egea (Víkingur Ó.)
+1

Klárt gult
90. mín
Virkilega vel spilað hjá heimamönnum en engin nennti að skjóta. Fjaraði út
86. mín
Rosalega sárt klúður hjá heimamönnum. Þorsteinn fékk boltann frá William og lék á Halldór. Róbert kom út á móti og náði að ýta boltanum út úr teignum frá Þorsteini. Beint á Kenan hins vegar en hann setti boltann yfir
86. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Ungur drengur að koma inná
85. mín
BILAÐ GÓÐ SENDING HJÁ ÍVARI

Sendi Viktor í gegn með þessari sendingu sem kom frá miðlínunni vinstra megin. Yfir Luba en Viktor ákvað að skjóta strax og langt framhjá. Mjöööög Illa nýtt
84. mín
ROSALEG TILRAUN HJÁ WILLIAM!!

Átti að vera fyrirgjöf leyfi ég mér að segja en boltinn yfir alla og rétt yfir samskeytinn
83. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Tók Þorstein niður á vinstri kantinum.
Þorsteinn hefði sloppið í gegn
81. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (Víkingur Ó.) Út:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Tokic slappur í dag.
Þorsteinn fer fram og Kenan í holuna
80. mín
Viktor sigraði rangstöðugildruna og var með nægt pláss á hægri kantinum. Alfreð var einn að dekka Óttar í teignum en Viktor ákvað senda bara lausa sendingu niðri beint á Cristian
78. mín
Inn:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Pape búinn að eiga mjög góðan leik gegn sínu gamla liði
76. mín
ÞVÍLÍK BLOKKERING!!

Ívar fékk boltann frá Viktori og virtist hafa nægan tíma en Luba ákvað að henda sér fyrir skotið á fullum krafti. Horn

Ekkert varð úr því
75. mín
Aleix og Viktor skalla saman á miðjunni og sá síðarnefndi liggur eftir.
Föðurbróðir minn, Einar Ásgerisson (liðsstjóri Víkings Reykjavíkur) er allt annað en sáttur en hann vildi í hálfleik að spánverjinn væri kominn í bókina hans Vilhjálms
72. mín
Heimamenn ráða öllu á vellinum núna.
Kemur mark?
Þrátt fyrir að vera betri þá er fátt sem bendir til þess
69. mín
Heimamenn ekki sáttir þarna með Vilhjálm. Martin bar boltann upp og Igor vildi ólmur leiða hann en Martin vildi ekkert með það hafa en Vilhjálmur sá ekkert athugavert. Hefðu fengið aukaspyrnu á góðum stað
66. mín
Verð að segja að Hrvoje Tokic er ekki búinn að eiga góðan leik í dag. Búinn að tapa boltanum trekk í trekk og er mjög lengi að athafna sig þegar hann fær boltann í lappir
63. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Bæta í sóknarleikinn
60. mín
Eitthvað að ske núna í fyrsta skipti í langan tíma

Cristian var mættur í bakvörðinn til þess að hreinsa frá slæma sendingu Reykvíkinga en hitti boltann mjög illa og boltinn fór með jörðinni á Davíð Atla sem reyndi að skora eitt stykki Beckham mark en boltinn datt niður á slánni. Óheppinn
54. mín
Frábær barátta hjá Þorstein sem var með Lowing hangandi í sér. Kom boltanum yfir á hægri þar sem Martin hafði nægan tíma. Stillti upp í skotið en hátt yfir markið rétt fyrir utan teiginn. Illa nýtt hjá Martin
52. mín
Mjög furðulegt hlaup upp hjá Davíð Atla. Boltinn hrökk þrisvar af varnarmanni og aftur til Davíðs þegar hann hafði misst stjórn á boltanum í bleytunni. Kom boltanum á Óttar sem ætlaði að stinga Vladimir í gegn en sendingin of föst
50. mín
Martin með aukaspyrnu inn í boxið þar sem Tokic stökk manna hæstur en skallinn hátt yfir markið frá markteig.
49. mín
Leikurinn fer eins af stað og síðari hálfleikur endaði.. Rólega
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn.. Loksins eftir góða bið eftir Róberti Erni
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara í hléið með mark hvort fyrir sig.
43. mín
Loks eitthvað að ske!!

Skemmtileg sókn gestanna endaði með skoti frá Dofra rétt fyrir utan teig. Fékk boltann frá Óttari og ætlaði að koma á ferðinni og negla boltanum í netið en yfir markið fór tuðran
41. mín
Staðan í klobbum talið
Dofri 1-0 Pape

Rosalegur klobbi út við hægri kantinn
Lítið annað að frétta
37. mín
Mjög mikið um feilaðar sendingar fram hjá Heimamönnum.
Gestirnir ná ekki upp neinu spili. Alls ekki skemmtilegar 10 mínútur eftir skemmtilega byrjun í leiknum
32. mín
Gestirnir voru búnir að vera öflugri þegar markið kom.
29. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
Fylgdi eftir góðu skoti Ívars.

Igor dansaði með boltann fyrir utan teiginn og fann að lokum Dofra á kantinum hægra megin sem kom boltanum fyrir. Aleix flikkaði boltanum yfir á fjær en beint á Ívar sem náði að taka boltann niður og koma með fast skot niðri í hornið sem Cristian náði að verja en frákastið fór beint á Alex Frey sem skoraði í autt markið
27. mín
Fylkismenn, sem eru í gríðarlega spennandi fallbaráttu við Víking Ó eru að spila gegn Íslandsmeisturunum á heimavelli. 1-1 er staðan þar
24. mín
Pape fékk frábæra sendingu meðfram jörðinni frá Tokic og Pape virtist vera sleppa í gegn áður en boltinn ákvað að skella sér í sund og stoppaði í polli. Náði boltanum og kom honum bara fyrir í staðinn á Þorstein sem ætlaði að taka hann viðstöðulaust en kicksaði
22. mín
Flott hlaup hjá Pape upp vinstri kantinn og Dofri brýtur á honum rétt fyrir utan teiginn við endalínu.

Martin tók og þrumaði beint í fyrsta mann og í horn. Tók það síðan sjálfur en Halldór kom boltanum frá
19. mín
Verð að segja fyrir minn smekk að Aleix Egea var stálheppinn að fá ekki á sig víti núna rétt í þessu. Alex Freyr lyfti boltanum innfyrir á Vladimir sem var með Egea í bakinu. Smá ýting með öxlinni í bakið og Vladimir missti jafnvægið. Vilhjálmur sá þetta sem öxl í öxl
16. mín
Martin er búinn að vera á eldi hér fyrstu mínúturnar. Hefur ekki fundið sig hingað til í Ólafsvík en kannski að það byrji núna
12. mín
Þessi leikur er strax orðinn skrautlegur. Leikmenn eru að renna hægri vinstri og eiga í erfiðleikum með að lesa völlinn á ýmsum stöðum þar sem pollar hafa myndast
9. mín
Lið Gestanna
Róbert
Dofri-Halldór-Lowing-Davíð Atla
Igor-Bjarni Linnet
Ívar-Alex-Vladimir
Óttar
7. mín
Byrjunarlið heimamanna er svona
Cristian
Alfreð-Luba-Aleix-Pontus
Egill-Kenan
Þorsteinn-Martin-Pape
Tokic
6. mín
Aftur koma Ólsarar boltanum í netið. Sóttu hratt eftir þunga sókn gestanna og Alfreð átti fallega stungu á Tokic sem lék á Róbert og skoraði en því miður fyrir heimamenn var hann rangstæður þegar boltinn barst til hans
3. mín MARK!
Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
ÞVÍLÍKT MARK!

Þvílíka bullið þessi sókn!!
Tokic elti sendingu fram en Róbert fékk boltann og hafði nægan tíma.. Rann hinsvegar í bleytunni og stressaðist upp. Setti boltann í horn..

Hornspyrnan slæm en Egill náði að gefa aftur fyrir.. beint á Þorstein á fjær sem skallaði fyrir markið á Kenan sem tók klippu í hliðarnetið. Vel klárað
1. mín
Leikur hafinn
ReykjavíkurVíkingar byrja með boltann og sækja þeir í átt að gilinu
Fyrir leik
Vil gefa góðvini mínum og æskuvini gott shoutout.

Kristófer Jacobson Reyes leikmaður Fram var valinn maður leiksins í síðasta leik liðsins gegn Selfossi og endaði einnig í liði vikunnar.
Fyrir leik
Það er búið að rigna all rosalega í nótt og allan daginn í gær og hefur það veruleg áhrif á vallaraðstæður eins og gefur að skilja.

Ég sá örfáar mínútur af æfingu heimamanna í gær og var það heldur betur skrautlegt. Menn ætluðu að senda boltann áfram en boltinn stöðvaðist í pollum hér og þar.

Hrikalega gaman fyrir sóknarmenn að spila í svona veðri en sama er ekki hægt að segja um varnarmenn og markmenn.. það er nokkuð ljóst
Fyrir leik
Emir Dokara er í banni hjá heimamönnum í dag og varnarmaðurinn Denis Kramar fer á bekkinn frá því í tapinu gegn Fylki.

Tomasz Luba og Pape Mamadou Faye koma inn í liðið en sá síðarnefndi skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Fylki.

Halldór Smári Sigurðsson kemur inn í vörn Víkings R. fyrir Marko Perkovic síðan í 2-1 tapinu gegn Fjölni. Athygli vekur að Víkingur R. er einungis með sex varamenn en ekki sjö. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði, er ekki með í dag.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í 8. umferð...
Vann Víkingur R. öruggan 2-0 sigur í Fossvoginum. Gary Martin skoraði bæði mörkin í leiknum en hann er nú í Noregi á lánssamningi hjá Lilleström.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Eyðimerkurganga heimamanna
Eftir frábæran fyrri helming Íslandsmótsins hefur Víkingur Ólafsvík hrapað niður í harða fallbaráttu Pepsi-deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Liðið hefur gengið í gegnum eyðimerkurgöngu og síðasti sigur kom 28. júní. Ólsarar eru tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og ef allt fer á versta veg fyrir þá gætu þeir verið í fallsæti eftir umferðina.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Pape Mamadou Faye, leikmaður Víkings Ó.:
Andrúmsloftið í hópnum var ekki nægilega jákvætt. En við vitum hvað þarf að gera til að halda félaginu í deild þeirra bestu og höfum verið að líta í eigin barm. Það var neikvæðni í gangi en við leikmenn höfum talað saman og hreinsað það út. Það er gott við þennan hóp að við erum allir vinir.

Það er alltaf skrýtin tilfinning að mæta sínu fyrrum félagi og það er klárlega öðruvísi og sérstakt. Ég á enn góða vini sem eru í liðinu og það verður gaman að mæta þeim. Maður er farinn að venjast þessu samt eins og um síðustu helgi þegar við mættum Fylki. Þetta eru félög sem ég á góðar minningar frá. Þetta verður sérstakur dagur en mikilvægast er að við náum í þrjú stig.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hvernig bregðast menn við?
Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur-Víkinga, lét sína menn heyra það eftir tapið gegn Fjölni í síðustu umferð. Liðið er í áttunda sæti með 24 stig og hefur að engu að keppa nema stoltinu. Er það nóg til að peppa menn í verkefni dagsins?
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá Ólafsvík þar sem nafnar deildarinnar eigast við í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Aðstoðardómarar eru Oddur Helgi Guðmundsson og Bjarki Óskarsson.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('63)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic ('86)

Varamenn:
Helgi Sigurðsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('86)
9. Viktor Jónsson ('63)
12. Kristófer Karl Jensson
17. Josip Fucek
19. Stefán Bjarni Hjaltested
27. Marko Perkovic

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('83)

Rauð spjöld: