Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
2
3
FH
Ragnar Bragi Sveinsson '18 1-0
1-1 Kassim Doumbia '22
Albert Brynjar Ingason '45 2-1
2-2 Kristján Flóki Finnbogason '59
2-3 Davíð Þór Viðarsson '73
Ásgeir Börkur Ásgeirsson '91
2-3 Emil Pálsson '92 , misnotað víti
15.09.2016  -  17:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 608
Byrjunarlið:
12. Marko Pridigar (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
7. Arnar Bragi Bergsson ('13)
8. Sito ('71)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
16. Emil Ásmundsson
20. Alvaro Montejo ('75)

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('13)
11. Víðir Þorvarðarson
15. Garðar Jóhannsson ('71)
29. Axel Andri Antonsson ('75)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Zoran Daníel Ljubicic
Sverrir Rafn Sigmundsson

Gul spjöld:
Garðar Jóhannsson ('87)

Rauð spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('91)
Leik lokið!
3-2 og FH-ingar mjoooog nálægt titlinum.
92. mín Misnotað víti!
Emil Pálsson (FH)
Skýtur í slá.
91. mín Rautt spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Ásgeir ver hér á línunni með hendi, vítaspyrna sem FH-ingar eiga.
87. mín Gult spjald: Garðar Jóhannsson (Fylkir)
77. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Kristján Flóki verið frábær í dag.
75. mín
Inn:Axel Andri Antonsson (Fylkir) Út:Alvaro Montejo (Fylkir)
73. mín MARK!
Davíð Þór Viðarsson (FH)
NEEEEIIII Haltu á ketti!!

Davíð Þór með HAMAR af 25 metra færi í bláhornið, geggjað skot, þetta heitir að smellhitta boltann.
72. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
71. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Fylkir) Út:Sito (Fylkir)
62. mín
Kassim og Beggi í tóóómu tjóni aftast, Kassim ætlar að skalla boltann þvert yfir miðsvæðið á Davíð Þór, Ragnar Bragi kemst inn í sendinguna og skilur Begga eftir á sprettinum, Kassim nær að bjarga og setja boltann aftur fyrir.

59. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Þau þurfa ekki alltaf að vera flott þessi mörk.

Atli Guðna virðist fá boltann í höndina þegar hann leggur boltann fyrir sig vinstra megin við teiginn, kemur svo með fyrirgjöf sem fer af Ásgeiri Berki, niður á Flóka í markteignum sem skýtur boltanum í gegnum klofið á Pridigar og þaðan mjakast boltinn í netið. Fylkismenn vildu hendi á Atla, skiljanlega.
56. mín
Inn:Jeremy Serwy (FH) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (FH)
Kaj fær falleinkunn fyrir sinn leik hér í dag, ekki flókið dæmi.
55. mín
FH-ingar undirbúa skiptingu, ég vona fyrir þeirra hönd að það sé Kaj sem er að fara útaf.
52. mín
Alvaro er sprækur, reynir skot sem er skallað í burtu, hann nær frákastinu sjálfur og reynir hjólhestaspyrnu rétt fyrir utan sem fer framhjá.
51. mín
STÖNGIN!

Úr aukaspyrnunni kemur skuggalega sexy bolti frá Steven Lennon sem hafnar í stönginni, Fylkismenn koma boltanum svo burt.
50. mín
Aukaspyrna sem FH-ingar eiga á hættulegum stað.
48. mín Gult spjald: Kaj Leo í Bartalsstovu (FH)
Fyrir groddaralega tæklingu á miðsvæðinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Liðin hafa skipt um mark til að sækja á bara svona eins og gengur og gerist sjáiði til.
45. mín
Hálfleikur
2-1 ótrúleg staða á Floridana vellinum.
45. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Alvaro Montejo
Ótrúlegt! Fylkismenn átt tvö færi í leiknum og skorað tvö mörk, þetta er ekki flókið!

Alvaro með frábæran undirbúning eftir langa sendingu upp völlinn frá Ragnari Braga, Bergsveinn selur sig ódýrt og Alvaro kemur boltanum fyrir á Albert sem er aleinn á fjær og setur boltann í klofið á Gunnari í markinu, 2-1. Ég skal segja ykkur það.
44. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fyrir tæklinguna á Ragnar Braga þegar hann setti boltann upp völlinn.
44. mín
Alveg eins færi hjá FH nema núna skallar Flóki í Tonci og útaf, hornspyrna sem FH á.
42. mín
Fín sókn hjá FH, fyrirgjöf frá hægri frá Kaj á kollinn á Flóka sem sneiðir boltann rétt framhjá fjærstönginni.
35. mín
Tonci í hættulegum leik inn í teig, er að skúla boltanum en Flóki nær að pota í gegnum klofið á honum og nær ágætis skoti á markið en Pridigar með sín mál á hreinu.
34. mín
,,Það kviknaði aðeins í," segir Fylkismaðurinn Viktor Lekve þegar hann labbar inn í fjölmiðlastúkuna en svartan reyk liggur yfir bróðurpart vallarins. Orsökin er talin vera lambafita af lambborgurum sem boðið er upp á hér í Lautinni.

28. mín
EMIL PÁLSSON AÐ KLÚÐRA ÚR DAAAAAUÐAFÆRI!

Davíð Þór tíar hann upp í auðvelt mark virtist vera, skot frá vítapunkt en Emil í litlu jafnvægi og gluðrar boltanum yfir.
25. mín
Fyrirgjöf frá hægri hjá Fylki, Bergsveinn skallar hann aftur fyrir.
22. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Fimleikafélagið er búið að jafna leikinn.

Eftir hornspyrnu frá Hendrickx berst boltinn á Kassim Doumbia sem stóð óvaldaður í markteignum, Doumbia hamraði svo boltanum í gegnum þvöguna og í netið. 1-1
21. mín
FH-ingar halda áfram að þjarma, fín fyrirgjöf frá Böðvari reynir að finna Flóka vin sinn en Tonci enn og aftur að bjarga á ögurstundu, hornspyrna skal það vera.
18. mín MARK!
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Jaaaahááá ef eitthvað var gegn gangi leiksins þá var það þetta mark!

Virkilega vel gert hjá Ragnari Braga, sýndist það vera Bergsveinn sem lá kylliflatur eftir gabbhreyfingu Ragnars sem smurði hann svo í fjærhornið.
17. mín
Bingó, Fylkismenn komnir yfir miðju, Andri geysist upp hægri kantinn og reynir fyrirgjöf en hún fer beint í Bödda og útaf.
13. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Arnar Bragi Bergsson (Fylkir)
Athyglisvert. Arnar virðist hafa byrjað leikinn meiddur.
12. mín
Fylkismenn hafa lítið snert boltann í byrjun og eiga enn eftir að fara með hann yfir miðlínuna.
10. mín
Tómas Joð með eina afleita hreinsun eftir fyrirgjöf frá vinstri frá Atla Guðna, boltinn í horn.
9. mín
Flóki í frábæru færi en Tonci með geggjaða tæklingu og bjargar hetjulega. Var of lengi að athafna sig.
8. mín
Úr hornspyrnunni fær FH fínasta færi, boltinn á fjær, skallaður yfir á nær þar sem Beggi stendur gapandi frír en er lengi að koma sér fyrir og skotið framhjá og slappt.
7. mín
Kristján Flóki í ágætu færi, kemur sér í það og skotið vel framhjá, Kaj nær boltanum áður en hann fer útaf, fær utan á hlaup frá Hendrickx sem reynir að koma honum fyrir en Ásgeir lokar og boltinn útaf. Horn.
3. mín
Þessi fer rólega af stað get ég sagt ykkur.
1. mín
FH í sínum hvítu búningum sækja í átt að Múrbúðinni.

Fylkismenn í sínum appelsínugulu búningum sækja í hina áttina eða í átt að Árbæjarlauginni.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Klukkan 17:01, leikurinn ekki enn hafinn og áhorfendur í stúkunni teljandi á fingrum annarrar handar.
Fyrir leik
Færeyski landsliðsmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad er í láni hjá Fylki frá FH og hann má því ekki spila í dag. Tonci Radovnikovic snýr aftur eftir leikbann og tekur stöðu Sonni í vörninni.

Emil Ásmundsson kemur einnig inn í liðið fyrir Andrés Má Jóhannesson sem er fjarri góðu gamni í dag.

Kaj Leo í Bartalsstovu er í fyrsta skipti í byrjunarliði FH síðan hann kom til félagsins í júlí. Kaj Leo kemur inn fyrir Sam Hewson.

Steven Lennon kemur einnig inn fyrir Atla Viðar Björnsson síðan í leiknum gegn Blikum um helgina.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Túfa þjálfari KA sá um að spá fyrir 19.umferðina hér á Fótbolta.net.

Fylkir 0 - 1 FH
Meistarareynsla hjá FH mun skipta miklu máli í svona leikjum. Emil Pálsson með markið.
Fyrir leik
Með sigri í dag tryggja FH-ingar sér titilinn og halda Fylkismönnum í fallsætinu. Takist Fylkismönnum að vinna leikinn aftur á móti fara þeir upp úr fallsæti tímabundið í fyrsta sinn í langan langan tíma.
Fyrir leik
Góðan daginn

Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Fylkis og FH á Floridana vellinum, þetta verður vonandi safaríkur leikur.
Fyrir leik
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis:
Við erum ætlum að skemma veisluna og hjálpa okkur í leiðinni. Þetta verður hörkuleikur og gaman. Við erum ekki á sérstökum stað eins og staðan er núna en við erum á því að við eigum fullt í þetta FH lið. Á endanum eru þetta bara ellefu á móti ellefu og það er allt hægt í þessu.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('72)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason ('77)
19. Kaj Leo í Bartalsstovu ('56)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Sam Hewson
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('72)
22. Jeremy Serwy ('56)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Bjarni Þór Viðarsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('44)
Kaj Leo í Bartalsstovu ('48)

Rauð spjöld: