Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
0
1
KR
0-1 Morten Beck Guldsmed '61
15.09.2016  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Ca 10 stiga hiti, smá gola og örlítil rigning
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
6. Iain James Williamson ('69)
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('58)
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('81)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('58)
18. Albert Hafsteinsson ('69)
21. Arnór Sigurðsson ('81)
23. Ásgeir Marteinsson
25. Andri Geir Alexandersson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Gísli Þór Gíslason
Guðmundur Sigurbjörnsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Gunnar Smári Jónbjörnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sanngjörnum sigri KR-inga.
93. mín
Ármann Smári haltrar hér af velli í blálokin. Lítur ekki vel út fyrir hann
91. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Morten Beck Guldsmed (KR)
91. mín
GG9 með skot úr aukaspyrnu en rétt yfir markið
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið á Skaganum.
88. mín
Inn:Jeppe Hansen (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
86. mín
ÚFF þarna mumaði litlu. GG9 með rosalegt skot af 35m en Stefán Logi ver glæsilega í horn
85. mín
Jæja þá kom ágætis sókn hjá ÍA. Hallur með fínan bolta fyrir en Garðar nær ekki valdi á boltanum og Stefán Logi nær honum.
84. mín
Ekki mikið sem bendir til þess að Skagamenn séu að fara að jafna þenna leik.
81. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (ÍA) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)
77. mín
Þarna kemur sókn hjá ÍA. ÞÞÞ með fyrirgjöf en skallin frá Garðari er vel yfir.
74. mín
Inn:Skúli Jón Friðgeirsson (KR) Út:Denis Fazlagic (KR)
69. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Iain James Williamson (ÍA)
65. mín
Skagamenn beint í sókn. Löng sending sem skoppar yfir varnarmenn KR og Arnar Már hársbreidd frá að ná til boltans.
64. mín
DAUÐAFÆRI!! Morten Andersen kominn í gegn en tekur skotið snemma og rétt framhjá.
61. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (KR)
Stoðsending: Gunnar Þór Gunnarsson
MAAAAAAAAARK! Gunnar Þór með virkilega hugglega sendingu með jörðinni og Morten tekur hann í fyrsta. Flott mark
58. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Fyrsta skipting leiksins
57. mín
Kennie kemur boltanum í netið en búið að dæma rangstöðu
55. mín
Ekki mikið að gerast þessa stundina. Liðin skiptast á að reyna að sækja en engin færi. Völlurinn er orðinn vel blautur og menn eiga pínu erfitt með fóta sig.
51. mín
Andersen í fínu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri en mokar boltanum yfir markið
50. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
Fyrsta gula spjald leiksins
48. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf hjá Morten Beck sem fer í gegnum pakkann. Pálmi Rafn síðan með skot fyrir utan teig en nokkuð framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað. Reglum samkvæmt byrjar KR seinni hálfleikinn
45. mín
Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur hjá okkur.
41. mín
Darren með fyrirgjöf frá vinstri og GG9 nær skallanum en vel yfir markið
40. mín
Gunnar Þór með hættulega fyrirgjöf og skalli átt að marki. Fazlagic kemur á ferðinni en nær ekki til boltans.
38. mín
Flott sókn hjá ÍA. Fyrirgjöf frá vinstri og ÞÞÞ skallar fyrir markið aftur en varnarmenn KR koma boltanum í burtu.
36. mín
Kennie með skot af 40 metrunum en auðvelt fyrir Árna Snæ í markinu.
31. mín
SKAGAMENN BJARGA Á LÍNU! Skalli frá Kennie Chopart.
31. mín
Biðst aföskunar hvað sumar færslur eru lengi að detta inn. Eitthvað netvesen í gangi á Akranesi
30. mín
Skagamenn vilja víti! GG9 er sloppinn í gegn og fer niður í teignum. Sá þetta ekki nógu vel en sýndist þetta bara vera geggjuð tækling.
25. mín
KR fer beint í sókn og hættuleg fyrirgjöf fyrir markið en Árni Snær er vel á verði og grípur inní
24. mín
Þarna var Stefán Logi heppinn. Fer út í fyrirgjöf en náði ekki til hennar og Arnar Már bara hitti ekki boltann.
22. mín
Nú munaði litlu hinu megin á vellinum. Fazlagic fær boltann í vítateignum og með hörkuskot rétt framhjá fjærstönginni.
21. mín
Ok upp úr horninu hleður ÞÞÞ í skot en auðvelt fyrir Stefán Loga í markinu.
21. mín
Þarna munaði litlu. Flott sókn hjá ÍA sem endar með skoti frá Halli en í varnarmenn og lekur framhjá stönginni.
19. mín
Og þá fara Skagamenn beint í sókn og fyrirgjöf frá vinstri en dæmt sóknarbrot á GG9.
18. mín
Kennie nær skotinu efir hornið en hefur viðkomu Óskari sýndist mér Árni grípur boltann.
18. mín
Fín sókn hjá KR sem endar með fyrirgjöf frá Gunnari Þór og Óskar Örn skallar í varnarmann. Horn.
15. mín
Núna reynir Morten Andersen skot en það er líka yfir markið
13. mín
Pálmi Rafn hleður í skot. Tekur boltann á lofti á vítateigslínunni en háááááááátt yfir
12. mín
Ekki mikið að gerast í leiknum. KR heldur áfram að halda boltanum án þess að skapa sér færi.
8. mín
KR er að byrja þennan leik betur. Halda boltanum vel meðan Skagamenn liggja til baka
6. mín
Fín sókn hjá KR. Fyrirgjöf frá hægri og skallinn er rétt framhjá.
5. mín
Skagamenn í álitlegri sókn. Boltinn berst á ÞÞÞ sem gefur á Hall í teignum en hann er klaufi og missir boltann aftur fyrir.
1. mín
KR á fyrstu sókn leiksins en fyrirgjöf frá hægri er slök fer aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjarð og það eru heimamenn í ÍA sem byrja með boltann. Þeir sækja í átt að knattspyrnuhöllinni

Fyrir leik
Smá töf á að leikurinn byrji. Eitthvað vesen á netinu í öðru markinu.

Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn. Skagamenn leika að sjálfsögðu í gulu og svörtu og KR-ingar röndóttir svart/hvítir að venju.
Fyrir leik
Það eru fínustu aðstæður á Akranesi í dag. Um 10 stiga hiti smá rigning og örlítil gola.
Fyrir leik
Þá eru ekki nema fimm mínútur í leikinn og liðin farin upp í klefa í loka pepp fyrir átökin.
Fyrir leik
Þess má geta að það verða heiðursgestir á leiknum í dag en það eru lið meistaraflokks karla ÍA frá árunum 1986 og 1996. Þetta er gert í tilefni af því að 1986 varð liðið bikarmeistari og árið 1996 vann liðið bæði Íslandsmeiratitilinn og bikarmeistaratitilinn. Og ef mér skjátlast ekki urðu þeir líka deildarbikarmeistarar það ár.

Fyrir leik
Það eru 25 mínútur í leikinn hjá okkur og bæði lið að hita upp. Vonandi fáum við hörkuleik hérna í dag
Fyrir leik
Iain Williamson, Hallur Flosason og Darren Lough koma inn í lið ÍA frá því í 3-1 tapinu geg Þrótti. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Albert Hafsteinsson og Aron Ingi Kristinsson fara á bekkinn.

Morten Beck Andersen kemur inn í framlínu KR fyrir Jeppe Hansen síðan í 2-0 sigrinum á ÍBV. Morten skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í þeim leik.

Skúli Jón Friðgeirsson var í leikbanni gegn ÍBV. Hann byrjar á bekknum í kvöld en þeir Aron Bjarki Jósepsson og Indriði Sigurðsson standa vaktina í hjarta varnarinnar.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Og þá duttu þau inn og má sjá hér til hliðar
Fyrir leik
Það er einhver smá töf á byrjunarliðunum en hljóta að fara að detta inn
Fyrir leik
Ég vil að sjálfsögðu hvetja fólk til að mæta á völlinn. Tvö stórveldi að mætast og töluvert undir, svokölluð skyldumæting!
Fyrir leik
Ca hálftími í að byrjunarliðin detti í hús hjá okkur
Fyrir leik
Fyrir þá sem vilja vita þá er kominn nýr leiktími á ÍBV-Stjarnarn en hann fer fram á morgun kl 16:45
Ég minni menn að sjálfsögðu á kassamerkið #fotboltinet í umræðum yfir leiknum. Valdar færslur birtast í textalýsingunni.
Fyrir leik
Dómari í dag er hinn margreyndi Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Gylfi Tryggvason. Varadómari er Óli Njáll Ingólfsson og um eftirlitið sér Einar K. Guðmundsson
Fyrir leik
En þetta er ekki eini leikurinn í dag sem fer fram í Pepsideildinni í dag. Það eru fjórir aðrir leikir á dagskrá en nú þegar er búið að fresta leik ÍBV og Stjörnunnar. Leikirnir sem eru í dag auk leiksins hér á Skaganum:

Beinar textalýsingar:
17:00 Fjölnir - Þróttur
17:00 Víkingur Ó. - Víkingur R.
17:00 Fylkir - FH
20:00 Valur - Breiðablik
Fyrir leik
Bæði lið ættu að geta stillt upp sínum sterkustu liðum í dag þar sem enginn leikmaður er í banni hjá hvorugu liðinu. Og eftir því sem ég kemst næst eru flestir, ef ekki allir heilir.
Fyrir leik
Það var ólíkt gengið hjá þessum liðum í síðustu umferð en KR-ingar unnu þægilegan sigur á ÍBV 2-0 á heimavelli meðan ÍA steinlá fyrir fallkandídötum Þróttar 3-1 í Laugardalnum.
Fyrir leik
Liðin deildu stigunum hins vegar bróðurlega á milli sín í fyrra en báðir leikirnir enduðu með jafntefli, 1-1 í Vesturbænum og 0-0 á Akranesi
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram 23.júní og endaði með 1-2 sigri ÍA þar sem GG9 skoraði ævintýralegt sigurmark í blálokin. Það var einmitt upphafði að fimm leikja sigurgöngu Skagamanna í deildinni.
Fyrir leik
Við getum búist við hörkuleik í dag enda að mætast liðin í fimmta og sjöunda sæti deildarinnar. Skagamenn með 28 stig í fimmta sæti og KR-ingar í sjöunda með 26 stig. Það þýðir einfaldlega að KR getur komist upp fyri ÍA vinni þeir þennan leik. ÍA aftur móti verður að vinna vilji þeir halda Evrópudraumnum lifandi.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og velkomin í beina textalýsingur frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Hérna eftir fer fram stórleikur ÍA og KR
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('88)
2. Morten Beck
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
11. Morten Beck Guldsmed ('91)
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Denis Fazlagic ('74)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('74)
19. Jeppe Hansen ('88)
20. Axel Sigurðarson
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('91)
24. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Henryk Forsberg Boedker
Arnar Gunnlaugsson
Valgeir Viðarsson
Þorsteinn Rúnar Sæmundsson

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('50)

Rauð spjöld: