Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
2
2
Þór
Hörður Sveinsson '20 1-0
Hörður Sveinsson '29 2-0
2-1 Gunnar Örvar Stefánsson '64
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson '68
17.09.2016  -  14:00
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('63)
Sigurbergur Elísson ('39)
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson ('85)
18. Craig Reid
23. Axel Kári Vignisson
42. Stuart Carswell

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('39)
14. Haukur Baldvinsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('85)
20. Magnús Þórir Matthíasson ('63)
25. Frans Elvarsson
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli.
93. mín
Gunnar Örvar með skalla framhjá marki Keflavíkur.
90. mín
Guðmundur Óli með skot í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
88. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Smá vesen í teignum sem orsakaði pirring og tvö gul spjöld fóru á loft.
88. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
85. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Hörður Sveinsson (Keflavík)
80. mín
Jóhann Helgi með skot sem Beitir átti ekki í neinum erfiðleikum með.
78. mín
Jónas Guðni með fast skot að marki sem Sandor Matus mátti hafa sig allan við að verja.
72. mín
Hörður kom inn í teiginn einn gegn Matus sem varði frá honum.
68. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Þórsarar eru að jafna metin hérna í Keflavík. Gunnar ÖRvar fékk boltann frá hægri inn í teiginn og afgreiddi hann snyrtilega framhjá Beiti í markinu. Staðan orðin 2-2.
68. mín
Axel Kári geystist upp völlinn og sendi góða sendingu út í teiginn á Einar Orra sem var í dauðfæri, þurfti bara að setja boltann í markið en hitti boltann illa og setti hann langt framhjá.
64. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Jóhann Helgi lék laglega á Axel Kára og sendi á fjær á Gunnar Örvar sem hlóð í skot en hitti ekki boltann. Boltinn fór hinsvegar ekkert svo hann reyndi aftur og þá fór boltinn í markið. Staðan orðin 2-1.
63. mín
Inn:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
57. mín Gult spjald: Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór )
Brot úti á miðjum velli.
56. mín
Gunnar Örvar með gott skot að marki Keflavíkur sem Beitir rétt náði að blaka yfir og í horn. Heimamenn vörðust vel í þungri pressu eftir hornið.
55. mín
Það er voðalega rólegt yfir þessu í upphafi seinni hálfleiksins.
46. mín
Inn:Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór ) Út:Hákon Ingi Einarsson (Þór )
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Nettóvellinum í Keflavík. Heimamenn með 2-0 forystu og ef þetta endar svona er ljóst að þeir tryggja sér 3. sætið í deildinni.
45. mín
Þórsarar sækja að marki Keflavíkur, Óskar Jónsson með gott skot sem Einar Orri varði á línu og í kjölfarið barst boltinn út og Gunnar Örvar skallaði að marki en Beitir greip boltann.
39. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Sigurbergur meiddist í skotinu áðan og getur ekki haldið leik áfram.
34. mín
Sigurbergur var með þrjá varnarmenn í sér en komst samt í skotfæri og skaut yfir markið.
33. mín
Hörður með skot utan af velli en vel yfir markið. Það heppnast ekki hvað sem er hjá honum en sakar ekki að reyna.
29. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Kemur svosem ekkert á óvart að Hörður Sveinsson sé í stuði enda eins líklegt að hann skori mörk á haustin og að lægðir gangi yfir landið. Eftir smá klafs í teignum barst boltinn á hörð sem setti boltann viðstöðulaust eftir skalla af stuttu færi í markið. Annað mark hans í leiknum og staðan orðin 2-0.
20. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Jónas Guðni Sævarsson
Virkilega vel gert hjá heimamönnum sem eru komnir yfir. Jónas Guðni með góða sendingu inn fyrir vörn Þórs hægra megin þar sem Hörður Sveinsson kom í átt að markinu, lék á einn varnarmann og setti boltann í bláhornið á fjær. Vel gert hjá Herði og Keflavík komið í 1-0.
19. mín
Bjarki Aðalsteinsson leikmaður Þórs spilar með andlitsgrímu í dag. Hann vílar sér þó ekkert fyrir að skalla boltann og var að skalla yfir mark Keflavíkur eftir hornspyrnu.
13. mín
Hörður Sveinsson skallar framhjá marki Þórs af stuttu færi. Líklega hefði hann þó verið dæmdur rangstæður ef hann hefði skorað.
9. mín
Sandor varði mjög vel frá Einari Orra sem var í góðu skotfæri í teignum eftir hornspyrnu Jóhanns Birnis.
5. mín
Keflvíkingar byrja leikinn betur og sækja meira nmeð smá vindi. Þeir hafa fengið tvær hornspyrnur sem ekkert kom út úr.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Þór sækir að íþróttahöllinni.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og stilla sér upp hér við stúkuna. Keflavík í svörtum treyjum og hvítum buxum og sokkum. Þór í hvítum treyjum og rauðum buxum og sokkum.
Fyrir leik
Henrik Bödker spáir í leikinn á Fótbolta.net
Keflavík 2 - 0 Þór
Þetta er baráttan um 3. sætið. Bæði lið sýna mikla gestrisni þegar þú heimsækir þau. Keflavík vinnur þetta en tapið verður ekki eins sárt og venjulega fyrir Þór því að maturinn eftir leik er frábær í Keflavík, alveg eins og á Akureyri.
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson dæmir þennan leik í Keflavík í dag og honum til aðstoðar á línunum eru þeir Þórður Arnar Árnason og Hörður Aðalsteinsson.
Fyrir leik
Liðin hafa í raun ekki að neinu að keppa því að þó þau hafi sýnt KA og Grindavík mesta keppni í að taka sæti í Pepsi-deildinni er það tækifæri fyrir löngu horfið.

Keflavík er í 3. sæti deildarinnar með 33 stig, 8 stigum frá Grindavík í 2. sætinu og Þór í 4. sæti með 32 stig.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðrueign Keflavíkur og Þórs í næst síðustu umferð í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
Sandor Matus
3. Bjarki Aðalsteinsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson
12. Hákon Ingi Einarsson ('46)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
21. Óskar Jónsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
2. Gísli Páll Helgason
17. Halldór Mar Einarsson
20. Guðmundur Óli Steingrímsson ('46)
23. Ólafur Hrafn Kjartansson
29. Agnar Darri Sverrisson

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Orri Sigurjónsson
Sveinn Leó Bogason
Hlynur Birgisson
Haraldur Ingólfsson
Steinar Logi Rúnarsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Óli Steingrímsson ('57)
Ármann Pétur Ævarsson ('88)

Rauð spjöld: