Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
4
0
Slóvenía
Hallbera Guðný Gísladóttir '11 1-0
Dagný Brynjarsdóttir '21 2-0
Dagný Brynjarsdóttir '46 3-0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '68 4-0
16.09.2016  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM í Hollandi 2017
Aðstæður: Völlurinn í góðu ástandi. Svolítið hvass í veðri en það er allt í lagi enda íslenskt haust.
Dómari: Olga Zadinová (Tékklandi)
Áhorfendur: 6037
Maður leiksins: Hallbera Guðný Gísladóttir
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('61)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('64)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('78)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
3. Sandra María Jessen
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('78)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Óskar Valdórsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Glæsilegur 4-0 sigur staðreynd. ÍSLAND Á EM!!
90. mín
Vá...

Hvernig við fengum ekki á okkur mark þarna veit ég ekki.

Fyrst kemst Mateja Zver ein gegn Guðbjörgu, hún ver en boltinn dettur fyrir Kaja Erzen sem er í dauðafæri en sem betur fer fór boltinn framhjá og Ísland hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni.
90. mín
Þrem mínútum bætt við.

85. mín
Kristina Erman reynir skot af löngu færi sem fer vel yfir markið.
83. mín
Botninn hefur aðeins dottið úr þessu síðustu mínútur. Bæði lið virðast vera búin að sætta sig við úrslitin.
81. mín
Vá. Manja Rogan á fyrirgjöf inn í teiginn en fer í gegnum alla varnarmenn Íslands og sem betur fer, fer boltinn í Guðbjörgu í markinu. Þarna vorum við nálægt því að skíta út lakið sem hefur verið svo hreint og fínt hingað til.
79. mín
Inn:Spela Kolbl (Slóvenía) Út:Lara Prasnikar (Slóvenía)
Prasnikar búin að vera með betri leikmönnum Slóveníu.
78. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Dagný er búin að eiga gríðarlega góðan leik, skorað tvö mörk og stjórnað miðsvæðinu. Þvílíkur leikmaður.
73. mín
Það er svo fallegt að sjá flóðljósin skína á Laugardaldsvöllinn þegar það tekur að dimma.
72. mín
Hinum megin er Dóra María í skallafæri en skallinn hennar fer framhjá markinu.
71. mín
Varamaðurinn Kaja Erzen á skot af löngu færi sem Guðbjörg á ekki í erfiðleikum með.
68. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hólmfríður Magnúsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Hólmfríður á glæsilega fyrirgjöf á kollinn á Gunnhildi sem klárar vel. Fyrirgjafir Fríðu hafa ekki verið sérstakar fram að þessu en þessi var æðisleg.
67. mín
6647 er vallarmetið á kvennalandsleik, í dag eru 6037 áhorfendur.
64. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Ísland) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Valsari fyrir Valsara. Margrét er búin að eiga fínan leik.

Fyrsti landsleikur Dóru síðan 2014.
64. mín
Inn:Manja Rogan (Slóvenía) Út:Dominica Conc (Slóvenía)
63. mín
Dagný skorar sitt þriðja mark í leiknum en það er dæmt af vegna rangstæðu. Sýndist þetta vera réttur dómur.
62. mín
Hólmfríður skallar fyrirgjöf Berglindar að marki en Cevnik slær boltann í horn.
61. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Sara fær smá hvíld.
58. mín
Slóvenar nálægt því að skora. Prasnikar á skot að marki sem fer í Glódísi sem var vel staðsett, sem betur fer. Þetta var hættulegt skot.
57. mín
Margrét Lára kemst í færi, Cevnik kemur út á móti en Margrét kemst framhjá henni, þá eru hins vegar tveir varnarmenn mættir að stoppa hana.
56. mín
Hallbera á sendingu inn í teig en Glódís skallar framhjá úr erfiðu færi.
53. mín Gult spjald: Kristina Erman (Slóvenía)
Sýndist þetta vera fyrir eitthvað tuð. Vildi fá spjald á Söru, fékk svo bara spjald sjálf.
53. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir reynir skot utan teigs en það hittir ekki markið.


46. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fullkomin byrjun á seinni hálfelik. Hallbera og Dagný halda áfram að vera ótrúlega flottar. Hallbera á geðveika fyrirgjöf sem Dagný skallar yfir Cevnik og boltinn hafnar í netinu.

Annað markið sem Cevnik á að gera töluvert betur í.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað

Við myndum ekki hata fleiri mörk í seinni hálfleik.
45. mín
Inn:Kaja Erzen (Slóvenía) Út:Lucija Kos (Slóvenía)

45. mín
Hálfleikur
Tveggja marka forskot í hálfleik en það hefði alveg getað verið stærra. Ísland mikið betra liðið.
44. mín
Prasnikar er nálægt því að komast í boltann á stórhættulegum stað en Hallbera bjargar.

Slóvenska liðið er að komast meira inn í þetta undir lok fyrri hálfleiks.
42. mín
Mateja Zver fær boltann rétt utan teigs, fer á Glódísi og á mjög gott skot sem fer hárfínt framhjá. Hjúkk.
38. mín
Tibaut á skot framhjá. Hættulítið skot sem lekur framhjá markinu.
36. mín
Enn heldur íslenska sóknin áfram. Nú á Berglind sendingu á Hólmfríði sem reynir fyrirgjöf en hún hafnar í varnarmanni og Ísland fékk hornspyrnu. Í þetta skiptið kom ekkert úr hornspyrnunni.
32. mín
Síðan að fyrsta markið kom eru þetta búnir að vera algjörir yfirburðir hjá íslenska liðinu.
31. mín
Fanndís gerir vel, fer framhjá tveim varnarmönnum en Rola kemur með flotta tæklingu og bjargar.
29. mín
FÆRI!!

Hallbera á aukaspyrnu sem Dagný skallar að marki, gjörsamlega alein en skallinn fer beint á Cevnik. Þarna hefði Dagný getað gert betur. Hallbera - Dagný Brynjars combo'ið er að virka í dag.
Hallbera varð þrítug á þriðjudaginn.

27. mín
Fanndís fær boltann í sinni uppáhalds stöðu, fer á varnarmann en skotið hennar fer beint á Cervnik sem nær að verja.
26. mín
Mateja Zver á skot af rosalega löngu færi sem skoppar framhjá.
25. mín
Hallbera á skemmtilega sendingu sem Cervnik rétt nær til áður en Berglind tekur hann.

23. mín
Slóvenar fá hornspyrnu sem endar með að Benak skallar framhjá markinu.

21. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MAAAAAAAAAAAARK!!!!

HELDUR BETUR. Hallbera á gullfallega hornspyrnu sem Dagný stangar í netið. Frábærlega klárað hjá stúlkunni frá Hellu. Hentugt að eiga eina sem er næstum jafn há og ég inni í teig.

Þvílíkt lið sem við eigum.
20. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir kemst í mjög góða stöðu til að gefa fyrir. Fyrirgjöfin kemur en Manja Benak rennir sér fyrir hana og bjargar í horn.
17. mín
Erman liggur eftir einhver viðskipti við Söru. Mér sýndist olnboginn á Söru fara í andlitið á henni en þetta var algjört óviljaverk.
13. mín
Aðeins að þessu marki. Það skrifast algjörlega á Cevnik í markinu. Hún var handviss um að þessi fyrirgjöf væri hættulítil og á leiðinni framhjá. Þvílíkt sjokk sem hún hefur fengið þegar hún hafnaði í fjærhorninu.
12. mín
Berglind reynir skot utan teigs en það fer beint á Cevnik.
11. mín MARK!
Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!

JÁJÁJÁJÁ. Fyrsta tilraunin okkar á markið endar í markinu.

Fanndís er með boltann í teignum, missir hann fyrir fætur Hallberu sem á eitthvað sem virðist vera misheppnuð fyrirgjöf, Cevnik í markinu hefur engar áhyggjur af þessu en boltinn dettur í fjærhornið. Skrautlegt mark en við tökum það!
9. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir komst upp hægri vænginn, átti fína fyrirgjöf en slóvenska vörnin kemur boltanum í burtu.
8. mín
Sókn hjá Íslandi. Hallbera á hættulega fyrirgjöf sem Rola kemur frá. Dagný Brynjars er svo í fínu færi til að senda boltann á Margréti en Slóvenarnir bjarga.
6. mín
Þetta slóvenska lið getur klárlega verið hættulegt. Á fyrstu sex mínútunum hafa þær náð að ógna meira en stelpurnar okkar.
5. mín
Kristina Erman á næstu tilraun. Hún tekur skot af mjög löngu færi sem fer naumlega framhjá. Guðbjörg var samt sem áður alltaf með þetta á hreinu í markinu.
3. mín
Fyrsta færið er gestanna. Prasnikar nær að snúa á Önnu Björk í vörninni en skotið hennar er framhjá úr þröngu færi.
2. mín
Tvær mínútur búnar og Ísland er búið að vera með boltann þessar tvær mínútur.
1. mín
Leikur hafinn
Margrét Lára Viðarsdóttir á upphafssparkið og leikurinn er byrjaður.
Fyrir leik
Þá eru þjóðsöngvarnir búnir.

Næst á dagskrá: Ísland - Slóvenía.
Fyrir leik
Nú er verið að heiðra sex leikmenn sem hafa náð þeim áfanga að spila yfir 100 landsleiki fyrir Ísland, þetta eru þær Þóra Helgadóttir,Hólmfríður Magnúsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir.
Fyrir leik
Nú koma liðin inn á völlinn og tekur stúkan að sjálfsögðu vel á móti stelpunum.
Fyrir leik
Það er kominn EM fílingur í Laugardalinn. Ferðalok var rétt í þessu í tækinu og það er komin stemning á völlinn. Ég sé því miður ekki vel hversu vel er mætt enda er ég beint fyrir ofan stúkuna.
Fyrir leik
Korter í leikinn og leikmenn fara inn í búningsklefa að fá smá pep talk.

Mikið er ég nú orðinn spenntur! Einhverjir höfðu áhyggjur af veðrinu í dag en það er ekki svo slæmt. Smá vindur drepur engan svo við hvetjum fólk til að mæta á völlinn.
Fyrir leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson hjá Vísi segir að Ísland vinni 8-0. Engin pressa þar.

Ég segi sjálfur 5-0. Höfum þetta svolítið spennandi.
Verið endilega með í umræðunni á Twitter.

Tístið eitthvað sniðugt og það gæti bara vel verið að það endi hér í textalýsingunni. Ekki gleyma #fotboltinet
Fyrir leik
Meteja Zver, fyrirliði Slóveníu spilaði með Þór/KA á sínum tíma. Hún verður líklegast á vinstri kantinum í dag en hún var ansi góð með Akureyrarliðinu.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er það sama og gegn Skotum fyrr í sumar nema að Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur í sóknina í stað Hörpu Þorsteinsdóttur.

Fyrir leik
Ísland er komið á EM (Staðfest)

Portúgal vann Finnland, 3-2 og er sætið á EM tryggt, sama hvort Ísland vinnur riðilinn eða lendir í 2. sæti.
Fyrir leik
Ísland vann fyrri leik liðanna, 6-0 í Slóveníu. Dagný Brynjarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu tvö mörk hvor á meðan Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu hin tvö.
Fyrir leik
Eins og alþjóð veit, er Harpa Þorsteinsdóttir ekki með í dag þar sem hún er ófrísk. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur að öllum líkindum inn í framlínunna í hennar stað.
Fyrir leik
Dómari leiksins heitir Olga Zadinová og er hún frá Tékklandi.
Fyrir leik
Íslenska liðinu hefur gengið stórkostlega í undankeppninni hingað til, unnið alla sína leiki, skorað 29 mörk og ekki fengið eitt einasta mark á sig.
Fyrir leik
Sigur hjá stelpunum okkar í kvöld, tryggir sætið á EM. Í raun nægir jafntefli en orðið jafntefli er ekki til hjá þessu liði þessa dagana.
Fyrir leik
Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Slóveníu.
Byrjunarlið:
12. Sonja Cevnik (m)
4. Lucija Kos ('45)
6. Anisa Rola
7. Kristina Erman
8. Mateja Zver
9. Manja Benak
10. Dominica Conc ('64)
11. Lara Prasnikar ('79)
15. Barbara Kralj
17. Urska Zganec
18. Tjasa Tibaut

Varamenn:
1. Eva Vamberger (m)
2. Manja Rogan ('64)
3. Anja Prsa
4. Evelina Kos
13. Lara Ivanusa
16. Kaja Erzen ('45)

Liðsstjórn:
Damir Rob (Þ)

Gul spjöld:
Kristina Erman ('53)

Rauð spjöld: