Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
1
1
Selfoss
0-1 Svavar Berg Jóhannsson '60
Elton Renato Livramento Barros '90 1-1
17.09.2016  -  14:00
Ásvellir
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Napurt - völlurinn rakur og smávægilegur hliðarvindur.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 50
Byrjunarlið:
1. Magnús Kristófer Anderson (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Gunnar Gunnarsson (f) ('85)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('73)
13. Aran Nganpanya
16. Birgir Magnús Birgisson ('51)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
23. Dagur Dan Þórhallsson

Varamenn:
1. Terrance William Dieterich (m)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
8. Hákon Ívar Ólafsson
12. Gunnar Jökull Johns
19. Sigurgeir Jónasson ('73)
21. Alexander Helgason ('51)
30. Torfi Karl Ólafsson ('85)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan. Takk fyrir samveruna. Viðtöl og skýrsla á leiðinni von bráðar
90. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Stoðsending: Alexander Helgason
+1
Fær boltann í teigjaðrinum. Snýr laglega og setur boltann með grasinu og í stöng og inn. Fallegt
90. mín
Selfyssingar hreinsa og svo er Elton enn eina ferðina dæmdur rangstæður
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn. Barningur og Haukar vinna hornspyrnu
88. mín
Inn:Sören Lund Jörgensen (Selfoss) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
85. mín
Inn:Torfi Karl Ólafsson (Haukar) Út:Gunnar Gunnarsson (Haukar)
85. mín
Inn:Sindri Pálmason (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
84. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Fer illa í Alexander sem lætur Inga heyra það
83. mín
Bæng! Alexander hreinsar illa og beint á Ivan sem skýtur boltanun á lofti beint á Magnús. Smell hitt'ann!
78. mín
Færi! Sigurgeir fær hér boltann á silfurfati. Skotið hinsvegar slakt og Vignir ver í horn
76. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Kjaftbrúk sem aðstoðardómarinn Eysteinn gefur merki um. Pirringur í heimamönnum
75. mín
Haukar að reyna en enn eina ferðina er Pew vandanum vaxinn.
73. mín
Inn:Sigurgeir Jónasson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Skiljanleg skipting. Arnar heppinn að fá að vera inná og fá þessa skiptingu.
66. mín
Önnur hornspyrna gestanna í röð - það liggur á heimamönnun þessa stundina
65. mín
Langt innkast frá Arnóri Gauta og uppúr þessu berst boltinn útúr teignum og inn aftur þar sem Pew hleður í bakfallsspyrnu ala Anthony Karl Gregory en hættunni er bægt frá.
63. mín
Selfyssingar mætt sprækir í síðari hálfleikinn
60. mín MARK!
Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Boltinn berst inn í teig. Daníel Snorri fær hann í höndina og þaðan berst hann á Svavar sem setur boltann í fyrsta af markteignum og í mark heimamanna.
58. mín
Klaufalegt brot hjá fyrirliðanum Alexander. Brýtur á Ivan Gutierrez sem var afkróaður út í horni. Virkaði pirringslegt. Aukaspyrna sem Alexander skallar svo frá
56. mín
Gunnar Gunnarsson í vandræðum - brýtur hér á Arnóri Gauta á miðjum vellinum. Hann vissi voðalega lítið hvað var að gerast þarna blessaður

Aukaspyrnan fer inn á teig þar sem Selfyssingar eru aðgangsharðir og skalla að marki en beint á Magnús
54. mín
Haukar koma boltanum frá
54. mín
Selfyssingar að láta að sér kveða. Mack gerir vel í að spila Alexander út þar sem hann finnur Inga Rafn en Daíel Snorri með vinnusemi up á 10 og kemst inn í fyrirgjöf Inga Rafns sem lofaði góðu. Hornspyrna
51. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
Sýnist Alexander fara inn á miðjuna - Arnar Aðalgeirs færist upp á topp til Eltons á meðan Daníel Snorri fer í hægri vængbakvörðinn
50. mín
Ingi Rafn stimplar sig inn hérna og vinnur aukaspyrnu á vinstri vængnum. Aukaspyrnan hinsvegar hættulítil - Selfyssingar verða að framkvæma betur þarna.
48. mín
Hættulegt! Arnór Gauti fær boltann og Selfyssingar sækja 3 á 2 og nýta yfirtöluna ágætlega. Arnór reynir að koma boltanum fyrir markið en Alexander nær að draga fótinn og hindra boltann í að berast á Inga Rafn sem hefði setið að honum einn gegn Magnúsi.
45. mín
Leikur hafinn
Jæja þá hefjast leikar á ný. Haukar henda boltanum strax inn á vallarhelming Selfyssinga þar sem boltinn berst fyrir markið en Selfyssingar koma boltanum frá markinu
45. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss)
Richard náði sér ekki á strik í dag
45. mín
Liðin eru nú búin að fara yfir málin yfir te og smjörkexi inn í klefa og eru nú farin að tínast út á völl á nýjan leik. Rock and Roll part 2 með Gary Glitter ræsir þennan síðari hálfleik eins og þann fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn flautar til leikhlés. Þetta er jafn leikur hingað til. Haukaliðið verið ívið ferskara en Selfyssingar ágætar lokamínútur í þessum fyrri hálfleik með sér til búningsherberja.
44. mín
Arnór Gauti líklegur þessa stundina. Fær boltann á vítateignum fyrir markinu miðju. Yfirvegað færir hann boltann af hægri yfir á vinstri - fótavinna (tap tap) og skýtur að marki en boltinn fer í varnarmann. Þetta skot leit út fyrir að vera á leið í markhornið.
43. mín
Gott færi. Ivan setur háan boltan inn fyrir á Arnór Gauta sem tekur hann í skoppinu með rist en boltinn í seilingu Magnúsar í markinu sem nær að verja og handsamar boltann að lokum.
40. mín
Selfyssingar hreinsa hornið í horn og önnur hornspyrna niðurstaðan en ekkert kemur út úr henni. Gunnlaugur nær að skalla en nær ekki nógu góðri tengingu og boltinn flýtur aftur fyrir endamörk
40. mín
Elton og Pantano í baráttu. Elton vinnur hornspyrnu. Aron tekur spyrnuna
39. mín
Langskot. Hættulítið. Besti spilkafli Selfyssingar hingað til. Reyna fyrirgjöf sem fer út í teiginn og boltinn berst svo á endanum á Arnar Loga sem blastar honum lengst útí hraun af 30metrunum.
36. mín
Selfyssingar uppskera aukaspyrnu út á miðjum vallarhelmingi Hauka. Ivan Gutierrez tekur spyrnuna. Hún er alltof há og Magnús í markinu handsamar knöttinn
34. mín
Gunnar Borgþórs virkur í tækniboxinu þar sem hann stjórnar pressu sinna manna eins og maestro
33. mín
Leikurinn aðeins dottið niður síðustu mínútur. Bæði lið hálf óróleg á boltann og ekki að ná að binda saman nema 2-3 sendingar áður en þau svo henda í úrslitasendingar.
26. mín
Elton næstum sloppinn í gegn en boltinn var honum ekki vinveittur og rann þetta út í sandinn.
26. mín
Aran er frískur hér í byrjun og með skipulagðar ferðir upp vinstri vænginn. Sendir flottan bolta fyrir á fjær sem skallaður er fyrir markið og þar er Elton fyrstur í boltann en skalli hans yfir markið
25. mín
Arnar reynir skot vinstra megin úr teignum. Kemst í einn á einn og sker út í teiginn en skotið fer í varnarmann og endar sakleysislega í höndum Vignis í marki Selfyssinga
24. mín
Stórhætta. Vel útfærð sókn þar sem Aran fær boltann í utan á hlaup vinstra megin. Sendir boltann fyrir og Elton rétt missir af boltanum á nær og svo Daníel á fjærstönginni einnig. Þarna þurfti bara smá snertingu á boltann
23. mín
Heimamenn sterkari aðilinn - en varnarlína Selfyssinga heldur vatni þar sem sigurður Eyberg og Andrew Pew eru þungvopnaðir
16. mín
Skalli framhjá. Langur bolti upp völlinn sem Daníel Snorri vinnur ágætlega úr - boltinn dettur niður í teiginn og Daníel krossar þar sem Elton er grimmur og skallar að marki en boltinn framhjá marki Selfyssinga
13. mín
Hætta við mark Selfyssinga! Elton að gera sig líklegan en undir pressu frá Pew reynir hann að finna daníel Snorra en varnarmenn Selfyssinga ná að koma boltanum til baka á Vigni sem hreinsar
11. mín
Haukar stilla upp í 3-5-2 með Gunnlaug, Gunnar og fyrirliðann Alexander Sindra í þriggja manna línunni. Vængbakverðir eru þeir Aran og Birgir Magnús.

Á miðjunni eru Dagur Dan, Aron og Arnar Aðalsteins

Fremstir eru Elton og Daníel Snorri
9. mín
Haukar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Boltanum er spyrnt inn í en Aðalbjörn grípur einhver myrkraverk í teignum og flautar á heimanenn aukaspyrnu.
7. mín
Haukar byrja þetta beturá meðan Selfyssingar reyna að ógna með hröðum gagnsóknum
5. mín
Búinn að vera óttalegur barningur til að byrja með. Haukar fá fyrsta færið sem er aukaspyrna sem Aron Jóhannsson setur fallega yfir vegginn en boltinn fer í slánna og yfir. Falleg spyrna
3. mín
Selfyssingar stilla upp í 4-3-3 með þá Andy og Sigurð Eyberg í miðri vörninni. Pantano er í vinstri bakverðinum og Þorsteinn Daníel í þeim hægri

Á miðjunni eru Svavar Berg, Ivan Gutierrez og Arnar Logi

Vængina skipa þeir Arnór Gauti sem byrjar hægra megin, James Mack á þeim vinstri. Fremstur er svo Richard Sæþór.
1. mín
Leikur hafinn
Leikar eru hafnir! Selfyssingar sækja í átt að Álverinu
Fyrir leik
Jæja góðir gestir - það er komið að þessu. Liðin ganga inn á völlinn undir ljúfum tónum hins vafasama Gary Glitter. Vonandi fáum við toppskemmtun hér á Ásvöllum í dag. Ég er að minnsta kosti bjartur enda fátt annað hægt.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og vopnuð flöggnum eru Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eysteinn Hrafnkelsson
Fyrir leik
Síðasti leikur þessara liða var á Selfossi þann 12.júlí og voru það Selfyssingar sem báru 1-0 sigur úr býtum. Sigurmarkið skoraði fyrirliði þeirra Andrew Pew með marki í uppbótartíma.
Fyrir leik
Ef Selfyssingar vinna geta þeir í það minnsta komist yfir Hauka vegna hagstæðari markatölu.
Fyrir leik
Smávægilegir tæknilegir erfiðleikar en það ætti allt að vera í baksýnisspeglinum núna. Liðin eru í óðaönn að rúlla í gegnum upphitunarferla. 17 mínútur í leik.
Fyrir leik
Gestirnir í Selfoss finna sig í dag í 8.sæti með 24 stig

Á tímabilinu hafa þeir safnað sér
5 sigurleikjum
9 jafnteflum
6 tapleikjum

Selfyssingar eru það lið í deildinni sem hefur tapað fæstum leikjum fyrir utan liðin í efstu þremur sætunum.

Selfyssingar eru einnig sigurlausir í 6 leikum núna. Síðasti sigurleikur þeirra kom á Leiknisvelli þann 4.ágúst. Liðið hefur náð fjórum jafnteflum á móti tveimur tapleikjum frá sigurleiknum 4.ágúst.

Selfossliðið hefur alls notað 23 leikmenn í sumar
Selfoss skorar að meðaltali 1,15 mörk í leik
Selfoss fá á sig að meðaltali 1,15 mörk í leik


Markahæsti leikmaður liðsins er hinn spænski Ivan Martinez Gutierrez með 5 mörk í 18 leikjum.
Fyrir leik
Heimamenn í Haukum finna sig 6.sæti Inkasso deildarinnar eftir 20 umferðir með alls 27 stig.

Á vegferð sinni í sumar hafa Haukar náð alls:
8 sigurleikjum
3 jafnteflum
9 tapleikjum

Liðið hefur notast við alls 23 leikmenn í sumar.
Haukar skora að meðaltali 1,4 mörk í leik.
Haukar fá að meðaltali á sig 1,65 mörk í leik

Markahæsti leikmaður liðsins er Elton Renato Livramento Barros með 7 mörk í 19 leikjum. Elton spilaði með Selfoss á síðustu leiktíð þar sem hann póstaði tölfræði upp á 15/7 í deild og bikar.
Fyrir leik
Jú heilir og sælir landsmenn góðir og verið hjartanlega velkomin í lifandi textalýsingu frá leik Hauka og Selfyssinga héðan frá (Bl)Ásvöllum í Hafnarfirði.
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('45)
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson ('85)
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('88)

Varamenn:
28. Einar Guðni Guðjónsson (m)
3. Sören Lund Jörgensen ('88)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
20. Sindri Pálmason ('85)
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Ingi Rafn Ingibergsson ('84)

Rauð spjöld: