Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir F.
1
0
Leiknir R.
Kristófer Páll Viðarsson '53 1-0
17.09.2016  -  14:00
Fjarðabyggðarhöllin
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 28
Maður leiksins: Adrian Murcia Rodriguez
Byrjunarlið:
1. Adrian Murcia Rodriguez (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
5. Almar Daði Jónsson
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
10. Jose Omar Ruiz Rocamora
14. Kifah Moussa Mourad ('54)
15. Kristófer Páll Viðarsson ('86)
18. Valdimar Ingi Jónsson ('70)
18. Jesus Guerrero Suarez
23. Sólmundur Aron Björgólfsson

Varamenn:
4. Antonio Calzado Arevalo
9. Björgvin Stefán Pétursson
9. Ignacio Poveda Gaona ('54)
10. Marteinn Már Sverrisson
17. Tadas Jocys ('70)
21. Anto Pejic
23. Dagur Ingi Valsson ('86)

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Amir Mehica
Magnús Björn Ásgrímsson
Þóra Elín Einarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('60)
Tadas Jocys ('78)
Ignacio Poveda Gaona ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknir F. vinnur Leikni R. 1-0
90. mín Gult spjald: Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.)
Leiknir R. fær hornspyrnu á lokamínútum leiksins Ingvar tekur. Eyjólfur er kominn fram. Spyrnan kemst ekki framhjá fyrsta varnarmanni Leiknis F. Ingvar fær boltann aftur en Gaona mætir út í pressuna. Dómarinn dæmir brot á Gaona. Ekkert varð úr aukaspyrnunni
90. mín
Adrian með gríðarlega mikilvæga markvörslu frá sóknarmanni Leiknis R. sem var slopinn einn í gegn.
90. mín
Leiknir R fær hornspyrnu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma Ingvar tekur en boltinn kemst ekki framhjá Gaona. Ingvar nær boltanum aftur og gefur hann fyrir. Aftur fer boltinn í Gaona. Nú heimta Reykvíkingar víti en dómarinn dæmir ekki.
86. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.)
85. mín
Leiknir R. gríðarlega nálægt því að jafna leikinn. Ólafur Hrannar skallar fyrirgjöf í slánna.
79. mín
Kolbeinn Kárason klúðrar frábæru færi til að jafna leikinn. Ólafur Hrannar skallaði boltann fyrir á Kolbein sem skaut yfir af tveggja metra færi.
78. mín Gult spjald: Tadas Jocys (Leiknir F.)
77. mín Gult spjald: Eiríkur Ingi Magnússon (Leiknir R.)
Eiríkur Ingi fær gult spjald fyrir slæma tæklingu á Ignacio Gaona
75. mín
Það er algjör einstefna í gangi núna. Leiknir R. hefur verið stanslaust í sókn en Fáskrúsðfirðingar hafa varist vel hingað til.
72. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
70. mín
Inn:Tadas Jocys (Leiknir F.) Út:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.)
69. mín
Leikurinn er mjög opinn núna. Leiknir R. eru að sækja á enn fleiri mönnum og ekki voru þeir að sækja á fáum fyrir. Þetta er að opna fyrir skyndisóknir hjá Fáskrúðsfirðingum en þeir hafa ekki náð að nýta sér þetta enn þá
66. mín
Adrian með glæsilega markvörslu eftir langskot frá Kristján Páli. Leiknir R. fær hornsprynu. Kristján Páll tekur spyrnuna en hún er skelfileg og er farin út af áður en boltinn kemst að nærstöng.
63. mín
Leiknir R. fá hornspyrnu sem Kristán Páll tekur. Spyrnan hjá honum er góð en Adrian er vel vakandi og kýlir boltann í burtu.
60. mín Gult spjald: Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
58. mín
Hornspyrna sem Leiknir F. á. Kristófer Páll tekur. Hann gefur boltann stutt á Hilmar Frey fer í þríhyrningsspil við Kristófer áður en hann skýtur rétt fyrir utan teig. Skotið kemst hins vegar ekki fram hjá vegg varnarmanna Reykvíkinga
55. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Kári Pétursson (Leiknir R.)
54. mín
Inn:Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.) Út:Kifah Moussa Mourad (Leiknir F.)
53. mín Gult spjald: Kári Pétursson (Leiknir R.)
Gult spjald á Kára Pétursson fyrir brot á Kifah.
53. mín MARK!
Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.)
Kristófer Páll kemur Fáskrúðsfirðingum yfir með glæsilegu marki. Um leið og ég posta síðustu færslu komast Fáskrúðsfirðingar fram völlinn. Kristófer Páll fær boltann út á vinstri kant. Hann leikur auðveldlega á bakvörð Leiknis R. og skýtur boltanum í fjærhornið framhjá Eyjólfi í markinu.
51. mín
Þetta virðist ætla að vera sama saga og í fyrri hálfleik. Reykvíkingarnir pressa hátt og Fáskrúðsfriðingarnir eiga í erfiðleikum með að koma boltanum fram völlinn
46. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Leiknir R. gerði eina breytingu í hálfleik. Elvar Páll kom inn á fyrir Tómas Óla
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Leiknir R. hefur verið betra liðið hingað til en það hefur ekki skilað sér í neinum mörkum. 0-0
44. mín
Góð sókn frá Reykvíkingum. Sindri gaf boltann út á Kristján Pál sem komst auðveldlega framhjá Sólmundi Aron áður en hann gaf boltann fyrir. Þar fann hann Brynjar Hlöðversson á fjærstöng sem skaut af stuttu færi. Adrian var hins vegar fljótur niður og varði vel frá honum.
42. mín
Pressan frá Leikni R. hefur minnkað aðeins á síðustu mínútunum og Fáskrúðsfirðingar eru að komast framar án þess þó að skapa sér nokkuð.
40. mín
Atli Arnarson var gríðarlega nálægt því að koma Leikni R. yfir. Kristján Páll átti góða fyrirgjöf á Atla á nærstöng sem var í frábæru færi. Atli hitti boltann hins vegar ekki nógu vel og Adrian greip hann auðveldlega.
37. mín
Fyrsta alvöru færið í langan tíma. Sindri Björnsson tók boltann frá sínum eigin vallarhelming að vítateig Leiknis F. Hann gaf boltan svo á Atla Arnarson sem sneri á varnarmann Fáskrúðsfirðinga og skaut úr fínu færi. Skotið fór hins vegar yfir.
34. mín
Skyndisókn hjá Leikni F. Hilmar Freyr lyftir boltanum inn á Almar Daða sem reynir að skila boltanum til baka í stað þess að skjóta. Almar hittir boltann hins vegar ekki vel og Eyjólfur Tómasson nær auðveldlega til boltans
29. mín
Leikmenn Leiknis R. eru að auka pressuna. Adrian kýlir hættulega fyrirgjöf í burtu. Boltinn endar beint fyrir framan leikmann Leiknis R. sem skýtur. Varnarmenn Leiknis F. henda sér fyrir skotið og koma hættunni frá
27. mín
Kristófer Páll er kominn aftur inn á. Það virðist vera í lagi með hann
23. mín
Kristófer Páll liggur meiddur á vellinum. Slæmar fréttir fyrir Fáskrúðsfirðinga ef hann er alvarlega meiddur.
22. mín
Hilmar Freyr tekur langt innkast nálægt vítateig Leiknis R. Hann finnur Jesus Suarez inn í teig sem reynir að fleyta boltanum áfram en enginn samherja hans tekur hlaup og Eyjólfur Tómasson grípur boltann auðveldlega.
18. mín
Leiknir F. fær hornspyrnu. Kristófer Páll tekur en finnur ekki samherja inn í teig og Reykvíkingarnir koma boltanum frá
13. mín
Leiknir F. nær að losa pressuna í fyrsta sinn í 5 mínútur. Hilmar Freyr reynir skot fyrir aftan miðju en það var lítil hætta í því
12. mín
Pressa Leiknis R. virðist vera að virka vel. Fáskrúðsfirðingarnir komast varla út af sínum eigin vallarhelming
8. mín
Fáskrúðsfirðingar voru nálægt því að opna vörn Leiknis R. Almar Daði gaf boltann á Kifah sem lék á einn varnarmann leiknis áður en hann reyndi að gefa boltann inn á Hilmar. Eyjólfur Tómasson komst hins vegar inn í sendinguna
7. mín
Fyrsta skot leiksins er komið. Það á Eiríkur Ingi. Skotið kom rétt fyrir utan teig en var beint á Adrian í marki Fáskrúðsfirðinganna
6. mín
Reykvíkingarnir virðast ætla að pressa Leikni F. hátt. Sóknarmenn og miðja Leiknis R. eru strax komnir ofan í varnarmenn Leiknis F. þegar þeir fá boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Fáskrúðsfirðingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Guðmundur Ársæll Guðmundsson. Aðstoðardómarar eru Bryngeir Valdimarsson og Sævar Sigurðsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Það er ein breyting á byrjunarliði Leiknis F. frá 4-0 tapinu gegn Keflavík í síðustu umferð en hún er sú að Hilmar Freyr Bjartþórsson kemur inn fyrir Ignacio Poveda Gaona.

Það eru fimm breytingar á byrjunarliði Leiknis R. frá jafnteflinu Huginn í síðustu umferð. Sindri Björnsson, Tómas Óli Garðarsson, Kristján Páll Jónsson, Friðjón Magnússon og Ingvar Ásbjörn Ingvarsson koma inn fyrir Daða Bærings Halldórsson, Fannar Þór Arnarsson, Elvar Pál Sigurðsson, Sævar Atla Magnússon og Óttar Bjarna Guðmundsson
Fyrir leik
Þessi lið mættust síðast 12. júlí en sá leikur endaði með 2-1 sigri Leiknis R.
Fyrir leik
Leiknir Reykjavík sitjur í 5. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 20 leiki og hafa lítið annað en stoltið til að spila upp á í síðustu leikjum tímabilsins. Þeir eru nú þegar öruggir á að halda sér uppi og eiga ekki möguleika á því að komast upp. Þeir geta hæst endað í 3. sæti en í versta falli enda þeir í 8. sæti. Leikni R. hefur gegngið erfiðlega að undanförnu og aðeins unnið einn af síðustu 8 leikjum sínum. Af þessum 8 leikjum töpuðu þeir 5.
Fyrir leik
Þetta er síðasti séns fyrir Leikni F. Ef þeir tapa í dag þá eru þeir fallnir. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir þá en þeir þyrftu helst að vinna Leikni Reykjavík sannfærandi til að vinna upp muninn á markatölu þeirra og liðanna fyrir ofan þá.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis F. og Leiknis R.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
2. Friðjón Magnússon
3. Eiríkur Ingi Magnússon
7. Atli Arnarson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
11. Brynjar Hlöðversson ('72)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Kári Pétursson ('55)
80. Tómas Óli Garðarsson ('46)
88. Sindri Björnsson

Varamenn:
9. Kolbeinn Kárason ('55)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('72)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Elvar Páll Sigurðsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson

Gul spjöld:
Kári Pétursson ('53)
Eiríkur Ingi Magnússon ('77)

Rauð spjöld: