Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Víkingur R.
2
2
Fylkir
Vladimir Tufegdzic '8 1-0
1-1 Garðar Jóhannsson '22
1-2 Oddur Ingi Guðmundsson '72
Josip Fucek '83 2-2
18.09.2016  -  16:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('79)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
Helgi Sigurðsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
12. Kristófer Karl Jensson
17. Josip Fucek ('79)
19. Stefán Bjarni Hjaltested
21. Arnþór Ingi Kristinsson
27. Marko Perkovic

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Igor Taskovic ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
91. mín
HVERNIG FÓR HANN AÐ ÞESSU!!!!

VÍÐIR FYRIR FRAMAN OPIÐ MARK VÍKINGA, ENGINN Í MARKI OG HANN SKAUT HÁTT HÁTT HÁTT YFIR. ÞAÐ VAR SVO AUÐVELT FYRIR HANN AÐ SKORA ÞARNA!
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna. Eitthvað bætt við.
89. mín
Miðað við seinni hálfleikinn að þá er kannski ekki beint sanngjarnt að Fylkismenn hafi misst þetta niður í jafntefli. En leikurinn er svo sem ekki búinn og það getur allt gerst ennþá.
86. mín Gult spjald: Sonni Ragnar Nattestad (Fylkir)
Sonni braut virkilega illa á Tufa og fær gult spjald í kjölfarið. Séð héðan út blaðamannastúkunni hefði þetta átt að vera rautt á litinn þetta spjald.

Þegar þetta allt var að gerast að þá kom Taskovic og ýtti við Sonni og var Taskovic heppinn að fá ekki rautt spjald þar sem hann er á gulu spjaldi.
85. mín
Allt að sjóða upp úr!
83. mín MARK!
Josip Fucek (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
MAAAARRRRKKKKKK!!!

Enn eitt fótboltamarkið og nú eru það Víkingar sem jafna leikinn og er að varamaðurinn Fucek sem jafnar metin eftir sendingu frá Tufa.

Varnarleikur Fylkismanna var ekki til útflutnings þarna, það verður að segjast.

80. mín
Eins og staðan er núna að þá eru Fylkismenn komnir úr fallsæti, þeir eru með 20 stig á meðan ÍBV eru með 18 stig en reyndar leik til góða.
79. mín
Inn:Josip Fucek (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
78. mín Gult spjald: Igor Taskovic (Víkingur R.)
77. mín
OHHHH hinum meginn á vellinum var Ívar Örn nærri því að skora og jafna þar með leikinn. Allt að gerast í víkinni!
76. mín
Ohhhhhh Sito þarna virkilega nálægt því að setja þriðja mark Fylkis. Boltinn rúllaði rétt framhjá stönginni.
72. mín MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Sito
MAAAAARRRRKKKKKKKK!!!!!

Það er komið fótboltamark í Víkina! Fylkismenn eru komnir verðskuldað yfir og var þar á ferðinni varamaðurinn Oddur Ingi Guðmundsson sem setti hann eftir að hafa fengið boltann frá Sito inní teig Víkinga, hann fékk allan tímann í heiminum til þess að athafna sig og setti boltann í fjær hornið.
68. mín
Fylkismenn eru búnir að vera í sókn núna í að verða 5 mínútur án þess þó að skapa sér neitt að ráði. Búnir að fá hornspyrnur og fleira. Sonni var þó virkilega nálægt að skora með flottum skalla eftir hornspyrnu en það hafðist ekki í þetta skiptið.
62. mín
Össsssss þarna munaði miklu meira en mjóu fyrir Víkinga. Tufa komst inn fyrir á móti Marko og fór framhjá honum og upp við hliðarlínu vítateigsins, skaut að marki en boltinn rúllaði framhjá markinu, á línunni liggur við.
59. mín
Það er ekki sami hraði og skemmtanagildið það sem af er seinni hálfleik líkt og var í þeim fyrri. Liðin mega alveg fara að spýta í lófana, hisja upp um sig sokkana og buxurnar, bíta í skjaldarendur og alla þessa frasa. Er nokkuð viss um að hvorugt lið sætti sig við jafntefli.
55. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
53. mín
Tómas Joð fékk góða sendingu frá Garðari og náði ágætis skoti að marki en Róbert var vel á verði.
46. mín
Leikur er hafinn á ný. Fáum við fleiri fótboltamörk í seinni hálfleik?
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Víkinni. Við fáum okkur kaffi og með því. Vonandi að seinni hálfleikur verði jafn fjörugur og sá fyrr en það kemur í ljós eftir 15 mín c.a
42. mín Gult spjald: Tonci Radovnikovic (Fylkir)
Nú fær Tonci gult spjald. Mér fannst í þetta skipti lítil snerting en spurning hvort að þetta hafi ekki verið bara uppsafnað frá því áðan.
40. mín
Erlendur er aðeins of ljúfur finnst mér. Þarna átti Tonci að fá spjald fyrir tæklingu en Erlendur sleppti honum.
34. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
32. mín
ÓMK með stórhættulegt skot að marki. Hann er svo hæfileikaríkur þessi drengur.
29. mín
Þetta er stórskemmtilegur fótboltaleikur. Hann er hraður og bæði lið eru sð gefa sig allt í þetta. Tvö fótboltamörk komin það sem af er. Stórskemmtilegt.
25. mín
Það fór eins og ég sagði til um áðan, það kom mark og ég spái því að fleiri munu detta inn. #Nostradamus
22. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Stoðsending: Sonni Ragnar Nattestad
MAAAARRRKKKKK!!! Sito tók aukaspyrnu og vippaði honum inn í teig þar sem Sonni skallaði hann áfram til Garðars sem átti ekki í vandræðum með að fleyta honum áfram í markið. Vel útfærð og framkvæmt allt saman hjá Fylkismönnum.
19. mín
Það er ágætis jafnræði á milli liðana þessar fyrstu 20 mín. Víkingar auðvitað yfir en Fylkismenn eru ekkert búnir að gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að við eigum eftir að fá fleiri mörk í þennan leik.
16. mín
Úfff þarna var ÓMK heppinn að fá ekki spjald. Var alltof alltof seinn í tæklingu. Hefði með réttu átt að fá spjald frá Erlendi.
10. mín
Heimamenn voru aftur komnnir í færi stuttu eftir markið og voru inn í teig og náðu skoti að marki. Því miður náði sá sem þetta ritar ekki að fylgjast með hver það var sem náði skotinu. En það mátti litlu muna að sá bolti færi í markið.
8. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
MAAAARKKKK!!! Frábært spil hjá heimamönnum, þeir voru þrír víkingarnir sem léku á varnarmenn Fylkis og Tufa fékk boltann inn í teiginn eftir laglegt spil og skaut öruggu skoti að marki.
7. mín
Nú fá heimamenn hornspyrnu.
6. mín
Fylkismenn fá aðra hornspyrnu eftir skot Alberts Inga. Boltinn barst svo inn í teig þar sem Tonci skallaði í átt að marki en boltinn fór svoldið langt framhjá.
5. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem ekkert kom úr.
5. mín
Frægir í stúku: Ásgeir Börkur er að sjálfsögðu mættur í stúkuna til að styðja sína menn. Óli Þórðar er hér líka en hann er fyrrum þjálfari beggja liða. Gylfi Orra hefur líka sést
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur er búinn að flauta til leiks. BYRJUM ÞETTA PARTÝ!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og leiða unga knattspyrnuiðkenndur. Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Það eru frábærar aðstæður til fótboltaiðkunar í Víkinni. Völlurinn er iðagrænn og fallega sleginn, það er eiginlega logn og bjart yfir. Hvetjum stuðningsmenn beggja liða til að fjölmenna og styða sín lið.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson heldur um flautuna og spjaldabókina í dag. Honum til aðstoðar eru þau Steinar Berg Sævarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í að leikurinn hefjist. Það eru 25 ár frá því að Víkingur R urðu Íslandsmeistarar og er þjálfarateymið frá þeim tíma heiðursgestir í dag. Síðan í dag varð 3. flokkur karla Íslandsmeistarar. Óskum þeim til hamingju með það.
Fyrir leik
Síðasti sigur Fylkis á Víkingum Reykjavík í deild kom árið 1997. Var það 1 - 0 sigur. Spurning hvort að nú sé komið að lokum þessa tímabils.
Minni á Myllumerkið #fotboltinet fyrir þá sem eru á twitter og eru að tísta einhverju fróðlegu eða sniðugu um leikinn.
Fyrir leik
Fylkir eins og áður segir er að berjast fyrir lífi sínu i deildinni og hefur félagið blásið til sóknar með því að bjóða stuðningsmönnum sínum fría rútuferð og þeir 100 fyrstu sem mæta í appelsíngulu fá frímiða á leikinn.
Fyrir leik
Eins og fram kom í máli Milosar eftir tap á móti Fjölni um daginn að þá var hann ekki sáttu við leikmenn sína og sakaði þá um að hafa haft meiri fókus á tónleikum Justin Bieber en á leiknum við Fjölni.

Sjá nánar hér: Fókusinn meiri á Bieber en á leiknum
Fyrir leik
Víkingar gera enga breytingu á sínu liði eftir jafntefli við nafna sína frá Ólafsvík. En það vekur athygli að þeir eru einungis með 6 menn á bekknum. Spurning hvort að restin af leikmönnum Víkinga sé að fylgja Bieber eftir.
Fyrir leik
Fylkismenn gera fjórar breytingar frá síðasta leik sem var tapleikur á móti FH. Ásgeir Börkur er í leikbanni eins og áður segir, Arnar Bragi Bergson er ekki í hóp og ekki heldur Alvaro Montejo Calleja og Ásgeir Eyþórsson er á bekknum. Í stað þeirra koma þeir Ragnar Bragi, Sonni Ragnar, Garðar Jóh og Andrés Már
Fyrir leik
Ásgeir Börkur er ekki í hóp Fylki þar sem hann er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik. Hugsa að Fylkismönnum hefði ekkert veitt af baráttugleði hans í dag.
Fyrir leik
Þessi lið eru búin að valda vonbrigðum í sumar. Víkingar eru á þessu örugga miðjumoðsróli á meðan Fylkir er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkinga og Fylkis í 20. umferð Pepsí deildar karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 en þá mun Erlendur flauta leikinn á.
Byrjunarlið:
12. Marko Pridigar (m)
Ragnar Bragi Sveinsson ('78)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Sito
10. Andrés Már Jóhannesson ('55)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
16. Emil Ásmundsson
28. Sonni Ragnar Nattestad

Varamenn:
Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
11. Víðir Þorvarðarson ('78)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
23. Ari Leifsson
29. Axel Andri Antonsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Zoran Daníel Ljubicic
Valur Ingi Johansen
Sverrir Rafn Sigmundsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('34)
Tonci Radovnikovic ('42)
Sonni Ragnar Nattestad ('86)

Rauð spjöld: