Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
3
2
Fjölnir
0-1 Gunnar Már Guðmundsson '8
Kennie Chopart '30 1-1
Óskar Örn Hauksson '49 2-1
2-2 Ingimundur Níels Óskarsson '51
Morten Beck Guldsmed '71 3-2
Tobias Salquist '88
18.09.2016  -  16:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Dauðalogn, völlurinn flottur og fínn og 12 stiga hiti. Alvöru fótboltaaðstæður!
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 995
Maður leiksins: Morten Beck Andersen
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('51)
11. Morten Beck Guldsmed
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Denis Fazlagic
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('51)
19. Jeppe Hansen
20. Axel Sigurðarson
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Henryk Forsberg Boedker
Arnar Gunnlaugsson
Valgeir Viðarsson
Þorsteinn Rúnar Sæmundsson

Gul spjöld:
Pálmi Rafn Pálmason ('14)
Indriði Sigurðsson ('32)
Denis Fazlagic ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær skemmtun hér í dag!

KR komnir á kaf í baráttuna um Evrópusæti eftir þennan leik.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
+ 4

Fjölnismenn að komast í skyndisókn en Viðar gerir mistök, veler stutta sendingu en KR komast fyrir.
90. mín
+ 2

Lund í færi en skýtur hátt yfir á fjær.
90. mín
5 mínútur í uppbótartíma.

Nóg eftir.
90. mín
Hans Viktor mað bakfallsspyrnu eftir innkast en hátt yfir.
88. mín Gult spjald: Denis Fazlagic (KR)
Hljóp í Salquist
88. mín Rautt spjald: Tobias Salquist (Fjölnir)
Beck var að hreinsa boltann upp völlinn og Salquist bara negldi hann niður með glórulausri tæklingu.

Dýrt að missa hann í bann...
86. mín
Salquist fær nógan tíma til að skalla eftir horn en stýrir boltanum framhjá á fjær.
85. mín
Fjölnismenn komnir hátt á völlinn og nú eru það KR sem beita skyndisókn og sitja aftarlega.
82. mín Gult spjald: Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Ósáttur við dóm hjá Ívari og fær í kjölfarið spjald.
80. mín
Fjölnismenn eru að taka meiri áhættur, sækja á fleiri mönnum en fyrr í leiknum.
78. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
76. mín
KR halda áfram pressunni hér, Óskar vinnur sig inn í teig og flott sending inn í teiginn en Tadejevic bjargar í horn.
73. mín
Frábær leikur hér á ferð, stemming komin í stúkuna og hasar og fjör.

Aukaspyrna og Óskar liggur, Fjölnismenn garga dýfa en Bóasinn sveiflar rauða spjaldinu.
71. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
71. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (KR)
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
Finnur fær boltann úti hægra megin, tékkar út og svo aftur inn. Leggur boltann inn á teiginn þar sem Andersen er í þröngu færi en nær að klína boltann framhjá varnarmanni og óverjandi í netið.
67. mín
Fazlagic tekur aukaspyrnuna og neglir yfir.
67. mín
KR fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
65. mín
Svakalega nálægt hér!

Pálmi skallar horn Fazlagic í stöng og Fjölnismenn hreinsa úr teignum, en Gunnar fær boltann og neglir á fjær, Skúli með skalla sem bjargað er með tilþrifum á línu!!!!
65. mín
KR vinna boltann ofarlega, Óskar kemst í skotfæri en Fjölnismenn komast fyrir og bjarga í horn.
63. mín
Fjölnismenn eru að brjótast út úr KR pressunni, hafa átt efnilegar sóknir hér, en þó ekki náð að skapa sér góð færi.
61. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Flott frammistaða hjá Þóri
60. mín
Mikill darraðadans í KR teignum.

Ólafur Páll ber boltann upp nær allan völlinn og sendir inn í teiginn, Stefán slær boltann út úr miklu klafsi hrekkur boltinn af Fjölnismanni og útaf.
57. mín
KR halda áfram að pressa, leikurinn er að fara fram að mestu á vallarhelming Fjölnis.
51. mín
Inn:Kennie Chopart (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Skúli fer á miðjuna og KR komið í 4-2-3-1.

Finnur og Skúli fyrir aftan Pálma.

Fazlagic og Óskar á köntum, Andersen uppi á topp.
51. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Mario Tadejevic
KR brjálaðir út í aðstoðardómarann hérna, Tadejevic fær nógan tíma á vinstri kantinum og neglir langan bolta yfir vörn KR, Ingimundur er þar aleinn og leggur hann fyrir sig áur en hann neglir yfir Stefán og í markið.

Virkilega vel gert, en KR vildu þarna rangstöðu!
49. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Ætla að fá að sletta bara!

"Vintage" Óskar Örn. Tók horn sem Fjölnir skalla aftur út til vinstri þar sem Óskar fær boltann aftur, hleypur inn á völlinn, tékkar framhjá varnarmanni Fjölnis og klínir hann í fjærhornið, Steinar nær að snerta boltann en átti engan séns.
47. mín
Fjölnismenn byrja sprækt hér.

Búnir að pressa KR aftar.
46. mín
Leikur hafinn
Óbreytt liðskipan...lagðir í hann aftur.
45. mín
Hálfleikur
KR pressað og verið meira með boltann.

Fjölnir stórhættulegir í skyndisóknunum.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
45. mín
Ingimundur neglir yfir úr skyndisókn.
43. mín
Chopart virkar tæpur aftan í lærinu, verið að teygja meira og minna síðustu 5 mínútur.
42. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Braut á Chopart, peysutog.
39. mín
Barátta, hlaup og grimmd á báða bóga.

Aðeins dregið úr færunum hérna en mikið framlag frá mönnum í báðum liðum.
37. mín
Fjölnismenn að dansa í KR-teignum en boltinn hrekkur útaf og Ívar dæmir markspyrnu.

Fjölnir vilja víti, en ég sá ekkert hvað gerðist hér.
36. mín
Svona af því ég kallaði út Vesturbæinga...þá bættist duglega í stúkuna rétt fyrir leik.

Og fólk syngur hér og trallar. Vel gert.
35. mín
Fjör og læti hérna, bæði lið eru all in í öllum tæklingum, sóknar- og varnartilburðum.
33. mín
Gunnar Már með utanfótarskot úr teignum, framhjá á fjær.
32. mín Gult spjald: Indriði Sigurðsson (KR)
Braut á Ingimundi...sennilega metið að hann hafi stöðvað skyndisókn.
30. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Stoðsending: Morten Beck Guldsmed
Hlaut að koma, þvílík pressa KR að skila.

Andersen með fína vinnu úti hægra megin og sendir hann á vítateigslínuna þar sem Chopart neglir hann með jörðinni óverjandi hægra megin við Steinar.
29. mín
Fazlagic með flotta sendingu inní, Chopart með skalla sem Steinar ver frábærlega út í teig, Chopart fær hann aftur og dúndrar yfir.
28. mín
Frábær skyndisókn Fjölnis, Jugovic stakk í gegn á Lund sem var að sleppa í gegn, Aron sótti að honum og Lund datt og vildi eitthvað en fékk ekkert, boltinn fór til Ingimundar sem negldi hann yfir úr góðu færi.
27. mín
Chopart í góðu færi rétt utan teigs en setur boltann framhjá.

Átti að gera betur.
25. mín
KR eru að pressa býsna duglega hér...
21. mín
Slæm mistök Arons, neglir í Þóri og boltinn hrekkur innfyrir þar sem Þórir kemst í hann og í gott færi en Stefán ver í horn sem Fjölnismenn ná ekki að nýta sér.
20. mín
Óskar aftur með skot utan úr teignum, nú eftir langa sendingu Fazlagic en beint í fang Steinars.
20. mín
Óskar Örn með skot að marki og í Andersen en Steinar ver vel.
17. mín
Gunnar Már í dauðafæri á fjær en hittir hann illa, boltinn fer í jörðina og Stefán ver vel út í teig og KR bjargar í horn.
16. mín
Chopart með skot utan teigs en beint á Steinar.
15. mín
Fjölnir spila sitt 4-2-3-1

Steinar

Viðar - Hans - Salquist - Tadejevic

Jugovic - Ólafur

Ingimundur - Gunnar - Lund

Þórir.

Eins og vanalega fljóta fjórir efstu mikið í leikstöðum sínum.
14. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Brýtur á Lund.
13. mín
KR spila 4-4-2

Stefán

Beck - Aron - Indriði - Gunnar

Fazlagic - Pálmi - Finnur - Óskar

Andersen - Chopart.
12. mín
KR komnir aftur í pressuna.

Ætla sér að kvitta þetta mark Fjölnis strax út.
10. mín
Dauðafæri KR!

Fazlagic kemst framhjá Tadejevic en sendir fasta sendingu, of fasta út í teig og Chopart neglir hann yfir.
8. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
Flott Fjölnissókn.

Stungið upp vinstri kant og Þórir fær endalausan tíma til að senda inn í sem hann gerir.

Stefán Logi fer út og kýlir boltann beint í hausinn á Gunnari og inn.

Fjölnir komnir yfir.
4. mín
Skrýtið atvik, Steinar hleypur úr markteignum og fer í Chopart en um leið í boltann og í horn.

Chopart steinlá en dæmt horn. Salómon gamli mættur....
2. mín
KR byrja sterkt.

Beck og Pálmi vinna upp hægri kantinn en Pálmi dæmdur brotlegur í teignum.
1. mín
Leikur hafinn
Rúllað í gang...
Fyrir leik
Fjölnir unnu hlutkestið og kjósa að sækja í átt að KR-heimilinu.

KR byrja.
Fyrir leik
Hér standa liðin tilbúin í slaginn og það er vissulega að fjölga í stúkunni.

Hefðbundnir búningarnir og dómararnir eru ljósbláir.
Fyrir leik
Bubbi farinn að hljóma, KR-lagið hljómar alltaf nokkuð vel bara.

Liðin komin í klefann fyrir síðustu ráðleggingar og lokaupplegg.
Fyrir leik
Bóas var bara að mæta í stúkuna...og á ekki orð yfir fámenninu hér.

Hann ætlar samt að hvetja segir hann.
Fyrir leik
Úrslit komin úr Krikanum, 1-1.

Svo að það er mögulega extra ástæða fyrir KR að vinna. Með því að ná í þrjú stig munu þeir ná erkifjendum sínum í Val að stigum.

Með sigri Fjölnis eiga þeir gulklæddu enn möguleika á titlinum, tölfræðilega það er...
Fyrir leik
Ég kalla hér út til Vesturbæinga.

Það verður að fylla fleiri sæti hér í þessari stúku.

Hún er fast að því bara galtóm...og bara kortér í leik. Þeir sem eru mættir eru flestir klæddir gulu.
Fyrir leik
Dómarateymið er þannig skipað.

Ívar Orri Kristjánsson flautar, flaggararnir eru Gylfi Már Sigurðsson og Óli Njáll Ingólfsson.

Varadómarinn er Sigurður Óli Þórleifsson og eftirllitsmaður er Guðmundur Sigurðsson.

Fyrir leik
Kennie Chopart mætir í dag gömlum félögum úr Fjölni, kom þaðan til KR í vetur.

Þórður Ingason Fjölnismarkmaður lék með KR eitt sinn og þjálfarinn Ágúst Gylfason átti farsælan feril með þeim röndóttu.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 3-1 sigri Fjölnismanna.

Michael Præst tók forystu fyrir KR en mörk Lund og Solberg auk sjálfsmarks KR-inga tryggði Fjölni sigur í leiknum.
Fyrir leik
Fyrir leik dagsins sitja Fjölnismenn í 2.sæti deildarinnar með 34 stig en KR eru í 6.sæti með 29 stig.

Hér er um leik í baráttunni um evrópusæti næsta ár að ræða. Með sigri í dag fara Fjölnismenn ansi langt með að tryggja sér sæti í þeirri keppni á næsta ári en með sigri í dag þá blanda KR sér af alvöru í þá baráttu!
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá Alvogenvellinum í Vesturbænum.

Hér taka heimamenn í KR á móti Grafarvogspiltunum úr Fjölni.
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
Gunnar Már Guðmundsson ('71)
Steinar Örn Gunnarsson
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('61)
10. Martin Lund Pedersen
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('78)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
12. Þórður Ingason (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('78)
10. Ægir Jarl Jónasson
18. Marcus Solberg ('61)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('71)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Hauksson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Katerina Baumruk

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('42)
Martin Lund Pedersen ('82)

Rauð spjöld:
Tobias Salquist ('88)