Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
3
1
ÍA
Hörður Árnason '3 , sjálfsmark 0-1
Eyjólfur Héðinsson '45 1-1
Halldór Orri Björnsson '50 2-1
Baldur Sigurðsson '81 3-1
19.09.2016  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Eðal haustveður, logn og flóðljósabolti. Eðall.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 670
Byrjunarlið:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Halldór Orri Björnsson ('90)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('83)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('75)
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
25. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson ('75)
11. Arnar Már Björgvinsson ('83)
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson ('90)

Liðsstjórn:
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan í fjórða sætið. Gríðarlega mikilvægur og nauðsynlegur sigur í baráttunni um Evrópusæti.

90. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Þessi strákur að spila sinn fyrsta leik í Pepsi í sumar, Kristófer er fæddur 1998.
86. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
86. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (ÍA) Út:Iain James Williamson (ÍA)
83. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
82. mín
Guðjón Orri bjargar Brynjari Gauta frá því að skora sjálfsmark. Guðjón átt fínan leik.
81. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
SMAAAAAALIIIINN!!!

Enn og aftur frábært horn frá Hilmari Árna, Smalinn sterkastur í teignum og skallar inn. Nýkominn úr meðhöndlun þar sem hann fékk sárabindi um höfuðið.
79. mín
Skagamenn fá gefins hornspyrnu frá dómaratríóinu. Ekki náðu þeir að nýta hornið til neins góðs.
75. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Þetta var farið að verða ansi losaralegt hjá Stjörnunni. Smalinn á að koma með meira stál í þetta. Verið talsvert frá vegna meiðsla í sumar þessi frábæri leikmaður.
71. mín
Garðar Gunnlaugs með skot af löngu færi. Engin ógn af þessu. Vel framhjá.

67. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
67. mín
Og þeir halda bara áfram! Skyndilega eru Skagamenn að taka völdin. Garðar Gunnlaugs með skot á lofti yfir markið!
66. mín
SKAGAMENN AÐ SÆKJA Í SIG VEÐRIÐ! SVAKALEGT FÆRI! Tryggvi Hrafn Haraldsson með skalla úr markteignum sem Guðjón Orri náði að verja. ÞÞÞ með geggjaða fyrirgjöf.

Það borgar sig ekki að afskrifa ÍA.
63. mín
BJARGAÐ Á MARKLÍNU!!! Eyjólfur Héðinsson bjargar á línu. Hafþór Pétursson með skalla eftir horn. Það getur allt gerst í þessu.
60. mín
Halldór Orri Björnsson með fínt skot en Árni Snær ver. Stjarnan mun líklegri til að bæta við en ÍA að jafna metin.
59. mín
Stjörnumenn svo ánægðir með gang mála að þeir henda í aðra hamborgaraumferð í fréttamannastúkunni. Viðar Helgason eftirlitsmaður ræður sér ekki fyrir kæti.

55. mín
Eyjólfur Héðinsson með skottilraun, engin hætta, fór hátt yfir.
54. mín
Yfirburðir Stjörnunnar það miklir að þessi leikur þarf að gjörbreytast ef ÍA á ekki að tapa sínum þriðja leik í röð.
53. mín
DAUÐAFÆRI!!! Hilmar Árni með frábæra sendingu á Guðjón Baldvinsson sem átti svo sannarlega að skora en setti boltann framhjá!
50. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
LAAAAAGLEEEEGT MAAAARK!!!

Guðjón Baldvinsson renndi boltanum á Halldór Orra sem óð í átt að markinu, gerði þetta frábærlega áður en hann átti hnitmiðað skot í markið!
47. mín
Stjarnan byrjar seinni hálfleikinn eins og liðið lauk þeim fyrri. Sækir og hótar marki.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks:
Marktilraunir: 13-3
Á rammann: 4-2
Horn: 5-1

45. mín
Hálfleikur
Það held ég nú. Mikið stuð í þessum leik og við eigum eftir að fá fleiri mörk. Það er pottþétt.
45. mín MARK!
Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA ÞVÍ!!!

Eftir magnaða hornspyrnu Hilmars Árna er boltanum hreinsað af línunni og beint á Eyjólf sem skoraði. Rosalega verðskuldað jöfnunarmark!
43. mín Gult spjald: Gylfi Veigar Gylfason (ÍA)
Ansi groddaralegt brot á Guðjóni Baldvinssyni. Guðjón þarf aðhlynningu.
42. mín
Hólmbert gerði mjög vel að ná skoti á markið úr ansi erfiðri stöðu! Árni réttur maður á réttum stað og ver.
40. mín
Stjarnan sótt linnulaust stærstan hluta hálfleiksins en það vantar samt mikið upp á bitið í sóknaraðgerðunum.
38. mín
HÓLMBERT MEÐ SKALLA Í SLÁ OG YFIR! Hörður Árnason með frábæra fyrirgjöf.
36. mín
Eyjólfur Héðinsson með skottilraun. Framhjá.
35. mín
Hættuleg sókn Stjörnunnar, komu þarna þrír gegn þremur á góðum spretti en sendingin frá Hólmberti alls ekki nægilega góð.
34. mín
Fullt fullt af sóknum hjá Stjörnunni. Þetta hlýtur að enda með marki fyrir hlé. Skagamenn að bjarga í horn á síðustu stundu núna.
29. mín
Hilmar Árni með enn eina skottilraunina, kraftlítið og beint á Árna Snæ í markinu.
28. mín
Stjörnumenn halda áfram að sækja en þeir verða að stilla miðið betur þegar kemur að skotunum. Halldór Orri nú með skot talsvert framhjá úr ágætis skotfæri.
27. mín
Heiðar Ægis fellur í teignum, einhverjir heimta víti. Ekkert dæmt nema horn.
25. mín
Hilmar Árni lætur vaða fyrir utan teig. Hittir ekki markið. Nokkuð frá því.
23. mín
STÓRHÆTTULEG SÓKN ÍA! Garðar Gunnlaugs skallar boltann á Tryggva Hrafn Haraldsson sem er rétt fyrir utan teig og lætur vaða rétt yfir!
22. mín
ÞARNA ÁTTI HILMAR ÁRNI AÐ SKORA! Árni Snær kýlir boltann í teignum beint á Hilmar sem skýtur framhjá markinu!
19. mín
Árni Snær, markvörður ÍA, að leika sér að eldinum og stálheppinn að vera ekki refsað. Markið skyndilega tómt, Ævar Ingi með fyrirgjöf en enginn samherji hans mættur!
17. mín
Sóknarþungi Stjörnunnar að aukast. Hilmar Árni með lipur tilþrif, leikur á varnarmann en skotið ekki nægilega gott. Hitti boltann illa.
16. mín
Hörður Árna með skot lengst utan af kanti sem Árni Snær ver í hornspyrnu!
14. mín
Stjarnan virðist hægt og rólega vera að jafna sig á því að hafa fengið þetta mark í andlitið svona snemma.

6. mín
Halldór Orri í hööörkufæri!!! Skaut framhjá. Fólk í stúkunni sem hélt að þessi bolti hefði farið inn!
3. mín SJÁLFSMARK!
Hörður Árnason (Stjarnan)
MAAAAARK!!!! ÍA EKKI LENGI AÐ KOMAST YFIR!
Darren Lough með fyrirgjöf frá vinstri, boltinn fór af Herði Árnasyni og er dæmdur inni. Fór í stöngina og Guðjón Orri sló frá en aðstoðardómarinn gaf merki um að boltinn hafi verið inni!

Þórður fagnar eins og hann eigi þetta mark en þetta var sjálfsmark.

Furðulegt mark, stórfurðulegt.
3. mín
Það er léttur úði að dembast yfir völlinn. Það gerir þetta lúxus fótboltaveður að enn meiri lúxus. Logn og flóðljósabolti. Rómantík.
2. mín
Skagamenn eru bara í grjóthörðum 4-4-2 með Garðar og Tryggva Hrafn í fremstu víglínu.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan hóf leik. Liðið sækir í átt að Hafnarfirði.

Fyrir leik
Minnum á Twitter, kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um leikinn.
Fyrir leik
Áður en leikurinn hefst er um að gera að nýta tækifærið og óska FH-ingum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. FH varð meistari án þess að spila þegar Breiðabliki mistókst að vinna ÍBV.
Fyrir leik
Ármann Smári Björnsson er á hækjum í stúkunni. Er að fara í aðgerð á föstudaginn eftir að hafa slitið hásin í tapinu gegn KR í síðustu umferð.


Fyrir leik
Áhugaverð stemning í fréttamannastúkunni fyrir leik. Auðunn Blöndal að leika í atriði fyrir komandi sjónvarpsþáttaseríu. Lofar góðu miðað við þetta atriði. Er að fara á kostum sem vallarþulur Stjörnumanna.
Fyrir leik
Hafþór Pétursson er í byrjunarliði ÍA í fyrsta sinn í alvöru leik hjá meistaraflokki. Þessi strákur er fæddur 1997 og var hjá Kára en er að leika sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Hann er miðvörður. Spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í kvöld.

Reynsluboltinn Ármann Smári Björnsson spilar ekki meira á leiktíðinni eftir að hafa meiðst illa í síðasta leik.
Fyrir leik
Sex marka leikur síðast
Þegar þessi tvö lið áttust við í lok júní á Akranesi vann ÍA 4-2 sigur. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir ÍA og Darren Lough eitt. Hilmar Árni Halldórsson og Brynjar Gauti Guðjónsson með mörk Stjörnunnar.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk brottvísun gegn Val á dögunum og var hent í tveggja leikja bann. Hann er að fara að afplána annan leik sinn í því banni í kvöld.
Fyrir leik
Það hefur hægst á Skagalestinni. Liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð, gegn Þrótti og KR. Stjarnan er í 6. sæti með 30 stig en ÍA er í sjöunda sæti með 28 stig. Stjarnan lyftir sér upp í fjórða sæti með sigri í kvöld.
Fyrir leik
Stjarnan verður að vinna þennan leik upp á Evrópubaráttuna að gera. Liðið vann 2-1 útisigur gegn ÍBV í síðustu umferð en á undan því hafði það tapað fjórum leikjum í röð.
Fyrir leik
Halló! - Framundan er leikur Stjörnunnar og ÍA í 20. umferð Pepsi-deildarinnar. Gunnar Jarl Jónsson dæmir leikinn en aðstoðardómarar eru Bryngeir Valdimarsson og Gunnar Helgason. Fjórði dómari er fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('67)
6. Iain James Williamson ('86)
8. Hallur Flosason
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hafþór Pétursson
18. Albert Hafsteinsson ('86)
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('67)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('86)
21. Arnór Sigurðsson ('86)
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Gísli Þór Gíslason
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Gunnar Smári Jónbjörnsson

Gul spjöld:
Gylfi Veigar Gylfason ('43)

Rauð spjöld: