Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
1
1
Víkingur Ó.
Vilhjálmur Pálmason '27 1-0
1-1 Pape Mamadou Faye '84
Tonny Mawejje '90
19.09.2016  -  19:15
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Baldvin Sturluson
3. Finnur Ólafsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Christian Nikolaj Sorensen
10. Brynjar Jónasson ('75)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
21. Tonny Mawejje
23. Aron Lloyd Green
27. Thiago Pinto Borges ('69)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
5. Marteinn Einarsson
11. Dion Acoff ('69)
13. Björgvin Stefánsson ('75)
20. Viktor Unnar Illugason
26. Júlíus Óskar Ólafsson

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Aron Dagur Heiðarsson
Þorsteinn Magnússon
Brynjar Þór Gestsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla

Gul spjöld:
Aron Lloyd Green ('36)
Tonny Mawejje ('62)

Rauð spjöld:
Tonny Mawejje ('90)
Leik lokið!
HAAAA????? Helgi Mikael flautar leikinn af þegar Þorsteinn Már er að sleppa einn í gegn eftir útspark Cristian, Arnar Darri var inn í teig Víkinga, það verður allt gjörsamlega brjálað hérna.
90. mín Rautt spjald: Tonny Mawejje (Þróttur R.)
Stoppar sókn.
89. mín
Var að fá þær fréttir að Pape, dabbaði þegar hann skoraði markið sitt. Það er að verða vinsælasta fagnið í Pepsi deildinni og heiminum.
86. mín
Ég væri að ljúga að ykkur ef ég myndi segja að þetta mark hefði legið í loftinu.
84. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
PAAAAAAAAAAAAAAAAAPE!!!

Snýr með boltann inn í teignum og þrengir skotfærið fáránlega mikið en nær á einhvern ótrúlegan hátt að troða boltanum yfir línuna eftir viðkomu í Þróttara sýndist mér.
82. mín
Þróttarar virðast vera að fara langleiðina með að sækja fáránlega mikilvæg þrjú stig, Víkingar eru ekki að spila vel í hreinskilni sagt.
80. mín
Mér er gjörsamlega nákvæmlega sama hvað er í gangi í leiknum akkúrat núna, kaffið er komið! Dýrð sé drottni.

77. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur einkennst af miklu kaffileysi. Segi ekki meir.
75. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Þróttur R.) Út:Brynjar Jónasson (Þróttur R.)
Oft kallaður Marka-Bjöggi þessi. Víkingar mættu vara sig.
74. mín
Pape með afleita fyrirgjöf frá vinstri. Beint útaf.
73. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
71. mín
Hreinn með skalla á fjærsvæðinu en Cristian ver vel.
69. mín
Inn:Dion Acoff (Þróttur R.) Út:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.)
65. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Við syngjum BúmmBúmmBúmm, Pap Mamadou Fayo, AYOOOOO!
63. mín
Lítið í gangi í leiknum, Þorsteinn Már með sprett sem endar bara í einhverri þvælu.

Við hér í blaðamannastúkunni erum ennþá kaffilausir. Fer bráðum að hringja í Jens.
62. mín Gult spjald: Tonny Mawejje (Þróttur R.)
Sparkar boltanum í burtu og tefur það að Víkingar geti tekið aukaspyrnu á sínum vallarhelmingi.
57. mín
Þorsteinn Már með fínan undirbúning inn í teig, rennir boltanum svo út á Tokic sem skýtur hátt yfir. Fínt færi.

55. mín
Brynjar með skot rétt framhjá, fínasta fínasta tilraun. Brynjar verið mjög líflegur.
53. mín
Inn:Kenan Turudija (Víkingur Ó.) Út:Abdel-Farid Zato-Arouna (Víkingur Ó.)
Skulum ekkert vera að fegra hlutina, Farid er búinn að vera skelfilegur í dag.
46. mín
Baldvin Sturluson með skalla í þverslána!!!
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Við erum kaffilausir hérna í blaðamannastúkunni, vinsamlegast kippa því í liðinn takk.
45. mín
Hálfleikur
Nú verður gripið í eins og einn kaffibolla. Komum aftur með rjúkandi 45 mínútur af fótbolta eftir smástund.

39. mín
Christian með skot rétt framhjá úr D-boganum, Þróttarar miklu sterkari þessa stundina.
36. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Stoppar sókn og faðmar svo liggjandi Martin Svensson við litla hrifningu Svensson.
35. mín
Cristian í marki Víkinga í hættulegum leik, fær skot frá Christian úr teignum beint á sig, nær ekki að grípa boltann og fær hann í fótinn, boltinn berst út í teig á Thiago sem er einn í teignum með autt mark fyrir framan sig en hann lætur Christian Martinez á einhvern ótrúlegan hátt verja frá sér.
33. mín
da Silva með flottan sprett, tekur þríhyrningaspil við Þorstein Má áður en hann tekur þetta líka fína skot rétt framhjá markinu, Arnar Darri illa staðsettur.
28. mín
Þetta mark er aldeilis að opna fallbaráttuna, Þróttarar eru nú 3 stigum á eftir Fylki og 4 stigum á eftir ÍBV þegar tvær umferðir eru eftir.
27. mín MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Hahaha voruði eitthvað að pæla af hverju það er engin skráð stoðsending á þetta mark?

Villi vann boltann í sínum eigin teig, hljóp upp allan vinstri kantinn og þrumaði honum svo í fjærhornið þegar hann var að nálgast markteig Ólsara. That's why.
24. mín
William leggur boltann skemmtilega fyrir Pontus sem keyrir á fulla ferð inn í teig en Baldvin stöðvar þetta skotfæri í fæðingu.
22. mín
Tokic með skot utan teigs sem Arnar Darri ver vel.
20. mín
Skjótt skipast veður í lofti.

Fyrst vilja gestirnir fá víti þegar Tokic virðist vera togaður niður í teignum, Helgi dæmir ekkert, Þróttarar geysast í sókn og þegar Brynjar er við það að sleppa aleinn í gegn þá kemur Luba með eina game-winning tæklingu.
17. mín
Frábær sókn hjá Þrótturum sem endar með því að Brynjar fær skotfæri gapandi frír inn í teig, hann skóflar boltanum vel yfir markið. Þetta verða Þróttarar að nýta.
13. mín
Skemmtileg rispa hjá Brynjari inn á miðjum vellinum klobbar Farid en nær ekki að koma sér í almennilegt skotfæri og boltinn svo hrifsaður af honum.
11. mín
Hreinn Ingi með skalla framhjá úr hornspyrnunni.
10. mín
Farid Zato missir boltann á hættulegum stað á miðsvæðinu, Þróttarar geysast í sókn og Christian á skot sem fer af varnarmanni og í horn.
6. mín
Arnar og Karl Brynjar í einhverju basli aftast sem endar með því að Arnar chippar boltanum út á Aron Lloyd og Víkingar setja pressu og vinna boltann, en búið að dæma brot á Tonny, Víkingar eiga aukapsyrnu við miðlínu.
4. mín
Víkingar byrja betur, þjarma að Þrótturum í upphafi leiks.
1. mín
Þróttarar í sínum hvít rauð röndóttu búningum leika í átt að Grand Hótel, Víkingar í sínum bláu búningum leika í hina áttina, semsagt að Fjölskyldu og Húsdýragarðinum.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!

Endilega veriði með okkur á Twitternum. Við notumst að sjálfsögðu við hið víðfræga kassamerki #fotboltinet.
Fyrir leik
Þið sem eruð á leiðinni á völlinn, í guuuuðanna bænum klæðið ykkur, því meira því betra. Mæli með Kraft galla og ullarpeysu innan undir, Þróttarakaffið er mjög gott svo það ætti líka að gera eitthvað fyrir ykkur.
Fyrir leik
Og nú var að ljúka leik ÍBV og Breiðabliks í Kópavoginum, þeim leik lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir tvennt. Með tapi í dag falla Þróttarar og svo kannski stóra fréttin í þessu. FH-ingar eru Íslandsmeistarar.
Fyrir leik
Aleix Egea og Emir Dokara taka út leikbann í þessum leik hjá Víkingum.
Fyrir leik
Fer að styttast í að Helgi Mikael flauti leikinn í gang. Athygli vekur að Dion Ackoff er á varamannabekk Þróttara í þessum mikilvæga leik.
Fyrir leik
Prógrammið hjá liðunum er misjafnt.

Þróttarar eiga þessi lið í síðustu þremur leikjunum.
Víkingur Ó. heima.
Fylkir úti.
Víkingur R heima.

Víkingur Ó eiga ögn erfiðara prógram.
Þróttur R úti.
KR heima.
Stjarnan úti.
Fyrir leik
Þróttarar eru sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með 12 stig en Víkingur Ó eru í 9.sætinu með 20 stig.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 3-2 sigri Víkinga í Ólafsvík. Þróttarar komust í 0-2 á fyrstu þremur mínútum leiksins en Víkingar skoruðu sigurmarkið á 90.mínútu.
Fyrir leik
Með sigri í dag galopna Þróttarar fallbaráttuna og draga Víkingana með sér í súginn.
Fyrir leik
Komiði sæl!

Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Þróttar og Víkings Ólafsvíkur.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
4. Egill Jónsson ('73)
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva ('65)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna ('53)
11. Martin Svensson
12. Kramar Denis
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
4. Kristófer James Eggertsson
5. Björn Pálsson ('73)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('65)
22. Vignir Snær Stefánsson
24. Kenan Turudija ('53)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Dzevad Saric
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: