Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Víkingur R.
1
0
FH
Alex Freyr Hilmarsson '14 1-0
25.09.2016  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Flottar aðstæður, topp haustveður
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Róbert Örn (Víkingur)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson ('64)
4. Igor Taskovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Óttar Magnús Karlsson ('82)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('87)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
Helgi Sigurðsson
3. Logi Tómasson
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('82)
9. Viktor Jónsson
12. Kristófer Karl Jensson
17. Josip Fucek ('87)
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('64)
27. Marko Perkovic

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Góður sigur Víkinga á Íslandsmeisturunum! Róbert Örn Óskarsson, fyrrum leikmaður FH, er maður leiksins.
93. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
91. mín
Lennon með skot úr aukaspyrnu! Róló ver! Róló búinn að eiga frábæran leik. Reynst gömlu félögunum erfiður.
90. mín
Atli Viðar nálægt því að jafna! Róló ver skot hans og svo fellur Atli í teignum eftir að hafa lent á Alan Lowing en ekkert dæmt! Atli alls ekki sáttur við að hafa ekki fengið víti.
87. mín
Inn:Josip Fucek (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Efnilegur leikmaður úr 3. flokki Víkings að mæta inn.
81. mín
DAVÍÐ ÖRN ATLASON!!! Davíð í rosalegu færi en Gunnar Nielsen ver vel í horn!
77. mín
Tölfræðidútl:
Marktilraunir: 13-15
Á mark: 6-5
Horn: 7-10
Rangstöður: 1-3
76. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
Böddi haltrar af velli. Þórarinn Ingi fer í bakvörðinn.
74. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK FH! Tufa með skot og boltinn dansar svo við línuna á marki FH-inga.
72. mín
Böddi löpp missti boltann en vann hann til baka með frábærri tæklingu, haltrar samt núna eftir tæklinguna.
71. mín
Emil Páls með skalla í varnarmann og yfir. FH fær horn.
69. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
69. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (FH)
64. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
63. mín
Víkingar skalla framhjá eftir horn.
61. mín
Atli Guðna hlýtur að fara að skora!!!

Enn og aftur í færi en Róló varði.
57. mín
Böddi löpp næstum búinn að skora sjálfsmark! Boltinn lak í stöngina. Heppinn.
56. mín
Óttar Magnús Karlsson með skottilraun en náði ekki að koma knettinum á markið.
53. mín
Atli Guðna með skalla á fjærstönginni eftir horn, Róló ver.
52. mín
Atli Guðnason með hörkuskot! Halldór Smári kastaði sér fyrir skotið og boltinn í horn. Atli verið ógnandi en vantað herslumuninn.
50. mín
Sam Hewson með skot fyrir utan teig en beint á Róló sem kýlir boltann frá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Víkingar nota hálfleikinn til að heiðra 3. flokka félagsins. Víkingur á Íslandsmeistara karla og kvenna í þessum aldursflokki. Býstna vel gert.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik.
44. mín
ÞVÍLÍK MISTÖK Í VÖRN VÍKINGA! Misskilningur milli Halldórs Smára og Róberts og skyndilega kemst Kristján Flóki í dauðafæri. Róbert nær að komast fyrir skot Flóka á ótrúlegan hátt.
41. mín
ÞVÍLÍK MÓTTAKA! Atli Guðnason fær sendingu inn í teiginn og tekur fáránlega vel á móti boltanum, tekur hann niður og skýtur naumlega framhjá. Hefði verið fallegt marki.
40. mín
Óttar Magnús með gabbhreyfingu og þéttingsfast skot yfir.
35. mín
Hendrickx í hörkufæri eftir góða sókn! Boltinn hárfínt framhjá stönginni. Hurð nærri hæl.
29. mín
Atli Guðna með hörkugóða fyrirgjöf! Atli Viðar nálægt því að ná til knattarins en það gekk ekki.
27. mín
Víkingar ansi nálægt því að komast í 2-0! Fyrst var Alex Freyr í dauðafæri á markteignum en Gunnar varði með glæsilegri viðbragðsvörslu. Svo var Óttar Magnús ógnandi á fjærstöng eftir horn. Víkingar verið flottir.
23. mín
Atli Viðar með skot sem Halldór Smári kemst fyrir.
21. mín
FH-ingarnir sækja mikið núna. Víkingarnir öflugir í vörninni og standa þetta vel af sér.
14. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
MAAAAARK!!! Skyndilega gaaaalopnast allt hjá FH-ingum. Alex Freyr sleppur einn í gegn, fer laglega framhjá Gunnari Nielsen og kláraði svo í tómt markið.
12. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Stöðvaði hraða sókn.
10. mín
Óttar Magnús með skot úr erfiðri stöðu. Jonathan Hendrickx náði að komast fyrir þetta.
8. mín
Darraðadans við mark Víkinga. Róló kýlir boltann frá.
5. mín
Róbert Örn Óskarsson kominn með M strax í byrjun! Atli Guðnason með skemmtilegt skrúfuskot en Róbert varði ansi fallega, sveif lengi í loftinu.
3. mín
Davíð Atlason með stungusendingu á Alex Freyr Hilmarsson, Draumurinn Kassim mætir á hárréttum tíma og bjargar í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur Reykjavík hóf leik. Sækir í átt að Kópavogi.
Fyrir leik
Tómas Meyer mættur. Hann verður í viðtölum á eftir fyrir okkur á .Net. Meyerinn nýbúinn að taka handboltaflautuna af hillunni. Jón Rúnar er líka mættur. Það má fara að flauta þetta á!

Fyrir leik
Stjörnublaðamaðurinn Stefán Árni Pálsson á Vísi mættur. Kóngurinn í bleiku fréttunum og mikill Justin Bieber sérfræðingur. Hann spáir því Víkingur vinni 2-0. Menn eru eitthvað á Víkings-vagninum í dag.
Fyrir leik
Víkingar komnir með rjúkandi heitt kaffi. Tveir fréttamenn mættir, ég og Brynjar Ingi Erluson á Mogganum. Brynjar fyrrum fréttaritari .Net, áður en hann var seldur fyrir metfé í Hádegismóa. Brynjar spáir "sjokker" í dag, 2-1 sigur Víkinga á Íslandsmeisturunum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Talsverðar breytingar á byrjunarliði FH en Hafnfirðingar hafa ógnarsterkan bekk þar sem Bergsveinn Ólafsson, Steven Lennon, Emil Pálsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson sitja meðal annarra.
Fyrir leik
2-2 varð niðurstaðan þegar þessi tvö lið áttust við í fyrri umferðinni. Gary Martin kom Víkingum yfir en FH-ingar snéru dæminu við með mörkum Kristjáns Flóka Finnbogasonar og Atla Viðars Björnssonar. Það var svo hinn efnilegi Óttar Magnús Karlsson sem átti lokaorðið seint í uppbótartíma fyrir Víkinga.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson spáir 1-2:
Langt síðan Víkingar unnu leik, þetta verður jöfn rimma. Mögulega smá ryð í Íslandsmeisturunum. Það er ástæða fyrir því að því að þeir eru búnir að loka mótinu, eru sterkastir og loka þessum leik. Atli Viðar skorar tvö.
Fyrir leik
Fáum við ekki markaleik?

Þar sem afar lítið er undir í þessum leik munu liðin vonandi sleppa alveg af sér beislinu og blása til sóknar.

Gunnar Jarl Jónsson flautar í dag. Aðstoðardómararnir eru ungir að árum; Sigurður Ingi Magnússon og Þórður Arnar Árnason.
Fyrir leik
Þýðingargildi leiksins?
Þetta er í raun sá leikur í umferðinni sem engu skiptir, hér er verið að leika upp á stoltið.

Víkingar vilja enda tímabilið á jákvæðum nótum en þeir náðu ekki að gera atlögu að Evrópusæti eins og þeir hefðu vonað.

Íslandsmeistarar FH spila sinn fyrsta leik eftir að titillinn var í höfn. Það má búast við slatta af áhorfendum úr Hafnarfirðinum sem vilja berja sína menn augum.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag. Hér í Víkinni er framundan leikur heimamanna gegn FH-ingum sem í síðustu viku tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í ár.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
6. Sam Hewson ('69)
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson
19. Kaj Leo í Bartalsstovu ('69)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson ('76)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
26. Jonathan Hendrickx
45. Kristján Flóki Finnbogason

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('76)
16. Jón Ragnar Jónsson
22. Jeremy Serwy
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('69)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('12)
Davíð Þór Viðarsson ('93)

Rauð spjöld: