Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
0
1
KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason '28
25.09.2016  -  14:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn smá illa farinn eftir síðasta heimaleik. Má búast við örlitlum vind á eftir. Annars skýjað og kalt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 410
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('75)
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
6. Pape Mamadou Faye ('88)
7. Tomasz Luba
11. Martin Svensson ('64)
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
5. Björn Pálsson ('88)
8. William Dominguez da Silva ('75)
11. Abdel-Farid Zato-Arouna
12. Kramar Denis
17. Hrvoje Tokic ('64)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Dzevad Saric

Gul spjöld:
Alexis Egea ('31)
Egill Jónsson ('37)
Tomasz Luba ('38)
Pape Mamadou Faye ('68)
Kenan Turudija ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR heldur í von um Evrópusæti
90. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
+2

Töf
90. mín
+1

Virkilega bitlaus sóknarleikurinn hjá Víkingum. Háar sendingar sem rata allar beint á hvíta og svarta treyju
89. mín
Það er eins og Víkingar séu bara búnir með alla orku. Virka þreyttir núna
88. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Pape var fínn í fyrri. Svolítið týndur í seinni
87. mín
Inn:Jeppe Hansen (KR) Út:Denis Fazlagic (KR)
hrein skipting
86. mín Gult spjald: Michael Præst (KR)
Lamdi Emir í andlitið. Óvart var það þó
84. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Klárt spjald
81. mín
Inn:Michael Præst (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Fínn leikur hjá Óskari
77. mín
Egill og Þorsteinn Már voru alveg brjálaðir þarna áðan. Verð að fá að sjá þetta aftur
75. mín
Inn:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Hrein skipting
75. mín
ROSALEGA STÓR ÁKVÖRÐUN HJÁ ERLENDI!!!!

Horn sem Víkingur átti. Stefán Logi hoppaði upp og fór í bakið á Þorsteini sem stóð kyrr. Stefán kýldi boltann í eigið net og Erlendur dæmdi mark í fyrstu. Breytti svo dómnum eftir hvað? Ég veit ekki. Samkvæmt mínum heimildum var þetta rangur dómur
73. mín
Víkingar byrjaðir að færa sig aðeins framar á völlinn. Tokic sífellt í boltanum
70. mín
Þetta fannst mér mjög skrítið. Boltinn upp í svæðið á hægri kantinn eftir að KR átti horn. Tokic tók langan sprett af vinstri kantinum yfir á hina hlið vallarins og negldi boltanum svo bara beint útaf í innkast
68. mín Gult spjald: Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Braut glannalega af sér áðan. Erlendur spjaldaði hann um leið og boltinn fór af velli
67. mín
Stjarnan að komast yfir gegn Fjölni. Þeir lyfta sér upp í annað sætið með sigri þar ef leikar enda svona
64. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.) Út:Martin Svensson (Víkingur Ó.)
Víkingar þurfa mark!

Þeirra markahæsti maður að koma inná. Pape út á kant

Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
59. mín
Inn:Skúli Jón Friðgeirsson (KR) Út:Morten Beck Guldsmed (KR)
56. mín
Víkingar nálægt því að komast í hættulegt færi!

Alfreð fékk boltann innfyrir vörn KR frá Aleix og reyndi að renna boltanum á Þorstein sem var nálægt því að komast í boltann
54. mín
KR komust 3 á 2.
Óskar bar boltann eftir barnalegan varnaleik hjá Aleix. Kennie vinstra megin við Óskar og Denis hægra megin. Sendingin hjá Óskari á Kennie alls ekki góð en Kennie náði skotinu sem var svo laust og lélegt. Beint á Martinez
52. mín
DAAAAAUÐAFÆRI!!!

Pape vinnur boltann af Aroni Bjarka sem lendir svo í smá glímu við Þorstein. Stefán Logi kom rooosalega langt út í teiginn og Pape ákvað bara að negla beint á hann.
49. mín
Virkilega leiðinlegt að heyra í stuðningsmönnum minna manna í Ólafsvík. Hvetjum liðið og hættum að skammast í dómaratríóinu
47. mín
Stuðningsmenn heimamanna eru alveg dýrvitlausir!

Pape vildi fá vítaspyrnu en við í skýlinu sáum ekkert athugavert við þetta.
Stúkan öskrar KSÍ drasl
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur byrjaður.

Ná Víkingar að jafna?
45. mín
Hálfleikur
KR betra liðið í fyrri hálfleiknum
45. mín
Valsarar eru bara komnir í vetrafrí!

ÍBV 3-0 Valur
42. mín
KR-ingar ráða þessum leik algjörlega eins og er. Heimaliðið ekki komist nálægt vítateig KR-inga neitt síðustu 5-10 mínúturnar
41. mín
Luba virðist virkilega pirraður ennþá. Boltinn hjá Ólsurum en hann er enn eitthvað að kvarta. Nú í sínum eigin liðsfélögum
38. mín Gult spjald: Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Fannst sjálfur að boltinn hefði farið yfir línuna. Leikurinn hélt áfram og KR geystist upp hægri kantinn. Luba kom boltanum í horn og rauk svo að aðstoðardómaranum.
37. mín Gult spjald: Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Tók Pálma niður. Verðskuldað spjald
35. mín
Eyjamenn voru aldrei á því að falla neitt úr þessari deild. Tók þá bara smá tíma að keyra sig í gang. 2-0 fyrir ÍBV gegn Val í Vestmannaeyjum

Magnús Már Einarsson
31. mín Gult spjald: Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Tók Kennie niður sem var á mikilli siglingu
28. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Rosalega snyrtileg afgreiðsla

Aleix ákvað að reyna bara að neggla boltanum í gegnum Pálma þegar hann ætlaði að hreinsa. Pálmi þakkaði bara fyrir sig og var sloppinn í gegn einn á Cristian. Chippaði fallega yfir hann
25. mín
Ekki oft sem þetta hefur sést undanfarið. Víkingur er með yfirhöndina í leiknum eins og er
23. mín
Ég á ekki til eitt aukatekið orð!

Fylkir er komið yfir. Tvö mörk á tveim mínútum.

21. mín
Þetta lifði ekki lengur en þetta. Fylkir er búið að jafna gegn Þrótti
20. mín
Aftur fá Víkingar aukaspyrnu við vítateigslínuna.

Núna er Martin tekinn niður og Kenan framkvæmir spyrnuna. Aftur í vegginn hins vegar
17. mín
Það eru komin mörk í þrjá leiki af þessum 6 sem í gangi eru. ÍBV er komið yfir gegn Val í Eyjum. Víkingur Reykjavík er komið yfir gegn meisturunum og Þróttur er komið yfir í Árbænum!

Elvar Geir Magnússon
15. mín
Pontus liggur sárþjáður eftir. Martin biður um skiptingu fyrir vin sinn. Pontus tæklaði boltann af Óskari sem hoppaði upp og lenti með takkana í lærinu á Pontus
12. mín
Strax komið eitt stórfurðulegt atvik í þennan leik. Martin elti Pálma á kantinn og Pontus pressaði á Denis sem fékk boltann frá Pálma. Martin ákvað ekkert að vera hægja neitt á sér og hljóp Pontus um koll
10. mín
Minni á að fylgjast með hinum leikjunum. Heil umferð í gangi. Fallsætin eru að keppa við hvort annað í Árbænum
5. mín
Kenan Turudija er tekinn niður við vítateigslínuna. Aukaspyrna á stórhættulegum stað

Martin tók spyrnuna beint í vegginn. Boltinn lenti einhverveginn fyrir aftan vegginn og Aleix Egea var alltíeinu einn á móti Stefáni en skotið beint í markmanninn stóra
3. mín
Uppstilling gestanna

Stefán Loogi
Morten Beck-Aron Bjarki-Indriði-Gunnar
Pálmi-Finnur Orri
Denis-Óskar Örn-Morten Beck Anders
Kennie
2. mín
Emir komst inn í slæma sendingu Pálma á miðjunni og var nálægt því að senda Pape í gegn en Stefán Logi var fyrri til og kom langt út úr markinu til þess að dúndra boltanum fram
2. mín
Svona stilla heimamenn sér upp.

Cristian
Emir-Aleix-Luba-Pontus
Egill-Kenan
Alfreð-Þorsteinn-Martin
Pape
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann og sækja í átt að Sundlauginni
Fyrir leik
Mér sem fótboltaáhugamanni finnst mjög leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli ekki vera í hóp í dag. Eitt mesta efni sem við Íslendingar eigum.
Fyrir leik
Jæja kæru lesendur. Þá fara leikmenn að trítla inn á völlinn. Vill minna á að leikurinn er sýndur beint á Stöð2sport3.
Fyrir leik
Bíð spenntur að sjá hver muni spila fremstur í dag hjá Ólsurum. Tokic hefur ekki átt góða leiki undanfarið og var til að mynda arfaslakur í síðustu tveimur leikjum.

Tveir bestu leikmenn Víkings þegar allt lék í lyndi, Hrvoje Tokic og William Dominguez eru báðir á bekknum í dag í mjög crucial leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn:
Emir Dokara og Aleix Egea koma aftur inn í vörn Víkings Ólafsvíkur eftir að hafa verið í banni gegn Þrótti. Kenan Turudija kemur líka inn í liðið.

Hrvoje Tokic fer á bekkinn en hann skoraði síðast þann 17. júlí. Kramar Denis og Farid Zato detta líka úr liðinu.

KR-ingar eru með sama byrjunarlið og í sigrinum gegn Fjölni fyrir viku.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni á KR-velli varð niðurstaðan 0-0 jafntefli. Vonandi fáum við ekki markaleysi í dag!

Freyr Alexandersson spáir 0-2:
KR er komið á skrið, þeir finna lykt af Evrópu, það verður erfitt að stoppa þá úr þessu. Allt of mikið af flottum leikmönnum í liðinu til þess að þeir misstígi sig hér. Búið að vera erfitt hjá Ólsurum í langan tíma, vont að mæta KR núna. Óskar og Kennie skora.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
KR-ingar halda í Evrópuvon
Eftir þjálfaraskipti hafa KR-ingar klifið upp töfluna. Willum Þór Þórsson hefur verið að gera góða hluti og liðið ætlar sér öll stigin þrjú í Ólafsvík í dag.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heimamenn í lífsbaráttu
Víkingur Ólafsvík er enn í fallhættu en með hagstæðum úrslitum í dag getur liðið tryggt sæti sitt. Eftir frábæran fyrri hluta tímabils hefur stigasöfnun liðsins gengið bölvanlega seinni helminginn.

16% lesenda Fótbolta.net spá því að Ólsarar muni falla úr deildinni samkvæmt skoðanakönnun sem var á forsíðu.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings Ó. og KR. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið í 21. umferð Pepsi-deildarinnar, næst síðustu umferð. Erlendur Eiríksson dæmir leikinn en Gylfi Már Sigurðsson og Bjarki Óskarsson eru aðstoðardómarar.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
11. Morten Beck Guldsmed ('59)
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Denis Fazlagic ('87)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('81)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
4. Michael Præst ('81)
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('59)
19. Jeppe Hansen ('87)
20. Axel Sigurðarson
24. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Valgeir Viðarsson
Þorsteinn Rúnar Sæmundsson
Valþór Hilmar Halldórsson

Gul spjöld:
Michael Præst ('86)
Kennie Chopart ('90)

Rauð spjöld: