Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
0
3
KA
0-1 Almarr Ormarsson '4
0-2 Juraj Grizelj '11
0-3 Bjarki Þór Viðarsson '86
24.09.2016  -  13:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Logn en mikil rigning
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
Sandor Matus ('61)
3. Bjarki Aðalsteinsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
20. Guðmundur Óli Steingrímsson ('55)
21. Óskar Jónsson
23. Ólafur Hrafn Kjartansson ('39)
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m) ('61)
2. Gísli Páll Helgason
2. Tómas Örn Arnarson
4. Gauti Gautason
7. Marinó Snær Birgisson
12. Hákon Ingi Einarsson
14. Jakob Snær Árnason ('39)
15. Guðni Sigþórsson ('55)
18. Alexander Ívan Bjarnason

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Orri Sigurjónsson
Hlynur Birgisson
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:
Ingi Freyr Hilmarsson ('60)
Ármann Pétur Ævarsson ('78)
Óskar Jónsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afar sannfærandi sigur KA-manna hér í dag. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
94. mín
Rajko lendir í samtstuði við Ármann Pétur og liggur eftir.
93. mín
Heimamenn fá aukapsyrnu sem þeir ná ekki að nýta sér
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Hallgrímur Mar tekur aukaspyrnuna sjálfur en skot hans yfir markið.
88. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (Þór )
Fyrir heimskulegt brot á Hallgrími Mar.
86. mín MARK!
Bjarki Þór Viðarsson (KA)
KA-menn eru að ganga frá þessu hérna. Varamaðurinn skorar, slapp í gegn í teignum og átti skot sem Aron varði inn.
82. mín
KA-menn geysast strax upp völlinn og Aron Birkir ver vel gegn Ásgeiri sem var slopinn í gegn. Þórsarar ná svo að lokum boltanum.
80. mín
Þórsarar í fínu færi eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu. Gunnar Örvar fær boltann á góðum stað en hittir ekki boltann.
78. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ekki í fyrsta skipti sem Ármann fær gult spjald á ferlinum.
77. mín
Ólafur Aron með skot sem fer í stöngina. Fjórða skotið í markramman í leiknum.
73. mín
Jóhann Helgi með skot á markið sem Rajko ver vel.
72. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Tvöföld skipting hjá KA-mönnum.
72. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
71. mín
Sóknin endar með því að Archange Nkumu á skot hátt yfir markið.
70. mín
KA-menn fá hornspyrnu.
65. mín
KA-menn sækja hér mikið þessar mínútur. Þriðja markið liggur í loftinu.
63. mín
Elfar Árni með skot úr teignum sem hafnar í slánni.
61. mín
Inn:Aron Birkir Stefánsson (Þór ) Út:Sandor Matus (Þór )
Sandor Matus fær hér heiðurskiptingu á Þórsvelli. Hann er að leika sinn síðasta leik í dag. En hann hefur leikið yfir 400 leiki fyrir Þór og KA. Öll stúkan stendur upp og klappar fyrir honum.
60. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Fyrir að fara aftan í Elfar Árna.
58. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (KA) Út:Juraj Grizelj (KA)
Juraj búinn að vera frábær í dag.
55. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór )
Önnur breyting heimamanna.
55. mín
KA-menn með skot í stöngina. Eftir flotta sókn nær Almarr skoti úr teignum sem hafnar í stönginni.
48. mín
Archange Nkumu fær boltann á miðjunni og á skot sem fer yfir markið.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Það rignir eins og helt sé úr fötu þessa stundina.
46. mín
Hálfleikur
Kominn Hálfleikur í leik þar sem KA-menn hafa verið mun betri aðilinn.
46. mín
Uppúr hornspyrnunni fær Gunnar Örvar frábært skallafæri en skalli hans yfir markið.
46. mín
Gunnar Örvar með frábærann skalla sem smellur í stönginni. Fyrsta almenninlega færi heimamanna í leiknum.
43. mín Gult spjald: Juraj Grizelj (KA)
Braut á Sigurði Marinó
39. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Ólafur Hrafn Kjartansson (Þór )
39. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Elfar Árni fer harkalega í Ólaf Hrafn sem meiðist við þetta. Þarf að koma útaf.
38. mín
Hallgrímur Mar í góðu skofæri í teignum, flott tækling frá Óskari bjargar Þórsurum í þetta skiptið.
35. mín
Þarna voru Þórsrar STÁL heppnir. Ásgeir sleppur í gegn og Kristinn Þór er á eftir honum. Kristinn brýtur klárlega á Ásgeiri en dómarinn dæmir ekkert. KA-menn gjörsamlega brjálaðir á bekknum.
32. mín
Enn og aftur eru KA-menn við það að sleppa í gegn en frábær tækling frá Bjarka kemur í veg fyrir það.
29. mín
Heimamenn vinna hornspyrnu eftir fína sókn. Skalli frá Jóhanni Helga fer í varnarmann og afturfyrir.
23. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
Fyrir að fara harkalega í Ólaf Hrafn á miðjum vellinum.
19. mín
Hallgrímur Mar tekur aukaspyrnu en skotið yfir markið.
16. mín
Jóhann Helgi kemst í flott færi eftir að Ármann Pétur nær boltanum á hættulegum stað. Rajko kemst út og nær að verja.
14. mín
Jóhann Helgi sleppur einn í gegn en er rangstæður.
11. mín MARK!
Juraj Grizelj (KA)
Hvað er í gangi hérna!! KA-menn gjörsamlega að leika sér að Þórsliðinu. Vörn Þórsara ekki sjáanleg. Juraj Sleppur í gegn og klárar vel.
9. mín
KA-menn með öll völd á vellinum þessar fyrstu mínútur.
4. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KA)
Stoðsending: Juraj Grizelj
MAAAARK! Fyrsta markið er komið. Juraj keyrði upp vinstri kantinn og labbaði framhjá Guðmundi Óla, lagði hann þvert fyrir markið þar sem Almarr fékk boltann í teignum og skoraði.
1. mín
Juraj með skot rétt framhjá marki Þórsara. Mátti alls ekki litlu muna að við fengum fyrsta mark leiksins þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn.
Fyrir leik
Þetta er síðasti leikur Donna sem þjáflari Þórs en hann tilkynnti í morgun að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið.
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt að hita upp í rigningunni.
Fyrir leik
Heimamenn gera tvær breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Keflavík í seinustu umferð. Jónas Björgvin Sigurbergsson og Hákon Ingi Einarsson koma út og inn koma Ólafur Hrafn Kjartansson og Guðmundur Óli Steingrímsson.
Fyrir leik
KA-menn gera 2 breytingar frá sigrinum gegn Grindavík. Guðmann Þórisson er í banni og leikur því ekki í dag. Aleksandar Trninic er einnig í banni en hann fékk rautt spjald gegn Grindavík. Í þeirra stað koma inn Archange Nkumu og Callum Williams.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og þau má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Það er mikil rigning á Akureyri í dag sem mun án efa hafa áhrif á leikinn. Vonandi fáum við hraðan og skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Dómari hér í dag er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og honum til aðstoðar verða þeir Kristján Már Ólafs og Marinó Steinn Þorsteinsson. Varadómari er Sverrir Gunnar Pálmason.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust fyrr í sumar höfðu KA-menn betur 1-0. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eina mark leiksins.
Fyrir leik
Þetta er seinasti leikur liðanna á tímabilinu. KA-menn eru komnir upp um deild og orðnir deildarmeistarar. Þórsrarar sitja fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar með 33 stig.
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þór og KA sem fer fram á Þórsvelli í dag.
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Baldvin Ólafsson
Srdjan Rajkovic
3. Callum Williams
7. Almarr Ormarsson (f) ('72)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Juraj Grizelj ('58)
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('72)
25. Archie Nkumu

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('72)
19. Orri Gústafsson
21. Kristján Freyr Óðinsson
30. Bjarki Þór Viðarsson ('72)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Halldór Hermann Jónsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Archie Nkumu ('23)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('39)
Juraj Grizelj ('43)

Rauð spjöld: