Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
1
3
Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir '33
0-2 Margrét Lára Viðarsdóttir '42 , víti
0-3 Mist Edvardsdóttir '49
Sharla Passariello '70 1-3
24.09.2016  -  16:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Haustið er komið.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Lauren Elizabeth Hughes ('89)
3. Sharla Passariello
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('64)
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('67)
16. Alyssa Telang
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
8. Íris Sverrisdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('67)
11. Karen Inga Bergsdóttir ('64)
21. Þóra Jónsdóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir
29. Katrín Rúnarsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Elías Örn Einarsson
Guðjón Bjarni Hálfdánarson
Arnheiður Helga Ingibergsdóttir
Hildur Grímsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Jóhann Bjarnason
Gunnar Borgþórsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Selfossi með þægilegum 1-3 sigri Valsstúlkna sem verða þó ekki Íslandsmeistarar í ár þar sem Stjarnan vann sinn leik.

Takk fyrir mig í dag.
90. mín
Erum komin í uppbótartíma.
89. mín
Inn:Katrín Rúnarsdóttir (Selfoss) Út:Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
87. mín
DAUÐAFÆRI!

Darraðadans inní teig Vals, boltinn berst til Alyssu Telang sem er í frábærri stöðu við vítapunktinn en setur boltann framhjá markinu!

Hefði heldur betur geta hleypt lífi í þennan leik.
83. mín
Fátt í gangi. Valsstúlkur sigla þessu þessum sigri þægilega heim. Engin hætta frá Selfyssinum.
77. mín
Frábær fyrirgöf frá Thelmu á kollinn á Kristínu Ýr sem skallar boltann hársbreidd fram hjá markinu.
74. mín
Selfyssingar að færa sig aðeins framar á völlinn. Freista þess að ná inn öðru marki.
70. mín MARK!
Sharla Passariello (Selfoss)
MAAAAAAAAAARK!!!

Selfyssingar minnka muninn með glæsilegu marki!

Boltinn berst til Passariello utarlega í vítateignum, hún flækir þetta ekkert og HAMRAR boltanum í netið! Svakalegt mark! Sjáum hvað þetta gefur Selfyssingum.
69. mín
Inn:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur) Út:Mist Edvardsdóttir (Valur)
67. mín
Inn:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
65. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
64. mín
Inn:Karen Inga Bergsdóttir (Selfoss) Út:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)
60. mín
Rúna Sif með frábært einstaklingsframtak inní teig Selfyssinga, fer framhjá tveimur Selfyssingum áður en hún skýtur, Chante gerir vel og hirðir boltann.
55. mín
Inn:Laufey Björnsdóttir (Valur) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
53. mín
Ekkert sem bendir til þess að Selfyssingar séu að fara að koma til baka eins og staðan er nákvæmlega núna. Sjáum hvað gerist.
49. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir
MAAAAAAAAARK!!!

Seinni hálfleikur 4 mínútna gamall þegar Valsstúlkur eru að gera útum þennan leik að öllum líkindum!

Aukaspyrna sem Margrét Lára tekur rétt fyrir utan teig. Reynir skotið, sem er lágt, boltin barst síðan til Mistar sem skorar nokkuð auðveldlegar svona sirka meter frá markinu!
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað og bæði lið óbreytt enn sem komið er.
45. mín
Hálfleikur
Valur með þægilega forystu í hálfleik.

Kaffitími.
45. mín
45' á klukkunni. Væntanlega ekki mikið meira en einni mínútu bætt við.
42. mín Mark úr víti!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Ekki flókið!

Sendir Chante í vitlaust horn.
40. mín
VÍTI!

Anna María togar Margréti Láru bara niður. Hárréttur dómur hjá Agli.
40. mín
Lauren Elizabeth í frábæru færi eftir góða sendingu frá Passariello!

Er hinsvegar aðeins of lengi að þessu sem verður til þess að hún nær ekki hnitmiðuðu skoti og boltinn fer yfir markið.
36. mín
Það verður spennandi að sjá hvernig Selfyssingar bregðast við þessu. Tölfræðin hjá þeim eftir að hafa lent undir í sumar er ekkert sérstaklega góð.
33. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
MAAAAAARK!!

Þetta þarf ekki að vera neitt sérstaklega flókið. Frábær hornspyrna frá Dóru Maríu, Mist Edvardsdóttir stekkur manna hæst í teignum og skallar boltann í netið.

Frábærlega vel gert!
32. mín
Vesna með frábæra sendingu innfyrir vörn Selfyssinga á Margréti Láru sem er í mjög góðu færi en Chante með frábæra markvörslu, hornspyrna.
29. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á fínum stað, 25 metrar líklega. Anna María tekur spyrnuna og lætur bara vaða!

Rétt framhjá.
25. mín
Hlín Eiríksdóttir setur boltann í netið en boltinn hafði í fyrirgjöfinni farið afturfyrir endamörk.
21. mín
Vesna sleppur ein innfyrir vörn Selfyssinga og er í mjög góðu færi en Chante kemur út og lokar markinu vel!

Þarna hefðu Valur hæglega getað komist yfir.
19. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað sem Anna María tekur, reynir að snúa boltanum inná teiginn en gott úthlaup hjá Söndru sem kýlir boltann frá.
16. mín
Fín hornspyrna frá Dóru Maríu beint á kollinn á Örnu Sif sem skallar rétt yfir markið.
13. mín
Hérna vilja Selfyssingar fá vítaspyrnu og ég skil þá bara mjög vel!

Lauren Hughes með fyrirgjöf sem fer BEINT í höndina á Elísu Viðarsdóttir og þaðan aftur fyrir endamörk. Selfyssingar fá hornspyrnuna.
11. mín
Valur fær aukspyrnu rétt við miðjuna, Dóra María tekur hana og hún lætur bara vaða á markið. Chante ver þægilega.
8. mín
Unnur Dóra í fínni stöðu til þess að koma boltanum inní teig hérna niður við hornfána en sendingin arfaslök og fer afturfyrir endamörk.
5. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er gestanna. Thelma Björk með fína spyrnu sem Selfyssingar koma afturfyrir. Hornspyrna hinum megin frá.
3. mín
Leikurinn fer nokkuð rólega af stað en Valsstúlkur mikið mun meira með boltann án þess þó að skapa sér eitthvað hættulegt.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik með boltann og sækja í átt að Tíbrá
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn.

Selfyssingar í sínum vínrauðu aðalbúningum en Valsstúlkur í hvítum varabúningum.

Dómari leiksins í dag er Egill Arnar Sigurþórsson.
Fyrir leik
Valur gerir tvær breytingar frá síðasta leik

Rebekka Sverrisdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma inn í liðið á kostnað Laufeyjar Björnsdóttur og Pálu Marie.
Fyrir leik
Selfyssingar að keyra á sama byrjunarliði og hefur verið undanfarna leiki.

Það sem er virkilega jákvætt er að Guðmunda Brynja er komin í leikmannahóp liðsins og situr á varamannabekknum.
Fyrir leik
Hér koma byrjunarliðin!
Fyrir leik
Valsstúlkur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum í deildinni. Liðið vann ÍA, 2-1 í síðustu umferð þar sem Dóra María og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörk Vals.

Valur þarf að vona að KR nái að hirða stig af Stjörnunni í dag, sömuleiðis ÍA af Breiðablik.
Fyrir leik
Það hefur verið allt annar bragur á Selfyssingum eftir að Guðjón Bjarni tók við fyrir um þremur vikum síðan.

Liðið náð í tvö góð jafntefli í síðustu tveimur leikjum gegn ÞÓR/KA og FH.
Fyrir leik
GRÍÐARLEGA mikilvægur leikur fyrir bæði lið en liðin að berjast á sitthvorum enda deildarinnar.

Ætli Valur að eiga EINHVERN séns á Íslandsmeistaratitlinum skuli þær vinna þennan leik í dag, annað kemur ekki til greina.

Selfyssingar heldur betur í harðri fallbaráttu og eiga rosalegan leik í næstu umferð þar sem liðið mætir Fylki. Gæti orðið úrslitaleikur um hvað lið fer niður.
Fyrir leik
Áfram höldum við á JÁVERK-vellinum í dag. Nú er komið að Pepsideild kvenna en hér mætast Selfoss-Valur.

Lofa veislu!
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('69)
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f) ('55)
14. Rebekka Sverrisdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Rúna Sif Stefánsdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('65)

Varamenn:
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
3. Pála Marie Einarsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir ('55)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: