Kaplakrikavöllur
laugardagur 24. september 2016  kl. 14:00
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Abigail Cottam
FH 0 - 5 ÍBV
0-1 Cloe Lacasse ('15)
0-2 Veronica Napoli ('17)
0-3 Abigail Cottam ('50)
0-4 Abigail Cottam ('68)
0-5 Cloe Lacasse ('77)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
0. Ingibjörg Rún Óladóttir
0. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('63)
0. Rannveig Bjarnadóttir ('63)
4. Guðný Árnadóttir
7. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f)
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('46)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
17. Alex Nicole Alugas

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
13. Nótt Jónsdóttir ('63)
18. Maggý Lárentsínusdóttir ('46)
26. Nadía Atladóttir

Liðstjórn:
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Orri Þórðarson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Guðlaugur Valgeirsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@arnardadi Arnar Daði Arnarsson


93. mín Leik lokið!
Arnar Þór hefur flautað til leiksloka.

Öruggur og sanngjarn 5-0 sigur ÍBV staðreynd!

Abigail Cottam maður leiksins, með tvö mörk og tvær stoðsendingar!

Viðtöl og skýrslan kemur inn síðar í dag.
Eyða Breyta
89. mín
Aldís Kara reynir fyrirgjöf frá vinstri en Margrét Íris gerir mjög vel og teygir sig í boltann og boltinn endar síðan í höndunum á Bryndísi Láru.
Eyða Breyta
88. mín
Selma Dögg með þvílík tilþrif!

Erna Guðrún tók innkast sem Selma Dögg lét fara í gegnum klofið á sér og sneri sér síðan við. Gabbaði þar með varnarmann ÍBV sem kom aftan að henni.

Hvort Selma Dögg hafi verið að reyna þetta, er síðan önnur saga.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Natasha Moraa Anasi (ÍBV)

Eyða Breyta
84. mín
Varamaðurinn, Sóldís Eva með fínt skot við vítateigslínuna en hárfínt yfir.
Eyða Breyta
82. mín
Karólína Lea fékk gefins dauðafæri innan teigs eftir varnarmistök hjá ÍBV en skot hennar við vítapunktinn framhjá markinu. Viðstöðulaust skot en hún hittir ekki á markið.
Eyða Breyta
80. mín Sóldís Eva Gylfadóttir (ÍBV) Cloe Lacasse (ÍBV)
Síðasta skipting leiksins.

Cloe fer af velli, með tvö mark á bakinu.
Eyða Breyta
77. mín MARK! Cloe Lacasse (ÍBV)
ÍBV er að bjóða upp á veislu í Hafnarfirðinum!!!

Eftir hornspyrnu frá Sóleyju og klafs í teignum, barst boltinn fyrir Cloe sem sneri bak í markið innan markteigs. Hún sneri sér við og náði viðstöðulausu skoti í gegnum pakkann og í markið.

Ótrúlegt að hún hafi staðið svona lengi óvölduð rétt fyrir framan markið.
Eyða Breyta
77. mín
Arianna gerir vel og vinnur horn. Rennir boltanum í Ingibjörgu og aftur fyrir.
Eyða Breyta
75. mín
FH-liðið er aðeins að lifna til lífsins aftur en eru þó í erfiðleikum með að skapa sér færi.
Eyða Breyta
71. mín Inga Jóhanna Bergsdóttir (ÍBV) Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Tvöföld skipting hjá ÍBV:

Margrét Íris fer í miðvörðinn fyrir Júlíönu og Inga Jóhanna á miðjuna fyrir Sesselju.
Eyða Breyta
71. mín Margrét Íris Einarsdóttir (ÍBV) Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
68. mín MARK! Abigail Cottam (ÍBV), Stoðsending: Sóley Guðmundsdóttir
Annað mark Cottam í leiknum og annað með skalla!

Sóley með fyrirgjöf innan teigs með hægri og Cottam stekkur manna hæst og skallar yfir Jeanette í markinu!

Góð fyrirgjöf og flottur skalli frá Cottam!
Eyða Breyta
63. mín Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir (FH) Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)

Eyða Breyta
63. mín Nótt Jónsdóttir (FH) Rannveig Bjarnadóttir (FH)

Eyða Breyta
63. mín
FH er að undirbúa tvær skiptingar.
Eyða Breyta
61. mín
Jón Ólafur aðstoðarþjálfari ÍBV eyddi hérna góðri mínútu við hliðarlínuna að reima skónna fyrir Cloe Lacasse. Spurning hvort Cloe sé ekki enn búin að læra að reima eða hvað?
Eyða Breyta
58. mín
Jæja, það er líf.

Karólína Lea með skot sem Bryndís Lára ver.
Eyða Breyta
57. mín
Cottam með skot fyrir utan teig sem endar í þverslánni!

Með þessu áframhaldi endar leikurinn 4 til 6 - 0!
Eyða Breyta
54. mín
FH-stelpur eru alveg heilalausar hérna á köflum og eru í basli með 2-3 metra sendingar.
Eyða Breyta
50. mín MARK! Abigail Cottam (ÍBV), Stoðsending: Cloe Lacasse
Eyjastelpur eru að gera útum þetta hér í byrjun seinni hálfleiks!

Frábær skyndisókn sem endar með skallamarki frá Abigail Cottam við markteigslínuna óverjandi fyrir Jeanette í markinu.

Frábær fyrirgjöf frá Cloe frá hægri kantinum og Abigail óvölduð innan teigs.
Eyða Breyta
47. mín
ÍBV fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelming FH, eftir klafs í teignum fékk Jeanette boltann í gefnum klofið en á síðustu stundu náðu FH-stelpur að hreinsa frá.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
Eyða Breyta
46. mín Maggý Lárentsínusdóttir (FH) Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (FH)
Það er ein skipting í hálfleik. Maggý kemur inn með fyrirliðabandið í staðin fyrir Viktoríu Valdísi.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þetta hefur verið afspyrnu rólegur fyrri hálfleikur það verður að segjast.

Arnar Þór hefur þurft að flauta á tvö brot í leiknum, þrjár hornspyrnuru eru komnar í leiknum og ein rangstaða.

Við höfum hinsvegar fengið tvö mörk og ÍBV hefur hæglega getað skorað fleiri mörk.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Arnar Þór hefur flautað til hálfleiks.
Eyða Breyta
44. mín
ÉG var varla búinn að sleppa orðinu og ÍBV fékk tvö dauðafæri.

Jeanette gerði vel í fyrra skiptið og náði að komast fyrir boltann, sem hrökk út fyrir teiginn og þaðan kom annað skot sem mér sýndist sem að Guðný Árnadóttir hafi varið nánast á marklínu, amk. var boltinn á leiðinni inn.

Þarna hefðu ÍBV hæglega getað bætt við þriðja markinu!
Eyða Breyta
44. mín
Það bendir allt til þess að ÍBV farið með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn.
Eyða Breyta
40. mín
Napoli reyndi stungusendingu innfyrir vörn FH en Viktoría las sendinga vel og náði til boltans.

Abigail hefði annars verið sloppin ein innfyrir.
Eyða Breyta
39. mín
Sesselja Líf með fínt skot utan teigs sem Jeannette blakar yfir markið.
Eyða Breyta
34. mín
Alex Nicole klaufi, alltof lengi með boltann fyrir utan teig ÍBV og boltinn er einfaldlega tekinn af henni.
Eyða Breyta
31. mín
Úff! Það hefur kannski ekki mikið sést til Cloe í leiknum en þarna minnti hún heldur betur á sig.

Abigail gerði vel, lagði boltann til hliðar á Cloe sem kom á sprettinum, hljóp inn í teig FH, tók Ingibjörgu á og átti síðan fínt skot sem Jeanette varði og aftur fyrir.

Ekkert varð síðan úr hornspyrnu ÍBV.
Eyða Breyta
29. mín
Leikurinn er í miklu jafnvægi en Veronica Napoli sem er kominn á hægri kantinn núna, átti skot sem lenti ofan á þaknetinu.

Cloe Lacasse er komin á vinstri kantinn.
Eyða Breyta
26. mín
Laglegt spil hjá ÍBV en Erna Guðrún gerir vel og nær til boltans á síðustu stundu.

Abigail, Lisa-Marie og Veronica Napoli náðu upp góðu samspili sín á milli innan vítateigs FH en á síðustu stundu komst Erna Guðrún fyrir.

Spurning hvort einhver af þessum þremur leikmönnum ÍBV hafi ekki átt að vera búnar að láta vaða á markið.
Eyða Breyta
22. mín
Heimastelpur eru aðeins að hressast og eru farnar að pressa ÍBV liðið hærra.
Eyða Breyta
19. mín
Guðný Árnadóttir tók spyrnuna sem var fín, en Bryndís Lára með allt á hreinu í markinu og hélt boltanum.
Eyða Breyta
19. mín
Natasha Anasi brýtur á Alex Nicole rétt fyrir utan teig ÍBV.
Eyða Breyta
17. mín MARK! Veronica Napoli (ÍBV), Stoðsending: Abigail Cottam
EYJASTELPUR BÆTA VIÐ ÖÐRU MARKI!

Abigail Cottam átti skot innan teigs sen Jeannette varði, en beint út í teiginn og beint í fæturnar á Napoli sem renndi boltanum nánast í tómt markið.

Eru þær að gera útum þennan leik?
Eyða Breyta
15. mín MARK! Cloe Lacasse (ÍBV)
Þvílíkt mark og þvílíkt einstaklingsframtak!!!

Cloe fór framhjá einhverjum 2-3 varnarmönnum FH án þess að hafa mikið fyrir því og lagði síðan boltann framhjá Jeannette í markinu.

Gestirnir komnir yfir og Orri Þórðarson þjálfari FH getur ekki verið ánægður með þessa varnarvinnu!
Eyða Breyta
8. mín
Selma Dögg gerir vel og tekur boltann af Veronicu Napoli innan teigs FH, en Veronica var að gera sig líklega til að munda skotfótinn.
Eyða Breyta
7. mín
Jæja, FH komst í sínu fyrstu sókn sem endar með skoti frá Karólínu Leu sem fer í varnarmann og aftur fyrir.

Aldís Kara tekur síðan hornið sem er slakt, nær ekki að lyfta boltanum og Arianna hreinsar í innkast.
Eyða Breyta
6. mín
23 á Lisa-Marie með fínt skot innan teigs en Jeannette gerir vel og ver boltann og gott betur en það og heldur boltanum. Laglegur samleikur ÍBV, þar sem Abigail Cottam renndi boltanum út á Lisu-Marie.
Eyða Breyta
4. mín
Eyjastelpur byrja af krafti og pressa FH-inga hátt uppi. FH ekki enn komist yfir miðju fyrstu mínútur leiksins.
Eyða Breyta
3. mín
Erna Guðrún er greinilega funheit og ákveður að fara úr síðermabolnum sem hún var í, innanundir. Fáránlega vel gert hjá henni. Snögg og örugg í sínum hreyfingum þegar hún gerði það.

Væri persónulega til í að læra þetta. Þ.e.a.s. að fara úr bol án þess að þurfa að fara úr peysunni.
Eyða Breyta
2. mín
Liðsuppstilling FH:
Jeanette Williams
Guðný - Viktoría - Ingibjörg Rún - Erna Guðrún
Bryndís Hrönn - Selma Dögg - Rannveig - Karólína
Alex Nicole - Aldís Kara
Eyða Breyta
2. mín
Liðsuppstilling ÍBV:
Bryndís Lára
Arianna Romero - Júlíana - Natasha - Sóley
Lisa-Mare Woods - Sigríður Lára - Sesselja Líf - Veronica Napoli
Abigail Cottam - Cloe Lacasse
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Afspyrnu fámennt er í stúkunni og ég er ekki frá því að leikmenn plús dómarar leiksins séu fleiri en áhorfendurnir í stúkunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Það styttist í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH eru án bakvarðanna, Mariu Selmu Haseta og Sveinbjargar Andreu í dag. Viktoría Valdís er því líklega í miðverðinum og Guðný Árnadóttir í bakverðinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er frábært veður til knattspyrnuiðkunar hér í dag.

Sólin skín örlítið og það er gott sem logn. Það rigndi mikið í morgun og er völurinn líklega vel blautur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍBV er hinsvegar í róleg heitunum um miðja deild og eina sem þær eru að keppast um, er að ná Þór/KA sem er með tveimur stigum meira en ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH hefur bjargað sæti sínu í deildinni, þær eru fimm stigum frá næst neðsta sætinu en innbyrðis viðureignir annara liða verða til þess að þær geta ekki fallið sama hvernig fer.

Þær unnu mjög svo mikilvægan sigur gegn Fylki í síðustu umferð og hagstæð úrslit daginn eftir tryggði þeim sæti í deildinni á næsta ári.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli.

Hér í kvöld eigast við FH og ÍBV í næst síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir ('71)
5. Natasha Moraa Anasi
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('71)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
10. Veronica Napoli
11. Lisa-Marie Woods
20. Cloe Lacasse ('80)
22. Arianna Jeanette Romero
23. Abigail Cottam

Varamenn:
12. Sigríður Sæland Óðinsdóttir (m)
6. Sara Rós Einarsdóttir
9. Rebekah Bass
15. Ásta María Harðardóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir ('71)
21. Inga Jóhanna Bergsdóttir ('71)

Liðstjórn:
Sóldís Eva Gylfadóttir
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
María Guðjónsdóttir
Hjördís Jóhannesdóttir
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Natasha Moraa Anasi ('87)

Rauð spjöld: