Kópavogsvöllur
laugardagur 24. september 2016  kl. 16:00
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Elías Ingi Árnason
Breiðablik 2 - 0 ÍA
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('82)
2-0 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('89)
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
0. Fjolla Shala ('68)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('85)
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir (f)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('57)

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('85)
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('68)
20. Olivia Chance ('57)

Liðstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Elvar Leonardsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


93. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið og Blikar vinna 2-0 sigur. ÍA kveður deild þeirra bestu í bili en liðið spilaði nokkuð vel í dag eins og heilt yfir í sumar og leikmenn og þjálfarar mega bera höfuðið hátt. Blikar halda pressu á Stjörnunni og það eru enn tvö stig á milli toppliðanna fyrir síðustu umferð.

Ég þakka annars fyrir mig í bili. Viðtöl og skýrsla hér á eftir.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Hrefna Þuríður Leifsdóttir (ÍA)
Hrefna fær gult fyrir að stoppa sókn Blika.
Eyða Breyta
89. mín Fríða Halldórsdóttir (ÍA) Cathrine Dyngvold (ÍA)
Kristinn og Steindóra leyfa ungu stelpunum að sprikla hér í lokin.
Eyða Breyta
89. mín MARK! Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Blikar eru að landa þessu! Málfríður Erna skallar hornspyrnu Hallberu í netið.
Eyða Breyta
85. mín Sandra Ósk Alfreðsdóttir (ÍA) Rachel Owens (ÍA)
Sandra fer í miðvörðinn og Jaclyn Pourcel færir sig upp á miðju. Jaclyn er búin að vera algjörlega frábær í leiknum.
Eyða Breyta
85. mín Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Senter fyrir senter.
Eyða Breyta
82. mín MARK! Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Esther Rós Arnarsdóttir
Það hlaut að koma að þessu. Fanndís er búin að koma Blikum yfir. Hún skoraði eftir sendingu frá Esther í teignum. Vel klárað hjá Fanndísi.
Eyða Breyta
80. mín
Spurning hvað landsliðskonurnar eiga eftir á tanknum. Það verður að viðurkennast að Hallbera hefur oft spilað betur en í dag. Er búin að vera í miklu basli með að spila á samherja í seinni hálfleiknum og það hefur einnig dregið af Berglindi og Fanndísi.
Eyða Breyta
79. mín
Tíminn er að renna út hérna. Finna Blikar sigurmarkið?
Eyða Breyta
78. mín Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA) Maren Leósdóttir (ÍA)
Örfættur sóknarmaður inn fyrir Maren. Fer beint á vinstri kantinn.
Eyða Breyta
78. mín
Varamaðurinn Esther Rós kom inná með ferska fætur. Hún reyndi skot að marki nú rétt í þessu en það er beint á Ástu.
Eyða Breyta
74. mín
Það verður að hrósa ÍA fyrir sína frammistöðu hingað til. Þær eru að reyna að spila fótbolta og gera það betur núna í seinni hálfleik en þeim fyrri. Blikar eru ekki að ná að opna þær eins mikið og liðið er farið að ógna aðeins fram á við inná milli.
Eyða Breyta
73. mín
Berglind Björg kemur boltanum í netið en er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
70. mín
Áfram sækja Blikar án árangurs. Fanndís var að þruma rétt yfir.
Eyða Breyta
68. mín Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Fjolla Shala (Breiðablik)
Esther kemur inn fyrir Fjollu. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt en Fjolla var búin að vera einn besti leikmaður Blika í leiknum.
Eyða Breyta
67. mín
Þetta lítur ekki vel út. Fjolla Shala liggur eftir á vellinum. Ég sá ekki hvað gerðist en það er næsta víst að þegar Fjolla þarf að fara útaf á börum þá er eitthvað mikið að. Þetta var örugglega ekki samstuð. Virðist sem Fjolla hafi meiðst í kjölfarið á að hafa tekið skot að marki.
Eyða Breyta
62. mín
Það eru fréttir úr Vesturbænum en Bryndís Björnsdóttir var að koma Stjörnunni yfir.
Eyða Breyta
60. mín
Dauðafæri! Fjolla ætlar að lyfta boltanum upp í horn á Svövu en Veronica skallar boltann þannig að hann dettur eiginlega beint fyrir Svövu í teignum. Sannkallað dauðafæri en Svava setur boltann framhjá. Hvar eru markaskórnir í Kópavogi?
Eyða Breyta
58. mín
Dunnigan með hörkuskot utan af velli en það veldur Sonný engum vandræðum.
Eyða Breyta
57. mín Olivia Chance (Breiðablik) Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Þorsteinn freistar þess að fríska upp á sóknarleikinn. Olivia kemur inn á miðjuna og Hildur Antons reynir fyrir sér í nýrri stöðu: Hægri bakverði!
Eyða Breyta
56. mín
Úff. Þarna fórnar Ásta andlitinu. Mikill barningur í teignum eftir aukaspyrnu Blika. Boltinn dettur hættulega í teignum og sókninni lýkur á því að boltinn berst út á Hildi sem svoleiðis neglir að marki. Þær Rachel Owens og Ásta henda sér báðar fyrir boltann sem skýst af andlitinu á Ástu og aftur fyrir.
Eyða Breyta
55. mín
ÍA liðið er að gera þetta þokkalega vel en eru bara að spila með tvær inná miðri miðjunni og spurning hvort Blikar ættu ekki að reyna að fara meira þar í gegn í stað þess að spila nánast undantekningalaust út á kantana.
Eyða Breyta
53. mín
Dauðafæri hjá ÍA! Dyngvold kemur boltanum á Dunnigan sem er komin ein gegn Sonný en Sonný ver boltann út. Dyngvold reynir að fylgja eftir en varnarmenn Blika komast fyrir skotið og boltinn fer aftur fyrir. Ekkert verður úr horninu. Þarna munaði litlu að Blikum yrði refsað.
Eyða Breyta
48. mín
Breiðablik á fyrsta færi seinni hálfleiksins. Svava Rós á fína fyrirgjöf á fjær en Fanndís nær ekki að stýra skalla sínum á markið.
Eyða Breyta
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Þjálfarar liðanna gera engar skiptingar og mér sýnist allar vera á sínum stað frá því í fyrri hálfleiknum. Við hljótum að fá mark í þetta núna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og það er enn markalaust. Ótrúlegt en satt. Ásta Vigdís markmaður ÍA hefur verið best á vellinum hingað til og gripið vel inn. Hún er einmitt í láni hjá ÍA frá Breiðablik og það verður áhugavert ef að frammistaða hennar mun ráða úrslitum í leiknum.
Eyða Breyta
43. mín
Það er enn markalaust í leik KR og Stjörnunnar en þar eru svipaðir hlutir í gangi. Lið í bullandi baráttu á toppi og botni deildarinnar sem þurfa að vinna. Pétur Axel Pétusson er í Vesturbænum og þið sjáið textalýsinguna frá honum HÉR
Eyða Breyta
40. mín
Þetta er áfram algör einstefna en ÍA var að fá ágætan séns rétt í þessu. Dyngvold vann boltann af Ingibjörgu og komst á ferðina. Hún skilaði boltanum hinsvegar afskaplega illa á Dunnigan en þarna voru þær komnar tvær á tvær á varnarmenn Blika. Svona móment verður að nýta.
Eyða Breyta
28. mín
ÍA með sitt fyrsta markskot en það er lítil hætta á ferðum. Blikar bruna svo í sókn og Fanndís er straujuð niður. Blikar fá aukaspyrnu og senda boltann fyrir. Þar er Málfríður Erna sterkust í loftinu og Ásta þarf að hafa sig alla við að verja skalla hennar í stöngina og út.
Eyða Breyta
27. mín
Rakel! Er komin alveg upp að marki en í þröngu færi og Ásta ver frá henni. Rakel fær boltann aftur og leggur hann út í teiginn en ÍA er að vinna alla þessa bolta sem Blikar eru að leggja út í teig.
Eyða Breyta
24. mín
Ótrúlegt að hér sé enn markalaust. Svava Rós búin að komast upp hægri kantinn trekk í trekk en nær aldrei að leggja boltann út á samherja.
Eyða Breyta
18. mín
Fanndís leikur inn á völlinn og reynir skot utan teigs. Það er beint á Ástu.
Eyða Breyta
14. mín
Áfram ógna Blikar. Mér sýndist það vera Svava Rós frekar en Rakel sem var að setja boltann rétt yfir eftir hornspyrnu. Eins og staðan er núna þá er þetta bara spurning um hvenær en ekki hvort Blikar skori.
Eyða Breyta
11. mín
Breiðablik stjórnar þessu hér í upphafi. Eru búnar að eiga nokkrar hættulegar sóknir. Það segir mér samt eitthvað að þær séu ekkert pollrólegar vitandi af þeim Dyngvold og Dunnigan báðum upp á topp. Virkilega öflugir leikmenn sem geta refsað fyrir minnstu mistök.
Eyða Breyta
9. mín
Fanndís! Hún hleypur sig í gegnum varnarlínu ÍA og er komin ein gegn Ástu en setur boltann í hliðarnetið. Virkilega vel gert fram að kláruninni.
Eyða Breyta
8. mín
Hallbera á hér hættulegan bolta á fjær. Svava Rós kemur á hörkuhlaupi en rétt missir af boltanum.
Eyða Breyta
7. mín
Gestirnir spila 4-4-2:

Ásta Vigdís
Aníta - Jaclyn - Hrefna - Veronica
Gréta - Bryndís - Rachel Owens - Maren
Dyngvold - Dunnigan

Sama byrjunarlið og gegn Val í síðustu umferð. Þekki þó ekki hvort þær hafi stillt eins upp.
Eyða Breyta
5. mín
Blikar stilla svona upp í dag:

Sonný
Selma Sól - Ingibjörg - Málfríður - Hallbera
Fjolla - Hildur
Rakel
Svava Rós - Berglind - Fanndís

Sem sagt. Sama lið og Þorsteinn hefur haldið sig við að undanförnu nema hvað að Selma Sól kemur inn fyrir Örnu Dís sem tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt í toppslagnum í síðustu umferð.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta færið er Blika. Berglind fær stungu inn fyrir. Skagakonur stoppa og lyfta upp höndunum, biðja um rangstöðu, en Siggi Schram flaggar ekki. Ásta kemur vel út úr markinu og nær að verja frá Berglindi. Blikar fá í kjölfarið hornspyrnu sem Berglind skallar rétt yfir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Elías er búinn að flauta leikinn á. Gestirnir byrja og leika í átt að Sporthúsinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt að verða klárt. Virðist vera búið að stytta upp í bili en völlurinn er rennandi blautur og iðagrænn. Aðstæður bjóða upp á fínasta fótbolta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég er annars alveg að verða búin að læra á Twitter (erfitt að kenna gömlum hundi..) og ég hvet ykkur til að vera virk og tísta um leikinn. Aldrei að vita nema vel valin tíst muni hressa upp á textalýsinguna. Hvernig spáið þið? #fotboltinet
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks eftir landsleikjahléið. Þær Fanndís, Hallbera og Berglind Björg spiluðu bæði gegn Slóveníu og Skotlandi og Málfríður Erna kom inná sem varamaður gegn Slóvenum. Spurning hvort það sitji í þeim einhver þreyta eða hvort þær séu búnar að jafna sig og verði með brakandi ferska fætur. Þjálfarar ÍA gátu væntanlega nýtt tímann vel með öllum sínum leikmannahópi og aldrei að vita nema gular mæti með einhver ný tromp uppi í erminni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er Elías Ingi Árnason sem mun dæma leikinn hér í dag en honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Schram og Óliver Thanh Tung Vú. Eftirlitsmaður er Jón Magnús Guðjónsson og Gylfi Tryggvason verður í hlutverki varadómara.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hlutskipti liðanna hefur verið afar ólíkt í sumar og nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu sitja Skagakonur á botni deildarinnar með 7 stig. Blikar eru hinsvegar í 2. sæti og hafa safnað 36 stigum.

Það er allt undir hjá báðum liðum í dag. ÍA verður að vinna til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni en það eru fjögur stig í liðin fyrir ofan.

Blikar halda áfram að eltast við Stjörnuna en það eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að. Undir flestum kringumstæðum myndi maður halda að þetta væri komið hjá Stjörnunni en liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum og verður án lykilmanna í tveimur síðustu leikjunum. Það getur því ennþá allt gerst og Blikar eflaust ekki alveg búnar að missa vonina eftir vonbrigðin í síðustu umferð. Það er klárt að Blikar munu anda ofan í hálsmálið á Stjörnukonum fram á síðustu sekúndu mótsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Halló halló!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og ÍA í Pepsi-deild kvenna. Flautað verður til leiks kl.16:00 og við munum fylgjast vel með gangi mála.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
3. Megan Dunnigan
4. Rachel Owens ('85)
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Jaclyn Pourcel
7. Hrefna Þuríður Leifsdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir ('78)
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir
16. Veronica Líf Þórðardóttir
17. Cathrine Dyngvold ('89)

Varamenn:
12. Júlía Rós Þorsteinsdóttir (m)
2. Elísa Eir Ágústsdóttir
8. Unnur Elva Traustadóttir
11. Fríða Halldórsdóttir ('89)
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('78)
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir ('85)
21. Eva María Jónsdóttir
22. Karen Þórisdóttir
24. Aldís Ylfa Heimisdóttir

Liðstjórn:
Steindóra Sigríður Steinsdóttir (Þ)
Kristinn H Guðbrandsson (Þ)
Anna Sólveig Smáradóttir
María Mist Guðmundsdóttir
Hjördís Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Hrefna Þuríður Leifsdóttir ('90)

Rauð spjöld: