Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Valur
1
0
Breiðablik
Dóra María Lárusdóttir '4 1-0
30.09.2016  -  16:00
Valsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Logn og sól en heldur napurt.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 96
Maður leiksins: Sandra Sigurðardóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('66)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Rúna Sif Stefánsdóttir ('62)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('90)

Varamenn:
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir ('66)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Elfa Scheving Sigurðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Valur vinnur 1-0 sigur. Allt óbreytt á toppnum. Valur klárar í 3.sæti. Ná Blikum að stigum en markatala Kópavogsliðsins er töluvert betri og þær enda í 2.sæti.

Hér að leik loknum fá leikmenn liðanna viðurkenningar. Blikinn Málfríður Erna fær háttvísiverðlaun KSÍ. Þá fær Berglind Björg afhentan bronsskóinn og Margrét Lára silfurskóinn.

Loks fá leikmenn Breiðabliks silfurpening um hálsins fyrir að ná 2. sæti deildarinnar.

Til hamingju.

Ég þakka annars fyrir mig. Frábæru fótboltasumri lokið. Viðtöl og skýrsla hér á eftir.
90. mín
Inn:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur) Út:Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Kristín Ýr klárar leikinn upp á topp.
87. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik)
Selma Sól kemur inn fyrir Örnu Dís. Mér sýnist Blikar ætla í þriggja manna vörn hér í lokin.
85. mín
Ó mæ! Tryllingur í gangi á Skaganum. KR er komið yfir eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Þetta þýðir að Selfoss er á leiðinni niður.

81. mín
Stórhætta í vítateig Vals en Blikar ná ekki að koma boltanum yfir línuna. Sókninni lýkur á því að brotið er á Söndru sem liggur meidd eftir. Hún harkar af sér að lokum.
79. mín
Stjarnan er að vinna 4-0 og gott sem búnar að tryggja sér titilinn. KR var hinsvegar að setja spennu í botnbaráttuna með því að jafna gegn ÍA. Lokamínúturnar verða svakalegar.
78. mín
Hlín með flotta rispu og lætur vaða á markið. Aftur sér Sonný við henni.
76. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá Hallberu. Sandra virðist blindast af sólinni og fer ekki út í boltann sem flýgur aftur fyrir, rétt áður en Svava Rós nær til hans.
75. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Fanndís getur ekki haldið áfram leik vegna meiðsla. Sólveig leysir hana af síðasta korterið. Vonum að meiðsli Fanndísar séu ekki alvarleg. Þó að tímabilið hér heima sé að klárast er Evrópukeppnin framundan hjá Breiðablik.
74. mín Gult spjald: Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Dóra María er við það að sleppa í gegn og Ingibjörg sem er aftasti varnarmaður tekur hana úr jafnvægi og stoppar þannig sóknina. Af hverju er þetta ekki rautt?
69. mín
Þarna skall hurð nærri hælum. Rakel sendir háan bolta inn á teig þar sem Fanndís tekur við honum og kemur boltanum í netið. Hún er hinsvegar dæmd rangstæð. Fanndís lendir í samstuði í kjölfarið og liggur eftir á vellinum. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
69. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Rétt utan teigs. Elísa ekki sátt við dóminn en Guðmundur Ársæll stendur við sitt. Hallbera tekur spyrnuna og nær að snúa boltanum yfir vegginn.. Og markið..
66. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Önnur breyting hjá Val. Arna hlýtur að vera meidd. Rebekka fer í hægri bak og Elísa færir sig í miðvörðinn.
62. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Valur)
Fyrsta skiptingin hjá Val. Málfríður Anna kemur inn fyrir Rúnu Sif sem hefur látið lítið fyrir sér fara í dag.
61. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Val! Hlín kemst í ágætan séns hægra megin. Kemst inn á teig en Sonný kemur vel út á móti og lokar á skotið. Vel gert hjá Sonný.
60. mín
Sóknarþungi Blika mikill. Rakel Hönnudóttir var að negla yfir.
57. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Olivia Chance (Breiðablik)
Steini Halldórs gerir sína fyrstu breytingu. Esther Rós kemur inn fyrir Oliviu sem hefur ekki fundið sig hér í dag.

54. mín
Sandra! Rakel Hönnu stingur boltanum inn á Svövu Rós. Thelma Björk rennur og Svava kemst ein gegn Söndru en hún ver glæsilega. Þarna mátti engu muna.
47. mín
Blikar ógna strax í upphafi seinni hálfleiks. Hallbera á enn eina hættulega hornspyrnuna og Sandra á í vandræðum með að ná til boltans. Valsarar ná þó að hreinsa.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og liðin mæta óbreytt til leiks.
45. mín
Hálfleikur. Heimakonur leiða 1-0 en virkilega góð byrjun skilaði þeim marki strax í upphafi. Leikurinn hefur jafnast eftir því sem liðið hefur á hann og Blikar verið hættulegri hér undir lok hálfleiksins.

Eins og staðan er í hálfleik í lokaumferðinni þá er KR að fylgja ÍA niður í 1.deild og Stjarnan að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Það eru þó heilar 45 mínútur eftir af mótinu og margt sem getur gerst á þeim tíma í fótbolta.

Fáum okkur kaffi og sjáumst aftur eftir korter.
42. mín
Stjarnan var að komast yfir svo útlitið er ekki bjart hjá Blikum. Marki undir hér í þokkabót.
39. mín
Það vekur athygli að Eiður Ben. fyrrverandi þjálfari Fylkis er mættur á Vodafone-völlinn til að fylgjast með leiknum en gamla liðið hans er á sama tíma að spila mikilvægan leik gegn Selfossi þar sem staðan er markalaus.
36. mín
Nauðvörn hjá Val. Aftur skapast hætta í vítateig Vals eftir fyrirgjöf. Í þetta skiptið frá hægri. Valsarar ná að koma boltanum frá en þó ekki fyrr en að púlsinn á stuðningsmönnum liðsins var rokin vel upp fyrir eðlileg mörk.
34. mín
Kæruleysislegur varnarleikur hjá Val. Blikar með fína sókn. Hallbera setti boltann fyrir á Oliviu en skalli hennar var slakur og beint niður á völlinn. Í stað þess að hreinsa frá reyna Valsarar að skýla boltanum en það gengur ekki betur en svo að Berglind nær boltanum og nær skoti að marki úr fíni færi. Sem betur fer fyrir Val hittir hún boltann illa. Klaufagangur á báða bóga.
31. mín
Séns hjá Val. Það er brotið á Elísu úti hægra megin. Hún tekur aukaspyrnuna sjálf og sendir boltann inná teig þar sem Mist skallar rétt framhjá.
25. mín
Blikar liggja svolítið á Val þessa stundina og eru búnar að fá nokkrar hornspyrnur sem þær hafa ekki geta nýtt.
22. mín
Fanndís! Þarna átti hún að gera betur. Breiðablik átti mjög flotta sókn þar sem boltinn barst kantanna á milli. Sókninni lauk á því að boltinn barst ofan á kollinn á Fanndísi á markteig en hún náði ekki að stýra honum.
19. mín
Flott sókn hjá Val. Mist gerir virkilega vel í að standa af sér andstæðing og setja boltann upp í horn á Hlín. Hlín leikur á varnarmann og leggur boltann út í teig á Vesnu sem skýtur framhjá.
14. mín
Aftur ógna Blikar. Nú reynir Svava Rós skot utan af kanti og Sandra slær boltann í horn. Hallbera tekur eina af sínum eitruðu hornspyrnum en Arna Sif er sterkust í loftinu og skallar boltann frá.
12. mín
Blikar eru að komast betur inn í leikinn eftir að hafa verið undir í baráttunni fyrstu mínúturnar. Nú á hægri bakvörðurinn Arna Dís fína tilraun utan teigs og Sandra þarf að henda sér í sjónvarpsvörslu.
11. mín
Þorsteinn stillir sínu liði svona upp:
Sonný
Arna Dís - Ingibjörg - Málfríður - Hallbera
Hildur
Rakel - Olivia
Svava Rós - Berglind - Fanndís
10. mín
Ekkert sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna. Óli Brynjólfs stillir svona upp:

Sandra
Elísa - Pála - Arna Sif - Thelma Björk
Mist - Laufey
Dóra María
Vesna - Hlín - Rúna Sif
4. mín MARK!
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
Góð byrjun Valsara að gefa. Vesna búin að vera ógnandi hér í upphafi. Nú hleypur hún á vörnina og laumar boltanum inn á Dóru Maríu sem gerir allt rétt og klárar framhjá Sonný. Virkilega vel gert. Varnarmenn Breiðabliks litu út eins og keilur þarna.
3. mín
Valur á fyrsta færi leiksins. Vesna laumar boltanum inn á Rúnu Sif sem setur boltann framhjá.

Vesna á svo aðra tilraun skömmu síðar en vinstrifótarskot hennar er beint á Sonný.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Gestirnir byrja og leika í átt að Öskjuhlíðinni.

Það er enn fámennt en góðmennt í stúkunni en vonum að það fari fjölgandi. Fínar aðstæður og tvö af bestu liðum deildarinnar í aksjón.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Hjá Val koma þær Pála Marie og Laufey Björns inn fyrir Rebekku Sverrisdóttur og Margréti Láru sem er meidd.

Blikar gera einnig tvær breytingar. Arna Dís kemur aftur í hægri bakvörðinn eftir að hafa tekið út leikbann í síðustu umferð og Olivia Chance kemur inn á miðjuna fyrir Fjollu Shala sem meiddist illa í síðasta leik. Nú er komið í ljós að Fjolla er með slitin krossbönd og framundan því löng endurhæfing.
Fyrir leik
Mikið hefur verið rætt um tímasetningu á lokaumferðinni en að spila kl.16 á föstudegi með helgina framundan er sérstakt. Vonum þó að fólk drífi sig beint á völlinn eftir vinnu og fylgist með veislunni live.

Fyrir leik
Fótbolti.net fékk Kjartan Stefánsson, þjálfara 1. deildar meistara Hauka, til að spá fyrir um úrslit í lokaumferðinni og hann spáir Blikum sigri:

Valur 1-2 Breiðablik
Þegar þessi lið mætast má búast við góðum og skemmtilegum fótboltaleik. Það var jafntefli í síðasta leik þessara liða, Valur endar í þriðja sæti sama hvernig þessi leikur fer, Breiðablik er taplaust og á von um að taka titilinn ef Stjarnan misstígur sig.
Fyrir leik
Bæði lið unnu þægilega sigra í síðustu umferð. Blikar sendu ÍA niður í 1.deild með 2-0 sigri á heimavelli á meðan Valsarar sóttu 3 stig á Selfoss. Þar fóru leikar 3-1 en nafna mín Edvardsdóttir átti frábæran leik og var í kjölfarið valin leikmaður 17. umferðar hér á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Vals og Breiðabliks í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna.

Hér á eftir munu liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar mætast og það eru allar líkur á að við fáum hörkuleik.

Blikar hafa ekki gefið upp titilvonir sínar og ætla sér án efa að sækja sigur í von um að topplið Stjörnunnar misstígi sig gegn FH. Valsarar geta náð Breiðablik að stigum en þurfa að vinna upp átta marka mismun til að ná 2. sætinu. Það verður að teljast afar ólíklegt að þeim takist það en þegar þessi lið mætast er alltaf spilað upp á stoltið og Valsarar munu leggja allt í sölurnar til að ljúka tímabilinu með sigri.
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('87)
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
20. Olivia Chance ('57)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('75)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('57)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('75)
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir

Gul spjöld:
Ingibjörg Sigurðardóttir ('74)

Rauð spjöld: