Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Þróttur R.
1
2
Víkingur R.
0-1 Arnþór Ingi Kristinsson '22
Björgvin Stefánsson '47 1-1
1-2 Ívar Örn Jónsson '57
01.10.2016  -  14:00
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Góðar aðstæður miðað við árstíma. Stillt og hiti 6°
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 170 sirka
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson ('84)
Aron Dagur Heiðarsson ('41)
2. Baldvin Sturluson ('46)
3. Finnur Ólafsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Aron Þórður Albertsson
8. Christian Nikolaj Sorensen
10. Brynjar Jónasson
23. Guðmundur Friðriksson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
5. Marteinn Einarsson
6. Birgir Ísar Guðbergsson
13. Björgvin Stefánsson ('41)
15. Jonatan Aaron Belányi
20. Viktor Unnar Illugason ('84)
23. Aron Lloyd Green ('46)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Nik Chamberlain (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Brynjar Þór Gestsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla

Gul spjöld:
Björgvin Stefánsson ('66)

Rauð spjöld:
90. mín
Þúsund þakkir fyrir samveruna. Hér með lýkur þessari textalýsingu. Viðtöl og skýrsla dettur hingað inn fljótlega. Takk fyrir mig
90. mín
Í leikslok er verið að afhenda hér viðurkenningu. Efnilegasti leikmaður Pepsideildarinnar 2016 er Óttar Magnús Karlsson. Óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með þá nafnbót.
Leik lokið!
+3
Óttar Magnús ágengur og sækir aukaspyrnu á vítateigslínunni hér um bil. Óttar skýtur að marki í markmannshornið en Trausti ver og í því flautar Pétur til leiksloka.
90. mín
+2
Var þetta síðasti sénsinn? Þróttarar reyna fyrirgjöf en hún siglir aftur fyrir endamörk.
90. mín
+1
Barningur og Þróttarar sækja. Hægja svo á sókninni og rennur hún út í sandinn
90. mín
Viðbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur
89. mín
Óttar Magnús gerir vel en skotið hátt yfir. Sólar einn, sólar tvo og hleður svo í skot sem flýgur í átt að Blómaval Sigtúni
85. mín
Pétur Guðmundsson færði Halli að gjöf gult og rautt spjald með ritaðri kveðju er hann yfirgaf völlinn. Skemmtilegt þar sem Hallur nældi sér í jú í 134 gul spjöld og 11 rauð spjöld á ferlinum. Slatti
85. mín
Þróttarar vinna aukaspyrnu á vinstri kantinum. Aron sendir boltann inn í en Víkingar bægja hættunni frá. Þróttur heldur pressunni og á endanum er leikurinn stöðvaður vegna höfuðmeiðsla Brynjars
84. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
HEIÐURSKIPTING! Hallur Hallsson yfirgefur völlinn og kveður. Hr.Þróttur hefur stimplað sig út og er hann heiðraður af liðsfélögum sínum sem standa heiðursvörð fyrir hann meðan hann gengur af velli. Falleg stund í Laugardalnum
78. mín
Þarna voru Þróttarar líklegir. Guðmundur Friðriksson sendir fyrir og Björgvin er í barningnum. Brynjar fellur í teignum eftir viðskipti sín við en Kristófer Karl en ekkert dæmt. Hefði mögulega verið ódýrt líka
76. mín
Smá líf eftir doða síðustu mínútna. Sorensen með laglega skiptingu á Guðmund sem vinnur hornspyrnu sem síðan verður ekkert úr. Já ég var að skrifa þetta
74. mín
Fátt að gerast þessa stundina. Víkingarnir beittari en Þróttarar reyna að sækja hratt en án árangurs.
69. mín
Inn:Stefán Bjarni Hjaltested (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Fín frammistaða hjá Arnþóri í dag
68. mín
Hætta við mark Víkinga. Guðmundur Friðriksson fær boltann á fjær eftir langt innkast. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kýs hann að nota hægri fótinn þarna og boltinn hátt yfir markið.
66. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Þróttur R.)
Alan Lowing gerir vel í að stöðva sókn Þróttara. Siglir svo úr höfn upp völlinn með Björgvin á hælunum. Björgvin brotlegur og Pétur veifar réttilega gulu spjaldi
60. mín
Trausti er að vinna baki brotnu hérna í markinu. Fyrst var það frá Bjarna Páli sem hlóð í stórgott skot af 25m sem Trausti varði stórkostlega í horn. Uppúr horninu berst svo boltinn á Viktor sem stimplar sig strax inn. Trausti hinsvegar kemur vel út á móti og lokar rammanum
57. mín MARK!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Boltinn berst á Ívar og hann gerir sér lítið fyrir og hleður í glæsilegt mark af 30 metrunum. Leggur bara boltann í bláhornið framhjá Trausta. Stórglæsilegt og afar smekklegt líka hjá Ívari
55. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Igor Taskovic (Víkingur R.)
Nær Viktor að skora gegn sínum gömlu félögum? Ég ætla að giska á það
55. mín
Dauðafæri! Víkingar heldur betur nálægt því að komast yfir en Trausti gerði vel í að verja.
53. mín
Marktilraun hjá Þrótturum en skot Arons verulega slakt. Tilraun engu að síður
48. mín
Víkingar halda áfram að þjarma að heimamönnum sem standast áhlaupin sem stendur. Hasar í leiknum þessa stundina!
47. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Brynjar Jónasson
Mark! Lagleg skyndisókn hjá heimamönnum. Þróttarar finna Christian Sorensen sem gerir vel í að finna Brynjar sem kom boltanum fyrir markið þar sem Björgvin var einn með létta klárun fyrir opnu marki.
46. mín
Inn:Aron Lloyd Green (Þróttur R.) Út:Baldvin Sturluson (Þróttur R.)
Baldvin hefur lokið þátttöku. Erfiður dagur hjá honum - eins og fleirum í liði Þróttar
46. mín
Leikur hafinn
Pétur hefur blásið til síðari hálfleiks
45. mín
Inn:Kristófer Karl Jensson (Víkingur R.) Út:Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Stopp leikur - Markmannsskipti. Róbert fer af velli og inn kemur Kristófer Karl
45. mín
Jæja leikmenn í óðaönn að ganga inn á völlinn á nýjan leik. Búið að fara yfir málin reikna ég með. Þróttarar þurfa að girða sig í brók og stíga upp ef ekki á illa að fara í þessum síðasta leik þeirra í Pepsideildinni í bili
45. mín
Hálfleikur
Pétur Guðmundsson hefur blásið til leikhlés. Víkingar mikið sterkari aðilinn það sem af er. Þróttarar í raun heppnir að fara inn í hléið aðeins marki undir
44. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Christian Sorensen með góðan sprett. Hendir í skæri og allt saman. Endar ferðalag sitt hinsvegar í jörðinni þar sem Bjarni Páll rennir sér og tekur hann niður. Pétur með allt klárt og lyftir gulu korti
43. mín
Taskovic með skottilraun úr teignum. Þróttarar í tjóni varnarlega og Igor hleður í skot en það vantar nákvæmni og fer beint á Trausta sem verður að kýla boltann. Fast en ónákvæmt hjá Taskovic
42. mín
Fínt spil hjá Víkingum. Leika sér fyrir utan teiginn þar sem Ívar Örn finnur Óttar Magnús sem verndar boltann vel, snýr en skotið varið af Trausta
41. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Þróttur R.) Út:Aron Dagur Heiðarsson (Þróttur R.)
Aron Dagur þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla að því er virðist
40. mín
Arnþór Ingi í færi! Ívar Örn les vel sendingu Halls af miðsvæðinu og geysist upp í hornið og sendir flottan bolta fyrir á Arnþór sem kom á hvínandi siglingu en Arnþór miðlaði boltanum rétt framhjá fjærstönginni.
35. mín
Tufa með góðan sprett og fiskar aukaspyrnu hægra megin, sirka 3 metra fyrir utan teig. Fullkomið spyrnufæri fyrir Ívar. Spyrnan hjá honum hinsvegar slök og beint í vegginn.
34. mín
Afleitt Brynjar! Boltinn dettur fyrir hann beint á móti marki Víkinga og hleður hann í skotið en boltinn nær því að hitta hornfánann.
33. mín
Halldór Smári með góða tilraun eftir fyrirgjöf frá hægri. Tekur boltann laglega á lofti en skotið beint á Trausta sem slær boltann yfir með tilþrifum
32. mín
Víkingar vilja vítaspyrnu. Arnþór Ingi fellur eftir snertingu en Pétur vel staðsettur og gefur merki um að ekkert hafi verið að þessu
30. mín
Fyrsta hornspyrna Þróttar. Davíð Örn Atlason ætlar að skalla til baka á Róbert en nær ekki að stilla miðið og boltinn í horn. Hornspyrnan inn á markteig en Víkingar koma boltanum frá. Þróttarar farnir að sækja í sig veðrið hér í Laugardalnum
29. mín
Besta hingað til frá heimamönnum. Vilhjálmur bindur enda á fína sókn Þróttara en Róbert Örn varði örugglega. Þetta er mögulega eitthvað til að byggja á fyrir heimamenn
24. mín
Víkingarnir eru með tökin. Þróttarar eiga í stökustu vandræðum með að ná einhverju taki á þessum leik. Tufa með góðan sprett og uppsker hornspyrnu.
22. mín MARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Óttar Magnús Karlsson
Fyrsta markið. Óttar Magnús gerir vel fyrir framan teiginn. Skýtur að marki en Trausti ver flöktandi skotið en þar mætir til að hreinsa upp frákastið Arnþór Ingi sem gerir vel í að koma boltanum í markið framhjá Trausta sem var liggjandi
20. mín
Fyrsta marktækifæri Þróttara. Aron Þórður sendir fyrir og þar mætir Brynjar Jónasar á nærstöngina en er aðþrengdur og skotið fer framhjá á nærstönginni
16. mín
Deddari! Arnþór fær boltann eftir laglegt stutt spil fyrir framan teig Þróttara. Nær ekki nógu góðri snertingu á boltann og aðvífandi Trausti nær að verja skotið með fótunum.
15. mín
Fátt að frétta þessa stundina. Bæði lið að reyna að ná fótfestu en gengur erfiðlega að ná flæði í sóknaraðgerðir sínar.
8. mín
Önnur marktilraun frá gestunum. Aftur var það Arnþór Ingi sem fékk boltann hægra megin í teignum en skot hans yfir og framhjá. Góður séns. Þróttarar þurfa að vakna
7. mín
Dauðafæri! Óttar Magnús keyrir á nærstöng og mætir fyrirgjöf Ívars en leggur boltann rétt framhjá nærhorninu. Þarna voru heimamenn stálheppnir!!
6. mín
Hætta eftir vandræðagang hjá Þrótturum. Glopra frá sér boltanum á eigin vallarhelmingi sem endar með skoti Arnþórs Inga en skotið í horn. Halldór Smári skallar svo hornspyrnu Taskovic framhjá
2. mín
Vandræðagangur. Trausti skellir sér í úthlaup eftir hornspyrnu Vikinga. Lendir í árekstri og missir boltann sem dettur fyrir Víking sem skýtur að marki en boltinn fer af varnarmanni og Þróttarar hreinsa
2. mín
Fyrsta aukaspyrnan er Víkinga. Brotið á Bjarna Páli. Ákjósanlegt skotfæri
1. mín
Leikur hafinn
Leikar eru hafnir hér í Laugardalanum. Gestirnir í Víking byrja með knöttinn og sækja í átt að Húsdýragarðinum
Fyrir leik
Hallur Hallsson leikmaður Þróttar er í hinsta sinn á skýrslu sem leikmaður. Ferðalag Halls með félaginu hefur verið viðburðaríkt. Hallur ber fyrirliðabandið í dag í fjarveru Karls Brynjars sem er í leikbanni
Fyrir leik
Jæja liðin tvö eru í óðaönn að hita upp hér í Laugardalnun. Allt klárt og tónlistin ómar
Minni gesti og gangandi á twitter´ið - nóg um að vera í dag og #fotboltinet gæti orðið til þess að tístið þitt detti hingað inn. Jáhá!
Fyrir leik
Magnús Gylfason þúsundþjalasmiður hjá Knattspyrnusambandi Íslands spáði í umferðina um daginn

Þróttur - Víkingur 1 - 1

"Leikur sem skiptir litlu máli fyrir bæði lið. Þeir leyfa örugglega leikmönnum að spila sem hafa komið minna við sögu".
sagði Maggi Gylfa um leik dagsins hér í Laugardalnum.
Fyrir leik
Miðvörðurinn geðþekki Karl Brynjar Björnsson er meðal áhorfenda hér í dag en Karl Brynjar tekur út leikbann.

Hjá Víkingum vantar hinsvegar Alex Frey Hilmarsson sem tekur út sína refsingu fyrir fjórar áminningar
Fyrir leik
Síðasti leikur þessara liða á Víkingsvelli endaði með dramatískum 2-0 sigri Víkinga. Mörkin skoruðu Óttar Magnús Karlsson á 90+2 og Gary Martin á 90+4
Fyrir leik
Dómari leiksins er Pétur Guðmundsson. Honum til halds og traust eru Eðvarð Eðvarðsson og Óli Njáll Ingólfsson. Varadómari er Tómas Orri Hreinsson og eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Stefán Maríasson.
Fyrir leik
Tölfræðihornið - Víkingur Reykjavík
Gestirnir í Víkingi hafa átt köflótt tímabil og finna sig í dag í 8.sæti.
Víkingar geta slegið stigamet sitt í Pepsideidinni sigri þeir leikinn í dag en metið settu þeir tímabilið

Stigasöfnun
Víkingur hefur safnað alls 29 stigum af þeim 63 sem í boði hafa verið.
Víkingar uppskera að meðaltali 1,4 stig í leik.

Sigrar - Jafntefli - Töp
8 sigrar
5 jafntefli
8 töp
---
Vikingar sigra að meðaltali í
Gera jafntefli í tæplega fjórða hverjum leik.
Víkingar tapa að meðaltali

Liðið
Víkingur R. hefur notað 25 leikmenn í sumar.
Liðið skorar að meðaltali tæp 1,3 mörk í leik
Liðið fær á sig að meðaltali rétt tæp 1,5 mörk í leik
Markahæsti leikmaður liðsins er hinn ungi Óttar Magnús Karlsson með 7.mörk í 19 leikjum

Útivöllurinn
Víkingar hafa sótt í sumar 6 stig á útivöll
Síðasti sigurleikur þeirra á útivelli leit dagsins ljós 22.maí gegn ÍBV
---
1 sigur
3. jafntefli
5 töp
---
Skora að meðaltali 0,7 mörk á útivelli.
Fá á sig að meðaltali 1,9 mörk í leik.

Agamál
Víkingar hafa fengið í sumar 38 gul spjöld.
Að meðaltali gerir það 1,8 gul spjöld í leik
Fyrir leik
Tölfræðihornið - Þróttur Reykjavík
Heimamenn í Þrótti eru eina liðið í Pepsi sem er nú þegar fallið. Með jafntefli í Árbænum um síðustu helgi varð það endanlega ljóst að þeir gætu ekki bjargað sér frá falli og Inkasso deildin hlutskipti þeirra að ári.

Stigasöfnun
Eins og öðrum liðum í Pepsi deildinni hefur Þrótti staðið til boða 63 stig.
Þróttur hefur safnað alls 14 stigum af þeim 63. stigum sem í pottinum voru.
Að meðaltali nær Þróttur í tæplega 0,7 stig að meðaltali í leik.

Sigrar - Jafntefli - Töp
3 sigrar
5 jafntefli
13 töp
---
Þróttur vinnur að meðaltali 7. hvern leik
Þróttur gerir jafntefli í tæplega fjórða hverjum leik.
Þróttur tapar að meðaltali tæplega tveimur af hverjum þremur leikjum.


Liðið
Þróttur hefur alls notað 30 leikmenn í sumar.
Ekkert lið í deildinni hefur notað fleiri leikmenn.
Liðið skorar að meðaltali 0,9 mörk að meðaltali í leik
Liðið fær á sig að meðaltali 2,3 mörk í hverjum leik
Markahæstir eru Vilhjálmur Pálmason og Brynjar Jónasson með 3. mörk hvor.

Heimavöllurinn
Gervigrasið í Laugardal hefur skilað Þrótti í sumar:
9 stigum alls
---
2 sigrar
3. jafntefli
5 töp
---
Skora að meðaltali 1 mark í leik.
Fá á sig að meðaltali 2,2 mörk í leik

Agamál
Þróttarar hafa fengið í sumar 56 gul spjöld.
Að meðaltali gerir það 2,7 gul spjöld í leik
Þrisvar sinnum hefur Þróttara verið vikið af velli í sumar. Sekir eru Aron Þórður Albertsson, Tonny Mawejjie og reynsluboiltinn Hallur Hallsson
Fyrir leik
Jú verið þið margblessaðir landsmenn góðir í sprelllifandi textalýsingu úr Laugardalanum þar sem Þróttur og Víkingur Reykjavík mu mætast klukkan 1400.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m) ('45)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic ('55)
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('69)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
Helgi Sigurðsson
Stefán Þór Pálsson
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Viktor Jónsson ('55)
12. Kristófer Karl Jensson ('45)
17. Josip Fucek
19. Stefán Bjarni Hjaltested ('69)
27. Marko Perkovic

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('44)

Rauð spjöld: