ÍBV
3
3
Þór/KA
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir '22
0-2 Sandra Mayor '32
0-3 Zaneta Wyne '58
Cloe Lacasse '84 1-3
Cloe Lacasse '87 2-3
Natasha Anasi '93 3-3
30.09.2016  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Kalt og rigning á köflum
Dómari: Tómas Orri Hreinsson
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Natasha Anasi
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('73)
10. Veronica Napoli ('69)
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
11. Lisa-Marie Woods ('28)
20. Cloe Lacasse
22. Arianna Jeanette Romero
23. Abigail Cottam

Varamenn:
6. Sara Rós Einarsdóttir ('69)
9. Rebekah Bass ('28)
18. Margrét Íris Einarsdóttir ('73)
23. Shaneka Jodian Gordon
23. Inga Birna Sigursteinsdóttir

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Inga Jóhanna Bergsdóttir
Sóldís Eva Gylfadóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Sonja Ruiz Martinez

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV nær í stig gegn Þór/KA eftir rosalegar lokamínútur! Ótrúlegt hvernig Þór/KA missti þetta niður þó þessi úrslit þýði ekki mikið. Þá er tímabilinu formlega lokið í Pepsi-deild kvenna. Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
93. mín MARK!
Natasha Anasi (ÍBV)
ÍBV hefur á 10 mínútum jafnað metin! Þvílíkur viðsnúningur hjá liðinu! Markmaðurinn var kominn aðeins af línunni, Natasha sá það og lyfti boltanum glæsilega í fjærhornið!
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna.
88. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
87. mín MARK!
Cloe Lacasse (ÍBV)
Cloe setur annað fyrir ÍBV! Fékk boltann inni í teignum, snéri varnarmann af sér og setti hann í hornið! Fáum við dramtík í lokin?
84. mín MARK!
Cloe Lacasse (ÍBV)
Stoðsending: Arianna Jeanette Romero
ÍBV nær í sárabótarmark. Góð sending frá Ariönnu og Cloe nær í boltann á undan markmanninum.
82. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
81. mín
Rebekah Bass skýtur beint í vegginn. Saga leiksins hjá ÍBV.
80. mín
ÍBV fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
76. mín
Inn:Silvía Rán Sigurðardóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
73. mín
Inn:Margrét Íris Einarsdóttir (ÍBV) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
69. mín
Inn:Sara Rós Einarsdóttir (ÍBV) Út:Veronica Napoli (ÍBV)
59. mín
Rebekah Bass í dauðafæri, fékk boltann frá Veronicu Napoli en skot hennar hafnar í slánni af vitapunktinum nánast.
58. mín MARK!
Zaneta Wyne (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Þór/KA fékk aukaspyrnu af hægri kantinum. Anna Rakel senti fyrir og Zaneta Wyne hafði betur í barátunni við varnarmann ÍBV.
56. mín
Sandra kemst framhjá Bryndísi en hikar við að skjóta og þegar hún lætur loks vaða er Bryndís komin aftur í markið og skotið vel yfir.
55. mín
Cloe Lacasse með ágætis skot en Aurora var vel á verði og kom boltanum frá.
54. mín
Skot rétt framhjá frá Söndru Gutierrez. ÍBV hefur hingað til verið betri aðilinn og fengið nokkur hálffæri.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Þór/KA með verðskuldaða forystu í hálfleik, hafa spilað flottan fótbolta.
45. mín
Hætta við mark heimamanna. Fyrirgjöf fyrir og boltinn fer af Sóleyju og aftur fyrir en aðeins rétt framhjá markinu.
44. mín
Fín sókn hjá Eyjastúlkum, boltinn gekk frá hægri til vinstri á síðasta þriðjungnum og hann barst að lokum á Napoli sem var kominn í þröngt færi og markmaðurinn vel stðasettur og varði skotið.
42. mín
Veronica Napoli reynir skot utan teigs en það frekar laust og markmaðurinn grípur þetta auðveldlega.
39. mín
Sísí Lára með góðan skalla sem hafnar í þverslánni og gestirnir hreinsa frá! Kom eftir góða hornspyrnu.
38. mín
Andrea Mist Pálsdóttir í dauðafæri! Aftur sending fyrir og hún hafði nægan tíma en reyndi skot í fyrsta og fékk boltann eiginlega á fótlegginn og skotið langt yfir.
32. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Góð sókn hjá Þór/KA sem endar með marki. Hulda Ósk með lága fyrirgjöf og Sandra er fyrst til þess að renna sér í boltann og pota honum yfir línuna. Hún er nú komin með 12 mörk samtals og vantar eitt enn til að fara í 3. sætið yfir markahæstu leikmenn.
28. mín
Inn:Rebekah Bass (ÍBV) Út:Lisa-Marie Woods (ÍBV)
Lisa-Marie Woods fer meidd af velli og Rebekah Bass kemur inn á í hennar stað.
22. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Þetta var ansi klaufalegt mark. Anna Rakel skaut af löngu færi, þetta var gott skot, tökum það ekki af henni en Bryndís verður að gera betur í markinu! Hún nær ekki upp í boltann nógu vel og missir hann hálfpartinn inn!
17. mín
Abigail Cottam kemst í gott færi og reynir skot í fjærhornið en Aurora nær að blaka þessum framhjá, mjög góð varsla.
16. mín
Cloe Lacasse kemst í kjölfarið í gott færi en hittir boltann illa og Aurora Santiago grípur þennan.
15. mín
Veronica Napoli kemur boltanum í netið en rangstaða réttilega dæmd. Cloe Lacasse fékk gott svæði á kantinum og sá Napoli á fjærstönginn, gaf hárnákvæma sendingu fyrir sem Napoli skallaði inn en eins og áðir sagði telur þetta mark ekki.
11. mín
Ansi rólegt yfir þessu fyrstu mínúturnar, Þór/KA meira með boltann en ekkert almennilegt færi enn sem komið er.
5. mín
Góð sending inn fyrir ætluð Cloe en Aurora Santiago, markvörður er fljót að bregðast við og hreinsar frá.
1. mín
ÍBV fékk hornspyrnu. Sigríður Lára komst á endann á spyrnunni en skallinn yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrjar með boltann.
Fyrir leik
Cloe Lacasse og Sandra Gutierrez eru báðar komnar með 11 mörk í sumar og má því segja að leikurinn í dag verðir einvígi milli þeirra um brons- eða jafnvel silfurskóinn en eitt mark skilur þær frá 3. sætinu.
Fyrir leik
Það er týpískt haustveður í dag. Skýjað og rigning á köflum og frekar kalt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin er komin inn og má sjá þau hér til hliðar. Ekkert sem kemur í raun á óvart hjá liðunum nema að Rebekah Bass byrjar á bekknum í dag. Einungis fjórir varamenn eru á bekknum hjá Þór/KA í dag eins og tíðkast stundum hjá gestaliðum sem þurfa að ferðast langt.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða fór 2-0 fyrir Þór/KA á Akureyri. Liðin mættust einnig í bikarnum að norðan en þar hafði ÍBV sigur. Því má búast við hörkuspennandi leik í dag.
Fyrir leik
Liðin sitja í 4. og 5. sæti deildarinnar. Ef ÍBV vinnur í dag getur liðið haft sætaskipti við Þór/KA en annars munu liðin enda í þessum sætum.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin á leik ÍBV og Þórs/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Vegna tæknilegra örðugleika varð smá seinkun á lýsingunni en það er allt til reiðu nú.
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('82)
8. Lára Einarsdóttir ('76)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('82)
14. Margrét Árnadóttir ('88)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Ágústa Kristinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: