Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Ísland U21
2
0
Skotland U21
Aron Elís Þrándarson '47 1-0
1-0 Oliver McBurnie '51 , misnotað víti
Elías Már Ómarsson '66 2-0
05.10.2016  -  15:30
Víkingsvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: Mikið rok og rigning
Dómari: Christian Dingert (Þýskaland)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Adam Örn Arnarson
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hjörtur Hermannsson
6. Böðvar Böðvarsson
9. Elías Már Ómarsson
10. Aron Elís Þrándarson

Varamenn:
12. Frederik Schram (m)
13. Davíð Kristján Ólafsson
14. Óttar Magnús Karlsson
16. Þórður Þ. Þórðarson
18. Albert Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Elías Már Ómarsson ('35)
Rúnar Alex Rúnarsson ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með góðum sigri íslenska liðsins.

Ísland þarf nú sigur í lokaleik riðilsins gegn Úkraínu til að tryggja sér sætið á EM.

Allir að mæta á Laugardalsvöll á þriðjudag klukkan 16:45!
90. mín
Elías Már sleppur einn í gegn en Ryan ver skot hans! Ryan hefur verið besti maður Skota í dag.


81. mín
Viðar Ari á góðan sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf. Elías Már fær boltann í teignum en Ryan ver skot hans vel.
79. mín
Hjörtur skorar eftir hornspyrnu en dómarinn var búinn að flauta áður. Hornspyrnan endurtekin.
79. mín
Það bætir bara í vindinn og rigninguna. Held að flestir bíði bara eftir að leikurinn klárist. Skotar ekki líklegir til að breyta úrslitunum.
78. mín
Inn:Craig Wighton (Skotland U21) Út:Oliver McBurnie (Skotland U21)
Oliver klúðraði vítinu áðan. Hef ekki séð leikmann sem spilar með sokkana lægri heldur en hann.
78. mín Gult spjald: Liam Burt (Skotland U21)
75. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Ísland U21) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
74. mín
Aron Elís með fyrirgjöf á Kristján Flóka sem er í fínu færi í teignum. Skot hans fer yfir.
72. mín
James Jones í ágætis færi en Rúnar Alex ver glæsilega í horn!
69. mín
Inn:Ruben Sammut (Skotland U21) Út:Aidan Nesbitt (Skotland U21)
67. mín
Sláarskot! Skotar nálægt því að svara strax! Liam Henderson á þrumuskot fyrir utan teig sem fer í stöngina og út.
66. mín MARK!
Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Frábær skyndisókn hjá íslenska liðinu. Kristján Flóki kemst upp vinstri kantinn. Í stað þess að senda fyrir sendir hann út á Elías Má sem tekur við boltanum og hamrar honum síðan í fjærhornið. Frábærlega gert!
65. mín
Ryan Hardle með skot af 25 metra færi með vindinum. Rúnar Alex ver vel.
63. mín
Inn:Liam Burt (Skotland U21) Út:Greg Doherty (Skotland U21)
62. mín Gult spjald: Jordan Mcghee (Skotland U21)
Mjög ljót tækling á Aron Elís. Hefði alveg getað fengið rautt spjald!
60. mín
Oliver skallar hornspyrnu á fjærstöngina þar sem Ryan Hurdle er einn og óvaldaður. Hann missir boltann hins vegar út af.
57. mín
Stangarskot! Eftir fína sókn Íslands leggur Elías boltann út á Heiðar Ægisson. Hann á þrumuskot sem fer í varnarmann og þaðan í stöngina!
51. mín Misnotað víti!
Oliver McBurnie (Skotland U21)
Rúnar Alex ver vítaspyrnuna glæsilega!!!! Mcburnie fór sjálfur á punktinn og skaut út við stöng en Rúnar ver!

Hægt er að sjá vörsluna á Snapchat - fotboltinet
50. mín Gult spjald: Rúnar Alex Rúnarsson (Ísland U21)
Nei, nei, nei, nei! Ísland fær á sig vítaspyrnu. Fulton á langt útspark með vindinum og Oliver McBurnie er allt í einu sloppinn í gegn. Rúnar Alex kemur út á móti og brýtur á honum. Vítaspyrna dæmd.
50. mín
Böddi löpp með skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Beint á Fulton í markinu.
47. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
Böddi löpp tekur aukaspyrnu inn á teiginn. Sendingin er góð og Aron Elís setur boltann viðstöðulaust í netið af nokkra metra færi. Aron Elís er uppalinn Víkingur og kann vel við sig hér í Fossvogi.
47. mín Gult spjald: James Jones (Skotland U21)
Sparkaði boltanum í burtu löngu eftir að búið var að flauta.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Liðin óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Dómarinn bætir ekki einni sekúndu við fyrri hálfleikinn. þreyttur á veðrinu. Leikmenn hlaupa inn í klefa!

Íslenska liðið hefur lítið náð að ógna markinu með vindinum. Vonandi kemur mark í seinni hálfleiknum. Sóknarmenn eins og Árni Vilhjálmsson á bekknum. Kæmi ekki á óvart þó að það komi skipting fljótlega.
43. mín
Elías Már kemst upp að endamörkum og sendir fyrir. Aron Elís er í baráttunni, boltinn skýst á milli manna og þar í horn. Íslensku strákarnir vilja hendi en dómarinn dæmir hornspyrnu.
37. mín
Ísland gerði jafntefli við Norður-Írland á Fylkisvelli í fyrra við svipaðar veðuraðstæður. Það er eina stig Norður-Íra í keppninni. Vonum að fleiri stig tapist ekki hér í dag.
36. mín
Það er bara að bæta í vindinn ef eitthvað er. Rigningin líka mikil.
35. mín Gult spjald: Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
Brýtur á Skota. Dómarinn hafði aðvarað Elías fyrir kjaftbrúk svona 35 sekúndum áður.
29. mín
Leikmaður númer 10 hjá Skotum, Oliver McBurnie, spilar með sokkana mjög lágt niðri. Eins og hann sé varla með legghlífar undir þeim. Oliver er fæddur árið 1996 en hann er framherji á mála hjá Swansea.
21. mín
Minni á að Ísland er með vindi í fyrri hálfleik. Við köllum eftir marki fyrir hlé!
19. mín
Kristján Flóki á góðan snúning við vítateiginn. Hann gefur boltann til vinstri á Aron Elís. Aron ákveður að senda aftur út á Flóka en þá komast Skotar inn á milli.
13. mín
Svona er liði Íslands stillt upp

Rúnar Alex
Adam - Orri - Hjörtur - Daníel
Ævar - Heiðar - Böðvar - Aron
Kristján Flóki - Elías
12. mín
Orri hittir ekki boltann í vörninni og Ryan Hardle kemst í gott færi. Rúnar Alex ver hins vegar frá honum í tvígang. Þarna hefðu Skotar getað skorað!
11. mín
Fyrsta hættulega sókn Íslands. Kristján Flóki á fyrirgjöf sem Skotar hreinsa í horn.
8. mín
Vindurinn er að trufla leikmenn mikið. Varamennirnir sitja ekki fremst á bekknum. Þá hellirignir á þá.

Það er sorglegt að sjá svona fáa áhorfendur á jafnmikilvægum leik. Veðrið og leiktíminn að hafa stór áhrif. Þori að fullyrða að hér væri full stúka ef veðrið og leiktíminn væru betri.
6. mín
Mjög fámennt í stúkunni. Einn Skoti mættur í skotapilsi samt í kuldanum. Alvöru maður!
5. mín

2. mín
Vallarklukkan biluð eftir rigninguna. Veðrið er að leika menn grátt.
Fyrir leik
Vindurinn er ská á völlinn. Liðin skipta um helming og Ísland er frekar með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum. Koma svo!
Fyrir leik
Búið að leika þjóðsöngvana. Íslensku strákarnir voru í upphitunarpeysum á meðan. Skotarnir fóru út í treyjunum og var skítkalt.
Fyrir leik
Boltastrákarnir skokka út á völl. Með húfu og vel klæddir. Veitir ekki af.

Frekar fámennt í stúkunni ennþá. Vondur leiktími og vont veður. Hvetjum samt fólk til að kíkja!
Fyrir leik
10 leikmenn í byrjunarliði Íslands eru fæddir árið 1995. Aron Elís Þrándarson er fæddur í nóvember 1994.

1995 árangurinn fór í lokakeppni EM U17 ára landsliða á sínum tíma. Vonandi fara þeir til Póllands á næsta ári.
Fyrir leik
Ryan Fulton, markvörður Skota, er á mála hjá Liverpool en hann er á láni hjá Chesterfield.

Enginn leikmaður í skoska liðinu hefur náð 21 árs aldri á meðan allir leikmennirnir í byrjunarliði Íslands eru 21 árs gamlir!
Fyrir leik
20 mínútur í leik en leikmenn eru búnir að fá nóg af upphituninni í rokinu. Þeir eru farnir inn.
Fyrir leik
Byrjunarlið Skota er hér til hliðar.
Fyrir leik
Liðin byrjuð að æfa í rokinu á Víkingsvelli. Skotar eru í bleikum varabúningum sínum.



Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en hann er ekki í hóp í dag. Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Álasund, tekur stöðu hans.

Kristján Flóki Finnbogason kemur inn fyrir Árna Vilhjálmsson og Ævar Ingi Jóhannesson kemur inn fyrir Viðar Ara Jónsson.

Mikill vindur er á Víkingsvelli þar sem leikurinn efst klukkan 15:30. Ísland fer á EM með sigri á Skotum í dag og gegn Úkraínu í næstu viku. Skotar hafa hins vegar að litlu að keppa.
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson
Skotarnir eru mjög baráttuglaðir og sterkir líkamlega. Við erum kannski undir þar. Við erum sterkari tæknilega og líklega í föstum leikatriðum. Við þurfum að nýta okkur styrkleika sem eru agaður varnarleikur og skipulag. Við þurfum síðan að skora úr þeim færum sem við fáum því við erum góðir í fótbolta.
Fyrir leik
Rúnar Alex Rúnarsson
Ég held að menn séu að fórna öllu og geri allt til þess að komast á EM. Ég er mjög bjartsýnn.
Fyrir leik
Aron Elís Þrándarson
Við stefnum á sex stig úr þessum tveimur leikjum. Allt annað en það yrðu gríðarleg vonbrigði. Það verður erfitt en við gerum þær kröfur á okkur að klára þetta. Við erum að mínu mati með betra lið en Skotland og Úkraína.
Fyrir leik
Ísland og Skotland gerðu markalaust jafntefli þegar þau áttust við ytra fyrir ári síðan. Vonandi ná strákarnir að setja mark á Skotana í dag.
Fyrir leik
Veðrið hefur oft verið betra til að spila fótbolta heldur en í dag.

Við hvetjum hins vegar áhorfendur til að klæða sig vel og koma og styðja strákana!
Fyrir leik
Skotar eru ekki í séns á að komast áfram en þeir skiptu um þjálfara á dögunum. Scott Gemmill tók þá við starfinu af Ricky Sbragia, fyrrum stjóra Sunderland.

Gemmill er að yngja upp í liði Skota en hann gerði tólf breytingar á hópnum frá því í 4-0 tapinu gegn Úkraínu í síðasta mánuði.

Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari Íslands
Við rennum blint í sjóinn. Það varð þjálfabreyting þar og það er mikið af spilurum að koma inn. Við erum búnir að skoða mikið U19 ára liðið þar sem margir af þessum leikmönnum voru að spila. Við vitum þónokkuð um þá en það er alltaf vont þegar það er skipt um þjálfara og það eru áherslubreytingar.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!
Hér verður fylgst með leik U21 árs landsliðs Íslands og Skotlands í undankeppni EM.

Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Ísland í baráttunni um sæti á EM í Póllandi næsta sumar. Ef Ísland vinnur Skota í dag og Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudag þá er sæti á EM í höfn. Ef íslenska liðið misstígur sig er hins vegar ólíklegt að það komist á EM.

Staðan í riðlinum:
1. Makedónía 18 stig eftir 9 leiki
2. Frakkland 17 stig eftir 9 leiki
3. Ísland 15 stig eftir 8 leiki
4. Úkraína 10 stig eftir 8 leiki
5. Skotland 8 stig eftir 8 leiki
6. Norður-Írland 1 stig eftir 8 leiki

Ísland er með betri innbyrðis viðureignir gegn Makedóníu en lakari en Frakkar. Farið er fyst eftir innbyrðis viðureignum ef lið enda jöfn að stigum.

Makedónar mæta Skotum í lokaleik sínum á laugardag á meðan Frakkar mæta Norður-Írum á þriðjudag.
Byrjunarlið:
3. Kyle Cameron
4. Liam Henderson
5. Alexander Iacovitti
6. Zak Jules
7. Aidan Nesbitt ('69)
9. Ryan Hardle
10. Oliver McBurnie ('78)
13. James Jones
16. Greg Doherty ('63)

Varamenn:
12. Mark Hurst (m)
8. Craig Storie
11. Liam Burt ('63)
14. Calum Macdonald
15. Craig Wighton ('78)
17. Ruben Sammut ('69)
18. Jake Sheppard

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
James Jones ('47)
Jordan Mcghee ('62)
Liam Burt ('78)

Rauð spjöld: