Ísland
3
2
Finnland
0-1 Teemu Pukki '21
Kári Árnason (f) '37 1-1
1-2 Robin Lod '39
Gylfi Þór Sigurðsson '51 , misnotað víti 1-2
Alfreð Finnbogason '90 2-2
Ragnar Sigurðsson '90 3-2
06.10.2016  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM 2018
Dómari: Svein Oddvar Moen (Noregur)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('89)
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
22. Björn Bergmann Sigurðarson ('75)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
16. Rúnar Már Sigurjónsson
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Hörður Björgvin Magnússon
25. Theodór Elmar Bjarnason ('89)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kári Árnason (f) ('85)
Aron Einar Gunnarsson (f) ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÉG Á EKKI TIL ORÐ. Ísland vinnur bara með tveim mörkum í uppbótartíma.

Undir stóran hluta í leiknum, brennum af víti. Undir á 90. mínútu en við vinnum samt. ÞVÍLÍK VITEYSA. JÁÁÁÁÁÁÁÁ
90. mín MARK!
Ragnar Sigurðsson (Ísland)
MMAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARKKKKKKKKKKKKKK

Á 96. MÍNÚTU. ÍSLAND SKORAR SIGURMARKIÐ. ÞVÍLÍKT LIÐ, ÞVÍLÍKUR LEIKUR, ÞVÍLÍKT AUGNABLIK.

Raggi skallar inn af stuttu færi.
90. mín
Ari Freyr reynir skot af 35 metrum. Beint í fangið á Hradecky.
90. mín
Inn:Rasmus Schuller (Finnland) Út:Alexander Ring (Finnland)
Nánst ekkert eftir og Finnar ætla að taka jafnteflið.
90. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!

Ísland vinnur hornspyrnu sem Birkir Bjarna er fljótur að taka stutt á Gylfa sem á fyrirgjöf á Alfreð sem klárar af stuttu færi með skalla.

Það er enn tími til að vinna þennan leik!!
89. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Nær Elmar að vera hetja? Hann hefur ekki langan tíma.
87. mín
Jæja. Nú er orðið ansi lítið eftir til að fá eitthvað úr þessum leik.
86. mín
Inn:Jukka Raitala (Finnland) Út:Eero Markkanen (Finnland)
Varamaðurinn fer útaf meiddur.
85. mín Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Kári braut af sér og Finnar voru ósáttir við brotið og það urðu smá slagsmál í kjölfar þess. Þrír fá gult og leikurinn heldur áfram. Aron verður því í banni gegn Tyrkjum.
85. mín Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
85. mín Gult spjald: Paulus Arajuuri (Finnland)
83. mín
Aron Einar vinnur aukaspyrnu rúmum 25 metrum frá markinu. Gylfi reynir aftur.
79. mín
Hradecky að bjarga Finnum aftur.

Aron Einar tekur sig til og á frábært skot sem Hradecky ver út en þá kemur Birkir Bjarna og nær frákastinu en þá ver Hradecky aftur. Finnski markmaðurinn hefur átt góðan leik.
78. mín
Hættulegt skot!

Jói Berg fær boltann á miðjum vallarhelming Finna og hann reynir skot af löngu færi sem fer rétt framhjá markinu.

Meira svona. Ísland þarf að ógna meira.
76. mín
Aron Einar missir boltann á hættulegum stað og Markkanen ræðst á vörnina áður en hann á skot hátt yfir.
75. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Þarna kemur skiptingin sem flestir biðu eftir.
74. mín
Sókn Íslands ekki eins ógnandi eins og hún var í upphafi hálfleiksins. Síðustu mínútur hafa einkennst af því að Finnar fá mikið af innköstum á vallarhelmingi íslenska liðsins.
73. mín
Sá ekki betur en að Viðar Örn var að klára upphitun og er á leiðinni inná.
71. mín
Samfélagsmiðlar vilja fá Viðar Örn inná og það strax. Björn Bergmann haft hægt um sig.
70. mín
Markkanen liggur nú eftir eitthvað meiddur. Finnar eru byrjaðir að taka sér langan tíma í allt saman.
68. mín
Teemu Pukki brýtur af Aroni en fær síðan hendina á fyrirliðanum í andlitið. Pukki ekki sáttur við þetta en Ísland fær aukaspyrnu á eigin vallarhelming.
66. mín Gult spjald: Markus Halsti (Finnland)
Togar í Gylfa sem var að komast í góða stöðu.
65. mín
Fín spyrna hjá Gylfa en Hradecky gerir vel í að verja hana.
64. mín
Jói Berg vinnur aukaspyrnu um 25 metrum frá markinu. Nú stígur Gylfi upp.
63. mín
Finnland hefur ekki unnið leik í tíu leikjum í röð. Vonum að þeir fari ekki að breyta þeirri hefð.

58. mín
Íslenska liðið er búið að vera mikið betra í seinni hálfleik. Jöfnunarmarkið hlýtur að koma.
57. mín
GYLFI MEÐ SKOT Í STÖNGINA

Langt innkast Arons endar á Gylfa sem fer framhjá einum varnarmanni áður en hann skrúfar boltanum í stöngina. Frábær tilraun.
56. mín
Inn:Eero Markkanen (Finnland) Út:Kasper Hamalainen (Finnland)
Finnar gera fyrstu breytingu leiksins.

53. mín Gult spjald: Sauli Vaisanen (Finnland)
Alltof seinn í Alfreð. Alltaf spjald.
51. mín Misnotað víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
NEIII!

Gylfi setur boltann í slánna, þaðan fer hann í bakið á Hradecky og markmaðurinn nær svo að kýla hann í burtu og Finnar sleppa. Úff. Markmaðurinn náði til boltans áður en íslensku sóknarmennirnir náðu að fylgja eftir.
50. mín
VÍÍÍÍÍÍÍTI!!!!

Ísland fær víti. Hornspyrna Jóa fer á kollinn á Kára sem skallar í hendina á Vaisanen.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Við höfum 45 mínútur til að snúa þessu við. Nóg eftir.
45. mín
Hálfleikur
Finnar eru yfir í hálfleik. Slappur varnarleikur hefur orðið Íslandi af falli í leiknum hingað til.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
43. mín
Þvílík varsla frá Hradecky.

Aron Einar tók langt innkast sem Kári flikkar á Ragga sem er í dauðafæri en skallinn hans frá markteig er varinn af Hradecky. Rosaleg varlsa.

39. mín MARK!
Robin Lod (Finnland)
Finnar ekki lengi að komast aftur yfir. Lod reynir skot sem fór í Ragga, hann fær boltann hins vegar aftur og í þetta skiptið fer boltinn í bláhornið.

Einbeitingarleysi að fá á sig mark aftur um leið en varnarleikurinn í báðum mörkunum hefur verið virkilega slakur.
37. mín MARK!
Kári Árnason (f) (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

ÞARNA!!

ÍSLAND ER BÚIÐ AÐ JAFNA. Birkir Bjarnason vann hornspyrnu sem Jóhann Berg tók, beint á kollinn á Kára sem skallaði í markið úr þröngu færi. Hradecky fór út í boltann og missti af honum og var markið opið.

JÁÁÁÁÁÁÁ!!
32. mín
Löng sókn Íslands endar með að boltinn fer á Alfreð Finnbogason sem í góðri stöðu en varnarmaður kemst í boltann og setur hann í horn. Norðmaðurinn með flautuna ruglaðist hins vegar eitthvað og gaf markspyrnu.

Ísland er búið að pressa undanfarnar mínútur en það þarf að reyna meira á Hradecky í markinu. Hann hefur haft það nokkuð þægilegt.
28. mín
Aron Einar reynir skot af um 30 metrum en það er vel framhjá. Það verður mikið þolinmæðisverk að komast í gegnum fjölmenna vörn Finna.
26. mín
Kári Árnason kemur með hressilega tæklingu á Hamalainen. Honum fannst hann ná boltanum en tæklingin var hörð. Dómarinn gefur honum tiltal og síðasta séns áður en hann fær spjald.
24. mín
Nú þurfum við bara að svara þessu. Nægur tími eftir!
21. mín MARK!
Teemu Pukki (Finnland)
Stoðsending: Kari Arkivuo
Finnar eru komnir yfir. Arkivuo á fyrirgjöf sem Pukki skallar í bláhornið af stuttu færi. Flottur skalli en varnarleikurinn ekki merkilegur. Gjörsamlega frír skalli.
19. mín
Birkir Bjarnason reynir nú skot af löngu færi en Hradecky ver þetta örugglega. Ísland sterkari aðilinn.
18. mín
Alfreð Finnbogason skorar eftir skot frá Gylfa en hann var kolrangstæður og það sá norski aðstoðardómarinn, því miður.

16. mín
Víkingaklappið er komið í gang á Laugardalsvelli eða Viikingi Huuh eins og finnski kollegi minn segir. Honum finnst þetta æðislegt.

12. mín
Björn Bergmann skallar hornspyrnu Jóa Bergs framhjá markinu. Fínt færi en skallinn langt framhjá.
10. mín
Langt innkast frá Aroni endar á Birki Bjarna sem reynir skot, utarlega í teignum en skotið fer hátt yfir markið.
7. mín
Fyrsta tilraun Finna á markið. Alexander Ring tekur skot af löngu færi sem Ögmundur á ekki í vandræðum með að grípa.
6. mín
Fín sókn Íslands endar með fyrirgjöf frá Birki Bjarnasyni en Ville Jalasto kemst í boltann á undan framherjum Íslendinga.
5. mín
Nokkuð jafnar fyrstu mínútur en tilraun Jóa er sú eina hingað til.
2. mín
Fyrsta færi leiksins er komið. Finnum gengur illa að koma löngu innkasti Arons í burtu og boltinn hrekkur til Jóhanns Bergs sem á hörku skot, utan teigs en boltinn fer hársbreidd framhjá. Mjög góð tilraun.
1. mín
Leikur hafinn
Finnar byrja með boltann og sækja í áttina að Laugardalslaug.

Koma svo!!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru búnir og búið að fjölga í stúkunni. Samt ekki alveg fullt.

Fyrir leik
Fánar landanna eru komnir á völlinn og er þetta allt saman að fara í gang. Sem fyrr er fólk svolítið seint á völlinn og er mikið um auð sæti eins og er.

Fyrir leik
Leikmenn hita nú upp og er fólk hægt og rólega að týnast í stúkuna. Finnar eru búnir að þónokkrum fánum fyrir, sín megin í stúkunni.
Systir Viðars Arnar er ekki sátt.


Fyrir leik
Roman Eremenko er ekki með í dag en hann hefur væntanlega meiðst á æfingu. Hann er talinn vera besti maður Finna.

Sauli Vaisanen er að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld en hann er liðsfélagi Hauks Heiðars Haukssonar hjá AIK.

Sammála.

Fyrir leik
Finnska útvarpið er með útsendingu í sama herbergi og ég. Hans Steinar Bjarnason hjá RÚV er svo hinum megin við mig með sína lýsingu. Ég ætti því ekki að missa af neinu. Ég er samt hrifnari af því að hlusta á Hansa, finnskan er ekki uppáhalds tungumálið mitt.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús. Ögmundur Kristjánsson byrjar í marki og Björn Bergmann Sigurðarson byrjar frammi, það eru stóru fréttirnar.

Jón Daði og Hannes Þór eru að glíma við meiðsli og byrja því á bekknum en annað er hefðbundið.
Fyrir leik
Þó að þessu finnska liði mistókst að vinna Kósovó á heimavelli er það hættulegt. Hans Backe tók við þeim í ágúst á síðasta ári og spila þeir góðan og skipulagðan varnarleik ásamt því að vera með hættulega menn framarlega á vellinum.
Fyrir leik
Liðin mættust í vináttuleik í janúar á þessu ári en þá vann Ísland 1-0. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina markið.
Fyrir leik
07.06.2013 spilaði Ísland við Slóveníu en það er síðasti tapleikur Íslands á heimavelli. Þvílíkur árangur.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti heimaleikur Íslands eftir EM og því gott tækifæri fyrir fólk að sjá EM hetjurnar spila.
Fyrir leik
Þessar þjóðir hafa alls mæst 14 sinnum. Finnland hefur unnið átta leiki, Ísland fjóra og tvisvar hafa þær skilið jafnar.
Fyrir leik
Bæði lið eru með eitt stig í riðlinum.

Ísland og Úkraína skildu jöfn, 1-1 á meðan Finnland gerði jafntefli við Kósovó með sömu markatölu.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM sem fram fer í Rússlandi árið 2018.
Byrjunarlið:
1. Lukas Hradecky (m)
2. Paulus Arajuuri
3. Ville Jalasto
3. Sauli Vaisanen
6. Alexander Ring ('90)
8. Preparim Hetemaj
10. Teemu Pukki
13. Kari Arkivuo
15. Markus Halsti
17. Robin Lod
21. Kasper Hamalainen ('56)

Varamenn:
12. Jesse Joronen (m)
12. Niki Maenpaa (m)
5. Juhani Ojala
9. Eero Markkanen ('56) ('86)
16. Sakari Mattila
18. Albin Granlund
19. Thomas Lam
20. Joni Kauko
22. Jukka Raitala ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sauli Vaisanen ('53)
Markus Halsti ('66)
Paulus Arajuuri ('85)

Rauð spjöld: