Ísland U21
2
4
Úkraína
Daníel Leó Grétarsson '22 1-0
1-1 Andriy Boryachuk '56
1-2 Artem Besedin '75
Elías Már Ómarsson '88 2-2
2-3 Andriy Boryachuk '89
Artem Besedin '90
2-4 Olexandr Zubkov '90
11.10.2016  -  16:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM U-21 í Póllandi
Aðstæður: Rok, rigning og leiðindi.
Dómari: Michael Tykgaard (Danmörk)
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Adam Örn Arnarson
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hjörtur Hermannsson
6. Böðvar Böðvarsson
7. Viðar Ari Jónsson ('69)
9. Elías Már Ómarsson
10. Aron Elís Þrándarson

Varamenn:
12. Frederik Schram (m)
13. Davíð Kristján Ólafsson
14. Óttar Magnús Karlsson ('80)
15. Hans Viktor Guðmundsson
16. Þórður Þ. Þórðarson
18. Albert Guðmundsson ('78)

Liðsstjórn:
Eyjólfur Sverrisson (Þ)

Gul spjöld:
Elías Már Ómarsson ('90)
Aron Elís Þrándarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög vondur seinni hálfleikur verður strákunum okkar af falli. Ekkert EM í Póllandi í sumar, því miður.
90. mín MARK!
Olexandr Zubkov (Úkraína)
Vondur endir á mjög vondum seinni hálfleik.
90. mín Rautt spjald: Artem Besedin (Úkraína)
Elías brýtur af sér og menn eru voða pirraðir. Þetta endar allt á því að Besedin ýtir í Aron Elís og fékk rautt.

Of lítið eftir til að þetta skipti máli fyrir úrslitin.
90. mín Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
90. mín Gult spjald: Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
90. mín
Flóki fær gott færi innan teigs en hann hittir ekki boltann. Kristján Flóki er búinn að eiga mjög slappan leik.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
89. mín MARK!
Andriy Boryachuk (Úkraína)
Önnur skyndisókn Úkraínumanna. EM draumurinn var skammlífur.
88. mín MARK!
Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
MAAAAAAAARK!!

KOOOOOMA SVO. VIÐ HÖFUM TVÆR MÍNÚTUR TIL AÐ SKORA EITT Í VIÐBÓT OG KOMAST Á EM....

Elías skorar af stuttu færi.
84. mín
Ísland er nánast með allt liðið í sókninni þessa stundina. Þeir ná hins vegar lítið að opna vörn Úkraínu.
81. mín
Inn:Maxym Tretyakov (Úkraína) Út:Vladyslav Kabayev (Úkraína)
Síðasta skipting leiksins.
80. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Ísland U21) Út:Daníel Leó Grétarsson (Ísland U21)
Íslendingar henda öllu fram.
78. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland U21) Út:Heiðar Ægisson (Ísland U21)
Heiðar hefur átt skelfilegan seinni hálfleik.
76. mín Gult spjald: Andriy Boryachuk (Úkraína)
Var of lengi að koma sér frá aukaspyrnu sem Ísland átti.
75. mín MARK!
Artem Besedin (Úkraína)
Stoðsending: Olexandr Zubkov
Úff.

Gestirnir fá skyndisókn sem þeir nýta afskaplega vel. Zubkov á fyrirgjöf á Besedin sem skorar af stuttu færi. Þessi seinni hálfleikur hefur verið hræðilegur.
74. mín
Heiðar Ægis á hættluega hornspyrnu, Kristján Flóki skallar hana að marki og eftir mikinn dans í vítateig Úkraínu, koma þeir boltanum í burtu að lokum.
70. mín
Heiðar er að komast í góða stöðu til að senda á framherjanna en hann reynir skot af mjög löngu færi í staðin. Langt,langt,langt framhjá.
69. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Ísland U21) Út:Viðar Ari Jónsson (Ísland U21)
Loksins kemur Árni Vill inná. Viðar er ekki búinn að eiga sérstakan leik.
65. mín
Zubkov reynir skot af 30+ metrum en það fer langt, langt yfir.
65. mín
Viðar Ari fær aðhlynningu við hliðarlínuna en hann hefur fengið eitthvað högg enda blæðir úr andlitinu á honum.

Elvar Geir Magnússon
61. mín
Annað færi!

Viðar Ari á fyrirgjöf sem Aron Elís skallar að marki en boltinn fer beint í fangið á Roman. Ísland hefur brugðist vel við því að fá þetta mark á sig.
60. mín
FÆRI!!

Böddi á mjög góða fyrirgjöf sem Elías Már stýrir að marki en Roman ver þetta mjög vel.
58. mín Gult spjald: Taras Kacharaba (Úkraína)
Stoppar Aron Elís sem var að komast í góða stöðu.
56. mín MARK!
Andriy Boryachuk (Úkraína)
Boryachuk á fyrirgjöf sem endar í markinu. Rúnar Alex á alltaf að gera betur þarna en hann misreiknaði boltann svakalega. Ísland ekki lengur á leiðinni á EM.
55. mín
Varamaðurinn Andriy Boryachuk nær í aukaspyrnu á hættulegum stað í fyrirgjafastöðu.
51. mín
Íslenska liðið er sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér færi.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Andriy Boryachuk (Úkraína) Út:Oleksii Gutsuliak (Úkraína)
Úkraína gerir tvöfalda breytingu í hálfleik.
45. mín
Inn:Olexandr Zubkov (Úkraína) Út:Marian Mysyk (Úkraína)
45. mín
Hálfleikur
Ísland er 1-0 yfir í hálfleik og verður það að teljast verðskuldað. Úkraína ógnaði ekki neitt.
44. mín
Oleg Danchenko skorar en sem betur fer er búið að flagga hann rangstæðan. Mjög tæpt og líklegast bara rangur dómur.
34. mín
Kristján Flóki vinnur boltann á góðum stað og reynir skot utan teigs en Pidkivka ver. Elías Már var í mjög góðri stöðu en Flóki ákvað að skjóta frekar.
31. mín
Kristján Flóki er kominn í fína stöðu en Pidkivka er á undan í boltann og er Flóki að lokum dæmdur brotlegur.
29. mín Gult spjald: Ihor Kharatin (Úkraína)
Ihor fær spjald fyrir að brjóta á Elíasi Má.
28. mín
Elías Már á sprett þar sem hann fer framhjá nokkrum varnarmönnum en að lokum missir hann boltann, hann fer hins vegar beint á Bödda sem á skot sem hafnar í fanginu á Roman.
22. mín MARK!
Daníel Leó Grétarsson (Ísland U21)
Stoðsending: Orri Sigurður Ómarsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Böddi á hornspyrnu sem Orri skallar að marki en boltinn fer beint á Daníel Leó sem skorar af stuttu færi.

1-0 og Ísland á leiðinni á EM eins og staðan er akkurat núna.
17. mín
FÆRI!!

Adam Örn á kross sem endar á Aroni Elís sem er í góðu færi en skotið hans fer beint á Pidkivka.
15. mín
Kristján Flóki fær boltann innan teigs og reynir skot sem Pidkivka ver með löppunum. Ísland er að ná meiri stjórn á þessum leik.
14. mín
Kristján Flóki er kominn einn í gegn og er með Elías Már með sér en Flóki tekur of þunga snertingu og Pidkivka í markinu nær til boltans. Þarna átti hann allan daginn að gera betur.
13. mín
Kabayev á skalla að marki en Rúnar á ekki í erfiðleikum með að grípa þetta.
12. mín
Vel gert hjá Elíasi Má!

Fer upp vinstri vænginn, fer auðveldlega framhjá manninum sínum áður en hann kemur með góða fyrirgjöf sem Mykola kemur í horn.

Bestu tilþrif leiksins hingað til.
10. mín
Þetta er mjög rólegur leikur og hefur hvorugt liðið fengið alvöru færi eða náð stjórn á leiknum.
6. mín
Aron Elís reynir fyrsta skotið en það er af löngu færi og fer í varnarmann. Þetta var fínt færi en hann var full lengi að koma skotinu frá sér.
5. mín
Róleg byrjun á leiknum en Ísland var að fá sitt fyrsta horn.
1. mín
Leikur hafinn
Úkraína byrjar með boltann og sækir í áttina að Laugardalshöll.

Fyrir leik
Liðin labba hér inn á völlinn og eru þjóðsöngvarnir að detta í gang. Koma svo!
Fyrir leik
Það eru einhverjir úr Tólfunni mættir en ég taldi því miður ekki fleiri en fimm. Leiktíminn hefur væntanlega stór áhrif.
Fyrir leik
Nú er stutt í leik en það eru ansi fáir mættir í stúkuna. Ákveðin vonbrigði.


Fyrir leik
Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að fylgjast með á Fótbolta.net í dag.

Tryggvi Guðmundsson sér um einkunnargjöf eftir leik ásamt því að við verðum með fjölmörg viðtöl og góða umfjöllun.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið í hús. Eina breytingin frá sigrinum á Skotum er sú að Viðar Ari Jónsson kemur inn fyrir Ævar Inga Jóhannesson sem er meiddur.

Oliver Sigurjónsson er heldur ekki með vegna meiðsla.
Fyrir leik
Böðvar Böðvarsson, leikmaður U21:
Við erum með það reynslumikinn hóp að menn eru ekkert að deyja úr stressi. Við ætlum ekki að missa af þessu tækifæri. Við eigum von á mjög erfiðum leik en setjum kröfu á okkur að vinna. Ég hef á æfingum verið á miðjunni. Ég var mjög sáttur við leik minn og liðsins í síðasta leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður U21:
Úkraína er með nýtt lið og fer í þennan leik til að móta sitt lið. Þeir eru ekki að keppa um neitt á meðan mikið er í húfi hjá okkur. Við vitum ekki hvernig þeir munu koma í þetta. Við erum bara með eitt markmið og það er að ná í þrjá punkta. Það væri draumur að fá mikið af fólki til að horfa. Einhverjir af okkur munu vonandi fara upp í A-landsliðið og við lofum að bjóða upp á veislu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ísland vann útileikinn, 1-0 en Árni Vilhjálmsson skoraði eina markið eftir að hafa komið inná sem varamaður stuttu áður.
Fyrir leik
Þetta er ekki flókið. Ísland fer á EM með sigri á Úkraínu í dag.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn lesendur kærir. Hér verður bein textalýsing frá leik Íslands og Úkraínu í undankeppni EM í Póllandi, U21 árs landsliða.
Byrjunarlið:
1. Roman Pidkivka (m)
2. Pavlo Lukyanchuk
4. Mykola Matviyenko
5. Taras Kacharaba
8. Oleg Danchenko
13. Yurii Vakulko
14. Vladyslav Kabayev ('81)
15. Ihor Kharatin
16. Marian Mysyk ('45)
17. Oleksii Gutsuliak ('45)
21. Artem Besedin

Varamenn:
12. Dmytro Bezruk (m)
3. Oleksandr Svatok
7. Pavlo Orikhovskiy
11. Olexandr Zubkov ('45)
18. Andriy Boryachuk ('45)
19. Maxym Tretyakov ('81)
20. Artem Dovbyk

Liðsstjórn:
Olexandr Holovko (Þ)

Gul spjöld:
Ihor Kharatin ('29)
Taras Kacharaba ('58)
Andriy Boryachuk ('76)

Rauð spjöld:
Artem Besedin ('90)