Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
2
1
ÍBV
Ólafur Karl Finsen '6 , víti 1-0
Jón Daði Böðvarsson '33 2-0
2-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson '83 , víti
06.05.2012  -  18:00
Selfossvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 1243
Maður leiksins: Ingólfur Þórarinsson
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Sindri Rúnarsson ('59)
8. Ingvi Rafn Óskarsson
10. Ingólfur Þórarinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
9. Joseph David Yoffe ('59)
12. Magnús Ingi Einarsson
20. Sindri Pálmason ('79)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson

Gul spjöld:
Sindri Rúnarsson ('45)
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('10)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Íslandsmótið hefst á Selfossvelli kl: 18:00 þegar heimamenn taka á móti ÍBV. Veðrið er gott á Selfossi, völlurinn í toppstandi og allt klárt fyrir leikinn. Liðin koma eftir augnablik.
Fyrir leik
Viðar Kjartansson hefur verið tæpur undanfarið og byrjar á bekknum hjá heimamönnum í dag sem þýðir að Abdoulay Ndiaye leiðir sóknina. Moustoupha Cissé annar sóknarmaður sem gekk til liðs við Selfsyssinga fyrir stuttu er ekki kominn með leikheimild.
Fyrir leik
Hjá Eyjamönnum eru þeir George Baldock og Christian Steen Olsen að spila sinn fyrsta leik í Íslandsmóti en Olsen kemur til með að byrja einn upp á toppi.
Fyrir leik
Bæði lið hafa marga erlenda leikmenn innanborðs en hjá heimamönnum eru sex leikmenn í byrjunarliði sem eru af erlendu bergi brotnir en hjá gestunum eru þeir sjö. Heimamenn eru svo með tvo erlenda leikmenn til viðbótar á bekknum
Fyrir leik
Stúkan er að verða full á Selfossvelli og það er spenna í loftinu. Fyrir leik verður mínútu þögn til heiðurs Steingríms Jóhannessonar fyrrum leikmanns beggja liða sem lést í upphafi mars sl.
Fyrir leik
Allt klárt á Selfossi og Valgeir Valgeirsson flautar til leiks. Fyrir þá sem þekkja til þá sækja gestirnir í átt að Tíbrá, félagsheimili Selfyssinga og þeir byrja með boltann.
5. mín
Víti brotið á Jon Andre og gult á Guðmund Þórarins fyrir kjaftbrúk
5. mín Gult spjald: Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Fyrir að mótmæla vítaspyrnudómnum.
6. mín Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
Ólafur Karl Finsen skorar fyrsta mark Pepsi deildarinnar af öryggi úr vítaspyrnu sem Selfyssingar fengu eftir að brotið var á Jon Andre Royrane.
8. mín Gult spjald: Matt Garner (ÍBV)
10. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
Fyrir brot
15. mín
Lítill vorbragur á liðunum í byrjun leiks og bæði lið reyna að sækja. Mikið af brotum og Valgeir er búinn að spjalda þrjá leikmenn á fyrstu tíu mínútum leiksins.
24. mín
Eyjamenn er fjölmennir á Selfossi og einn þeirra fékk leið á daufri stemmingu á vellinum og tók það að sér að rífa sína menn í gang og fékk alla sína menn til að öskra Áfram ÍBV. Að því loknu gekk hann yfir og fékk heimamenn til að öskra Áfram Selfoss, fagmaður.
32. mín Gult spjald: Tonny Mawejje (ÍBV)
Fyrir brot á Jóni Daða
33. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Jón Daði Böðvarsson er búinn að skora aftur fyrir heimamenn. Hann fékk boltann eftir klafs í teingum en færið kom í kjölfar aukaspyrnu sem Jón Daði vann á kantinum.
38. mín
Heimamenn eru heldur betur tilbúnir í slagiinn og voru rétt komnir í 3-0 er Ingólfur Þórarinsson setti boltann í þverslánna og niður á línu eftir gott skot fyrir utan. Eyjamönnum gengur illa að finna glufu á vörn Selfoss og heimamenn eru stórhættulegir í skyndisóknum sínum.
41. mín
Dauðafæri hjá gestunum en Tonny Mawejje skaut rétt framhjá af markteig. Færið var nokkuð þröngt.
45. mín Gult spjald: Sindri Rúnarsson (Selfoss)
Tók boltann með höndum er hann hélt að það hefði verið brotið á sér og fékk gult að launum.
45. mín
Dauðafæri hjá heimamönnum en Abdoulaye Ndiaye fékk boltann við markteig eftir flott spil heimamanna en hitti boltann mjög illa og skaut yfir markið. Þetta var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleik sem var heilt yfir nokkuð fjörugur.
Hákon Þór Harðarson
Jón Daði búinn að setja'nn og stigin halast inn í fantasy #fotbolti
46. mín
Seinni hálfleikur er hafin og Selfyssingar voru snöggir að missa boltann til Eyjamanna.
48. mín
Ndiaye fór hrikalega illa með dauðafæri er hann slapp aleinn í gegn en tók allt of langan tíma að ákveða sig og Brynjar Gauti gerði vel í að ná koma í veg fyrir skotið.
50. mín
Matt Garner með ágætt færi eftir hornspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson setti fyrir markið en skalli hans fór framhjá
51. mín
Þórarinn Ingi liggur eftir inni í teig Selfyssinga eftir samstuð við Andra Frey og er ósáttur við Valgeir dómara fyrir að hafa ekki dæmt víti. Það var þó ekki en Eyjamenn eiga hinsvegar hornspyrnu. Þórarinn er í lagi og kemur aftur inná.
59. mín
Inn:Joseph David Yoffe (Selfoss) Út:Sindri Rúnarsson (Selfoss)
Ndiaye kemur af velli fyrir Viðar en Senegalinn var nokkuð sprækur í dag og átti frábært færi til að auka forystu heimamanna.
66. mín
Ólafur Karl liggur aðeins eftir og meðan hlúð er að honum halda þjálfarar liðanna bara fund með sínum liðum. Selfyssingar eru aðeins farnir að draga sig aftar á völlinn en lítið markvert í gangi.
69. mín
Inn:Tómas Leifsson (Selfoss) Út:Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
71. mín
Viðar Örn í DAUÐAFÆRI á vítateig gestana eftir góðan undirbúning hjá Tómasi Leifssyni en Brynjar Gauti náði að komast fyrir skot Viðars. Eyjamenn áttu svo þunga sókn í kjölfarið sem ekkert verð úr.
72. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍBV) Út:Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV)
79. mín
Inn:Sindri Pálmason (Selfoss) Út:Jon Andre Royrane (Selfoss)
Hinn norski Robert Sandnes kemur inná í sínum fyrsta leik fyrir landa sinn Jon Andre sem stóð sig vel í dag.
83. mín Mark úr víti!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Eyjamenn minnka muninn eftir víti sem dæmt var vegna hendi í vítateig heimamanna. Þórarinn skaut á mitt markið. Lokamínúturnar gætu orðið spennandi.
89. mín
Viðar Örn var við það að sleppa í gegn en virtist vera togaður aftur en fékk ekkert dæmt og Selfyssingar brjálaðir.
Leik lokið!
Selfyssingar byrja með látum í Pepsi deild karla og sigra Eyjamenn í fyrsta leik. Skýrsla og viðtöl væntanleg á síðuna.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
5. Jón Ingason
11. Víðir Þorvarðarson
22. Gauti Þorvarðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tonny Mawejje ('32)
Matt Garner ('8)
Guðmundur Þórarinsson ('5)

Rauð spjöld: