Króatía
2
0
Ísland
Marcelo Brozovic '15 1-0
Marcelo Brozovic '91 2-0
Ivan Perisic '93
12.11.2016  -  17:00
Maksimir
Undankeppni HM
Aðstæður: Blautur völlur og logn
Dómari: Gianluca Rocchi
Byrjunarlið:
2. Sime Vrsjalko
5. Vedran Corluka
7. Ivan Rakitic ('85)
11. Marcelo Brozovic
17. Mario Mandzukic ('92)
21. Domagoj Vida
22. Josip Pivaric

Varamenn:
1. Ivan Vargic (m)
12. Lovre Kalinic (m)
3. Marin Leovac
6. Matej Mitrovic
9. Andrej Kramaric ('85)
10. Luka Modric (f) ('46)
13. Tin Jedvaj
14. Filip Bradaric
14. Duje Cop ('92)
15. Marko Rog

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Milan Badelj ('39)
Domagoj Vida ('76)

Rauð spjöld:
Ivan Perisic ('93)
Leik lokið!
Króatar vinna 2-0 sigur.

Viðtöl og umfjöllun birtist bráðlega hér á fotbolti.net

Takk fyrir að vera memm og áfram Ísland.
93. mín Rautt spjald: Ivan Perisic (Króatía)
Ljót tækling á Birki Bjarna. Beint rautt spjald!
Magnús Már Einarsson
92. mín
Inn:Duje Cop (Króatía) Út:Mario Mandzukic (Króatía)
Magnús Már Einarsson
91. mín MARK!
Marcelo Brozovic (Króatía)
Aron Einar var kominn lengst fram á völlinn og Brozovic fékk að rekja boltann alla leið að vítateignum. Þar rann Kári Árnarson klaufalega og eftirleikurinn einfaldur fyrir Brozovic sem smellti honum í fjærhornið.

Lítur ekki nógu vel út en allt hgæt samt.
Magnús Már Einarsson
90. mín
Það verða 4 mínútur í uppbótartíma.

Meira en nægur tími fyrir eins og eitt eða tvö mörk.
88. mín
Stórhættuleg sókn Króata.

Eftir flott spil áttu Króatar fyrirgjöf frá hægri en Kári og Birkir Már stóðu vörnina vel og komu í veg fyrir að við fengjum á okkur annað mark.

Það þarf bara eitt mark!! Koma svo!!
87. mín
Strákarnir hafa fært sig ofar á völlinn í von um að skapa fleiri færi.

Í staðinn er vörnin opnari og Króatar reyna nýta sér það. Rétt í þessu mátti minnstu muna að Króatar skoruðu eftir skot af stuttu færi en Birkir Már var fyrir og boltinn í horn.
85. mín
Inn:Andrej Kramaric (Króatía) Út:Ivan Rakitic (Króatía)
Magnús Már Einarsson
81. mín
Arnór Ingvi og Viðar hafa hresst upp á leik Íslands og liðið virkar mun beittara.

Nú er bara láta kné fylgja kviði og setja eins og eitt mark.

Utan þess er lítið að frétta.
76. mín Gult spjald: Domagoj Vida (Króatía)
Ökuþórinn Vida brýtur af sér þegar Viðar er á fleygiferð upp kantinn. Vida er aftasti varnarmaður, íslenski bekkurinn brjálast og vill rautt spjald en Ítalinn veifar gulu. Viðar var ekki á leið beint í átt að marki og þess vegna fór á gula líklega á loft.
Magnús Már Einarsson
75. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Selfyssk skipting.
Magnús Már Einarsson
75. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Magnús Már Einarsson
71. mín
Aftur ver Hannes mjög vel!

Í þetta skiptið frá Mario Mandzukic, eftir góðan skalla.
70. mín
Næst er það tvöföld skipting hjá okkar mönnum.

Arnór Ingvi Traustason og Viðar Örn Kjartansson eru að gera sig klára. Líklega fyrir Jón Daða og Theodór Elmar.
69. mín
Hannes varði frábærlega frá Luka Modric.

Modric þarf ekkert mikið pláss og átti flott, hnitmiðað skot sem Hannes varði vel.
64. mín
Ó LORD!!

Þarna hefði Jón Daði átt að gera betur. Stórkostleg fyrsta snerting Jóa Berg kom Jóni Daða í flott færi en skotið hans var rétt framhjá, af mjög stuttu færi.

"Strákar, við erum ekki að fara tapa þessum leik!" Segir Theodór Elmar í framhaldi.

Meira svona, takk!
55. mín
Leikurinn í almennt í járnum. Bæði lið berjast við að búa sér til færi en lítið hefur gerst undanfarnar mínútur.

Króatar hafa verið meira með boltann en okkar menn staðiði vörnina.

"Völtum yfir þá!!" sagði Ragnar Sigurðsson og við tökum undir það.
49. mín
Modric ekki lengi að láta til sín taka. Leikur á Aron Einar á miðjunni og býr til færi fyrir Perisic.

Mordic þarf að passa, og það vel.
46. mín
Okkar menn hefja leik af krafti og senda Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson báða fram, strax eftir miðjuna!

Svona taktík hefur sést áður en oft borið meiri árangur.
46. mín
Inn:Luka Modric (f) (Króatía) Út:Mateo Kovacic (Króatía)
Modric hent inn á. Króatar ekki náð miklu spili á miðjunni.
Magnús Már Einarsson
45. mín
Leikurinn er hafinn aftur og nú sækir okkar lið í átt að norðri, eitthvað sem hlýtur að vera betra!

Vonandi að okkar maður, Róbert Agnarsson, í heiðursstúkunni halda áfram að garga okkar menn í gang!
45. mín
Það lítur allt út fyrir að Luka Modric komi inn á í hálfleik. Hann er eini leikmaður króatíska liðsins á vellinum í hálfleik sem hitar upp af ákefð.

45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Króatar hafa verið hættulegri en þó verið mun meira jafnræði með liðunum í leiknum.

Íslenska liðið hefur oft komist í álitlegar sóknir en vantað eitthvað smávegis upp á til að klára dæmið. Kemur í seinni hálfleik.

Sjáumst að vörmu spori.
45. mín
Einni mínútu bætt við og Ísland á horn.

Eitt mark væri gordjöss!
41. mín
Frábær markvarsla hjá Hannesi!

flott fyrirgjöf af hægri kanti Króata endaði hjá Ivan Perisic sem átti skot sem Hannes varði af mjög stuttu færi. Glæsilega varið.

39. mín Gult spjald: Milan Badelj (Króatía)
Elmar vinnur boltann af Badelj sem svarar með peysutogi. Verðskuldað spjald.
Magnús Már Einarsson
38. mín
Stórskostlegur sprettur Aron Einars.

Hann vann boltann á miðjunni og rauk í gegnum miðjuna, frá vinstri til hægri. Því miður fór skotið hans í varnarmann og útaf.
34. mín
Króatar aftur hættulegir þegar þeir fá smá pláss. Mandzukic gerði vel og vann innkast. Upp úr því fékk Perisic pláss og átti hættulegt skot sem fór af varnarmanni og í horn.

Upp úr horninu vildu Króatar fá vítaspyrnu, vildu meina að boltinn hefði farið í höndina á Kára Árnasyni. Ekkert dæmt hins vegar.
33. mín
Flott sókn hjá Íslandi en aftur vantar að reka smiðshöggið.

Theodór Elmar var kominn í flotta stöðu eftir sendingu Jóa Berg en skotið/sendingin hans var listalega varin af markverði Króata.

Magnús Már Einarsson
29. mín
Var þetta brot? Olnbogaskot jafnvel.

Leit þannig út, töluvert frá reyndar. En samt.
27. mín
Það heyrist eingöngu í Íslendingi. Einum Íslendingi sem væntanlega situr í heiðursstúkunni.

"Áfraaaaaam ÍÍÍÍssslaaaaannd!"
23. mín
Króatarnir eru hægt og rólega að sækja í sig veðrið og halda boltanum sín á milli, eins og við var búist.

Okkar menn virðast þó alltaf líklegir þegar þeir komast yfir á vallarhelming Króatanna.
21. mín
Aron Einar liggur óvígur eftir. Vonandi ekkert alvarlegt.

19. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Fyrir að stöðva sókn.

Theodór Elmar er þá í banni í næsta leik gegn Kosovo.
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
15. mín MARK!
Marcelo Brozovic (Króatía)
Króatar komnir yfir!

Þvert gegn gangi leiksins.

Marcelo Brozovic skorar með flottu skoti rétt fyrir utan vítateig.
Magnús Már Einarsson
12. mín
Jón Daði aftur á ferð!

Flottur sprettur hjá honum en skotið hans laust og rétt framhjá. Hann lítur vel út í dag!

Magnús Már Einarsson
11. mín
Frábær sókn Íslands sem hófst á því að Aron Einar hrifsaði boltann af Ivan Perisic. Boltinn barst til Jóns Daða og þaðan á Jóa Berg sem átti flott skot en rétt yfir.

Allt í rétta átt!
10. mín
Leikurinn er í talsverðu jafnvægi. Bæði lið eru að reyma fyrir sér og reyna að finna veikleika hins.

Ef eitthvað er þá hafa strákarnir okkar (jebbs, OKKAR!) verið mun skeinuhættari í sínum sóknartilburðum. Varnarlega virðast þeir þéttir og ákveðnir.

Magnús Már Einarsson
4. mín
Króatar sækja í sig veðrið.

Fín sókn þeirra frá hægri til vinstri endaði með lélegu skoti framhjá.

Það má ekki gefa þeim millimeter.
3. mín
Gylfi Sigurðsson í flottu færi eftir að boltinn hrökk til hans. Hann spændi í sig einn varnarmann en skotið hans endaði í varnarmanni Króatíu.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Króatar hefja leik á miðjunni og Ísland sækir í suðurátt.
Fyrir leik
,,Keyrum yfir þessa gaura, c'mon boys!" öskrar Raggi Sig þegar leikurinn er að hefjast. Þarna!
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn, við svakalegt gítarundirspil.

Jafn spennandi og það er kjánalegt. En um leið og íslenski þjóðsöngurinn hljómar þá hverfa allar aðrar hugsanir!

ÞETTA ER AÐ BRESTA Á! ÁFRAM ÍSLAND.

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Svona bara til að ítreka, þá eru engir áhorfendur á Maksmimir Stadion í kvöld.

Það eru því bara starfsólk Maksimir Stadion og fréttamenn sem "fylla" völlinn í kvöld.

Maksimir Stadion var upprunalega byggður 1912 (þó endurbættur 1997) og ber þess vel merki. Grasið sjálft er að sama skapi afar illa farið og eingöngu upphitun búin. Verður áhugavert að sjá hvernig mýrarbolta liðin bjóða upp á í kvöld.

Ætli einhver leikmanna íslenska landsliðsins hafi spilað í hinum árlega verslunarmannahelgar mýrarbolta? Ef svo er, hentu línu á okkur í gegnum twitter - @fotboltinet
Fyrir leik
"Good evening ladie and gentlemen. We thank you for coming to watch this FIFA match."

Ekki alveg viss um að margir hafi heyrt þessi annars fínu skilaboð vallarþularins.

Í öðrum fréttum er að rigningin er komin aftur. Margir vilja meina að það muni eingöngu hjálpa íslenska liðinu, að spila við erfiðar aðstæður.

Bjartsýnin er með okkur í liði og við sammælumst því, eðlilega.
Fyrir leik
Veðrið virðist ætla leika við okkur. Reyndar ennþá skítkalt en hvorki rignin né slydda.

Allir leikmenn, fréttafólk og starfsfólk hér í Zagreb er kappklætt. Stefnir í fínar aðstæður fyrir íslenska víkinga.
Fyrir leik
Völlurinn er rennandi blautur og leikmenn gætu átt erfitt með að fóta sig ef tekið er mið af upphituninni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ari Freyr Skúlason virkar leikfær og ferskur. Er hér á vellinum að negla fyrirgjöfum á Hannes Halldórsson. Aldrei verið betri.

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Bæði lið eru byrjuð að hita upp og spennustigið hækkar jafnt og þétt.

Að minnsta kosti í fréttamannastúkinni, því hér eru engir áhorfendur.

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Líklegt er að Gylfi Þór Sigurðsson spili frammi í dag. Hann hefur áður prófað það með íslenska landsliðinu sem og Swansea. Gylfi var í viðtali við Fótbolta.net í fyrradag.

Gylfi Þór Sigurðsson:
Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu. Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið. Ef við náum stigi eða þremur í Zagreb erum við í mjög góðum málum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Luka Modric byrjar á bekknum en mikil óvissa hefur verið um þátttöku hans í leiknum.

Modric snéri aftur eftir 40 daga fjarveru vegna meiðsla þegar hann spilaði hálftíma með Real Madrid um síðustu helgi. Vangaveltur voru um það hvort Modric myndi byrja í dag en nú er ljóst að hann verður á bekknum.

Mateo Kovacic, miðjumaður Real Madrid, byrjar í stað Modric. Að öðru leyti er lið Króata eins og reiknað hafði verið með.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.
Ari Freyr Skúlason er á bekknum vegna sýkingu í fæti. Hörður Björgvin Magnússon tekur stöðu hans í vinstri bakverðinum. Þetta verður fyrsti mótsleikurinn sem Hörður byrjar með Íslandi.

Theodór Elmar Bjarnason heldur sæti sínu á kantinum eftir frábæra frammistöðu gegn Tyrkjum í síðasta leik. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn eftir leikbann en Alfreð Finnbogason fer úr liðinu vegna meiðsla.

Reiknað er með að Gylfi Þór Sigurðsson verði með Jóni Daða Böðvarssyni í framlínunni. Gylfi mun eflaust hjálpa vel til á miðjunni en þar eru Króatar mjög öflugir.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Það styttist í að byrjunarliðin verði tilkynnt. Óvíst er hvort Ari Freyr Skúlason byrji hjá Íslandi og þá verður spennandi að sjá hver verður frammi með Jóni Daða Böðvarssyni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ísland og Króatía hafa mæst fjórum sinnum áður. Þrívegis hafa Króatar unnið og einu sinni hefur niðurstaðan orðið jafntefli.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað eina markið gegn Króötum hingað til.

Vonandi verða mörkin fleiri í dag og vonandi kemur fyrsti sigurinn einnig!
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Dómarar leiksins koma frá Ítalíu en Gianluca Rocchi er með flautuna. Í fyrra dæmdi hann leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM. Ísland hafði fyrir leikinn tryggt sér sæti á EM en Tyrkir unnu 1-0 og komust um leið einnig á EM. Sigurmark Tyrkja kom úr umdeildri aukaspyrnu sem Rocchi dæmdi.
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson
Þeir vita að við erum með mjög sterkt lið og höfum verið það síðustu ár. Því miður er flestir hættir að vanmeta okkur en það sýnir hversu langt við höfum komist á síðustu fimm árum. Bætingin hefur verið frábær og vonandi heldur hún áfram.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Króatar þurfa að leika tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM fyrir luktum dyrum eftir ólæti áhorfenda í síðustu undankeppni. Króatar voru með enga stuðningsmenn í stúkunni í 1-1 jafnteflinu gegn Tyrkjum í september og það sama verður uppi á teningnum í dag.

Tomislav Dasovic - blaðamaður
Þetta er mjög slæmt fyrir króatíska liðið. Í leiknum gegn Íslandi fyrir þremur árum vorum við með 20-25 þúsund manns sem voru með læti og hjálpuðu króatíska liðinu. Þetta er stórt vandamál.
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Ivan Rakitic - miðjumaður Króata
Ég tel að liðsheildin sé sterkasta vopn Íslands. Þeir spila skipulagðan leik. Þetta verður erfitt. Þeir eiga nokkra leikmenn sem eru að spila með toppliðum en samheldnin er helsti styrkleiki Íslands. Þeir spila með alla leikmenn fyrir aftan boltann og það er erfitt að sækja gegn þeim. Það er undir okkur komið að láta þá hlaupa um og elta okkur.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Eins og frægt er þá tapaði Ísland 2-0 gegn Króötum á þessum leikvangi fyrir þremur árum í leik í umspili um sæti á HM. Fara strákarnir með hefndarhug inn á völlinn í kvöld?

Jóhann Berg Guðmundsson:
Að sjálfsögðu viljum við vinna Króata og sýna að við erum orðnir betra landslið en þá. Ég held að það þýði ekki fyrir okkur að fara í einhverjum hefndarhug til Króatíu, það gæti endað illa. Við viljum bara sýna hvers megnugir við erum orðnir og gefa þeim mjög erfiðan leik.
Magnús Már Einarsson
Við minnum á umræðuna á Twitter. Valdar færslur með kassamerkinu #fotboltinet verða birtar í þessari textalýsingu.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Það rigndi nánast stanslaust í sólarhring í Zagreb en rigningin hefur minnkað undanfarna klukkutíma. Völlurinn er hins vegar rennblautur og það mun hafa áhrif á leikinn.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið velkomin í textalýsingu frá toppslag Króatíu og Íslands í I-riðli í undankeppni HM.

Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjár umferðir í riðlinum.

Staðan í riðlinum:
1. Króatía 7 stig
2. Ísland 7 stig
3. Úkraína 5 stig
4. Tyrkland 2 stig
5. Finnland 1 stig
6. Kosovo 1 stig
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
23. Hörður Björgvin Magnússon
25. Theodór Elmar Bjarnason ('75)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
16. Rúnar Már Sigurjónsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('75)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('19)

Rauð spjöld: