Ísland
0
1
Mexíkó
0-1 Alan Pulido '21
09.02.2017  -  03:06
Sam Boyd leikvangurinn í Las Vegas
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 20° c hiti og logn.
Dómari: Jair Moruffo (Bandaríkin)
Áhorfendur: 30.617
Byrjunarlið:
8. Arnór Sigurðsson ('78)
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Kristján Flóki Finnbogason ('55)
17. Orri Sigurður Ómarsson
17. Kristinn Freyr Sigurðsson ('67)
19. Viðar Ari Jónsson ('86)

Varamenn:
13. Anton Ari Einarsson (m)
8. Árni Vilhjálmsson ('78)
14. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('67)
15. Adam Örn Arnarson ('86)
16. Oliver Sigurjónsson ('55)
17. Daníel Leó Grétarsson

Liðsstjórn:
Helgi Kolviðsson
Guðmundur Hreiðarsson
Sebastian Boxleitner
Haukur Björnsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Þorgrímur Þráinsson
Óskar Guðbrandsson
Gunnar Gylfason

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Mexíkóa. Við getum vel við unað gegn miklu reynslumeira liði. 1-0 tap er ekki slæmt miðað við allt og allt. Við komum með viðtöl eftir leik á eftir.
89. mín
Fast skot, Luis Montes með skot rétt framhjá.
88. mín
Fyrirliðinn Davíð Þór hundskammar einn Mexíkóann fyrir að láta sig falla og auðveldlega. Þeir fá aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vítateig sem fór rétt yfir markið.
86. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Ísland) Út:Viðar Ari Jónsson (Ísland)
85. mín
Enn láta þeir vaða á markið, Luis Reyes skaut núna yfir.
84. mín
Orbelin Pineda með skot rétt framhjá marki Íslands.
82. mín
Hirving Lozano með skalla rétt framhjá marki Íslands.
78. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
78. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Ísland) Út:Aron Elís Þrándarson (Ísland)
78. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Ísland) Út:Böðvar Böðvarsson (Ísland)
76. mín
Inn:Elias Hernandez (Mexíkó) Út:Alan Pulido (Mexíkó)

Elvar Geir Magnússon
73. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Ísland)
Jæja fyrsta gula spjaldið er komið, það fær Oliver fyrir mjög harkalega tæklingu. Mexíkóar fá aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn, nokkuð langt frá.
71. mín
Edson Alvarez með skot yfir mark Íslands. Seinni hálfleikurinn er eins og hefðbundinn æfingaleikur, kemst aldrei í nógu gott tempó því það er endalaust af skiptingum og öðrum töfum.
70. mín
Áhorfendametið á fótboltaleik á Sam Boyd leikvangnum er fallið 30.617 áhorfendur eru á þessum leik. Líklega er þetta líka áhorfendamet í fylkinu líka.
67. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Ísland) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Ísland)
Tryggvi Haraldsson kominn inná í sínum fyrsta landsleik. Hann hefur aldrei leikið með unglingalandsliðum Íslands einu sinni áður.
65. mín
Við vorumeinum manni færri því Viðar Ari þurfti aðhlynningu og nýja treyju. Það er búið að redda þessu og hann leikur í treyju án númers.
61. mín
Inn:Edson Alvarez (Mexíkó) Út:Jesus Molina (Mexíkó)

Elvar Geir Magnússon
55. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Ísland) Út:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland)
Varnarsinnuð skipting hjá Heimi. Við komu Olivers færist Kristinn Freyr framar á völlinn við hlið Arons Elís í sókninni.
52. mín
Inn:Hugo Ayala (Mexíkó) Út:Rafael Marquez (Mexíkó)
Fyrirliðinn og leikjahæsti leikmaður Mexíkó er farinn af velli. Tveir bestu menn þeirra farnir útaf og vonandi náum við að nýta okkur það.
52. mín
Hirving Lozano með skalla rétt framhjá.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Mexíkó gerði tvær breytingar en Giovani Dos Santos spilar ekki seinni hálfleikinn.
45. mín
Inn:Raul Lopez (Mexíkó) Út:Giovani Dos Santos (Mexíkó)
45. mín
Inn:Luis Reyes (Mexíkó) Út:Jorge Torres Nilo (Mexíkó)
45. mín
Íslenska liðið er óbreytt frá fyrri hálfleiknum, engar skiptingar eru gerðar.
45. mín
Hér var að berast tölfræði úr fyrri hálfleik. Áhorfendatölur verða ekki staðfestar fyrr en á 78. mínútu, það er ekki uppselt en menn eru að vona að áhorfendametið falli, það var rúmlega 29 þúsund manns á leik Real Madrid og stjörnuliðs frá Mexíkó.

Tölfræði - Mexíkó - Ísland
Skot 11 - 5
Varin 1 - 2
Brot 3 - 7
Horn 5-0
Rangstaða 0-0
Spjöld 0-0

Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Las Vegas. Við getum vel við unað, mikil vinnusemi er að skila liðinu árangri þó vissulega hafi mátt dekka betur í markinu. Við bætum úr því í síðari hálfleiknum.
45. mín
Ein mínúta í viðbótartíma.
39. mín
Dos Santos í dauðafæri fyrir framan Frederik en ákvað að taka smá takta og ætlaði að setja boltann með hælnum í markið. Þar flæktist hann og boltinn var hirtur af honum.
37. mín
Þetta er fjörugur leikur en engin stórhættuleg færi undanfarnar mínútur. Íslenska liðið er vel skipulagt og reynir að sækja hratt þegar það er hægt.
28. mín
Aron Sig með þrumuskot að marki fyrir utan teig en rétt yfir markið.

Elvar Geir Magnússon
21. mín MARK!
Alan Pulido (Mexíkó)
Stoðsending: Giovani Dos Santos
Æ æ, Mexíkóar eru komnir yfir. Þeir fengu aukaspyrnu á vítateigshorninu vinstra megin og Giovani Dos Santos sendi beint á kollinn á Alan Pulido sem skallaði í markið. Pulido þessi er þekktur fyrir að hafa yfirbugað mannræningja sem höfðu hann í haldi í maí í fyrra og sloppið frá þeim. Lestu meira um það hér
18. mín
Orri missti boltann afturfyrir sig og Alan Pulido var að sleppa einn í gegn en náði sem betur fer ekki að nýta sér það.
13. mín
Frederik Schram ver frá Orbelin Pineda sem var í fínu færi í teignum. Mexíkóar eru miklu meira með boltann enn sem komið er.
12. mín
Jesus Molina tók boltann á kassann og þrumaði að marki Íslands en rétt framhjá.
9. mín
Íslendingar sækja að marki Mexíkóa sem endaði á að Viðar Ari skaut yfir markið.
4. mín
Þeir grænu með skot langt utan af kanti sem fór ofan á þaknetið á markinu hjá Frederik Schram.
1. mín
Mexíkóar fengu hornspyrnu strax í upphafi leiks en okkur tókst að koma í veg fyrir hættu úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
03:13 Leikurinn er hafinn. Mexíkó byrjar með boltann, vonum að áhyggjur Heimis þjálfara fyrir leik hafi verið óþarfar. Koma svo Ísland!
Fyrir leik
03:11 Til að draga þetta aðeins meira er Enter Sandman með Metallica nú blastað í græjunum meðan dómararnir koma sér fyrir og skoða mörkin.
Fyrir leik
03:10 Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði Íslands í leiknum í dag og skiptir nú á fána við Rafael Marquez fyrirliða Mexíkó.
Fyrir leik
03:05 Nú fáum við að heyra Lofsöng, þjóðsöng Íslands og í kjölfarið þjóðsöng Mexíkó.
Fyrir leik
03:03 Jæja nú labba liðin inn á völlinn, á undan þeim kemur háttvísisfáni FIFA. Íslendingar eru í hvítum treyjum og bláum buxum í kvöld. Mexíkóar í sinni frægu grænu treyju og hvítum buxum.
Fyrir leik
02:53 Bandaríski þjóðsöngurinn er nú spilaður hérna á vellinum. Leikurinn fer jú fram í þeirra heimalandi í Las Vegas. Allir áhorfendur standa upp á meðan hann er leikinn.
Fyrir leik
2:43 Mexíkóska liðið er klárt. Rafael Marquez og Giovani Dos Santos byrja leikinn með þeim. Liðið er að birtast hér hægra megin.
Fyrir leik
02:30 Liðin voru að ganga út á völl til upphitunar. Rúmur hálftími í að leikurinn hefjist.
Fyrir leik
02:22 Það er enn að dragast að Mexíkó skili byrjunarliði sínu. Samkvæmt upplýsingum héðan úr fréttamannarýminu eru um tíu mínútur í að það verði klárt.
Fyrir leik
Klukkan er 02:11, tæplega klukkutími í leik. Íslenska liðið var að mæta á leikvanginn. Þeir tóku einn hring á grasinu og heilsuðu upp á fjölda stuðningsmanna sem þegar eru mættir á völlinn. Mexíkóarnir tóku vel á móti íslenska liðinu og fögnuðu vel.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er orðið klárt hér vinstra megin. Svona stillir Heimir Hallgrímsson upp í dag.

4-4-2
Frederik Schram
Viðar Ari, Hallgrímur, Orri, Böðvar
Aron Sig, Davíð Þór, Kristinn Freyr, Sigurður Egill
Aron Elís, Kristján Flóki

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Upphaflega átti Ingvar Jónsson að vera í leikmannahópnum en hann þurfti að draga sig úr honum vegna veikinda. Anton Ari Einarsson tók stöðu hans og Sigurður Egill Lárusson liðsfélagi hans í Val bættist við sem 19. maður á síðustu stundu áður en liðið hélt til Bandaríkjanna.
Fyrir leik
Það er leikið á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas. Hann tekur 35.500 manns í sæti og er í eigu háskólans í Las Vegas.

Völlurinn hét fyrst Las Vegas leikvangurinn frá 1971-1978, þá Las Vegas silfurskálin til ársins 1984 en síðan þá hefur hann heitið í höfuðið á Sam Boyd sem átti stóran þátt í hótel og Casino bransanum í borginni.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá vináttulandsleik Íslands og Mexíkó. Leikið er á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas í Bandaríkjunum.
Byrjunarlið:
1. Alfredo Talavera (m)
2. Nestor Araujo
3. Oswalso Alanis
4. Rafael Marquez ('52)
5. Jesus Molina ('61)
6. Jorge Torres Nilo ('45)
7. Orbelin Pineda
8. Hirving Lozano
9. Alan Pulido ('76)
10. Giovani Dos Santos ('45)
11. Jurgen Damm

Varamenn:
23. Hugo Gonzalez (m)
13. Hugo Ayala ('52)
14. Erick Gutierrez
14. Angel Zaldivar
15. Raul Lopez ('45)
18. Luis Reyes ('45)
19. Elias Hernandez ('76)
19. Cesar Montes
20. Jesus Duenas
22. Edson Alvarez ('61)
23. Jesus Gallardo

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: