Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Ísland
1
1
Noregur
0-1 Ade Hegerberg '4
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '8 1-1
01.03.2017  -  18:30
Algarve
Algarve bikarinn
Aðstæður: 16 gráðu hiti
Dómari: Jonesia Kabakama frá Tansaníu
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('70)
3. Sandra María Jessen ('25)
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Thelma Björk Einarsdóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir ('62)
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('62)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('62)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir ('70)
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('70)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('25)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli í fyrsta leik. Hörkuleikur þar sem kappið bar oft fegurðina ofurliði. Noregur var nær því í lokin að taka öll stigin en kom boltanum ekki í markið.
91. mín
Sandra Sigurðardóttir með glæsilega markvörslu frá Hegerberg. Sandra fljót niður þarna.
90. mín
Uppbótartíminn: 2 mínútur.
89. mín
Norska liðið að ógna hérna. Lítið eftir.
86. mín
Noregur með skot sem Glódís Perla kastar sér fyrir. Góð vörn hjá Glódísi.
85. mín
Fanndís með frábæran sprett! Glæsilega gert. Klobbaði Spord og átti skot yfir markið. Síðustu mínútur verið góðar hjá íslenska liðinu.
82. mín
Hallbera með skot úr aukaspyrnu við vítateigshornið en beint í veginn. Það hefði mátt nýta þetta tækifæri betur.
81. mín
Ég ætla ekki að horfa á þennan seinni hálfleik aftur á plúsnum. Skemmtanagildið ekki upp á marga fiska. Í þessum skrifuðu orðum átti Noregur ágætis marktilraun, Moe Wold átti skot sem fór naumlega framhjá fjærstönginni!

74. mín
Leikur er hafinn að nýju. Tölfræði frá portúgalska sjónvarpsfólkinu: Noregur verið 59% með boltann, Ísland 41%.
72. mín
Áhugavert! Úðunarkerfið á vellinum fer skyndilega af stað. Mjög kjánalegt. Það þarf að gera smá hlé á leiknum.

70. mín
Inn:Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
70. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
69. mín
Inn:Caroline Hansen (Noregur) Út:Lisa-Marie Utland (Noregur)
68. mín
Erum að fá skilaboð frá Akureyri þar sem fólk hefur áhyggjur af sinni konu, Söndru Maríu sem leikur fyrir Þór/KA. Við látum vita um leið og fréttir berast af meiðslum hennar. Sandra sleit krossband fyrir tímabilið 2014 og missti þá af öllu sumrinu.
62. mín
Inn:Dóra María Lárusdóttir (Ísland) Út:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
Sigríður fær faðmlag frá Freysa sem er augljóslega ánægður með frammistöðu hennar.
62. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Ísland)
54. mín
Íslenska liðið á í vandræðum með að tengja sendingar hérna eftir hlé.
49. mín
Noregur með skot á aukaspyrnu en Sandra með allt á hreinu og grípur boltann af öryggi!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Farið að rökkva vel á Algarve en flóðljósin virka vel. Engar breytingar á íslenska liðinu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Spennandi seinni hálfleikur framundan, vonandi með aðeins meiri gæðum.
45. mín
Ekkert kom úr hornspyrnunni áðan, norska liðið skallaði í burtu. Uppbótartími. Hann er 2 mínútur vegna meiðsla Söndru Maríu áðan.
44. mín
Elín Metta með fyrirgjöf sem fer af Kristine Minde og afturfyrir. Hornspyrna sem Ísland á hér í lok fyrri hálfleiks.
42. mín
Sigríður Lára verið mjög vinnusöm í þessum leik, dugleg að vinna boltann. Ákveðin í að nýta tækifærið sitt í dag.
41. mín
Skot af löngu færi frá Andrine Hegerberg en talsvert yfir markið.
40. mín
Lítið um færi eftir meiðsli Söndru. Noregur meira með boltann.
33. mín
Ekki fallegur fótbolti þessa stundina, voðalega tilviljanakennt eitthvað. Viljum sjá meiri gæði.
25. mín Gult spjald: Ingvild Isaksen (Noregur)
25. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
Isaksen rann á Söndru í baráttunni um boltann. Sandra lá kvalin á vellinum áður en hún var borin af velli á börum. Lítur ekki vel út en er vonandi ekki alvarlegt. Fanndís kemur inn í hennar stað.

19. mín
Moe Wold með skot en var í litlu jafnvægi og engin hætta sem þetta skot býr til.
15. mín
Leikurinn jafnast og róast aðeins eftir fjöruga byrjun. Noregur verið aðeins meira með knöttinn.
8. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Það var laglegt! Ísland nær að svara. Elín Metta gerði frábærlega, lék sér að bakverði Noregs og sendi boltann fyrir. Þar var Gunnhildur ákveðnust og kastaði sér á boltann.
6. mín
Norska liðið mun öflugra í byrjun og varnarleikur Íslands ekki að líta nægilega vel út. Skot sem Sandra ver.
4. mín MARK!
Ade Hegerberg (Noregur)
Stoðsending: Lisa-Marie Utland
Sending inn í teiginn þar sem Utland hefur betur í baráttu við Örnu og Thelmu, kemur boltanum á Hegerberg sem kemur á siglingu og skorar. Ekki góð byrjun.
2. mín
Norska liðið fékk hornspyrnu strax í byrjun. Sandra í markinu kýldi boltann frá, brotið var á henni og aukaspyrna dæmd.
1. mín
Leikur hafinn
Búið að flauta til leiks á Algarve. Vel tekið undir í þjóðsöngvunum og mikið stuð. Freyr hefur talað um að úrslitin á mótinu séu aukaatriði. Hér er verið að prófa ýmsa hluti eins og sést bersýnilega á byrjunarliðinu.


Fyrir leik
Byrjunarlið Noregs er komið inn. María Þórisdóttir sem er á varamannabekknum í dag er hálfíslensk. Faðir hennar er Þórir Hergeirsson sem þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta.
Fyrir leik
Spánn bar siguroð af Japan í dag 2-1 í upphafsleiknum á Algave-mótinu. Ísland mætir Japan á föstudaginn og Spáni á mánudaginn.
Fyrir leik
Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ:
Aðstæðurnar hér í Algarve eru mjög góðar en æfingavöllur liðsins er aðeins í nokkurra mínútna göngufæri frá hótelinu og rútuferðir því í lágmarki. Gott ástand er á hópnum og allar klárar í leikinn í kvöld fyrir utan Dagnýju Brynjarsdóttur sem mun hvíla og ólíklegt er að Margrét Lára Viðarsdóttir taki þátt í leiknum.
Fyrir leik
Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, fær tækifærið í byrjunarliðinu.

"Mig langar að sjá hvort hún geti fyllt í skarð Dagnýjar er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri," sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið.
Fyrir leik
Sara Björk Gunnarsdóttir:
Þetta eru allt erfiðir leikir gegn hörkuliðum á þessu móti. Þetta er góður undirbúningur fyrir Evrópumótið. Freysi er að leggja upp ákveðið skipulag og hvernig við viljum spila. Fyrst og fremst viljum við þéttan og góðan varnarleik frá öllu liðinu. Það er eitthvað sem einkennir okkur. Svo viljum við halda boltanum. Noregur er öflugt í föstum leikatriðum, þær eru sterkar að vinna fyrsta og annan boltann. Þetta verður barátta.
Fyrir leik
A-landslið kvenna mætir Noregi í Algarve í Portúgal. Þetta er fyrsti leikurinn í Algarve mótinu sem er æfingamót sem Ísland notar til að búa sig undir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Hollandi í sumar.

Snjóþungi í Reykjavík hafði töluverð áhrif á ferðalag íslenska liðsins og missti það af tengiflugi frá Amsterdam til Portúgal. Hópurinn mætti loks til Algarve rétt eftir miðnætti á sunnudagskvöld.

Norska landsliðið er líkamlega sterkt og hættulegt í föstum leikatriðum. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2.

Dagný Brynjarsdóttir verður ekki með í kvöld en hún er að stíga upp úr meiðslum.
Byrjunarlið:
1. Ingrid Hjelmseth (m)
2. Ingrid Moe Wold
6. Maren Mjelde
8. Andrine Hegerberg
9. Elise Thorsnes
14. Ade Hegerberg
17. Kristine Minde
19. Ingvild Isaksen
21. Lisa-Marie Utland ('69)
28. Ingrid Marie Spord
29. Stine Reinas

Varamenn:
12. Cecilie Fiskerstrand (m)
23. Kristine Nöstmo (m)
3. María Þórisdóttir
4. Gunhild Herregarden
5. Andrine Tomter
10. Caroline Hansen ('69)
13. Guro Reiten
16. Tuva Hansen
22. Anja Sönstevold
25. Synne Jensen
27. Hege Hansen
30. Ingrid Schjelderup

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ingvild Isaksen ('25)

Rauð spjöld: