Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
0
4
Víkingur Ó.
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson '17
0-2 Artjoms Goncars '19
0-3 Þorsteinn Már Ragnarsson '83
0-4 Artjoms Goncars '90
19.08.2011  -  19:00
Valbjarnarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skýjað en þokkalega hlýtt og lítill vindur
Dómari: Leiknir Ágústsson
Áhorfendur: Ca 200
Maður leiksins: Artjoms Goncars
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson ('81)
Jens Elvar Sævarsson
4. Helgi Pétur Magnússon
5. Birkir Pálsson ('65)
9. Arnþór Ari Atlason
11. Halldór Arnar Hilmisson
12. Ólafur Þór Gunnarsson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
21. Sveinbjörn Jónasson
22. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('46)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
7. Daði Bergsson ('46)
14. Hjörvar Hermannsson
15. Egill Björnsson ('65)
23. Kormákur Marðarson ('81)
23. Aron Lloyd Green

Liðsstjórn:
Erlingur Jack Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Víkings Ólafsvík í 1. deild karla.
Fyrir leik
Þessi lið eru í hörkubaráttu um 2. sætið en þurfa í raun bæði á þremur stigum að halda til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í Pepsi deildinni að ári. Þróttur er í 5. sæti með 26 stig en Víkingarnir fylgja fast á hæla þeirra í 6. sætinu með 25 stig. Lið Selfoss, sem er í 2. sætinu, er með 32 stig, þannig að ef þeir misstíga sig getur bilið minnkað verulega fyrir sigurliðið.
Fyrir leik
Þá fer að styttast í leikinn, en það ætti að vera boðið upp á hörkuskemmtun hér í Laugardalnum. Þróttarar eiga harma að hefna eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Ólafsvík 2-1.
Fyrir leik
Leiknir Ágústsson dómari leiðir leikmenn inn á völlinn. Það verður að segja að mætingin er ekki upp á marga fiska en við skulum nú gefa fólkinu nokkrar mínútur til að láta sjá sig.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem byrja með boltann.
6. mín
Halldór Arnar Hilmisson klúðrar dauðafæri! Boltinn barst inn í teig eftir innkast, Guðfinnur Þórir Ómarsson laðgi boltann út á Halldór sem var í ákjósanlegu færi en þrumaði framhjá. Þarna hefðu heimamenn átt að komast yfir.
10. mín
Fátt um fína drætti hérna á upphafsmínútunum að frátöldu dauðafærinu áðan. Víkingarnir byrjuðu aðeins ákveðnari en Þróttarar hafa verið að vinna sig betur inn í leikinn.
11. mín
Víkingar í ágætis sókn sem endar með skoti Guðmunds Steins Hafsteinssonar, en það fer beint á Ólaf Þór Gunnarsson í markinu.
15. mín
Úff!! Hvernig fóru Þróttarar ekki að því að skora?? Þeir fengu dauðafæri, tvo skalla alveg við markið en Jens Elvar Sævarsson náði á einhvern hátt ekki að hitta á rammann með autt mark fyrir framan sig.
17. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson kemur Víkingum yfir!! Hann fékk sendingu inn í teiginn frá Guðmundi Magnússyni, sneri og afgreiddi af einstakri snilld í fjærhornið! Frábært mark frá Guðmundi og gestirnir komnir í 1-0!
19. mín MARK!
Artjoms Goncars (Víkingur Ó.)
Víkingar komast strax í 2-0!!! Anjoms Gocars bætir við marki eftir góða sókn! Boltinn barst til Eldar Masic sem renndi honum á Goncars, sem setti boltann fyrir sig og skoraði í nærhornið niðri! Glæsilegur kafli hjá Víkingum sem eru bara að klára Þróttarana hérna!
30. mín
Ég er í miklum internetvandræðum hér á Valbjarnarvellinum en get fullyrt að lítið hefur gerst fram að þessu eftir mörkin. Víkingar fengu rétt í þessu aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir að markaskorarinn Guðmundur Steinn lét sit detta með leikrænum hætti en skotið frá Edin Beslija fór yfir markið.
32. mín
Lítið upplífgandi í gangi hjá liði Þróttara og bendir fátt til þess að þeir séu að fara að minnka muninn. Þeim gengur illa að koma boltanum á samherja og Víkingarnir eru einhvern veginn skipulagðari í sínum leik og eiga talsvert fleiri tilraunir. Þeir refsuðu Þrótturum grimmilega fyrir misnotkuð dauðafæri fyrr í leiknum með tveimur mörkum á þremur mínútum.
38. mín
Það verður að segjast að gestirnir frá Ólafsvík eru að spila mun skemmtilegari bolta en heimamenn. Þróttararnir dóla mikið á boltanum og virka hugmyndasnauðir á meðan Víkingar spila í fáum snertingum og láta boltann ganga betur á milli manna. Matarr Jobe er svo að gera hrikalega góða hluti í vörn þeirra þegar Þróttarar gera sig líklega til að ógna.
40. mín
Þarna áttu Þróttarar góða sókn. Arnþór Ari Atlason gerði vel og fór framhjá Jobe, keyrði upp hægra megin og kom með flotta fyrirgjöf sem Einar Hjörleifsson gerði virkilega vel með að grípa.
42. mín
Edin Beslija á ágætis skot utan teigs en það er þó auðveldlegavarið af Ólafi Þór í marki Þróttara.
44. mín
Manni verður bara illt á að horfa á spil Þróttara. Þeir gætu ekki fundið samherja þó að þeim yrði borgað milljón fyrir það og sendingarnar eru út í hött. Á meðan taka Víkingar upp á því að spila sig vel út úr þröngum aðstæðum þegar Þróttarar reyna að pressa. Það er augljóst hvort liðið er betra hér í kvöld.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés hérna á Valbjarnarvellinum, staðan 2-0 fyrir Víkinga og forystan algerlega verðskulduð. Þróttarar hafa verið daprir undan við ágætis byrjun en Víkingarnir nokkuð góðir bara, þó að þeir hafi gert sín mistök líka.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstaklega skemmtilegur, hvorugt liðanna var að brillera, en þó voru Víkingarnir talsvert sterkari. Þróttarar þurfa heldur betur að eiga góðan seinni hálfleik ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessari viðureign.
46. mín
Inn:Daði Bergsson (Þróttur R.) Út:Guðfinnur Þórir Ómarsson (Þróttur R.)
Þróttarar gerðu eina skiptingu í leikhléi og vonast til að lífga upp á leik sinn með henni.
57. mín
Það hefur lítið verið í gngi hér í seinni hálfleiknum það sem af er að frátöldu færi sem átti sér stað núna. Guðmundur Magnússon gerði vel og kom sér í flott skotfæri en Ólafur Þór varði skot hans vel.
62. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan teig en skot Halldórs Arnars Hilmissonar fer hátt yfir markið.
65. mín
Inn:Egill Björnsson (Þróttur R.) Út:Birkir Pálsson (Þróttur R.)
Þróttarar gera skiptingu. Egill Björnsson kemur inn á fyrir Birki Pálsson, en Egill er einmitt bróðir Odds sem spilar einnig með Þrótturum.
68. mín
Víkingar skora að því er virðist fullkomlega löglegt mark þegar Þorsteinn gefur frábæra sendingu af kantinum á Guðmund Stein í teignum, sem skorar, en markið er dæmt af vegna rangstöðu.
69. mín Gult spjald: Matarr Jobe (Víkingur Ó.)
Matarr Jobe fær að líta gula spjaldið fyrir groddaralegt brot. Ejub Purisevic þjálfari Víkinga er alveg öskuillur yfir því að markið áðan hafi verið dæmt af.
76. mín Gult spjald: Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Eldar Masic fær að líta gula spjaldið, hann hneig niður þegar leikurinn var stopp vegna þess að annar Víkingur lá niðri. Leiknir mat þetta svo eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann að hann hafi verið að reyna að fiska eitthvað á Þróttarann og fékk hann því gult spjald. Ejub var alveg kolbrjálaður yfir þessari ákvörðun og nú hefur aðstoðardómarinn einfaldlega sagt honum að halda sér saman.
80. mín
Þróttarar eru búnir að vera með völdin í leiknum síðustu mínútur en án þess þó að það skili sér í neinum dauðafærum, þó að Sveinbjörn hafi rétt í þessu átt fínan skalla sem var þó auðveldlega varinn af Einari.
81. mín
Inn:Kormákur Marðarson (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Þróttarar gera sína þriðju og síðustu skiptingu.
81. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Víkingar gera sína fyrstu skiptingu, Fannar Hilmarsson kemur inn fyrir Guðmund Stein, sem hefur átt flottan leik.
83. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Varamaðurinn Fannar var ekki lengi að stimpla sig inn í þennan leik!!! Hann átti frábæra fyrirgjöf á Þorstein Má Ragnarsson sem hamraði knöttinn í netið! Glæsilega gert! Víkingar hafa nú gert út af við þennan leik!
84. mín
Inn:Kaspars Ikstens (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
86. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
90. mín MARK!
Artjoms Goncars (Víkingur Ó.)
HVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS MARK!!! ARTJOMS CONCARS FÉKK BOLTANN VEL FYRIR UTAN TEIG OG ÞRUMAÐI HONUM Í VINKILINN FJÆR!! BOLTINN SÖNG Í NETINU, HVÍLÍKT SKOT!!! 4-0 FYRIR VÍKINGUM!
90. mín
Leiknum hér á Valbjarnarvelli er lokið með sannfærandi 4-0 sigri Víkinga. Þeir voru einfaldlega miklu betri aðilinn og áttu þennan sigur fyllilega skilinn. Þeir eru komnir upp fyrir Þróttara og einnig BÍ/Bolungarvík og Hauka í 3. sætið. Haukar eru þó á góðri leið með að vinna Skagamenn.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
5. Björn Pálsson ('86)
6. Matarr Jobe
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('84) ('81)
9. Guðmundur Magnússon
20. Eldar Masic
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
30. Kaspars Ikstens (m) ('84)
21. Fannar Hilmarsson ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Eldar Masic ('76)
Matarr Jobe ('69)

Rauð spjöld: