Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Man Utd
2
0
Swansea
Marouane Fellaini '28 1-0
Ashley Young '41 2-0
06.05.2012  -  15:00
Old Trafford
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Chris Foy
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
4. Phil Jones
5. Marcos Rojo
7. Angel Di Maria ('88)
10. Wayne Rooney ('79)
11. Anthony Martial
12. Chris Smalling
16. Michael Carrick
18. Ashley Young
26. Shinji Kagawa
27. Marouane Fellaini ('68)

Varamenn:
13. Anders Lindegaard (m)
20. Sergio Romero (m) ('79)
2. Rafael ('88)
8. Juan Mata
11. Adnan Januzaj
23. Luke Shaw ('68)
40. Ben Amos (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Wayne Rooney ('71)

Rauð spjöld:
90. mín
United liðið labbar í kring um völlinn og kveður stuðningsmennina sína í síðasta skipti á tímabilinu, tímabili sem verður líklegast minnst fyrir lítið annað en að nokkrir ungir leikmenn komu inn sem gætu skrifað söguna að einhverju leiti í framtíðinni. Andlit leikmanna United segja meira en þúsund orð þegar að þeir labba og þakka stuðningsmönnum stuðninginn í vetur.

Ferguson ávarpar líka stuðningsmennina og þakkar þeim fyrir tímabilið.
Leik lokið!
United vinna sinn síðasta heimaleik í vetur 2-0, ef að QPR tekur ekki stig á móti City í lokaumferðinni þá endar liðið án titils í ár þrátt fyrir að hafa verið með gott forskot á City fyrir stuttu síðan. Það er því skrítin stemmning á Old Trafford þegar að Chris Foy flautar til leiksloka.

Swansea voru góðir í seinni hálfleik, Gylfi var magnaður eins og venjulega.

90. mín
Inn:Alan Tate (Swansea) Út:Steven Caulker (Swansea)
Alan Tate sem var í unglingaliði United hér í gamla daga fær nokkrar mínútur gegn sínu gamla liði. Fallega gert hjá Rodgers.
90. mín
Cleverley næstum því búin að bæta við þriðja markinu eftir gott hlaup frá miðjunni, Vorm varði hins vegar frá honum.
88. mín
Inn:Rafael (Man Utd) Út:Angel Di Maria (Man Utd)
Það er góð stemmning á Old Trafford eins og er, síðasti heimaleikurinn og stuðningsmenn United eru með alls konar söngva og skilaboð sem þeir eru aðallega að beina til nágranna sinna í Manchester City.
82. mín
United menn eru líklegir til að bæta við einu marki hér í lokin.
79. mín
Inn:Sergio Romero (Man Utd) Út:Wayne Rooney (Man Utd)
Berbatov kemur inn á fyrir Rooney, líklega í síðasta sinn sem hann klæðist litum United. Hann skilur eftir sig góðar minningar, nokkra titla og þrennu gegn Liverpool, þetta muna stuðningsmenn United og klappa fyrir honum þegar að hann skokkar inn á völlinn.
75. mín
Hvernig klúðraði Rooney þessu, Carrick með magnaða sendingu í fyrsta inn fyrir vörnina hjá Swansea, Rooney er kominn einn í gegn en setur boltan rétt fram hjá.
71. mín
Inn:Luke Moore (Swansea) Út:Nathan Dyer (Swansea)
71. mín Gult spjald: Wayne Rooney (Man Utd)
Trúið því eða ekki, Rooney var að fá fyrsta gula spjaldið sitt á tímabilinu.
70. mín
Gylfi fiskar aukaspyrnu á hættulegum stað, tekur hana sjálfur og De Gea þarf að taka á honum stóra sínum.
68. mín
Inn:Luke Shaw (Man Utd) Út:Marouane Fellaini (Man Utd)
64. mín
Gylfi með sendingu á Dyer sem skítur boltanum rétt yfir markið, góð sending hjá okkar manni sem hefur klárlega verið með betri mönnum Swansea í leiknum.
62. mín
Held að það sé orðið alveg ljóst að United er ekki að fara að vinna upp markamunin sem City hefur, hálftími eftir.
60. mín
Swansea, sem hafa verið miklu betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri voru næstum því búnir að skora ef ekki hefði verið fyrir frábær viðbrögð De Gea í markinu. Allen þrumaði boltanum í Graham sem reyndi að stýra boltanum framhjá spánverjanum en það tókst ekki.
59. mín
Chicharito skallar boltan yfir eftir fyrirgjöf frá Valencia, ágætt færi.
57. mín
Það er eins og að Rooney hafi bara ekki mætt í seinni hálfleikin, hver sendingin á fætur annari fer forgörðum hjá honum.
53. mín
United fær skyndisókn sem hefði endað í marki ef ekki hefði verið frábæra tæklingu hjá Nathan Dyer af öllum mönnum.
52. mín
Það fyrsta sem gerist í seinni hálfleik eftir 7 mínútna leik er að Gylfi tekur skot fyrir utan teig sem tekur smá dífu rétt fyrir framan De Gea, Swansea fékk horn sem ekkert varð úr.
45. mín
Inn:Leon Britton (Swansea) Út:Mark Gower (Swansea)
Swansea byrjar með boltan í seinni.
Sindri Már
Hendum Berba inná og hann skelir í Hat-Trick (bókað) #fótbolti
45. mín
Held að það yrði ekki léleg hugmynd ef Ferguson tæki varnarmann af velli í hálfleik og setti sóknarmann inn, Swansea hefur lítið gert fram á við að frátöldu Gylfa sem hefur átt nokkrar ágætis sendingar. United vantar mörk.
45. mín
Smalling næstum því búin að skora þriðja mark leiksins, skallar boltan rétt framhjá eftir hornspyrnu, Chris Foy flautar svo til leikhlés.
43. mín
Gylfi kemur sér í skotstöðu en skotið hans er með vinstri, laust og De Gea handsamar það léttilega.
41. mín MARK!
Ashley Young (Man Utd)
Swansea reyna að spila sig úr vandræðum en klúðra því, boltin berst til Young sem klárar svakalega vel með skoti alveg upp við stöngina í fjærhornið. Hann hleypur svo inn í markið og nær í boltann, leikmenn United vilja fleiri mörk til að minnka markamunin á milli þeirra og City, því eins og þetta lítur út núna þá er markamunur sem mun segja til um hverjir verða meistarar.
40. mín
Gott spil á milli Jones og Valencia endar með skoti frá Jones á markið, Vorm verð þó og heldur boltanum.
35. mín
Ágæt færi hjá Chicharito og Rooney, Swansea hefur ekki séð til sólar eftir markið.
33. mín
Young er straujaður í teignum en fær ekkert nema hornspyrnu, þegar að menn eru komnir með svona orðspor þá er kannski erfiðara að fá vítaspyrnur.
30. mín
Chicharito næstum því búin að bæta við marki eftir fyrirgjöf Valencia, Swansea menn verða að passa sig, United er komið með blóðbragð í munninn.
28. mín MARK!
Marouane Fellaini (Man Utd)
Valencia kemst upp að endalínu og sendir boltan út á Carrick. Hann þrumar á markið og Scholes fær hann í sig af þremur metrum og þaðan fer boltinn í netið. Gott finish sjá Scholes sem stýrði honum í rétta átt. Hann fagnaði markinu þó ekki mikið.
25. mín
Gylfi gerir vel og laumar boltanum inn á Graham sem á samt lélegt skot sem De Gea ver léttilega.
22. mín
Evra næstum því búin að skora eftir hornspyrnu sem best út úr teignum, gerir vel til að koma skoti á markið en Vorm ver vel, Rooney tekur frákastið en Vorm ver aftur í horn.
20. mín
Evra og Dyer hafa átt í athyglisverðri baráttu á vinstri kanntinum, báðir litlir, teknískir og snöggir.
15. mín
Engin almennileg færi hérna á fyrstu 15 mínútunum, United hefur þó verið meira með boltan.
10. mín
Gylfi næstum því komin í góða stöðu til þess að skjóta en fyrsta snertingin hans var ekki nógu góð, Dyer fær boltann en setur hann yfir markið hjá United.
5. mín
Lítið gerst á fyrstu 5 mínútunum, United verið aðeins meira með boltan. Það heyrist duglega í United stuðningsmönnunum hérna í byrjun
1. mín
Hernandez er búin með bæninrnar sýnar og United byrjar með boltan.
Fyrir leik
Mikil dramatík á botninum, Bolton fékk á sig mark á lokamínútu leiksins og náði aðeins í eitt stig gegn WBA, QPR náði svo að skora mark í lokin gegn Stoke og stálu þremur stigum.
Ingvar Páll
Okei, vinnum bara Swansea 11-0, það nægir, allt í góðu, förum upp yfir City #fotbolti
Fyrir leik
Sir Alex í viðtali við Sky "Við ætlum að gera það sem við getum, City er samt með báðar hendur á titlinum, það mikilvæga í dag er að við sýnum góða frammistöðu í dag"
Fyrir leik
Þetta er síðasti heimaleikur United á tímabilinu og þeir vilja klárlega enda á góðri frammistöðu. Berbatov og Park eru á bekknum, þetta gæti mögulega verið síðasti leikur þeirra í litum United.
Fyrir leik
Gylfi okkar Sigurðsson byrjar hjá Swansea í dag, er þetta ekki fullkomið tækifæri fyrir hann til þess að heilla Sir Alex Ferguson, því eins og hann sagði hérna um daginn, þá er draumur hans að spila fyrir Manchester United.
Fyrir leik
Kæru lesendur, veriði velkomin í beina textalýsingu á leik Manchester United og Swansea City. Eftir að Yaya Toure skoraði ein 2 mikilvægustu mörk Manchester City allra tíma verða lærisveinar Ferguson að vinna hérna í dag og helst vinna stórt ef þeir vilja halda titilbaráttunni áfram.
Byrjunarlið:
1. Michel Vorm (m)
3. Neil Taylor
4. Steven Caulker ('90)
6. Ashley Williams
10. Danny Graham
11. Pablo Hernandez
12. Nathan Dyer ('71)
21. Dwight Tiendalli
22. Angel Rangel
24. Ki Sung-Yueng
27. Mark Gower ('45)

Varamenn:
5. Alan Tate ('90)
7. Leon Britton ('45)
15. Wayne Routledge
16. Garry Monk
17. Itay Shechter
19. Luke Moore ('71)
25. Gerhard Tremmel (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: