Leiknir R.
1
3
ÍBV
Kolbeinn Kárason '18 1-0
1-1 Arnór Gauti Ragnarsson '38
1-2 Arnór Gauti Ragnarsson '55
Avni Pepa '66
1-3 Kaj Leo í Bartalsstovu '78
11.03.2017  -  15:15
Egilshöll
Lengjubikar karla - A deild Riðill 2
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
8. Árni Elvar Árnason ('74)
9. Kolbeinn Kárason
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson ('81)
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('67)

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
2. Friðjón Magnússon
14. Birkir Björnsson
17. Aron Fuego Daníelsson ('81)
19. Ernir Freyr Guðnason
24. Atli Dagur Ásmundsson ('74)
80. Tómas Óli Garðarsson ('67)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 3-1 sigri Eyjamanna. ÍBV varðist vel og nýtti skyndisóknirnar efti rað Avni Pepa fékk rauða spjaldið um mibðik síðari hálfleiks í stöðunni 2-1.

Eyjamenn eru núna með sjö stig á toppi riðilsins en Leiknir er með sex stig í öðru sætinu.
90. mín
Alvaro í færi eftir sendingu Elvars Inga en skotið fer í varnarmann.
88. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
84. mín
Leiknimenn sækja stíft þessa stundina gegn tíu Eyjamönnum.
81. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
78. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
Kaj Leó með fallegt mark! Færeyingurinn tekur skotið fyrir utan teig og boltinn svífur upp í bláhornið með smá viðkomu í Tómasi Óla. Tíu Eyjamenn að fara langt með að klára þennan leik.
76. mín
VÓ! Ragnar Leósson lætur vaða af 40 metra færi þegar hann sér Derby framarlega í markinu. Derby er sigraður en boltinn fer í slána og yfir!
75. mín
Alvaro sleppur einn í gegn hægra megin í teignum. Mjög líkt færunum sem Arnór Gauti skoraði úr. Í þetta skipti nær Eyjólfur að verja. Mikkel nær frákastinu en Halldór Kristinn kemst fyrir skot hans.
74. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Atli Dagur Ásmundsson (Leiknir R.)
Atli er ungur leikmaður sem var að koma til Leiknis frá Stjörnunni.
71. mín
Hættuleg sókn hjá ÍBV. Kaj Leó á sprett inn á teiginn áður en hann sendir út á Atla Arnarson. Atli á þrumuskot í varnarmann og þaðan berst boltinn á Alvaro. Spánverjinn þrumar viðstöðulaust á lofti en skot hans fer rétt yfir.
67. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
Óskar tekur stöðu Avni í vörninni á meðan framherjinn Bjarni fer út. Eyjamenn spila núna 4-4-1.
67. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
66. mín Rautt spjald: Avni Pepa (ÍBV)
Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, fær rauða spjaldið fyrir að sparka boltanum í Ívar Orra dómara!

Aukaspyrna var dæmd á Avni fyrir utan vítateig. Í pirringi sínum sparkaði hann í boltann sem fór hnéð á Ívari. Ég held að þetta hafi ekki verið viljaverk en Avni er fokinn af velli.
63. mín
Bjarni Gunnasson er sloppinn í gegn eftir baráttu við Bjarka Aðalsteinsson þegar hann er dæmdur brotlegur. Bjarni mjög ósáttur við þennan dóm.
58. mín
Inn:Alvaro Montejo (ÍBV) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Tvö mörk hjá Arnóri í dag. Hann biður núna um skiptingu. Eitthvað að hrjá hann.

Alvaro kemur inn á en hann kom til ÍBV frá Fylki í vetur.
55. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Arnór Gauti bætir við öðru marki sínu. Sleppur í gegn og klobbar Eyjólf í markinu. Komst aftur í gegn hægra megin eins og í fyrri hálfleiknum.
54. mín
Leiknismenn setja boltann i slána! Ragnar Leósson á skot sem fer þvert fyrir markið og þar eru Avni Pepa og Kolbeinn í baráttunni. Boltinn hrekkur í slána í kjölfarið áður en Derby nær að handsama hann.
53. mín
Róleg byrjun á seinni hálfleiknum.
46. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Hallgrímur Þórðarson (ÍBV)
Jón kemur inn í miðvörðinn.
46. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Viktor Adebahr (ÍBV)
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Dani inn fyrir Svía á vinstri kantinn hjá ÍBV. Mikkel spilaði mest frammi og framarlega á miðjunni hjá ÍBV í fyrra en fer núna á kantinn.
45. mín
Hálfleikur
1-1 eftir jafnan fyrri hálfleik. Kolbeinn kom Leikni yfir eftir undirbúning frá Elvari Páli. Arnór Gauti jafnaði síðan eftir sendingu frá Atla Arnarsyni en Leiknismenn voru mjög ósáttir með Ívar Orra dómara í því tilviki. Leiknismenn halda áfram að ræða málið við Ívar á leið til búningsklefa í hálfleik.
40. mín
Arnór Gauti skoraði þarna sitt þriðja mark síðan hann kom til ÍBV í lok janúar. Það hefur verið mikll kraftur í framherjanum unga úr Mosfellsbæ í dag.
38. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Atli Arnarson
Eyjamenn jafna og Leiknismenn eru gjörsamlega brjálaðir út í Ívar Orra dómara! Það virðist vera brotið á Elvari Páli á miðjunni en ekkert er dæmt. Eyjamenn fara upp í sókn og Atli Arnarson sendir boltann inn fyrir á Arnór Gauta sem rennir boltanum laglega framhjá Eyjólfi í markinu. Leiknismenn hópast í kjölfarið að Ívari Orra og mótmæla eftir markið.
28. mín
Dauðafæri! Bjarni Gunnarsson fær boltann í teignum eftir mistök hja Bjarka Aðalsteinssyni. Bjarni setur boltann hins vegar framhjá.
27. mín
Arnór Gauti með hættulega fyrirgjöf en Daði Bærings nær að hreinsa. Leiknismenn fara beint upp í sókn og Elvar Páll á skot fyrir utan teig en boltinn fer framhjá markinu.
24. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Brýtur á Arnóri Gauta.
22. mín
Kaj Leó með aukaspyrnu af 25 metra færi en boltinn fer rétt framhjá. Ágætis tilraun.
18. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Stoðsending: Elvar Páll Sigurðsson
Leiknismenn komast yfir! Elvar Páll á frábæran sprett upp vinstra megin þar sem hann fer illa með Jónas Þór Næs. Elvar rennir boltanum síðan fyrir á Kolbein Kárason sem skorar auðveldlega í autt markið af markteig.
17. mín
Daði Bærings fellur í teignum eftir fyrirgjöf frá Kristjáni Páli. Leiknismenn vilja vítaspyrnu en ekkert er dæmt.
16. mín
Skemmtilegt spil hjá Ingvari Ásbirni og Elvari Páli endar á því að Elvar fær færi í teignum. Varnarmaður ÍBV kemst hins vegar fyrir skotið.
12. mín Gult spjald: Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
Stöðvar Kristján Pál í hættulegri skyndisókn.
10. mín
Eyjamenn ógna meira núna. Kaj Leó á skot beint á Eyjólf en mínútu áður átti Bjarni Gunn skot fyrir utan teig sem fór yfir markið.
8. mín
Stuðningsmenn Leiknis slá á létta strengi og baula á Atla Arnarson. Atli kom til ÍBV í vetur eftir tvö ár hjá Leikni. Baulið er samt á léttu nótunum og verður væntanlega ekki meira í þessum leik.
7. mín
Bjarni Gunnarsson með þrumuskot fyrir utan vítateig eftir fína skyndisókn Eyjamanna en Eyjólfur ver. Kaj Leó lagði boltann út á Bjarna sem lét vaða. Skotið var fínt en Eyjólfur varði út í teiginn áður en Halldór Kristinn hreinsaði aftur fyrir endamörk.
5. mín
Fyrsta skotið í dag. Elvar Páll Sigurðsson tekur boltann á kassann og lætur síðan vaða fyrir utan vítateig. Derby ver hins vegar örugglega.
3. mín
Eyjólfur
Daði - Halldór - Bjarki - Ingvar
Brynjar - Árni
Kristján - Ragnar - Elvar
Kolbeinn

Derby
Jónas - Hallgrímur - Avni - Felix
Kaj Leó - Sindri - Atli - Viktor
Arnór Gauti - Bjarni

Svona eru liðin í dag. Hallgrímur Þórðarson, ungur miðvörður, fær tækifæri hjá ÍBV í dag í fjarveru Hafsteins Briem. Hallgrímur lék með KFS í 3. deildinni í fyrra.
1. mín
Ívar Orri flautar til leiks!
Fyrir leik
Markvörðurinn Derby Carrillo er að leika sinn fyrsta leik með ÍBV í vetur. Derby hefur verið að jafna sig eftir aðgerð sem hann fór í eftir síðasta tímabil og Halldór Páll Geirsson hefur staðið vaktina í leikjum vetrarins hingað til.
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, þekkir Leiknisliðið vel en hann þjálfaði það á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er í leikmannahópi ÍBV en hann hefur ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Gunnar var fyrr í vetur ráðinn aðstoðarþjálfari hjá ÍBV en hann ætlar sér einnig að spila með liðinu.

Tómas Óli Garðarsson er í leikmannahópi Leiknis en hann samdi við félagið í vikunni. Tómas Óli var í láni hjá Leikni frá Val síðari hluta síðasta tímabils.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér ætlum við að fylgjast með leik Leiknis og ÍBV í Lengjubikarnum.

Bæði lið eru taplaus eftir tvær umferðir í Lengjubikarnum. Leiknir er með fullt hús eftir tvo leiki og ÍBV er með fjögur stig. Bæði lið eru því í harðri baráttu um tvo efstu sætin í riðlinum en þau tryggja þátttökurétt í 8-liða úrslitum.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Avni Pepa
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('88)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
15. Hallgrímur Þórðarson ('46)
16. Viktor Adebahr ('46)
17. Bjarni Gunnarsson ('67)
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('58)
30. Atli Arnarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason ('46)
9. Mikkel Maigaard ('46)
18. Alvaro Montejo ('58)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('67)
27. Elvar Ingi Vignisson ('88)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Haraldur Pálsson

Gul spjöld:
Bjarni Gunnarsson ('12)

Rauð spjöld:
Avni Pepa ('66)