Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Kosóvó
1
2
Ísland
0-1 Björn Bergmann Sigurðarson '25
0-2 Gylfi Þór Sigurðsson '34 , víti
Atdhe Nuhiu '53 1-2
24.03.2017  -  19:45
Loro Borici í Shkoder í Albaníu
Undankeppni HM 2018
Dómari: Artur Dias (Por)
Byrjunarlið:
1. Samir Ujkani (m)
2. Fanol Perdedaj ('73)
3. Benjamin Kololli
4. Alban Pnishi
5. Herolind Shala
7. Milot Rashica ('65)
8. Besart Berisha ('83)
13. Amir Rrahmani
14. Valon Berisha
20. Hekuran Kryeziu
21. Atdhe Nuhiu

Varamenn:
11. Donis Avdijaj (m) ('73)
16. Bledar Hajdini (m)
5. Fidan Aliti
9. Bersant Celina ('65)
10. Arber Zeneli
12. Adis Nurkovic
15. Elbasan Rashani
15. Mergim Vojvoda
17. Ardian Ismajli
18. Vedat Muriqi
19. Leart Paqarada
23. Bernard Berisha ('83)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hekuran Kryeziu ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
JESS! Öflugur sigur í Kosóvó og 2. sætið í riðlinum staðreynd þegar fimm leikjum er lokið. Toppslagur framundan gegn Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Frábært!
Magnús Már Einarsson
94. mín
Gengur vel að kæfa leikinn niður. Góður tími tekinn í öll innköst núna.
Magnús Már Einarsson
92. mín
Heimamenn eiga útspark. 2 mínutur eftir!
Magnús Már Einarsson
90. mín
Gylfi fer út í horn með boltann og fær innkast. Dýrmætar sekúndur í sarpinn.
Magnús Már Einarsson
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Koma svo. Halda þetta út!
Magnús Már Einarsson
90. mín Gult spjald: Rúrik Gíslason (Ísland)
Rúrik dæmdur brotlegur og sparkar boltanum í burtu. Spjald fyrir það.
Magnús Már Einarsson
86. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland) Út:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Verið að þétta varnarleikinn fyrir lokamínúturnar. Björn Bergmann skilaði marki og fínu dagsverki.
Magnús Már Einarsson
85. mín
Þung pressa hjá Kosóvó. Þrjár hornspyrnur í röð. Á endanum fær Gylfi aukaspyrnu og leikurinn róast niður.
Magnús Már Einarsson
83. mín
Inn:Bernard Berisha (Kosóvó) Út:Besart Berisha (Kosóvó)
Berisha fyrir Berisha.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
80. mín
Emil fiskar brot. Reynslan að skila sér.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Íslenska liðið hefur verið að komast meira inn í þetta eftir slaka byrjun á fyrri hálfleiknum.
15 MÍNÚTUR eftir!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
74. mín
Jón Daði skallar hornspyrnu frá Gylfa yfir markið. Ekki langt frá þessu samt.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
73. mín
Inn:Donis Avdijaj (Kosóvó) Út:Fanol Perdedaj (Kosóvó)
Þetta er sóknarskipting! Avdijaj er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur spilað með yngri landsliðum Þýskalands. Kemur hér inn í sinn fyrsta landsleik fyrir Kosóvó.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
72. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Rúrik er að koma inn fyrir Arnór Ingva, sem hefur verið tæpur. Rúrik að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
71. mín
Arnór Ingvi með skot eftir fína sókn Íslands. Boltinn fer af varnarmanni og hornspyrna dæmd.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Skipting beint frá Selfossi! Jón Daði kemur inn með dugnað.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín
Inn:Bersant Celina (Kosóvó) Út:Milot Rashica (Kosóvó)
Leikmaður Man City að koma inn á!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
61. mín
Viðar Örn með skot fyrir utan teig, en það er beint á markmann Kosóvó.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
60. mín
Hætta við mark Kosóvó, en varnarmenn þeirra ná að bjarga.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
59. mín Gult spjald: Hekuran Kryeziu (Kosóvó)
Fyrir brot á Gylfa.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

58. mín
Hættuleg sókn Kosóvó stöðvuð af Ragga á stórkostlegan hátt. Frábær tækling.
56. mín
Enn meiri hætta við íslenska markið... of mikil spenna í þessu. Lætin á vellinum hafa aukist mikið eftir markið. Áhorfendur aftur komnir í gírinn.
53. mín MARK!
Atdhe Nuhiu (Kosóvó)
Andskotinn... öflug byrjun Kosóvó í seinni hálfleik skilar sér í marki frá hinum stóra og stæðilega Nuhiu sem skoraði með skalla. Ari átti ekki roð i hann.
52. mín
VÓ! Við stálheppnir að fá ekki á okkur mark. Darraðadans í teignum og þetta endar með skoti sem fór af varnarmanni og framhjá.
49. mín
Kosóvó nær að koma boltanum í netið en löngu búið að flagga rangstöðu.
48. mín
Hannes í erfiðleikum með sendingu til baka. Tekur enga áhættu og setur boltann í innkast.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Tölfræði frá UEFA:
Með boltann: 60% - 40%
Heppnaðar sendingar: 88% - 80%
Marktilraunir: 4-8
Á mark: 2-5
Hornspyrnur: 1-1

45. mín
Hálfleikur
Það er gaman að vera Íslendingur í Albaníu! Eftir erfiða byrjun á leiknum fann íslenska liðið taktinn og refsaði "heimamönnum" grimmilega. Ég kem með tölfræðimola í hálfleiknum og fleira gott.

42. mín
Kosóvó með sendingu fyrir. Aron Einar Gunnarsson bjargar í horn. Hornspyrnan fer yfir allt og alla. Styttist í hálfleik.

40. mín
Gylfi með STÓRhættulega sendingu inn í teiginn! Björn Bergmann nær ekki til boltans.

38. mín
Hættulegt skot frá Kosóvó en Hannes ver af öryggi.
34. mín Mark úr víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Gylfi klikkar ekki! Sendi markvörð Kosóvó í rangt horn!

Ljúft og gott!
34. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI!!! Gylfi með GEGGJAÐA sendingu á Birki Má Sævarsson sem kom eins og vindurinn inn í teiginn. Varnarmaður Kosóvó brýtur klaufalega á honum. Klárt víti!

33. mín
Þetta mark Íslands þokkalega þungt högg fyrir Kosóvó sem hafði byrjað leikinn vel. Það er samt ekkert samviskubit okkar megin!
31. mín
Ísland fékk hornspyrnu sem ekkert kom úr.
29. mín
Smá misskilningur milli Ara og Ragga skapar hættu hjá Kosóvó en við náum að bægja hættunni frá Boltinn fór víst í hendi Ragga en sem betur fer ekki dæmt neitt, Kosóvó hefði getað fengið víti.
28. mín
Þó Kosóvó hafi verið betra liðið í þessum leik þá sést greinilega að Gylfi er langbesti fótboltamaðurinn á vellinum!
25. mín MARK!
Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!! Arnór Ingvi brunar upp vinstri kantinn, sendir á Gylfa sem er í fínu skotfæri og lætur vaða. Markvörður Kosóvó ver en slær boltann til hliðar þar sem Björn Bergmann er réttur maður á réttum stað og skorar!

LÍFIÐ ER LJÚFT!
24. mín
Ísland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Kosóvó. Viðar Örn keyrður niður. Gylfi býr sig undir að senda boltann inn í teigin... sending hans er skölluð frá. Kosóvó fær hættuega skyndisókn en Ari kemst inn í sendingu og bjargar þessu.
23. mín
Samkvæmt tölfræði UEFA hefur Kosóvó verið 64% með boltann, Ísland 36%.
22. mín
KOSÓVÓ SKÝTUR Í SLÁ! Valon Berisha með skot vel fyrir utan teig en hitti boltann vel, fast skot sem fór í slána og yfir.
19. mín
Kári með skalla á markið eftir langt innkast Arons, varið. Þetta er farið að líta betur út hjá Íslandi eftir bratta byrjun. Erum farnir að komast meira í boltann.
17. mín
Viðar Örn með skottilraun en beint á markvörð Kosóvó.
16. mín
Flott sókn Íslands eftir að Ari Freyr gerði vel í að vinna boltann. Viðar Örn átti skalla framhjá, Arnór Ingvi renndi sér á eftir boltanum en náði ekki í hann. "Meira svona" heyrist kallað úr stúkunni.


13. mín
Úfff... Nuhiu í hörku skallafæri fyrir Kosóvó. Sem betur fer náði hann ekki krafti í skallann og Hannes handsamar knöttinn örugglega. Kosóvó miklu hættulegri sóknarlega hingað til.
12. mín
Björn Bergmann brýtur af sér og fær tiltal frá portúgalska dómaranum.
11. mín
Kosóvó með hættulega fyrirgjöf frá vinstri en Kári Árnason öflugastur í teignum og skallar frá.
9. mín
Fyrsta skottilraun Íslands. Gylfi Þór Sigurðsson með skot naumlega yfir.
8. mín
Viðar Örn nælir í aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Kosóvó. Gylfi tekur aukaspyrnuna og á fínan bolta inn í teig sem markvörður Kosóvó kýlir frá.
7. mín
Kosóvó með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu sem Björn Bergmann skallar frá. Stuttu seinna kemur fyrirgjöf frá hægri sem Raggi skallar frá. Kosóvó sér um að sækja í byrjun.
5. mín
Emil byrjar hægra megin og Arnór vinstra megin.
4. mín
Kraftmikil byrjun hjá Kosóvó. Algjörlega óttalausir og sýna nmikla baráttu. Okkar lið ekki mikið komið við boltann þessar allra fyrstu mínútur.
2. mín
Hár bolti inn í teig Íslands en Hannes handsamar knöttinn af öryggi. Sóknarmaður Kosóvó keyrir inn í hann, aukaspyrna dæmd. Mikil læti á vellinum. Áhorfendur háværir.
1. mín
Leikur hafinn
Kosóvó byrjaði með boltann. Við eigum að vinna þennan leik og vonandi klára menn verkefnið. Koma svo!!!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Íslenska liðið í hvítum treyjum í kvöld.



Fyrir leik
Mikil læti á vellinum og vallarþulurinn duglegur að garga í hátalarakerfið. Styttist í að liðin arki inn á völlinn og láti í sér heyra í þjóðsöngvunum, allavega íslenska liðið. Það er víst ekki texti með þjóðsöng Kosóvó.
Fyrir leik
Meðal byrjunarliðsmanna hjá Kosóvó er sóknarmaðurinn Besart Berisha sem hefur raðað inn mörkum í áströlsku deildinni fyrir Melbourne Victory. Hann fékk nýlega leikheimild með Kosóvó og eru miklar vonir bundnar við hann.

Leikur Kosóvó og Íslands er aðeins fimmti keppnisleikur landsliðs Kosóvó. Allir í byrjunarliði Kosóvó hafa tengingu við önnur lönd; eiga landsleiki fyrir aðrar þjóðir eða eru fæddir í öðru landi.

Fyrir leik
Elías Már Ómarsson er utan hóps í dag.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er eins og Fótbolti.net spáði fyrir utan eina breytingu. Heimir ákvað að hafa Jón Daða Böðvarsson á bekknum en Björn Bergmann Sigurðarson er í fremstu víglínu með Viðari Erni Kjartanssyni.

Samkvæmt mynd frá KSÍ á Emil Hallfreðs að byrja á hægri kantinum en Arnór Ingvi á þeim vinstri. Bíðum og sjáum.
Fyrir leik
Íslendingar eru bjartsýnir fyrir leikinn en í könnun sem var á forsíðu Fótbolta.net eru 72% á því að Ísland vinni en 14% spá jafntefli. Þess má geta að Bet365 veðbankinn býst við íslenskum sigri og það nokkuð örugglega. Stuðullinn á Ísland er 1,25 en 14,00 á sigur Kosóvó.
Fyrir leik
Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu:
Þegar menn eru búnir að fara í lokakeppni EM er ekki ástæða til annars en að setja markið hátt. Að komast í lokakeppni HM er draumur. Staðan er mjög spennandi og þar af leiðandi verða menn að stefna á þrjú stig.

Fyrir leik
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Íslands:
Þetta verður erfiður leikur, þetta er nýtt lið. Kosóvó eru með marga góða leikmenn og eru búnir að smala nýjum leikmönnum og eru ennþá að. Það er einn í Salzburg sem ég hef spilað við. Hann er mjög góður leikmaður. Þeir eru að sanka að sér leikmönnum og það verður alls ekkert vanmat okkar megin.
Fyrir leik
Artur Dias, 38 ára portúgalskur dómari, verður með flautuna. Fyrr í þessum mánuði dæmdi Dias leik FC Kaupmannahafnar og Ajax í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en þá dæmdi hann einnig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.
Fyrir leik
Síðasti leikur Íslands í riðlinum var tapið í Króatíu í nóvember. Þrír leikmenn sem voru í byrjunarliðinu í þeim leik eru fjarri góðu gamni í kvöld; Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson eru ekki í hópnum vegna meiðsla og Theodór Elmar Bjarnason tekur út leikbann.
Fyrir leik
Kosóvó á ekki löglegan keppnisvöll svo liðið þarf að leika sína heimaleiki hér í Albaníu. Loro Borici leikvangurinn var gerður upp á síðasta ári og hér eru allar aðstæður virkilega góðar. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur hrósað aðstæðum hér.

Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Kosóvó og Íslands í undankeppni HM. Ísland verður að vinna leikinn til að ná markmiðum sínum sem eru að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Á sama tíma mætast Króatía og Úkraína innbyrðis í riðlinum.

Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('72)
22. Björn Bergmann Sigurðarson ('86)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Arnór Sigurðsson
19. Viðar Ari Jónsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('69)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Heimir Hallgrímsson (Þ)
Helgi Kolviðsson
Guðmundur Hreiðarsson
Sebastian Boxleitner
Haukur Björnsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson

Gul spjöld:
Rúrik Gíslason ('90)

Rauð spjöld: