Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Breiðablik
6
0
Leiknir F.
Hrvoje Tokic '30 1-0
Martin Lund Pedersen '35 2-0
Hrvoje Tokic '54 3-0
Aron Bjarnason '65 4-0
Sólon Breki Leifsson '71 5-0
Davíð Kristján Ólafsson '82 6-0
31.03.2017  -  19:15
Fífan
Lengjubikar karla - A deild Riðill 4
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: Fámennt en góðmennt
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('46)
4. Damir Muminovic ('60)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('60)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic ('60)
10. Martin Lund Pedersen ('40)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
30. Andri Rafn Yeoman ('60)

Varamenn:
11. Gísli Eyjólfsson ('60)
11. Aron Bjarnason ('40)
13. Sólon Breki Leifsson ('60)
16. Ernir Bjarnason ('46)
18. Willum Þór Willumsson ('46)
20. Ólafur Hrafn Kjartansson ('60)
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('60)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Sigurður Víðisson (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson

Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Og þá flautar Sigurður Óli til leiksloka.

Þægilegt hjá Blikum sem vinna riðilinn og mæta FH í 8-liða úrslitum.

Viðtöl á leiðinni, takk fyrir mig!
90. mín
Stefnir í afskaplega þægilegan sigur hjá Breiðablik sem hefur aldrei farið úr öðrum gír hérna í kvöld.

Amir Mehica, varamarkmaður Leiknis sem kom inn á eftir hálftíma leik, mun sofa illa í nótt en hann gaf þrjú mörk gjörsamlega á silfur fati.
88. mín
FÆRI!

Einbeitingarleysi hjá Blikum verður til þess þeir missa boltann á hættulegum stað og gestirnir komast í færi.

Valdimar Ingi Jónsson fær boltann í gegn en hittir hann eitthvað illa og setur hann framhjá. Þetta var tækifæri til að fegra stöðuna aðeins.
82. mín MARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Stoðsending: Willum Þór Willumsson
MARK!

Willum Þór á fast skot fyrir utan teig sem Amir Mehica ver vel til hliðar en þar lúrir Davíð Kristján Ólafsson og skorar. 6-0.
80. mín
Tadas Jocys gerir sig líklegan til að skjóta að marki Blika þegar Ernir Bjarna fer aðeins aftan í hann.

Einhverjar biðla veiklulega til dómarans um vítaspyrnu en ekkert gefið.
78. mín
Smá rifrildi brýst út við hliðarlínuna þar sem Davíð Kristján og Carlos Carrasco gerast of æstir að mati Sigurðar Óla dómara.

Gult á báða.
76. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
76. mín Gult spjald: Carlos Carrasco Rodriguez (Leiknir F.)
73. mín
Til að árétta þá átti Mehica enga sök að þessu fimmta marki Blika.

Þetta var einfaldlega flott spil en það er klárlega mikill gæðamunur á þessum liðum.
71. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Aron Bjarna á flottan sprett upp hægri kantinn áður en hann sendir flotta, lága fyrirgjöf inn í teig sem Aron Breki potar í markið.
70. mín
Amir Mehica er 37 ára gamall Bosníumaður og á hann yfir 100 leiki á Íslandi með liðum á borð við Haukum og Fjarðabyggð.

Þeir hafa sennilega margir verið betri en í dag, vona ég.
68. mín
Eins og staðan er núna þá er Breiðablik að vinna riðilinn á markatölu og mætir því FHingum í 8-liða úrslitum.

Blikar hafa verið miklu betri en geta samt þakkað fyrir útsöludag í markinu hjá Leikni en öll fjögur mörkin hafa komið vegna markmannsmistaka.
67. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.) Út:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
65. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Amir Mehica, elsku besti kallinn minn....

Varamarkmaður Leiknis að gefa þriðja markið í dag. Er eitthvað hangsandi á boltanum áður en hann sparkar honum beint í Aron Bjarna sem rúllar honum bara í autt markið.
61. mín
Fjórföld skipting hjá Blikum sem þurfa nú eitt mark til að vinna riðilinn.

Leiknismenn hafa úr ansi litlu að moða.
60. mín
Inn:Skúli E. Kristjánsson Sigurz (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
60. mín
Inn:Ólafur Hrafn Kjartansson (Breiðablik) Út:Hrvoje Tokic (Breiðablik)
60. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
60. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
54. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
Æi, æi... Vondur dagur fyrir markmenn.

Fyrirgjöf frá vinstri sem virðist vera auðvelt grip fyrir Mehica í markinu... Þannig að hann missir hann beint til Tokic sem þakkar pent og skorar sitt annað mark.
52. mín
Inn:Kifah Moussa Mourad (Leiknir F.) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
52. mín
Inn:Tadas Jocys (Leiknir F.) Út:Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
52. mín
Inn:Sigurður Kristján Friðriksson (Leiknir F.) Út:Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
46. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.) Út:Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
46. mín
Leikur hafinn
Blikar koma síðari hálfleik af stað!

Þeir eru svo sannarlega í bílstjórasætinu hérna.
45. mín
Báðir markaskorar Blika í eru nýliðar í liðinu.

Hrvoje Tokic spilaði með Víking Ólafsvík í fyrra og gerði níu mörk í Pepsi deildinni.

Martin Lund Pedersen gerði sömuleiðis níu mörk í Pepsi í fyrra fyrir Fjölnir. Pedersen fór útaf skömmu eftir markið en hann fékk smávægilegt högg og væntanlega engir sénsir teknar svo stutt fyrir mót.

Gætu reynst drjúgir fyrir Kópavoginn í sumar.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Óli flautar til hálfleiks hér í Fífunni.

Heimamenn með öll völd á vellinum og virðast ansi öruggir um sæti í 8-liða úrslitunum.
43. mín
Vert að hafa það í huga að Breiðablik vinnur riðilinn með fjögurra marka sigri.

Ef þetta heldur svona áfram þá er það líklegt. Fáskrúðsfirðingar þurfa að fara gyrða sig í brók.
40. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
39. mín
Leiknismenn eiga annan leik á sunnudaginn gegn Þrótturum en Jesus Guerrero Suarez virðist ekki nenna að spila hann.

Hann er búinn að brjóta tvisvar eftir gula spjaldið og er svo sannarlega að leika sér að eldinum.
35. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
Of auðvelt.

Martin Lund Pedersen, sem gekk til liðs við Breiðablik frá Fjölni í vetur, dansar aðeins með boltann og setur svo fast skot á nærstöngina sem Mehica í markinu getur aðeins varið inn í netið.
34. mín Gult spjald: Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Jesus Guerrero Suarez fer harkalega í Davíð Kristján Ólafsson og aukaspyrna er dæmd á gestina.

Smá hiti í mönnum og aðeins er rifist áður en Sigurður Óli dómari rífur upp gula kortið á Leiknismanninn.
31. mín
Inn:Amir Mehica (Leiknir F.) Út:Robert Winogrodzki (Leiknir F.)
Leiknismenn gera breytingu um leið. Robert kallinn fer úr markinu eftir þessi leiðindi og varamarkmaðurinn, Amir Mehica, kemur inn á.
30. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Það hlaut að koma að því, eftir darraðadans í teig Leiknismann missir Winogrodzki í markinu boltan klaufalega frá sér.

Hrvoje Tokic þefar lausan boltann uppi og setur hann í tómt markið.

Blikar eru á leiðinni 8-liða úrslit eins og staðan er núna!
28. mín
Rólegt hingað til.

Breiðablik er meira og minna með boltann og reynir að finna glufur, Leiknismenn þéttir til baka og reyna að beita skyndisóknum.
22. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.

Oliver Sigurjónsson snýr boltann yfir vegginn og rétt framhjá. Ágætis tilraun.
19. mín
Davíð Kristján Ólafsson á góða fyrirgjöf frá vinstri kantinum, beint á milli varnar og markmanns, en Hrvoje Tokic rétt missir af honum og boltinn fer útaf. Markspyrna.

Blikar að sækja í sig veðrið.
14. mín
Hilmar Freyr Bjartþórsson fær fyrsta færi gestanna.

Boltinn er sendur hár inn í teig þar sem Hilmar reynir að taka hann viðstöðulausan en hittir hann illa og boltinn lekur máttlaust framhjá markinu.
12. mín
Martin Lund Pedersen fær boltann rétt fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn fer í varnarmann og Winogrodzki á ekki í vandræðum með að handsama boltann.
9. mín
Blikar fá aðra hornspyrnu og nú kemur fyrirgjöf á nærstöngina. Þar rís Viktor Örn hæst en skallar boltann framhjá.

6. mín
Hrvoje Tokic fær góða sendingu inn fyrir vörn Leiknismann en hann er réttilega flaggaður.

Fátt um fína drætti hérna á upphafsmínútunum er bæði lið reyna að þreifa fyrir sér.
2. mín
Heimamenn vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.

Martin Lund sendi boltann inn í teig en Leiknismenn vel vakandi í vörninni.
1. mín
Leikur hafinn
Og þá byrjum við!

Leiknismenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Riðlakeppnin í A-deildinni lýkur nú um helgina og eru línurnar farnar að skýrast fyrir 8-liða úrslitin.

Breiðablik þarf sigur í kvöld og fara þá áfram á kostnað Stjörnunnar. Vinni heimamenn með fjórum mörkum eða meira tekst þeim einnig að fara upp fyrir Grindavík og vinna riðilinn.

Blikar geta mætt FH (ef þeir vinna riðilinn) eða Val í 8-liða úrslitum.
Fyrir leik
Síðasti leikur Leiknis var sömuleiðis gegn Fram en úr því varð hörku 4-4 jafntefli sem er jafnframt eina stig Leiknismanna í riðlinum eftir fjóra leiki.

Tvær breytingar eru á liði Leiknis F. í dag en þeir Sverrir Bartolozzi og Björgvin Stefán Pétursson koma inn í liðið.
Fyrir leik
Blikar gera nokkrar breytingar frá snjóbylsleiknum gegn Fram í Grafarholtinu um daginn. Leikurinn var flautaður af í seinni hálfleik en Blikar báru sigur úr býtum, 0-1.

Oliver Sigurjónsson, Arnþór Ari Atlason, Viktor Örn Margeirsson koma allir inn í liðið í dag.
Fyrir leik
Breiðabliki dugir ekkert annað en sigur til að komast í 8-liða úrslit Lengjubikarsins á meðan Leiknismenn sitja neðstir í riðlinum með eitt stig.

1. Grindavík 5 leikir - 11 stig (+8)
2. Stjarnan 5 leikir - 11 stig (+4)
3. Breiðablik 4 leikir - 8 stig (+5)
4. Þróttur R. 4 leikir - 3 stig (-6)
5. Fram 5 leikir - 1 stig (-5)
6. Leiknir F. 3 leikir - 1 stig (-6)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu en hér á eftir mætast Breiðablik og Leiknir F í Fífunni.
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m) ('31)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('52)
4. Javier Angel Del Cueto Chocano
5. Almar Daði Jónsson ('67)
6. Carlos Carrasco Rodriguez
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('52)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson ('52)
16. Unnar Ari Hansson
18. Jesus Guerrero Suarez ('46)

Varamenn:
5. Sverrir Bartolozzi
14. Kifah Moussa Mourad ('52)
17. Tadas Jocys ('52)
18. Valdimar Ingi Jónsson ('67)
22. Sigurður Kristján Friðriksson ('52)
23. Sólmundur Aron Björgólfsson
23. Dagur Ingi Valsson ('46)

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Amir Mehica
Jens Ingvarsson
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:
Jesus Guerrero Suarez ('34)
Carlos Carrasco Rodriguez ('76)

Rauð spjöld: