Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Fylkir
1
0
Grindavík
Jasmín Erla Ingadóttir '37 1-0
27.04.2017  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Kalt, blautt og svolítill vindur.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 120
Maður leiksins: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
2. Jesse Shugg ('74)
6. Hulda Sigurðardóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('74)
16. Kristín Þóra Birgisdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir ('74)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
27. Stella Þóra Jóhannesdóttir

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Kolbrún Arnardóttir

Gul spjöld:
Hulda Hrund Arnarsdóttir ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið. Fylkir vinnur Grindavík 1-0 í fyrstu umferð. Skýrsla og viðtöl birtast hér á síðunni síðar í kvöld. Takk fyrir mig.
93. mín
Thelma Lóa á hér laglegan sprett og kemst inn á teig. Gerir allt vel fram að skotinu sem er beint á Malin.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma og Grindavík fær hornspyrnu. Þær ná ekki að gera sér mat úr henni frekar en fyrri spyrnum og þetta er að fjara út.
90. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Fylki en Rakel er alltof lengi að losa sig við boltann og Kristín Þóra er að endingu dæmd rangstæð. Illa farið með góðan séns.
88. mín
Rakel Leósdóttir reynir skot rétt utan teigs en boltinn fer rétt framhjá. Fylkisliðið að nýta sér plássið sem Grindavík skilur eftir í leit sinni að jöfnunarmarkinu.
87. mín
Fylkir í séns. Jasmín finnur Thelmu Lóu hægra megin í teignum en hún hittir boltann illa og Malin ver auðveldlega.
86. mín Gult spjald: Thaisa (Grindavík)
Brýtur á Huldu Hrund sem var komin á fleygiferð inná vallarhelmingi Grindavíkur.
83. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Út:Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík)
Sóknarmaður inn fyrir varnarmann. Grindavík freistar þess að jafna metin.
82. mín
Grindavík fær aukaspyrnu úti á vinstri vængnum. Thaisa setur boltann inn á teig en aftur hreinsa Fylkiskonur. Sóknarþungi Grindvíkinga er mikill þessa stundina.
80. mín
Jahérna hér! Dauðafæri hjá Grindavík. Lauren Brennan nær að pota í boltann eftir fyrirgjöf en Ásta nær að komast fyrir.
78. mín Gult spjald: Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Hulda sparkar boltanum í burtu í pirringi og fær gult í staðinn.
77. mín
Grindavík á horn. Thiasa tekur það í þetta skiptið en Fylkir hreinsar.
75. mín
Lauren Brennan nálægt því að komast í séns. Laumar sér afturfyrir varnarmenn Fylkis en aftur stelur Ásta boltanum af henni á síðustu stundu.
74. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir) Út:Ísold Kristín Rúnarsdóttir (Fylkir)
74. mín
Inn:Rakel Leósdóttir (Fylkir) Út:Jesse Shugg (Fylkir)
Jón Kristjáns gerir tvöfalda skiptingu. Nauðsynlegt að stokka upp í þessu. Gestirnir mun líklegri þessa stundina.
70. mín
Grindavík heldur áfram að sækja og fá aðra hornspyrnu. Aftur er það Rilany sem spyrnir og þvílík hætta! Þetta gerist svo hratt að ég sé ekki alveg hvað gerist annað en að boltinn fer í stöng, aftur út í skot sem er bjargað af línu og svo er það Ásta sem ver í þriðju tilraun!
66. mín
Grindavík fær fyrstu hornspyrnuna sína og það er Rilany Aguiar Da Silva sem tekur hana. Henni tekst þó ekki að finna samherja og Fylkiskonur hreinsa.
64. mín
Það hefur lifnað aðeins yfir Grindavíkurliðinu hér í síðari hálfleik.
59. mín
Hættulegasta tilraun Grindavíkur til þessa! Carolina Mendes lætur vaða utan af velli en boltinn dettur ofan á þaknetið. Fínasta tilraun.
57. mín
Aftur hætta eftir hornspyrnu frá Huldu Hrund. Í þetta skiptið spyrnir hún boltanum út í teiginn. Aftur er það Shugg sem vinnur skallaboltann en hún setur boltann rétt framhjá.
54. mín
Hulda Hrund með hættulega hornspyrnu. Eins og áðan setja Fylkiskonur upp svokallað "pressuhorn" og leikmenn fjölmenna á markteig. Hulda snýr boltanum á fjærstöng þar sem Jesse Shugg tekst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla yfir markið nánast af marklínu.
52. mín
Lauren Brennan er nálægt því að komast í færi en Tinna nær að koma henni úr jafnvægi og Ásta hirðir boltann svo af tánnum á henni. Klókur leikmaður hún Lauren. Góð í að finna sér svæði til að lauma sér í.
46. mín
Inn:Elena Brynjarsdóttir (Grindavík) Út:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík)
Fjörið er byrjað aftur. Gestirnir gera eina breytingu. Lánskonan Elena kemur inn fyrir Ísabel. Dröfn fer í bakvörðinn og Elena á hægri kant. Berglind Ósk færir sig yfir í vinstri bakvörð, Rilany á vinstri kant og Carolina Mendes inn á miðjuna. Sjáum hvort að þessar tilfærslur hafi góð áhrif á leik gestanna.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og Fylkir leiðir með einu marki. Það verður að teljast verðskuldað miðað við gang mála en bæði lið eiga helling inni og vonandi að síðari hálfleikur verði skemmtilegri áhorfs.
37. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Fylkir)
Stoðsending: Kristín Þóra Birgisdóttir
Maaaaark! Jasmín er búin að koma Fylki yfir. Kristín Þóra á geggjaða utanfótarsendingu á milli hafsenta Grindavíkur og beint fyrir fæturnar á Jasmín sem á ekki í vandræðum með að setja boltann í netið.

Markið skora Fylkiskonur 10 á móti 11 þar sem Hulda Hrund er enn utan vallar. Hún hristir þó af sér meiðslin og er mætt aftur inn á þegar Grindavík tekur miðju.
33. mín Gult spjald: Guðrún Bentína Frímannsdóttir (Grindavík)
Þetta er ljótt. Guðrún Bentína brýtur illa á Huldu sem liggur sárþjáð eftir. Fyrirliðinn mögulega heppin að sleppa með gult þarna?
32. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Fylki. Grindavík á aukaspyrnu á vallarhelmingi Fylkis en Fylkiskonur vinna boltann og Jasmín brunar í sókn. Boltinn berst út á hægri kant á Kristínu sem á fína fyrirgjöf á Jesse Shugg sem skallar á markið en Malin ver.
23. mín
Það er svokallaður vorbragur á þessu og fátt um fína drætti sem stendur. Sjáum hvort að liðin farin ekki að finna taktinn sinn.
14. mín
Fylkir fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Hulda Hrund smellir boltanum fyrir en Grindvíkingar ná að vinna boltann.
9. mín
Hulda Hrund brunar upp völlinn en er straujuð í þann mund sem hún er að komast inn í vítateig Grindavíkur. Bríet dæmir aukaspyrnu en Grindvíkingar sleppa með skrekkinn og sleppa við spjald.

Hulda tekur spyrnuna sjálf. Neglir boltanum niðri en beint á Malin sem heldur föstu skotinu.
8. mín
Grindavík stillir svona upp:

Malin
Berglind - Guðrún Bentína - Linda Eshun - Rilany
Ísabel - Anna Þórunn
Dröfn - Thaisa - Carolina
Lauren
6. mín
Lið Fylkis lítur svona út:

Ásta
Ragnheiður - Tinna - Sunna - Hulda
Ísold - Jasmín
Kristín - Hulda - Thelma Lóa
Jesse
1. mín
Fylkir byrjar með látum og liðið fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi gestanna. Það er fyrirliðinn Hulda Hrund sem tekur spyrnuna og neglir boltanum í utanverða stöngina. Þarna munaði litlu.
1. mín
It's on! Bríet er búin að flauta þetta á. Heimakonur byrja og sækja í átt að Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn inni í klefa. Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin ansi spennt.
Fyrir leik
Nú eru aðeins um 20 mínútur í leik og byrjunarliðin klár eins og sjá má hér til hliðar. Ekkert sem kemur á óvart hjá heimakonum við fyrstu sýn en afar ánægjulegt að sjá að Jasmín Erla er mætt aftur á völlinn. Hún sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í Pepsi-deildinni en meiddist svo illa rétt fyrir mót í fyrra og gat ekki tekið þátt. Hún er óðum að nálgast sitt fyrra form og er klár í slaginn í kvöld.

Hjá gestunum virðist liðskipan einnig vera nokkurn veginn eftir bókinni. Malin Reuterwall stendur á milli stanganna og Brassarnir byrja. Blikinn Elena Brynjarsdóttir kom til liðsins á láni í dag og situr á bekknum.
Fyrir leik
Jóhann Kristinn Gunnarsson, fyrrum þjálfari Þór/KA, spáði í spilin fyrir 1.umferð deildarinnar hér á Fótbolta.net en hann spáir nýliðunum sigri í markaleik.

2 - 4 Grindavík
Miklar breytingar í Árbænum sem taka smá tíma til að smella saman. Grindavík er spennandi lið og virðast hafa gert góða hluti á markaðnum. Það verður gaman að fylgjast með brasilísku leikmönnunum og hvað þær færa liðinu. Segjum að svona frekar óvæntur útisigur nýliðana líti dagsins ljós í Árbænum.
Fyrir leik
Besti dómari Pepsi-deildarinnar sumarið 2015 dæmir leikinn í kvöld en það er hún Bríet Bragadóttir. Hún mun njóta aðstoðar þeirra Kristjáns Más Ólafs og Breka Sigurðssonar en Hjalti Þór Halldórsson verður í hlutverki eftirlitsmanns.
Fyrir leik
Nýliðar Grindavíkur snúa aftur í efstu deild með spennandi leikmannahóp. Róbert Haraldsson er nýr þjálfari liðsins og hann stefnir á að koma liðinu í efri hluta deildarinnar strax á fyrsta ári.

,,Okkar markmið eru skýr hvað varðar Pepsi-deildina í sumar, við ætlum okkur að vera í efri hlutanum. Við erum með góða blöndu af ungum og efnilegum stúlkum ásamt eldri og reyndari leikmönnum. Hópurinn gerir sér fulla grein fyrir því hvað hann getur og við ætlum okkur að taka þátt í mótinu í sumar, en ekki bara að vera með," sagði Róbert í viðtali við Fótbolta.net fyrir stuttu.

Grindavík fékk til sín nokkra leikmenn í vetur en ætli það sé ekki óhætt að segja að fólk bíði spenntast eftir að sjá brasilísku landsliðskonurnar Rilany Aguiar Da Silva og Thaisa Moreno spreyta sig. Þetta eru reynslumiklir leikmenn sem fóru með Tyresö í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014 og þeim eru ætluð stór hlutverk í Grindavíkurliðinu.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin koma undan vetri. Þeim var báðum spáð í neðri hluta deildarinnar hér á Fótbolta.net. Fylki spáð 9.sæti og falli en Grindavík 7.sæti.

Fylkisliðið er gjörbreytt frá síðasta tímabili. Þjálfarinn Jón Kristjánsson er nýr í brúnni og hefur fengið til sín fjölda ungra og efnilegra leikmanna eftir að hafa tekið við fámennu búi. Eins og frægt er bjargaði Fylkir sér frá falli í lokaumferðinni í fyrra í ótrúlegum jafnteflisleik gegn Selfoss og að minnsta kosti 13 leikmenn hafa yfirgefið liðið síðan þá. Í staðinn hefur Jón fengið til sín leikmenn sem lofa góðu en eiga eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Stóra spurningin er hvort að þessar stelpur séu tilbúnar í alvöruna og hversu vel Jón hefur náð að undirbúa þær í vetur.
Fyrir leik
Heil og sæl ágætu lesendur Fótbolta.net og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Grindavíkur sem hefst kl.19:15.

Pepsi-deild kvenna rúllar af stað í kvöld en við erum mörg sem höfum beðið með eftirvæntingu eftir nýju fótboltasumri. Það síðasta var bæði stórskemmtilegt og spennuþrungið og það er engin ástæða til að búast við öðru á sjálfu EM-árinu.
Byrjunarlið:
30. Malin Reuterwall (m)
3. Linda Eshun
5. Thaisa
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f) ('46)
19. Carolina Mendes
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('83)
28. Lauren Brennan

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
7. Elena Brynjarsdóttir ('46)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('83)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
24. Andra Björk Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Ragnheiður Árný Sigurðardóttir
Þorsteinn Magnússon
Tómas Orri Róbertsson
Sigurvin Ingi Árnason

Gul spjöld:
Guðrún Bentína Frímannsdóttir ('33)
Thaisa ('86)

Rauð spjöld: