Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
2
2
Stjarnan
Emil Atlason '13 1-0
Kjartan Henry Finnbogason '68 2-0
2-1 Hörður Árnason '73
2-2 Atli Jóhannsson '85
06.05.2012  -  19:15
KR-völlur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Fínar miðað við árstíma. Kalt en völlurinn nokkuð góður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 2164
Maður leiksins: Haukur Heiðar Hauksson
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson ('86)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason ('60)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
5. Egill Jónsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('60)
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Guðjónsson ('53)
Viktor Bjarki Arnarsson ('45)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Arnar Darri ekki búinn að slá Ingvar Jónsson út úr markinu. Ingvar stendur í marki Stjörnunnar í dag.
Elvar Geir Magnússon
1. mín
Leikurinn er hafinn hér í Frostaskjóli. Daníel Laxdal er á miðjunni hjá Stjörnunni í stað Halldórs Orra Björnssonar sem er að glíma við meiðsli en situr þó á varamannabekknum.
Magnús Már Einarsson
8. mín
Viktor Bjarki var næstum því sloppinn í gegn fyrir KR-inga en varnarmenn Stjörnunnar náðu að bjarga á seinustu stundu.
Magnús Már Einarsson
8. mín Gult spjald: Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Í aðdraganda færisins sem Viktor Bjarki fékk braut Tryggvi Sveinn af sér og uppskar gult spjald að launum.
Magnús Már Einarsson
13. mín MARK!
Emil Atlason (KR)
Það er komið mark hér í Vesturbænum. Emil Atlason skorar með skalla eftir fyrstu hornspyrnu KR-inga í leiknum. Þeir tóku spyrnuna stutt og Óskar Örn kom með góða fyrirgjöf sem Emil Atlason stangaði í netið af gríðarlegu öryggi. Emil var algjörlega óvaldaður í miðjum teignum, slakur varnarleikur hjá Stjörnumönnum.
Magnús Már Einarsson
25. mín
KR-ingar eru töluvert sterkari hér í upphafi og Haukur Heiðar átti góðan sprett upp hægri vænginn og náði fyrirgjöf sem Kjartan Henry skallaði að marki en skallinn var máttlaus.
Magnús Már Einarsson
26. mín
Kjartan Henry skaut úr aukaspyrnunni. Skotið var lágt, fór undir vegginn en Ingvar Jónsson var ekki í teljandi vandræðum með að verja það.
Magnús Már Einarsson
26. mín Gult spjald: Alexander Scholz (Stjarnan)
Scholz fær gult spjald fyrir að brjóta á Óskari Erni rétt utan vítateigs.
Magnús Már Einarsson
33. mín
Það eru einhver læti hérna á miðjum vellinum í kjölfarið á skallaeinvígi. Erlendur dómari biður menn um að róa sig.
Magnús Már Einarsson
34. mín
Boltinn er búinn að vera mikið í loftinu hérna fyrsta hálftímann eins og oft vill verða í fyrstu leikjum tímabilsins. Menn eru enn að venjast grasinu.
Magnús Már Einarsson
36. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Jóhann Laxdal fær gult spjald fyrir að rífa Viktor Bjarka niður með skemmtilegu glímubragði á miðjum vellinum.
Magnús Már Einarsson
38. mín
Atli Jóhannsson átti skýtur yfir rétt fyrir utan vítateig eftir góða sókn Stjörnunnar. Hann hefði getað gert betur og virðist alveg vita það sjálfur.
Magnús Már Einarsson
45. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
Gult spjald á Viktor.
Magnús Már Einarsson
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér í Vesturbænum, staðan er 1-0 fyrir heimamönnum sem hafa verið töluvert ákveðnari í sínum aðgerðum í þessum fyrri hálfleik. Áhorfendur flykkjast í kaffisöluna, enda er ansi kalt þrátt fyrir að veðrið sé fallegt.
Magnús Már Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Þjálfarar liðanna gerðu engar breytingar í leikhléi.
49. mín
Óskar Örn átti hér stórhættulega fyrirgjöf af vinstri vængnum sem Kjartan Henry og félagar í framlínunni náðu ekki að nýta sér. Frábær bolti hjá Óskari.
51. mín
Kjartan Henry slapp hér í gegn eftir góða sendingu frá Emil Atlasyni en náði ekki að skora. Hann þrengdi færið töluvert fyrir sig og skaut beint í fangið á Ingvari.
53. mín Gult spjald: Bjarni Guðjónsson (KR)
Bjarni fær hér gult spjald fyrir að sparka Kennie Chopart niður eftir að Chopart losaði sig við boltann.
60. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Emil Atlason (KR)
Emil Atlason búinn að skila sínu í dag og Þorsteinn Már kemur inn á hægri vænginn hjá KR.
63. mín
Hér mátti litlu muna að KR-ingar bættu við marki. Þeir áttu aukaspyrnu rétt utan vítateigs, hún var tekin stutt og Haukur Heiðar lyfti boltanum inn í teiginn þar sem Þorsteinn Már var óheppinn að ná honum ekki niður. Scholz skallaði svo boltann í horn og bjargaði Stjörnumönnum, sem eru töluvert lakara liðið hér í dag.
65. mín
Smá líf í Stjörnumönnum. Chopart á skalla framhjá eftir snarpa sókn og sendingu frá hægri frá Gunnari Erni.
68. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
2-0 hér í Frostaskjóli. Kjartan Henry skorar með glæsilegu skoti í fjærhornið, rétt innan vítateigs. Fallegur bogi á boltanum og Ingvar Jónsson átti ekki möguleika.
71. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
71. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Stjarnan) Út:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
73. mín MARK!
Hörður Árnason (Stjarnan)
2-1!
78. mín
Þessar skiptingar kveiktu heldur betur í Stjörnumönnum! Halldór Orri tók horn frá vinstri, sendi beint út á Hörð sem tók hann í fyrsta rétt fyrir utan teig og þrumaði honum viðstöðulaust í slána og inn. Glæsilegt mark!
82. mín
Það eru spennandi lokamínútur framundan hérna í Vesturbænum! Stjarnan hefur rifið upp leik sinn eftir skiptingarnar og Halldór Orri er búinn að vera allt í öllu. Þeir eru að sækja hratt og skapa sér svæði á milli varnar og miðju KR-inga.
85. mín MARK!
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Stjörnumenn eru búnir að jafna! Atli skorar af stuttu færi, stýrir skoti Darra Steins í netið.
86. mín
Inn:Dofri Snorrason (KR) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
87. mín
Kjartan Henry á skalla yfir eftir hornspyrnu! Nær ekki að stýra knettinum á markið. Hér er svo Baldur Sigurðsson í góðu færi en nær ekki að stýra boltanum heldur!
90. mín
Halldór Orri í góðu færi hinu megin á vellinum en hittir ekki boltann. Chopart átti góðan sprett upp hægri vænginn og lagði hann út á Halldór sem hefði getað stolið sigrinum hérna í uppbótartíma. Einungis 2 mínútum bætt við.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli. Þetta var æsispennandi hér í lokin.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
8. Halldór Orri Björnsson ('71)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Jóhann Laxdal ('36)
Alexander Scholz ('26)
Tryggvi Sveinn Bjarnason ('8)

Rauð spjöld: