Stjarnan
5
0
ÍBV
Hólmbert Aron Friðjónsson '6 , víti 1-0
Jósef Kristinn Jósefsson '24 2-0
Hólmbert Aron Friðjónsson '45 3-0
Hilmar Árni Halldórsson '70 4-0
Guðjón Baldvinsson '90 5-0
07.05.2017  -  17:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Hægur andvari, sólarlaust og 10 stiga hiti. Teppið flott, fullkomnar aðstæður svona í maíbyrjun.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('45)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('51)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('84)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('84)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
27. Máni Austmann Hilmarsson ('45)
77. Kristófer Konráðsson ('51)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Máni Austmann Hilmarsson ('53)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjörnumenn byrja tímabilið á heimavelli með miklum látum.

Langt ferðalag út í Eyjarnar í kvöld og að ýmsu að huga!
90. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Laxdal
ÍBV í sókn, Jóhann vinnur boltann og þeytir löngum bolta fram völlinn, Guðjón vinnur Pepa í návígi, leikur á Derby og skorar af öryggi.
90. mín
Það verða þrjár mínútur í uppbótartíma í dag.
84. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
83. mín
Daníel Laxdal að bjarga aftur hér á línu!

Nú eftir fína sókn ÍBV sem teiknuð var upp af Pablo og skot frá Sigurði Grétari.
81. mín
Fín sókn Garðbæinga en Guðjón með skot rétt framhjá úr teignum.
75. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Þar með lýkur skiptingum gestanna.
74. mín
Guðjón með skot úr teignum beint í fang Derby.

Stjarnan líklegri að bæta við en ÍBV að laga stöðuna.
70. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Laxdal
Frábært mark.

Jóhann kemst upp vænginn, á fasta sendingu inn í markteiginn þar sem Hilmar Árni stýrir honum í fjær með hælnum. Snilldarvel gert.
67. mín
Stjarnan mjög dregið úr ákafa sínum. ÍBV aðeins að ýta við leiknum, Sindri orðinn aftar og Pablo kominn ofar.

Svona eins konar 4-1-4-1 kerfi.
64. mín
Maigaard í ágætis skotfæri rétt utan teigs en boltinn fer yfir.
62. mín Gult spjald: Avni Pepa (ÍBV)
Brýtur á Hilmari í upplagðri sókn.
61. mín
Arnór Gauti fær ágætt skallafæri en nær ekki að nýta það nægilega.
60. mín
Maigard fer undir Sigurð í senternum.

Arnór Gauti fer út á kant.
58. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
58. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Alvaro Montejo (ÍBV)
Tvöföld skipting hjá ÍBV
53. mín Gult spjald: Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan)
Brýtur á Jónasi.
51. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Hólmbert getur ekki haldið leik áfram.
50. mín
Hólmbert liggur hér eftir viðskipti við Derby í teignum.

Stjörnumenn vildu fá víti en Ívar dæmir sóknarbrot. Hér eru komnar börur og allt.
49. mín
Við brotthvarf Baldurs fer fyrirliðaband Stjörnumanna yfir á Eyjólf Héðinsson...sem kemur úr Breiðholtinu eins og Sindri fyrirliði ÍBV.

Skemmtileg staðreynd!
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað á teppinu.
45. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Baldur getur greinilega ekki haldið áfram leik...skoðum það að leik loknum. Máni kemur inn, fer á vænginn og Hilmar undir senter.
45. mín
Hálfleikur
Einstefna frá upphafi má segja.

Stjarnan hefur öll tögl og haldir hér á heimavelli. Ekkert sem bendir til þess að hrikalegt gengi ÍBV í Garðabænum sé eitthvað að fara að breytast.
45. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Innkast Stjörnunnar er ekki hreinsað þrátt fyrir góða möguleika til þess.

Boltinn dettur fyrir Hólmbert sem neglir hann í markið óverjandi fyrir Derby.
44. mín
Stjarnan fær ofboðslegan frið inni á miðsvæðinu til að athafna sig. Varnarleikur gestanna þar inni er beinlínis enginn.
41. mín
Dauðafæri hjá ÍBV.

Kaj æddi upp vænginn hægra megin og sendir á fjær þar sem Montejo reynir að "kassa" boltann í netið. Boltinn fer framhjá Haraldi en Daníel kemst fyrir hann á línunni.
41. mín
Dálítið eins og liðin séu að bíða eftir hálfleiknum hérna.

Litið í gangi.
37. mín
Skyndisókn Stjörnumanna teiknuð upp af Hilmari endar með skoti frá Jóhanni Laxdal framhjá.
35. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Uppsafnaður brotaforði.
34. mín
Fyrsta sókn ÍBV í langan tíma endar með fínum kross frá Jónasi inn í teig sem Jóhann nær að krossa frá.
31. mín
Mögnuð rispa hjá Hilmari Árna, fór framhjá 4 ÍBV leikmönnum og fiskaði horn.

Hólmbert fékk fínt skallafæri upp úr horninu en Pepa náði að komast fyrir skalla hans.
31. mín
Skot úr aukaspyrnunni fer rétt yfir.
30. mín
Aukaspyrna dæmd á hættulegum stað.

ÍBV eru að verða býsna pirraðir á störfum dómarans hérna. Skotfæri fyrir Hólmbert.
28. mín
Hætta hér á ferðum enn fyrir gestina.

Derby fer út og grípur aukaspyrnu en flýtir sér það mikið að hann kastar beint á Hilmar sem neglir að marki um 40 metra frá því en boltinn framhjá.
24. mín MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stjarnan var hér um 60 sekúndur í sókn og færðu boltann frá vinstri til hægri og aftur til baka.

Hilmar Árni fékk nægan tíma til að bíða eftir utanáhlaupi Jósefs inn í teiginn og til að teikna boltann á Grindvíkinginn.

Sá átti auðvelt verkefni eftir og kláraði örugglega í fjærhornið.

Varnarleikur ÍBV fær ekki háa einkunn fyrir þessi andartök.
20. mín
Tempóið dottið aðeins niður hér, Stjarnan aðeins að leita að yfirvegun í sínum leik.
17. mín
Arnór með langt innkast sem Stjarnan bjargar í horn.

Upp úr horninu nær Kaj að negla á markið en Eyjólfur neglir Breiðholtskassanum fyrir og bjargar.
16. mín
Baldur að brjóta af sér og það er satt að segja býsna hart leikið hér í upphafi.

Ívar heldur hér þriðja fundinn á fyrstu 16 mínútunum um málin.
13. mín
Hólmbert með suddalega tæklingu á Sindra en sleppur með bara aukaspyrnu.
10. mín
ÍBV eru líka að stilla upp 4-2-3-1

Derby
Jónas - Pepa - Garner - Felix
Pablo - Sindri
Kaj - Gunnar - Montejo
Arnór
7. mín
Arnór Gauti með fyrstu tilraun ÍBV á markið, skallar hornspyrnu rétt framhjá.
6. mín Mark úr víti!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Sendir Derby í hægra horn en skýtur í vinstra.

Öruggt.
5. mín Gult spjald: Derby Rafael Carrilloberduo (ÍBV)
Í aðdraganda vítisins.
5. mín
VÍTI Á ÍBV!!!

Hornspyrna frá hægri fer inn í markteig, Derby nær að slá frá eftir mikla pressu frá Brynjari Gauta sem margir vildu meina að væri brot.

Brynjar liggur og Ívar metur það sem svo að þegar Derby stendur upp hafi hann stigið á eða sparkað í Brynjar og dæmir víti.

ÍBV voru eins lítið sáttir við þetta og hægt var.
4. mín
Stjarnan spilar 4-2-3-1

Halli
Jóhann - Brynjar - Daníel - Jósef
Eyjólfur - Alex
Hólmbert - Baldur - Hilmar

Guðjón.
1. mín
Dauðafæri strax í upphafi.

Aukaspyrna frá Stjörnunni inn í markteiginn og Baldur nær fínu skoti að marki sem Derby slær út og eftir mikinn darraðadans ná ÍBV að hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Garðabæ.
Fyrir leik
Silfurskeiðin er vöknuð!
Fyrir leik
Allt orðið klárt.

Sindri vann fyrsta uppkast sitt sem fyrirliði ÍBV og valdi að sækja í áttina að Flataskóla í fyrri hálfleik.

Stjörnumenn hefja leik.

Fyrir leik
Talandi um Kristján þá var hann rétt í þessu að koma hlaupandi hér út úr klefanum og út á völl. Virðist ekki fylgja sínu liði...safnar saman boltum og tekur upp óskilaföt.

Snyrtipinni...þekktur af slíku!
Fyrir leik
Svo skemmtilega vill til að Kristján þjálfari ÍBV hefur verið búsettur í göngufjarlægð frá Samsungvellinum nú til fjölmargra ára. Fjölskylda hans ákvað að labba á völlinn auðvitað.

Í eina skiptið í sumar sem sá ferðamáti verður valinn væntanlega!
Fyrir leik
Liðin eru a kafi í upphitun hér þessa stundina. Jón Óli heldur gestunum við efnið og Brynjar Björn er ábúðarfullur með heimamenn.
Fyrir leik
Ívar Orri flautar í dag, aðstoðarmenn hans eru Bryngeir Valdimarsson og Gunnar Helgason.

Fjórði dómarinn er Aðalbjörn Heiðar Þorvaldsson og til eftirlits er hann Einar Örn Daníelsson.
Fyrir leik
Á sama hátt er einn leikmaður ÍBV sem hefur spilað fyrir Stjörnuna. Það er hann Pablo Punyed sem er á sínu öðru tímabili sem alhvítur eftir að hafa verið í Stjörnunni í tvö ár.
Fyrir leik
Í liði heimamanna er einn leikmaður sem hefur leikið fyrir ÍBV.

Það er Breiðvíkingurinn sjálfur, Brynjar Gauti Guðjónsson. Hann er að leika á öðru tímabili sínu fyrir Stjörnuna eftir að hafa verið þrjú ár úti í Eyjum.
Fyrir leik
Stjarnan hefur reyndar gríðarlegt tak á Vestmanneyingum á heimavelli.

ÍBV hefur ekki unnið í Garðabæ í deildinni síðan 2010 og síðasta mark þeirra í Garðabænum var skorað 12.ágúst 2012 þegar Arnór Ólafsson jafnaði muninn í 1-1 en þá einmitt var síðasta stig unnið af gestunum á þessum velli.

Svo sagan vinnur með heimamönnum!
Fyrir leik
Stjarnan vann báðar viðureignir þessara liða síðasta sumar.

Þeir unn 1-0 í Garðabænum með marki Arnars Más Björgvinssonar og síðan 1-2 úti í Eyjum þar sem að Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar en Aron Bjarnason setti mark ÍBV.
Fyrir leik
Það þýðir auðvitað líka að ÍBV eru með leikmann í banni í dag.

Hafsteinn Briem fékk rautt gegn Fjölni og er ekki með þeim í leik dagsins.

Fyrir leik þykir blaðamanni líklegast að Matt Garner komi inn í liðið í dag.
Fyrir leik
Bæði lið hefja leik með 1 stig eftir fyrstu umferð deildarinnar.

Stjörnumenn jöfnuðu í lok síns leiks í Grindavík á meðan að Vestmanneyingar gerðu 0-0 jafntefli heima gegn Fjölni í leik sem þeir léku einum færri frá 14.mínútu.
Fyrir leik
Góðan daginn frá Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem að við ætlum að vera með beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og ÍBV í 2.umferð Pepsideildar karla.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Matt Garner
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('58)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('75)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
18. Alvaro Montejo ('58)
19. Arnór Gauti Ragnarsson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason ('75)
9. Mikkel Maigaard ('58)
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('58)
15. Devon Már Griffin
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Derby Rafael Carrilloberduo ('5)
Felix Örn Friðriksson ('35)
Avni Pepa ('62)

Rauð spjöld: