Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
30' 1
1
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
25' 0
0
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
30' 0
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
15' 0
0
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
31' 0
0
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
72' 0
1
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
74' 1
1
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
70' 0
1
Fram
Mjólkurbikar karla
Haukar
63' 2
3
Vestri
Fjölnir
1
0
Breiðablik
Hans Viktor Guðmundsson '61 1-0
08.05.2017  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Logn og skýjað
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 984
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('57)
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
6. Igor Taskovic ('57)
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('89)
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
10. Ægir Jarl Jónasson ('57)
13. Anton Freyr Ársælsson ('89)
18. Marcus Solberg ('57)
26. Sigurjón Már Markússon

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Eva Linda Annette Persson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Ingimundur Níels Óskarsson ('45)
Igor Taskovic ('49)
Igor Jugovic ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjölnismenn ná í þrjú stig á Extra-vellinum í dag. Annar tapleikur Blika í röð. Viðtöl og skýrslan birtist svo innan skammst. Stór stig fyrir Fjölni í baráttumiklum leik. Sóknarleikur Blika er áhyggjuefni hjá þeim.
90. mín
MARTIN LUND!!! Þórður Ingason ver aftur frábærlega og nú frá sínum gamla samherja, Martin Lund. Þórður verið magnaður í þessum leik og útlit fyrir að hann haldi hreinu annan leikinn í röð.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
89. mín
Inn:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
89. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
88. mín
Þvílíkur undirbúningur hjá Þóri!!! Hann er sérfræðingur í að halda bolta, keyrir í gegnum alla og á endanum berst boltinn á Ægi sem skýtur þó vel yfir.
85. mín
Þórir var að sleppa einn í gegn en Guðmundur og Andri eltu hann uppi og náðu að koma í veg fyrir skotið. Þarna skall hurð nærri hælum.
84. mín
Ægir Jarl með ágætis tilraun með vinstri en boltinn yfir. Hans innkoma hefur verið til fyrirmyndar. Verður spennandi að fylgjast með honum í sumar ef Gústi Gylfa gefur honum fleiri tækifæri.
80. mín
Fjölnismenn nálægt öðru marki þegar það kom fyrirgjöf fyrir markið en Blikar bjarga því í horn.
78. mín
Ingimundur Níels með skot vel framhjá.
77. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
75. mín
Fjölnismenn hafa verið þéttir í dag. Mjög öflug varnarvinna hjá þeim. Það hafa nú ekki verið glufur hjá Blikum heldur. Þetta er baráttuleikur en sóknarvinna Blika hefur ekki verið að skila miklu. Þeir þurfa Tokic í gang. Martin Lund er að vinna sína vinnu ágætlega.
74. mín Gult spjald: Guðmundur Friðriksson (Breiðablik)
Braut á Birni sem liggur nú eftir á vellinum.
72. mín
GÍSLI EYJÓLFSSON MEÐ SKOT!!! Þetta var strangheiðarleg tilraun. Hann lét vaða rétt fyrir utan teig en boltinn fór rétt framhjá markinu vinstra megin.
67. mín
ANDRI RAFN!!! Hann fær boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnuna og lætur vaða en Þórður ver í horn. Þórður byrjar þetta mót vel. Búinn að eiga góðan leik til þessa.
66. mín
Þetta verður basl fyrir Blika. Þeir eiga þó hornspyrnu núna. Sjáum hvað setur.
63. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
61. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Igor Jugovic
ÞVÍLÍKT MARK!!! Igor Jugovic þrumar boltanum í bakið á Hans Viktor og í netið. Það er líklegast þá Hans sem fær markið skráð á sig enda breytti boltinn um stefnu.
57. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
57. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Igor Taskovic (Fjölnir)
57. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
56. mín
Blikar fá tvær hornspyrnur í röð. Þung sókn hjá þeim þessa stundina.
56. mín
Gísli Eyjólfsson með Ronaldinho-takta vinstra megin við teiginn!! Hann kom svo með fyrirgjöf en Fjölnismenn skila þessu í horn.
55. mín
Tokic með skemmtilegan snúning vinstra megin á vellinum, keyrir inn í miðsvæðið og finnur Höskuld hægra megin. Hann náði skoti en fór af varnarmanni og aftur fyrir endamörk. Það er hornspyrna.
54. mín
Arnþór Ari tekur spyrnuna og hún fer yfir vegginn og yfir markið. Tokic stóð ekki einu sinni hjá knettinum.
53. mín
Aftur er brotið á Martin Lund rétt fyrir utan teig. Fær Tokic annað tækifæri til þess að skora?
50. mín
Það besta sem sést hefur frá Tokic í dag.
50. mín
HRVOJE TOKIC MEÐ HÖRKUSKOT!!! Hann skaut hægra megin á markið en Þórður varði meistaralega í horn.
49. mín Gult spjald: Igor Taskovic (Fjölnir)
Brot á Martin Lund rétt fyrir utan teig. Hann var við það að sleppa í gegn.
46. mín
Seinni kominn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Það er búið að flauta til hálfleiks. Tilþrifalítill fyrri hálfleikur en það er Ivica Dzolan sem átti besta færið er hann skallaði boltanum í slá eftir fyrirgjöf frá Birni Inga. Fjölnismenn líta ágætlega út en Blikar er eru ekki að heilla í fyrri hálfleik.
45. mín Gult spjald: Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
39. mín
Davíð Kristján með laglega fyrirgjöf og Tokic reynir að ná til knattarins með hausnum á sér en hann náði ekki að beita sér.
37. mín
Birnir Snær reyndi að svara kallinu með skot en það fer framhjá. Svipuð uppskrift og síðast keyrði inn hægra megin á teiginn og skaut vel framhjá.
37. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Hvorugt lið að skapa sér færi. Það eru komin mörk í alla leikina nema þennan. Ég kalla eftir mörkum!
26. mín
BOLTINN Í SLÁ!!! Birnir Snær með fyrirgjöf beint á hausinn á Ivica Dzolan sem skallar í slá. Greindum fyrst frá því að Hans Viktor hefði skallað í slá en þegar upptökur eru skoðaðar var það klárlega Dzolan.
24. mín
BREIÐABLIK!! Frábært fyrirgjöf inn í teig og þar var Arnþór Ari mættur en hann nær ekki góðri fyrstu snertingu og Þórður tekur boltann. Þetta var séns!
22. mín
Fjölnir á hornspyrnu.
16. mín
Ingimundur Níels með skot fyrir utan teiginn en Gunnleifur grípur þetta örugglega. Færi Fjölnis ekki verið neitt svakaleg. Þeir hafa verið að leyfa Blikum að stýra þessu svolítið en eru farnir að taka smá völd núna.
13. mín
Þvílíkur kraftur í Hans. Tokic hleypur og ætlar að glíma við hann en Hans gefur ekkert eftir í baráttunni og boltinn aftur fyrir endamörk. Hornspyrna sem Fjölnir fær á sig.
10. mín
Birnir Snær með skot vel fyrir utan en það fer framhjá markinu.
7. mín
Gísli Eyjólfsson er ekki í miðverði í dag. Viktor Örn kemur í miðvörðinn og Gísli færir sig á miðsvæðið.
7. mín
Lítið að gerast fyrstu mínúturnar.
2. mín
Uppstilling Breiðablik 4-3-3:
Gunnleifur
Guðmundur - Viktor Örn - Damir - Davíð
Andri Rafn - Gísli E. - Arnþór
Höskuldur - Tokic - Martin Lund
2. mín
Uppstilling Fjölnis 4-2-3-1:
Þórður I.
Siers - Hans - Dzolan - Tadejevic
Taskovic - Jugovic
Ingimundur - Gunnar Már - Birnir Snær
Þórir
1. mín
Þetta er byrjað hér á Extra-vellinum!
Fyrir leik
Fjölnismenn ganga inn á völlinn og þá er Despacito með Luis Fonsi, Daddy Yankee og Justin Bieber spilað. Það er sturlun!
Fyrir leik
Fjölnismenn spiluðu 4-2-3-1 samkvæmt textalýsingu Fótbolta.net frá leik Fjölnis og ÍBV í fyrstu umferð. Það er spurning hvort þeir haldi sig við það. Það er spurning með Blika en þeir spiluðu 4-3-3 í síðasta leik í 3-1 tapinu gegn KA. Liðið virðist halda sömu vörn en svo kemur Viktor Örn inn fyrir Oliver á miðsvæðið á meðan Höskuldur leysir Aron af hólmi á vængnum.
Fyrir leik
Kolbeinn Þórðarson á bekknum hjá Blikum er auðvitað líka fæddur árið 2000. Yngsti leikmaður Fjölnis sem er í hóp í dag er Torfi Tímoteus Gunnarsson en hann er fæddur árið 1999.
Fyrir leik
Elías Rafn Ólafsson er varamarkvörður Breiðabliks í dag. Hann er fæddur árið 2000 líkt og Patrekur sem var á bekknum hjá liðinu í síðasta leik.
Fyrir leik
Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Örn Margeirsson byrja hjá Blikum. Oliver Sigurjónsson og Aron Bjarnason detta út. Oliver er ekki með í dag en Aron er á bekknum.
Fyrir leik
Það vekur athygli að Birnir Snær Ingason og Mees Junior Siers koma inn í liðið en Marcus Solberg og Sigurjón Már Markússon kom á bekkinn.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarlið beggja liða.
Fyrir leik
Leikmenn sem ég persónulega væri til í að sjá spreyta sig meira fyrir bæði lið eru þeir Birnir Snær Ingason hjá Fjölni. Hann byrjaði á bekknum í síðasta leik en kom inn og virkaði ferskur. Höskuldur Gunnlaugsson í liði Breiðabliks er þá fær um að breyta leikjum, það er löngu vitað.
Fyrir leik
Það verður áhugavert að fylgjast með Þóri Guðjónssyni og Marcus Solberg. Þetta eru tveir leikmenn sem eiga að skila inn mörkum fyrir heimamenn. Blikar fengu Hrvoje Tokic fyrir tímabilið frá Víking Ólafsvík og honum er ætlað að skila mörkum fyrir þá. Sömu sögu má segja af Martin Lund Pedersen sem kom einmitt frá Fjölni, spurning hvort Extra-völlurinn komi til með að hjálpa honum að finna sitt fyrsta mark í sumar.
Fyrir leik
Blikar fengu skell í fyrstu umferð gegn gröðu liði KA-manna. Það voru margar viðvörunarbjöllur sem hringdu þá í leik Blika og ljóst að liðið þarf að núllstilla sig fyrir leikinn í kvöld. Það verður áhugavert að sjá hvernig lærisveinar Arnars Grétarssonar mæta til leiks.
Fyrir leik
Fjölnismenn gátu tekið margt jákvætt úr fyrstu umferð. Liðið hélt hreinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Neikvæði punkturinn var kannski færanýting Fjölnismanna sem spilaði 10 gegn 11 í rúmlega 75 mínútur eftir að Hafsteinn Briem fékk að líta rauða spjaldið á 14. mínútu.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Breiðabliks í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Hér verður fylgst með öllu því helsta sem gerist í leiknum auk þess sem viðtöl og skýrslan fylgja eftir leik.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson ('77)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('89)
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Elías Rafn Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason
13. Sólon Breki Leifsson ('89)
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson ('77)
20. Kolbeinn Þórðarson
22. Sindri Þór Ingimarsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Sigurður Víðisson (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('57)
Guðmundur Friðriksson ('74)

Rauð spjöld: