Breiðablik
3
0
Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '16 1-0
Svava Rós Guðmundsdóttir '65 2-0
Fanndís Friðriksdóttir '73 3-0
10.05.2017  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('78)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('75)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('85)

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
18. Kristín Dís Árnadóttir ('75)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
22. Rakel Hönnudóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('85)
28. Guðrún Arnardóttir ('78)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
3-0 sigur Breiðabliks! Þetta var nú meiri leikurinn. Ótrúlegur alveg hreint. Valsarar náðu ekki að nýta sér meðvindinn í seinni hálfeik og Blikar kláruðu þetta örugglega.

Takk í bili. Skýrsla og viðtöl í kvöld.
93. mín
Síðasti séns hjá Val. Hrafnhildur með horn en boltinn endar eins og oft áður hjá "safe hands Sonný".
93. mín
MLV9 með ágæta tilraun utan af velli en Sonný ver þetta vel.
90. mín
Valsarar reyna að klóra í bakkann en ekkert gengur. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
85. mín
Inn:Sandra Sif Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Systraþema í Kópavogi. Sandra Sif leysir litlu systur sína af síðustu mínúturnar. Systraböndin eru sterk hér í kvöld en Ásta Eir og Kristín Dís eru líka systur sem og Hlíf og Hrafnhildur og Málfríður Anna og Hlín í Valsliðinu.
83. mín Gult spjald: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Andrea braut á Ariönu áðan en Vilhjálmur Alvar lét leikinn þá halda áfram. Hann gefur sér tíma til að spjalda Andreu um leið og boltinn fer úr leik.
81. mín
Áfram pressa Valsarar og fá enn eitt hornið. Hrafnhildur tekur það en vindurinn feykir boltanum aftur fyrir.
80. mín
Valskonur ekki búnar að gefast upp og eru að skapa hættu með háum fyrirgjöfum inn á teig. Þetta er þó ekki að falla með þeim og tíminn að renna út.
78. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Varnarmaður inn fyrir kantmann. Svava er búin að vera geggjuð í dag.
77. mín
Ég verð að viðurkenna það að ég átti ekki von á þessu hérna í seinni hálfleik. Valsarar byrjuðu af krafti fyrstu 7 mínúturnar en Blikar hafa svo snúið þessu sér í hag þrátt fyrir að leika á móti vindi og eru að sigla þessu heim.
75. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
75. mín
Færi hinum megin! Margrét Lára á fínan skalla sem hún stýrir niður í grasið en Sonný er heldur betur gíruð í dag og ver þetta vel.
73. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Svava Rós sendir boltann á Fanndísi sem fær nægan tíma á teignum og snýr boltann í fjærhornið. Blikar eru að loka þessu!
72. mín
Anisa fær boltann út til hægri. Tekur skæri og skemmtilegheit áður en hún setur boltann afturfyrir úr fyrirgjöf. Fljótlega á eftir fær Margrét Lára háa sendingu inn á teig. Hún reynir viðstöðulaust skot en setur boltann yfir.
71. mín
Þetta var tæpt! Elín Metta skorar eftir flotta sendingu frá Laufey en er dæmd rangstæð. Mjög tæpt en líklega rétt frá mínum bæjardyrum séð.
70. mín
Horn hjá Val en aftur setur Margrét Lára boltann aftur fyrir.
69. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Valur) Út:Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Tvöföld skipting hjá Val. Stefanía og Vesna víkja fyrir Hlín og Hlíf.
69. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (Valur) Út:Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
65. mín MARK!
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Þvílíkt mark! Berglind Björg kemur boltanum á Svövu sem leggur boltann framhjá Hrafnhildi og hleypur utan á hana áður en hún nær aftur til boltans og skorar framhjá Söndru.
63. mín
Fanndís! Fín tilþrif og hörkuskot, rétt framhjá. Valsarar ekki að ná að fylgja kröftugri byrjun á síðari hálfleik eftir.
61. mín
Þetta leit ekki vel út. Sandra fer út í teig til að handsama langan bolta. Andrea Rán kemur á fleygiferð og skellur beint á Söndru sem liggur eftir. Vonum að hún jafni sig. Þetta hefur verið sárt.
60. mín
Inn:Anisa Raquel Guajardo (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Hin mexíkóska Anisa kemur inn fyrir Málfríði Önnu. Hún fer beint á hægri kantinn.
59. mín Gult spjald: Laufey Björnsdóttir (Valur)
Laufey er fyrst í bókina. Þriðja brotið hennar ef mér telst rétt til.
57. mín
Fanndís með fínan sprett. Nær þó ekki nógu góðu skoti og boltinn beint á Söndru. Meiri kraftur í Blikum akkúrat núna.
54. mín
Skyndisókn hjá Blikum. Endar á því að Svava Rós á skot sem fer af varnarmanni og í öruggar hendur Söndru.
52. mín
Fyrstu fimm mínútur síðari hálfleiks bera þess merki að þetta gæti orðið langt og strangt fyrir Blika. Sonný var að redda þeim aftur með flottri vörslu. Ariana negldi háum bolta á markið af vítateigslínunni en Sonný náði að slá boltann yfir.
47. mín
Pála kemur með eitt af sínum lööööngu innköstum hátt á teig. Stórhættulegt en Blikar skalla aftur fyrir. Margrét Lára tekur hornið en snýr boltann aftur fyrir. Var mögulega að reyna að skora eins og hún gerði á móti ÍBV í síðustu umferð.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Haha.. Þetta rok! Varamenn Blika reyna að stilla upp reit í hálfleiknum en keilurnar þeirra fjúka bara burt. Dæmigert fyrir aðstæður en stelpunum tekst þó að leysa úr þessu og komast í reitinn sinn.

Varamenn Vals taka skokk og "halda á lofti" fram yfir reitinn.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleikur hefur verið stórskemmtilegur og bæði lið að gera vel við krefjandi veðuraðstæður. Valsarar hafa haldið boltanum nokkuð vel en Blikar verið stórhættulegar í skyndisóknum með vindinn í bakið. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast í seinni hálfleik. Það er hætt við að gestirnir komi til með að pressa stíft.
45. mín
Hálfleikur
Blikar brunuðu í skyndisókn. Fanndís hljóp hvern Valsarann á fætur öðrum af sér en hefði átt að losa sig fyrr við boltann og varnarmenn Vals náðu honum að endingu af henni.

Í kjölfarið er flautað til hálfleiks.
45. mín
Sonný! Geggjuð varsla. Elín Metta fékk stungu og var ein gegn markverði á markteig en Sonný sá við henni. Í kjöfarið eru Valskonur dæmdar rangstæðar.

Mikilvæg varsla hjá Sonný. Örstutt í hálfleik.
43. mín
Nóg af hornum í leiknum. Nú er það Fanndís sem rennir lágum bolta út í teig. Reyndi þetta líka áðan en Valsarar koma þessu frá.
40. mín
Þetta var ekki þægilegt. Pála hreinsar frá, beint í andlitið á Andreu sem stóð 2 metrum frá henni. Andrea liggur eftir en harkar svo af sér.
39. mín
Margrét Lára tekur hornspyrnu. Blikar koma boltanum frá og bruna í enn eina skyndisóknina. Svava er við það að sleppa í gegn en Laufey stoppar hana með flottri og vel tímasettri tæklingu.
36. mín
Fín sókn hjá Blikum. Boltinn gengur á milli manna og endar hjá Andreu Rán sem er hægra megin í teignum en neglir yfir.
33. mín
Valur fær aukaspyrnu úti á hægri kanti. MLV9 þekkir vindinn og notar hann til að snúa boltanum á fjærstöng. Málfríður nær skalla en Sonný handsamar boltann. Í kjölfarið komast Blikar í skyndisókn og vinna hornspyrnu en dæmt er á þær brot.
29. mín
Það er bölvað rok og það hefur áhrif á leikinn. Sendingar ónákvæmar og leikmenn svolítið úr jafnvægi. Þetta er engu síður hin mesta skemmtun. Hraði, kraftur og ástríða.

Liðið sem tapar í dag verður 6 stigum á eftir toppliði Þórs/KA og það er ekki eftirsóknarvert svona snemma í mótinu.
25. mín
Margrét Lára startar flottri Valssókn. Setur boltann upp í horn á Elín Mettu sem finnur Vesnu. Vesna á góða fyrirgjöf og mér sýnist það vera Málfríður sem leggur boltann svo út á Ariönu sem skýtur yfir úr góðu færi.
22. mín
Blikar fá tvö horn í röð. Ekkert verður úr þeim.
19. mín
Þarna munaði litlu. Rangstöðugildra Valskvenna bregst og Fanndís kemst upp vinstra megin. Hún finnur Selmu Sól í teignum en skotvinkillinn er ekki góður hjá henni og hún þarf að snúa áður en hún nær skoti hátt yfir markið.
16. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Blikar eru komnar yfir. Þær unnu boltann eftir hornspyrnu Vals og brunuðu í sókn. Boltinn barst út til hægri þar sem Svava Rós braust upp og lagði boltann hárnákvæmt fyrir Berglindi Björg sem skoraði örugglega af stuttu færi.
15. mín
Laufey á flotta skiptingu til vinstri. Arna Dís fær boltann yfir sig og hann berst á Vesnu sem nær skoti en það fer af varnarmanni og afturfyrir. Valur fær horn sem ekkert verður úr.
11. mín
Fanndís fyrirliði ætlar að láta að sér kveða í dag. Hún var rétt í þessu að reyna skot af miðjum vallarhelmingi Vals. Hörkuskot en boltinn þó vel framhjá.
9. mín
Valsarar stilla svona upp:

Sandra
Laufey - Pála - Málfríður Erna - Hrafnhildur
Ariana
Stefanía
Málfríður Anna - Margrét Lára - Vesna
Elín Metta
8. mín
Ágætis séns. Fanndís laumar boltanum inn á Berglindi sem reynir skot á teignum. Það er þó beint á Söndru.
7. mín
Lið Blika lítur svona út:

Sonný
Ásta - Ingibjörg - Heiðdís - Arna Dís
Hildur - Selma Sól
Svava - Andrea - Fanndís
Berglind Björg
5. mín
Fanndís ekki sátt. Er að komast á fleygiferð þegar Laufey brýtur á henni. Blikar fá aukaspyrnu úti vinstri væng. Fanndís tekur spyrnuna sjálf en boltinn flýgur aftur fyrir.
3. mín
Þetta byrjar fjörlega. Valsarar kröftugar en Blikar eiga svo hættulega skyndisókn þar sem Berglind Björg rétt missir af fyrirgjöf Svövu Rósar.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Heilir og sælir landsmenn góðir og verið velkomin í sprelllifandi textalýsingu héðan úr Kórnum í Kópavogi þar sem heimamenn í HK taka á móti Leiknismönnum úr Breiðholti
Sævar Ólafsson
Fyrir leik
Þetta er að bresta á. Liðin eru mætt út á völl í fylgd efnilegra Blikastúlkna. Fanndís vinnur dómarakastið og ákveður að skipta um vallarhelming. Blikar byrja með vindinn í bakið og sækja í átt að Fífiunni en Valskonur hefja leik.
Fyrir leik
Veðurguðirnir eru ekkert að tapa sér í gleðinni. Það er skítakuldi og helv.. hvasst. Hætt við að Kári komi til með að hafa töluverð áhrif á leikinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Hjá Blikum kemur Ingibjörg Sigurðardóttir inn fyrir Guðrúnu Arnardóttur en Ingibjörg tók út leikbann í síðasta leik. Þá kemur Andrea Rán Snæfeld inn fyrir fyrirliðann Rakel Hönnudóttir sem er tæp. Samantha Lofton er enn meidd og utan hóps.

Valur gerir tvær breytingar hjá sér. Þær Pála Marie Einarsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir koma inn fyrir Örnu Sif Ásgrímsdóttur og Anisu Raque Guajardo. Anisa fer á bekkinn en Arna Sif ku vera meidd. Ekkert bólar á nýliðanum Angharad James.
Fyrir leik
Jón Páll Pálmason, þjálfari Stord í Noregi, spáði í 3.umferð Pepsi-deildarinnar fyrir Fótbolta.net og hann býst við Valssigri í kvöld:

Breiðablik 1 - 3 Valur
Óumdeilanlega stórleikur umferðarinnar. Ég er hræddur um að missir Blika af Berry og Málfríði sé of mikill til að þær geti barist um titilinn. Metta hleypur uppi sendingar MLV9 og Valskonur klára þetta 1-3.
Fyrir leik
Valskonur hafa fengið liðsstyrk frá því í síðustu umferð en miðjumaðurinn Angharad James gekk í þeirra raðir í síðustu viku.

Angharad er 22 ára gömul en hún á 48 landsleiki að baki með Wales. Síðast spilaði hún með Notts County á Englandi en verður væntanlega klædd í Valsbúninginn í kvöld.
Fyrir leik
Af dómaramálum er það að frétta að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna en þeir Atli Haukur Arnarsson og Sigursteinn Árni Brynjólfsson ætla að flagga.
Ég er ekki frá því að ég sé sammála Heiðari Inga. Mínir menn í Arsenal eru ekki líklegir til að bjóða upp á skemmtilegri leik eins og sakir standa.


Fyrir leik
Eftir tvær umferðir eru bæði lið með þrjú stig. Valur vann ÍBV og Breiðablik vann FH en bæði lið töpuðu fyrir Þór/KA fyrir norðan eins og frægt er orðið.
Fyrir leik
Góðan dag ágætu lesendur Fótbolta.net!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá risaleik Breiðabliks og Vals í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna. Hér á eftir mætast tvö af bestu liðum deildarinnar og það verður ekki gefin tomma eftir.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f) ('60)
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('69)
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('69)
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Hlíf Hauksdóttir ('69)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
13. Anisa Raquel Guajardo ('60)
14. Hlín Eiríksdóttir ('69)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
25. Nína Kolbrún Gylfadóttir
27. Hanna Kallmaier

Liðsstjórn:
Úlfur Blandon (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Elfa Scheving Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Laufey Björnsdóttir ('59)

Rauð spjöld: