Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
1
Grindavík
Hrafnhildur Agnarsdóttir '20
0-1 Rilany Aguiar Da Silva '34
10.05.2017  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Kalt, smá vindur og rigning á köflum
Dómari: Andri Vigfússon
Áhorfendur: 102
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('79)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('46)
Elísabet Guðmundsdóttir ('20)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m) ('20)
11. Gréta Stefánsdóttir
14. Guðfinna Kristín Björnsdóttir
18. Petra Ósk Hafsteinsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Harpa Karen Antonsdóttir

Gul spjöld:
Elísabet Guðmundsdóttir ('12)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('70)

Rauð spjöld:
Hrafnhildur Agnarsdóttir ('20)
Leik lokið!
90. mín
Inn:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík) Út:Rilany Aguiar Da Silva (Grindavík)
Venjulegur leiktími er liðinn og Grindvíkingar gera sína síðustu skiptingu. Klassískt til að eyða tíma.
89. mín
KR-ingar velja Þórunni Helgu sem mann leiksins.
87. mín
Gott spil á milli Carolinu og Rilany sem endar með skoti frá Rilany rétt framhjá.
86. mín
Mikil barátta í báðum liðum síðustu mínútur. Þórunn Helga með fína aukaspyrnu en Guðrún gerir vel í vörninni hjá Grindavík.
83. mín
Anna Þórunn með sendingu á Rilany sem er í fínu færi en nær ekki að koma skoti á markið.
79. mín
Inn:Harpa Karen Antonsdóttir (KR) Út:Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
77. mín
Rilany kemst inn í slaka sendingu hjá Söru Lissy og keyrir af stað upp völlinn. Þarna eru Grindvikingar 3 á 2 en Rilany tekur skotið og Ingibjörg ver. Hefði mátt gefa hann út hægra megin á Önnu Þórunni sem var alein.
75. mín
Ásdís með fínan sprett upp völlinn en skotið yfir.
70. mín Gult spjald: Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Keyrir hér harkalega á Carolina og fær að launum gult spjald.
69. mín
Okkur sýnist dómarinn spjalda Eddu Garðars á bekknum.
67. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Út:Lauren Brennan (Grindavík)
66. mín Gult spjald: Lauren Brennan (Grindavík)
Keyrir hér á Söru Lissy og fær spjald.
65. mín
Ásdís með skot utan af velli en það fer rétt fram hjá.
58. mín
KR liðið er aðeins að lifna við. Sigga gefur á Mist inn fyrir vörn Grindavíkur en Emma gerir vel í markinu og nær boltanum á undan henni.
56. mín
Dröfn með fína hornspyrnu sem berst út í teiginn á Lindu sem nær fínu skoti.
51. mín
Ísabel með skot utan af velli en Ingibjörg ver.
46. mín
Inn:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR) Út:Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR)
Anna Birna kemur inn á miðjuna. Mist fer út í bakvörðinn og Þórunn niður í vörnina.
46. mín
Inn:Elena Brynjarsdóttir (Grindavík) Út:Thaisa (Grindavík)
Elena fer út á hægri kantinn og Carolina niður á miðjuna.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Það er þjóðhátíðar stemmning hér í Frostaskjóli, Sverrir Bergmann ómar í græjunum og krakkarnir syngja kröftulega með.
45. mín
Hálfleikur
Grindavíkingar hafa verið mun sprækari hér í fyrri hálfleik og leiða leikinn sanngjarnt. Óheppnar að vera ekki búnar að setja fleiri.
45. mín
Nú liggur Thaisa eftir, virðist hafa misstigið sig frekar illa eftir baráttu við Söru Lissy.
43. mín
Sara Lissy brýtur á Carolina nokkrum metrum fyrir utan teiginn. Nú stilla Thaisa og Carolina sér upp fyrir framan boltann, Carolina hleypur yfir boltann og Thaisa tekur spyrnuna en spyrnan er fram hjá.
40. mín
Thaisa nálægt því að sleppa í gegn en Mist kemur boltanum frá á síðustu stundu.
40. mín
Berglind með fínt skot eftir hornspyrnu en Ingibjörg ekki í neinum vandræðum með að verja.
35. mín
Rilany virðist stíga á boltann, fellur og fær aukaspyrnu. Ég set spurningarmerki við þessa aukaspyrnu en Rilany liggur eftir.

Rilany er sem betur fer ómeidd og skokkar inn á stuttu eftir að spyrnan er tekin.
34. mín MARK!
Rilany Aguiar Da Silva (Grindavík)
Stoðsending: Thaisa
Thaisa vippar boltanum yfir varnarmenn KR þar sem Rilany er mætt og setur boltann í netið. Verðskuldað!
33. mín
Anna Þórunn aftur með skot fyrir utan teig, nú ver Ingibjörg.
31. mín
Anna Þórunn með skot utan af velli en það er fram hjá.
30. mín
Gott spil hjá Grindvíkingum milli Thaisu og Carolina sem endar með skoti í Ingunni, varnarmann KR.
29. mín
Grindvíkingar nálægt því að sleppa í gegn enn einu sinni en Ingunn gerir vel og kemur boltanum í innkast.
27. mín
Enn og aftur er Rilany sloppin í gegnum vörn KR en í þetta skiptið skýtur hún fram hjá.
26. mín
Dauðafæri! Carolina setur boltann fram hjá opnu marki. Þarna hefði hún klárlega átt að gera betur. Þetta fer að detta hjá Grindavík.
23. mín
Aukaspyrna beint af æfingarsvæðinu.
Grindvíkingar stilla sér fjórar upp fyrir framan boltann í aukaspyrnunni og þrjár hlaupa yfir boltann. Thaisa tekur svo spyrnuna sem lendir í hliðarnetinu.
Ég var alveg viss um að þessi hefði verið inni.
20. mín
Inn:Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR) Út:Elísabet Guðmundsdóttir (KR)
Í kjölfar rauða spjaldsins kemur Ingibjörg í markið og Elísabet skokkar útaf.
20. mín Rautt spjald: Hrafnhildur Agnarsdóttir (KR)
Hárrétt. Brýtur á að ég held Rilany sem var að komast fram hjá henni. Grindavík á aukaspyrnu rétt fyrir framan teig.
19. mín
Riley gefur boltann út á Önnu Þórunni sem skýtur langt yfir.
18. mín
Anna Þórunn reynir skot utan af velli en það er fram hjá.
17. mín
Klaufaleg sending hérna hjá Dröfn sem ætlar að gefa hann til baka á Guðrúnu Bentínu en Emma bjargar henni og kemur boltanum frá. Þarna var Ásdís nálægt því að ná til boltans.
16. mín
Grindvíkingar mun öflugri þessa stundina og sækja mikið upp hægri kantinn þar sem Rilany gerir KR stúlkum erfitt fyrir.
16. mín
Sara Lissy skallar boltann aftur fyrir sig sem reynist fínasta stungusending fyrir Lauren sem skýtur beint á Hrafnhildi í markinu. Hún hefði mátt fara nær þarna.
12. mín
Hornspyrna sem Grindavík á, fínn bolti en brotið á Hrafnhildi í markinu.
12. mín Gult spjald: Elísabet Guðmundsdóttir (KR)
9. mín
Brotið á Guðrúnu Karítas úti á hægri kantinum. Þórunn Helga tekur spyrnuna út í teiginn en Guðrún er alltof lengi að athafna sig og Grindvíkingar ná boltanum.
7. mín
Ég laug þegar ég sagði að það væri smá vindur en nú á Hrafnhildur í miklum vandræðum með að að stilla boltanum upp fyrir útspark.
6. mín
Grindavík hefur byrjað leikinn örlítið betur en KR stúlkurnar eru hálf klaufalegar í vörninni.
1. mín
Leikur hafinn
Jæja þá flautar Andri leikinn loksins á!
Það eru KR stelpurnar sem byrja með boltann en Grindavík sækir í átt að KR heimilinu.
Fyrir leik
Jæja þá eru byrjunarliðin klár, þau má sjá hér til hliðar.

KR gerir tvær breytingar á sínu liði frá því í síðasta leik, út fara Gréta og Anna Birna og inn koma Elísabet Guðmunds og Sigga. Grindavík gerir sömuleiðis tvær breytingar, út fara Malin og Elena og í þeirra stað koma Emma og Ísabel.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti heimaleikur KR stelpnanna í sumar en þær hafa áður heimsótt ÍBV til Eyja og Stjörnuna í Garðabæinn. Grindavík hefur fengið aðeins auðveldari byrjun en liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð en tók á móti Haukum í þeirri annarri.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér munum við fylgjast með leik KR og Grindavíkur í 3. umferð pepsi-deildar kvenna. Eftir tvær umferðir er KR án stiga og er auk þess eina liðið í deildinni sem hefur ekki enn tekist að skora mark.

Grindavík er með 3 stig eftir að hafa unnið nýliðaslaginn gegn Haukum í síðustu umferð, 2-1.
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
3. Linda Eshun
5. Thaisa ('46)
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva ('90)
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
19. Carolina Mendes
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir
28. Lauren Brennan ('67)

Varamenn:
30. Malin Reuterwall (m)
7. Elena Brynjarsdóttir ('46)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('67)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Ragnheiður Árný Sigurðardóttir
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Lauren Brennan ('66)

Rauð spjöld: